Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 FRÉTTIR
Stjórn Íslandsbanka hefur beint
þeim tilmælum til þeirra fyrrver-
andi starfsmanna Glitnis sem fengu
kúlulán til að kaupa hlutabréf í
honum að þeir setji einkahluta-
félög sín í þrot. Ástæðan er meðal
annars sú að annars þyrfti bankinn
að hefja gagnslausar innheimtuað-
gerðir gegn félögunum þegar lánin
verða á gjalddaga. Í flestum tilfell-
um eru engin verðmæti inni í fé-
lögunum og því ekki eftir neinu að
sækjast fyrir Íslandsbanka.
Þessi lausn á málinu er því far-
sæl fyrir báða aðila: Bankinn losn-
ar við lánin úr bókum sínum með
afskrift þeirra og starfsmennirnir
losna við félögin af bakinu sem og
umræðuna um kúlulánveitingarn-
ar án nokkurs tilkostnaðar. Séð út
frá hagsmunum bankans er lausn-
in því líkast til sú besta sem völ er
á og hinn nýi Íslandsbanki þarf
ekki að glíma við umræðuna um
kúlulánin næstu tvö árin þar til
lán starfsmannanna verða á gjald-
daga. Óhjákvæmilegri niðurstöðu í
starfsmannalánamáli Glitnis og Ís-
landsbanka er því flýtt um tvö ár í
einhverjum tilfellum.
Þjónar hagsmunum beggja
Líkt og kom fram í tilkynningu frá
Íslandsbanka í síðustu viku fengu
níu núverandi starfsmenn Íslands-
banka slík lán og snérist ákvörð-
un stjórnarinnar aðeins um með-
ferðina á lánunum til þeirra. Þó má
reikna með því að þeir lántakendur
úr starfsmannahópi Glitnis sem nú
hafa látið af störfum í Íslandsbanka
muni einnig gefa félög sín upp
til gjaldþrotaskipta nú þegar þeir
sjá að stjórn Íslandsbanka hefur
beint þeim tilmælum til núverandi
starfsmanna bankans. Meðal þess-
ara manna eru núverandi forstjóri
Skeljungs, Einar Örn Ólafsson, og
Ingi Rafnar Júlíusson, sem var lykil-
maður í mörgum viðskiptum bank-
ans, til dæmis með Stím.
Í bréfi til starfsmanna Íslands-
banka sem Birna Einarsdóttir
bankastjóri sendi út í síðustu viku
útskýrði hún ákvörðun stjórnar-
innar með eftirfarandi hætti: „Ég
nefndi á starfsmannafundi í apríl
að ég gerði mér grein fyrir að þetta
mál hvíldi þungt á starfsmönnum
bankans, og á engum jafn þungt
eins og þeim sem fengu slík lán til
hlutabréfakaupa í stað hefðbund-
inna kauprétta sem tíðkast hjá ýms-
um fyrirtækjum.
Það eru mikilvæg skilaboð
frá stjórn bankans að þetta mál
hafi ekki áhrif á störf þessara öfl-
ugu samstarfsmanna okkar inn-
an bankans.“ Samkvæmt þessu
voru tilmælin fyrst og fremst til að
verja hagsmuni þessara níu starfs-
manna. Hagsmunir þeirra fara þó
saman við hagsmuni bankans og
umræða um þá í fjölmiðlum kem-
ur sér sömuleiðis illa fyrir bankann.
Með ákvörðun stjórnarinnar má
reikna með að hætt verði að ræða
um starfsmannalánin í Glitni að
mestu leyti. Félög starfsmannanna
verða gjaldþrota og kröfurnar á
hendur þeim verða afskrifaðar úr
bókum bankans án þess að nokkuð
fáist upp í þær. Með þessari ákvörð-
un lýkur því ferli sem hófst á því
fyrir hrun að verðlauna átti lykil-
starfsmenn Glitnis fyrir uppgang
bankans með því að veita þeim
áhættulaus hlutabréfalán sem þeir
gætu aðeins grætt á. Starfsmenn-
irnir græddu ekki á lánunum en
tapa heldur engu eftir að ákvörðun
stjórnarinnar liggur fyrir.
Hreinsunarstarf, segir Friðrik
Friðrik Sophusson, stjórnarfor-
maður Íslandsbanka, segir að þessi
starfsmannalán Glitnis hafi verið á
borði stjórnar bankans í um það bil
ár og að unnið hafi verið lögfræði-
álit þar sem þessi niðurstaða hafi
verið talin ásættanlegust í stöð-
unni.
„Þetta er dálítið ömurleg staða
fyrir þetta fólk sem á þessi félög.
Það veit að félögin verða gjaldþrota
því það ligga milljarða króna skuld-
ir inni í þeim og eignirnar eru engar.
Gjaldþrot þeirra er því óumflýjan-
legt. Okkur fannst þetta bara þrifa-
legast svona. Þetta er bara hreins-
unarstarf,“ segir Friðrik en líkt og
áður segir snýst aðgerð stjórnar-
innar í raun bara um að flýta gjald-
þroti félaganna.
Friðrik segir að engin sjálf-
skuldarábyrgð hafi verið á lánun-
um til starfsmanna Glitnis og því
sé ekkert að sækja til þeirra upp í
lánin. Að sama skapi segir hann
að starfsmennirnir hafi ekki grætt
neitt á lánunum því bankinn hafi
ekki greitt arð af hlutabréfunum
og eigendur félaganna hafi sömu-
leiðis ekki heldur greitt sér arð af
þeim. „Fólkið gerði þennan gern-
ing en fékk aldrei neitt út úr þessu.
Nú verður þetta fólk að sætta sig
við það að félög í þeirra eigu verði
gerð gjaldþrota,“ segir Friðrik og
bætir því við að farið verði á sama
hátt með lán til félaga þeirra starfs-
manna Glitnis sem starfa ekki leng-
ur fyrir Íslandsbanka.
Friðrik undirstrikar að með
þessari ákvörðun sé stjórn Íslands-
banka ekki að segja að hún sé
hlynnt slíkum lánveitingum, þvert
á móti séu þær afar gagnrýniverðar
að mati stjórnarinnar, en að þetta
sé ein leiðin til að ganga frá lánveit-
ingunum í þessu tiltekna tilfelli.
Ólíkar leiðir
Þessi meðferð á lánunum til starfs-
manna Glitnis er nokkuð ólík því
hvernig slitastjórn Kaupþings hefur
ákveðið að afgreiða hlutabréfalán til
starfsmanna bankans.
Það starfsfólk Kaupþings sem
fékk lán til hlutabréfakaupa í bank-
anum þarf að greiða persónuleg-
ar ábyrgðir af lánunum sem nema í
sumum tilfellum hundruðum millj-
óna króna og í einhverjum tilfellum
tugum milljóna. Þar skiptir einn-
ig máli að flestir þeirra tóku lánin
sjálfir en notuðu ekki eignarhalds-
félög til þess.
Á að giska um 50 núverandi
starfsmenn Arion banka þurfa að
standa skil á slíkum greiðslum en í
heildina fengu um 80 starfsmenn
hlutabréfalán hjá Kaupþingi. 30
þeirra hafa látið af störfum hjá bank-
anum en þar á meðal eru allir æðstu
stjórnendur Kaupþings sáluga. Í til-
felli Kaupþingslánanna voru starfs-
mennirnir hins vegar ábyrgir fyrir
lánunum að hluta og því getur slita-
stjórn bankans sótt hluta af lánun-
um til starfsmannanna. Starfsmenn
Glitnis sem fengu kúlulán ganga því
skuldlausir frá lánunum en starfs-
menn Kaupþings eru margir með
skuldabagga á bakinu sem gæti leitt
til persónulegs gjaldþrots þeirra.
Þessi munur á afgreiðslu lánanna
í bönkunum tveimur stafar auðvit-
að fyrst og fremst af þeim ólíku að-
ferðum sem notaðar voru til að veita
lánin. Í tilfelli Glitnis voru lánin veitt
til eignarhaldsfélaga starfsmanna
og án sjálfskuldarábyrgða en í tilfelli
Kaupþings voru þau veitt til starfs-
mannanna sjálfra og með persónu-
legum ábyrgðum.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
„ÞETTA ER BARA
HREINSUNARSTARF“
Stjórn Íslandsbanka hefur beðið þá starfsmenn bankans sem fengu kúlulán hjá Glitni að gefa félög sín upp til
gjaldþrotaskipta. Þetta er gert af nokkrum ástæðum, meðal annars til að forðast tilgangslausar innheimtu-
aðgerðir bankans gegn félögunum. Lán starfsmanna Glitnis fengu allt aðra meðferð en lánin til starfsmanna
Kaupþings sem þeir þurfa að standa skil á að ákveðnu leyti.
Gjaldþrot þeirra er því
óumflýjanlegt.
Hlutabréfakaup starfsmanna Glitnis í maí 2008, úr skýrslu rannsóknarnefndar:
Félag Starfsmaður Lánsfjárhæð í milljónum
Gnómi ehf Jóhannes Baldursson 782
AB 154 ehf Vilhelm Már Þorsteinsson 787
Strandatún ehf Rósant Már Torfason 782
Margin ehf Magnús Arnar Arngrímsson 787
Einarsmelur 18 ehf Einar Örn Ólafsson 782
HEKT ehf Eggert Þór Kristófersson 510
Langidalur ehf Magnús Pálmi Örnólfsson 519
AB 158 ehf Ingi Rafnar Júlíusson 519
Skebbi ehf Rúnar Jónsson 346
Hlutabréfakaup starfsmanna
„Kæra samstarfsfólk.
Nú í vikulokin langar mig að senda ykkur
stuttan tölvupóst og segja ykkur frá því helsta
sem hefur verið í gangi.
Vikan var annasöm og byrjaði í góða veðrinu á
annan í hvítasunnu. Þá vorum við með stjórn
bankans í stefnumótunarvinnu í húsakynnum
Bláa lónsins. Við vorum að skoða þá þætti í
umhverfi bankans sem líklegastir eru til að hafa
áhrif á starfsemi hans næstu 10 árin. Sú vinna
gekk vel og henni verður haldið áfram í sumar
og án efa munu margir koma að þeirri vinnu.
Á þriðjudag og miðvikudag var svo hefðbund-
inn stjórnarfundur hér á Kirkjusandi. Farið var yfir uppgjör fyrir fyrstu fjóra mánuði
ársins sem sýna að rekstur bankans hefur gengið vel það sem af er ári. Mikilvægir
áfangar náðust í yfirferð á ýmsum áhættustýringarmálum og svo kynntu Sigurjón
Hákonarson og Jón Ingi Björnsson upplýsingatæknimál við góðan orðstír.
Á fundinum var jafnframt fjallað um svokölluð „kúlulán“ starfsmanna. Niðurstaða
stjórnar er sú að farið verður þess á leit við viðkomandi starfsmenn að þeir
gefi eignarhaldsfélög sín upp til gjaldþrotaskipta í stað þess að bíða fram að
gjalddaga lánsins.
Þessi lánamál verða að sjálfsögðu meðhöndluð samkvæmt almennum lánaregl-
um bankans og með sama hætti og ef um viðskiptavin væri að ræða. Ég nefndi
á starfsmannafundi í apríl að ég gerði mér grein fyrir að þetta mál hvíldi þungt
á starfsmönnum bankans, og á engum jafn þungt eins og þeim sem fengu slík
lán til hlutabréfakaupa í stað hefðbundinna kauprétta sem tíðkast hjá ýmsum
fyrirtækjum.
Það eru mikilvæg skilaboð frá stjórn bankans að þetta mál hafi ekki áhrif á störf
þessara öflugu samstarfsmanna okkar innan bankans. Það er einnig mikilvægt
að hafa í huga að þessi hlutabréfakaup voru hluti tryggða- og hvatakerfi gamla
bankans og að viðkomandi starfsmenn höfðu engan fjárhagslegan ávinning af
þessum hlutabréfakaupum.
Það er mikilvægt að komin sé skýr niðurstaða um meðhöndlun á þessu erfiða
máli. Ég óska þess að við getum nú haldið áfram og horft til framtíðar með það að
sameiginlegu markmiði að byggja upp frábæran banka.
Kær kveðja
Birna“
Bréfið frá Birnu
Þrifalegasta lausnin Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir
að stjórninni hafi þótt þrifalegast að beina þeim tilmælum til starfsmannanna
að þeir gæfu eignarhaldsfélög sín upp til gjaldþrotaskipta út af kúlulánveiting-
unum. Hann sést hér með Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis.