Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 17
Embættismaður innan Vatíkansins
í Róm hefur varað kaþólska presta
sem hafa misnotað sóknarbörn
sín kynferðislega við því að „sér-
stakt helvíti“ bíði þeirra eftir dauð-
ann. Prelátinn Charles Scicluna var
óvenju berorður af háttsettum kaþ-
ólskum kirkjunnar manni að vera,
um helgina þegar hann ræddi við
blaðamenn. „Það væri betra ef þær
illgjörðir mannanna leiddu þá sjálfa
til dauða fyrir veraldlegum dóm-
stóli, frekar en að þurfa að þjást af
miklu skelfilegri fordæmingu og
bölvun í helvíti.“
Prelátinn sem um ræðir fer fyr-
ir siðgæðisnefnd Vatíkansins og
hefur meðal annars það umfangs-
mikla verkefni með höndum að
hafa hendur í hári kaþólskra presta
sem hafa orðið uppvísir að því að
misnota börn kynferðislega og af-
greiða mál þeirra innan kirkjunnar.
„Það væri betra að hengja myllu-
stein um háls þeirra sem hafa gert
á hlut barna og henda þeim út á
sjó,“ sagði Scicluna um helgina eftir
bænastund fyrir fórnarlömb þeirra
sem hafa orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi af hálfu presta.
Yfirlýsingar hans koma í kjölfar
mjög berorðra lýsinga Benedikts
páfa, sem á dögunum kallaði eftir
því að kaþólskir prestar yrðu dregn-
ir til ábyrgðar fyrir glæpi sína gegn
börnum. Þetta er talið vera til marks
um að kaþólska kirkjan ætli að skera
upp herör gegn þöggun um þessi
mál, enda hefur hún verið harðlega
gagnrýnd síðustu ár fyrir að taka
ekki harðar á þessum málum heldur
sópa þeim undir teppið.
Preláti í Vatíkaninu varar kaþólska barnaníðinga við hver örlög þeirra verði:
Sérstakt helvíti bíður presta
Vatíkanið Virðist ætla að taka hart á prestum sem misnota börn eftir áralanga
yfirhylmingu.
Vill skaðabætur
Bandarísk kona hefur lögsótt Google
eftir að hún fór eftir kortaleiðbein-
ingum Google Maps í farsímanum
sínum. Samkvæmt kortinu átti hún
að ganga meðfram stórri hraðbraut
í Utah þar sem engir göngustígar
voru. Svo fór að bíll keyrði á hana
og hún slasaðist. Hún vill fá um 12
milljónir í skaðabætur frá Google
fyrir að hafa leitt hana út á brautina
með þessum afleiðingum.
Árásin rannsökuð
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð-
herra Bretlands sem nú starfar sem
dimplómati í Miðausturlöndum,
segist harma árás Ísraelsmanna á
skipalest hjálparsamtaka sem var að
flytja hjálpargögn til Gasa-svæðis-
ins. Blair hefur krafist þess að árásin
verði rannsökuð. Nítján manns féllu
í árásinni sem virðist hafa verið með
öllu tilefnislaus.
Mannskæður
stormur
Hitabeltisstormurinn Agatha hefur
valdið miklu tjóni í Mið-Ameríku
síðustu daga, en talið er að rúmlega
hundrað manns hafi látist af völdum
flóða og aurskriðna í kjölfar storms-
ins. Agatha fór yfir Kyrrahafið á laug-
ardaginn og kom upp að Gvatemala
í kjölfarið, þar sem 82 manns létust.
Þá hefur einnig orðið mannfall í
nágrannaríkjunum El Salvador og í
Hondúras.
Áfram lekur
Olíulekinn á Mexíkóflóa heldur
áfram að valda miklum skaða á líf-
ríkinu í hafinu. Talið er að olíulekinn
sé orðinn að mesta mengunarslysi í
sögu Bandaríkjanna. BP-olíufélagið
hefur reynt árangurslaust í margar
vikur að stöðva olíulekann og talið
er að ekki verði hægt að loka ventl-
inum á hafsbotni fyrr en í ágúst.
Mótmæli hafa farið fram í Louisiana,
meðal annars í New Orleans, vegna
aðgerðaleysis olíufélagsins.
FÓLKI BLÆÐIR ÚT Í SJÚKRABÍLUM
Ferðamenn og hjálparstarfs-
menn fá yfirleitt að fara í gegnum
þessar landamærastöðvar óáreitt-
ir, þó að það sé ekki alltaf raunin,
en eins og áður segir eru sérstak-
ir passar og leyfi sem Palestínu-
menn geta sótt um til að fá að fara
í gegnum landamærastöðvarn-
ar. Þrátt fyrir að vera með þessi
leyfi eru þeir stundum stöðvaðir á
landamærunum og meinaður að-
gangur inn í Ísrael. Það getur farið
eftir ákvörðun hvers dags fyrir sig
hvort Palestínumenn með tilskil-
in leyfi fái að fara í gegnum þessar
landamærastöðvar.
Hin síðari ár hefur það orð-
ið enn mikilvægara að Palestínu-
menn hafi aðgang að vinnu fyrir
utan landamærin, þar sem vinnu-
staðir innan landamæranna eru
helstu skotmörk Ísraelshers. Til
að mynda hafa 13 af 14 sápuverk-
smiðjum, sem hafa verið algeng-
ar innan landamæranna, verið
sprengdar í loft upp. Bændur hafa
einnig þurft að lifa við að upp-
skera þeirra sé reglulega brennd
af hermönnum, jafnvel ár eftir ár.
Atvinnuástand í Palestínu er því
algerlega í höndum Ísraelsmanna.
Reiði Aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza vekja upp
hörð viðbrögð víða um heim.