Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Side 21
ættfræði 2. júní 2010 miðvikudagur 21
Gísli Karel
Halldórsson
verkfræðingur í arnarholti í BorgarByggð
Gísli fæddist í Grundarfirði og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Laugarvatni,
prófi í byggingaverkfræði frá HÍ 1974
og cand.polyd.-prófi frá DTH í Kaup-
mannahöfn 1977.
Gísli starfaði á jarðhitadeild
Orkustofnunar frá 1977. Hann varð
verkfræðingur á Almennu verk-
fræðistofunni 1984, varð síðar með-
eigandi stofunnar og er núverandi
stjórnarformaður hennar.
Gísli var formaður Eyrbyggja,
hollvinasamtaka Grundarfjarðar.
Hann sat í stjórn Félags ráðgjafar-
verkfræðinga og sat í stjórn Arnar-
holts.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 20.8. 1977 Laufeyju
Bryndísi Hannesdóttur, f. 21.6. 1949,
verkfræðingi. Hún er dóttir Hannes-
ar Ingibergssonar, íþróttakennara og
ökukennara í Reykjavík, og Jónínu
Hallórsdóttur húsmóður.
Börn Gísla og Laufeyjar Bryndís-
ar eru Pálína Gísladóttir, f. 18.9. 1975,
verkfræðingur og sviðstjóri burða-
virkjasviðs hjá Mannviti í Reykjavík
en eiginmaður hennar er Gísli Jök-
ull Gislason og eiga þau þrjú börn;
Gauti Kjartan Gíslason, f. 30.5. 1978,
verkfræðingur hjá Hjartavernd í
Reykjavík; Finnur Gíslason, f. 24.3.
1982, verkfræðingur hjá Cowi Con-
sult í Kaupmannahöfn en eiginkona
hans er Soffía Hauksdóttir og eiga
þau eina dóttur.
Systkini Gísla: Halla Halldórs-
dóttir, f. 25.3. 1948, hjúkrunarkona
og ljósmóðir í Kópavogi; Jóhanna H.
Halldórsdóttir, f. 13.2. 1953, kaup-
maður í Grundarfirði; Jóhannes
Finnur Halldórsson, f. 18.12. 1954,
hagfræðingur hjá samgönguráðu-
neytinu; Halldór Páll Halldórsson,
f. 29.8. 1957, skólameistari Mennta-
skólans á Laugarvatni; Guðrún Hall-
dórsdóttir, f. 4.6. 1960, hjúkrun-
arkona, búsett í Kópavogi; Sólrún
Halldórsdóttir, f. 31.5. 1964, hag-
fræðingur, búsett í Kópavogi; Svein-
björn Halldórsson, f. 29.7. 1965, raf-
magnstæknifræðingur hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
Foreldrar Gísla eru Halldór Finns-
son, f. 2.5. 1924, d. 7.4. 2001, odd-
viti, sveitarstjóri og sparisjóðsstjóri
í Grundarfirði, og k.h., Pálína Gísla-
dóttir, f. 27.2. 1929, fyrrv. kaupmaður.
Ætt
Halldór var sonur Finns, skipstjóra
á Spjör í Eyrarsveit, frá Hellnafelli
Sveinbjörnssonar, og Höllu Haralds-
dóttur húsfreyju á Spjör, frá Kvía-
bryggju.
Pálína er systir Hólmfríðar sem
lengi var formaður Ættfræðifélags-
ins. Pálína er dóttir Gísla Karels, b.
á Grund í Eyrarsveit Elíssonar, b. og
sjómanns í Vatnabúðum í Eyrarsveit
Gíslasonar. Móðir Gísla Karels var
Vilborg Jónsdóttir.
Móðir Pálínu var Jóhanna Hall-
gerður, dóttir Jóns Jóhanns, b. á
Vindási í Eyrarsveit Kristjánssonar,
og Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur hús-
freyju.
30 ára
Friðsemd Thorarensen Grettisgötu 80,
Reykjavík
Katla Sigurbjörnsdóttir Smárarima 59,
Reykjavík
Björn Rúnar Guðmundsson Klapparbergi 5,
Reykjavík
Jón Atli Helgason Laugavegi 49, Reykjavík
Sigrún Dögg Pétursdóttir Suðurvíkurvegi
10, Vík
Friðrik Guðjónsson Háholti 7, Garðabæ
Sindri Þór Sverrisson Aðalstræti 8, Akureyri
Ingibjörg Leifsdóttir Klauf, Akureyri
Guðrún María Jóhannsdóttir Kiðagili 3,
Akureyri
Mariusz Kazimierz Hawrylewicz Engihjalla
3, Kópavogi
Eva Dögg Fjölnisdóttir Grundargerði 4a,
Akureyri
Elsa Kristín Guðbergsdóttir Víðigrund 17,
Kópavogi
Hanna Þrúður Þórðardóttir Kaupvangstorgi
1, Sauðárkróki
40 ára
Nordin Mokhtari Birkimel 6a, Reykjavík
Kristjana Sigurðardóttir Brúnastöðum 22,
Reykjavík
Ari Gunnarsson Heiðargerði 11, Reykjavík
Sólveig Gísladóttir Asparási 8, Garðabæ
Júlía Garðarsdóttir Grundarstíg 15, Reykjavík
Svandís Huld Gunnarsdóttir Smárarima 43,
Reykjavík
Stígur Stefánsson Reynimel 31, Reykjavík
Jóhann Ingi Einarsson Furulundi 4c, Akureyri
Guðrún Hulda Pétursdóttir Hverafold 126,
Reykjavík
Rögnvaldur Kristinn Rafnsson Safamýri 38,
Reykjavík
Karl Kristinn Þórhallsson Heiðargarði 15,
Reykjanesbæ
50 ára
Bjarni Guðjón Bjarnason Hellubraut 8,
Hafnarfirði
Kristín Gísladóttir Norðurhópi 28, Grindavík
Viðar Geirsson Fornuvör 12, Grindavík
Kjartan Már Hjálmarsson Hrísholti 18, Selfossi
Óskar Erlingsson Reyrengi 35, Reykjavík
Hilmar Össurarson Löngufit 14, Garðabæ
Eiríkur Jóhannsson Hruna, Flúðum
Hafsteinn Már Ársælsson Hofteigi 19,
Reykjavík
Elías Bjarni Baldursson Flyðrugranda 18,
Reykjavík
Magnús Ásgeirsson Grundartjörn 7, Selfossi
Lien Kha Ly Reynimel 90, Reykjavík
Halla Þ Stephensen Álfheimum 50, Reykjavík
60 ára
Vigfús Vigfússon Grundarbraut 43, Ólafsvík
Ingunn Steina Pétursdóttir Heiðarbakka 10,
Reykjanesbæ
Þorgeir Ástvaldsson Efstasundi 68, Reykjavík
Jórunn Eggertsdóttir Lækjartúni 2, Hellu
Jón Þráinn Magnússon Trönuhólum 12,
Reykjavík
70 ára
Hanna Ingólfsdóttir Ásvegi 21, Breiðdalsvík
Guðrún Alfonsdóttir Hlíðarbyggð 38, Garðabæ
75 ára
Hulda Þ Valdemarsdóttir Drekagili 28,
Akureyri
Ingibjörg Áskelsdóttir Huldulandi 5, Reykjavík
Kjartan Guðjónsson Uppsalavegi 14, Húsavík
Narfi Sigurþórsson Suðurhofi 3, Flúðum
Turid Egholm Jacobsen Núpalind 2, Kópavogi
Þórhallur Þórarinsson Hásteinsvegi 60, Vest-
mannaeyjum
80 ára
Þór Jakobsson Framnesvegi 6, Reykjavík
Oddur Brynjólfsson Ásbraut 15, Kópavogi
Hilmar H. Leósson Fornastekk 15, Reykjavík
85 ára
Ólafur Pá Svavarsson Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum
60 ára á morgun
30 ára
Katharina Angela Schneider Skúlabraut 29,
Blönduósi
Anna Leoniak Efstahjalla 13, Kópavogi
Bryngerður Bryngeirsdóttir Álfholti 56c,
Hafnarfirði
Pálmar Örn Guðmundsson Hólavöllum 8,
Grindavík
Heiða Kristín Harðardóttir Háholti 9, Hafn-
arfirði
Dagný Ósk Sigurðardóttir Lambhaga 44,
Selfossi
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Norðurbakka 25b,
Hafnarfirði
Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir Tröllakór 7,
Kópavogi
Snorri Siemsen Sóleyjargötu 23, Reykjavík
Jósep Freyr Pétursson Jörfabakka 6, Reykjavík
40 ára
Susil K Ayabadde Dewage Suðurvangi 14,
Hafnarfirði
Beata Anna Lenska Laufrima 18, Reykjavík
Guðmundur Jónasson Bolöldu 3, Hellu
Kristín Vala Erlendsdóttir Úthlíð 8, Reykjavík
Kristín Lilja Garðarsdóttir Skógarási 4,
Hafnarfirði
Anna María Sæmundsdóttir Einholti 2c,
Akureyri
Sigurbjörg E Gunnarsdóttir Gónhóli 28,
Reykjanesbæ
Ragnar Tryggvason Smiðjuvegi 68, Kópavogi
Stefán Máni Sigþórsson Meistaravöllum 17,
Reykjavík
50 ára
Lucyna Marek Gerðavegi 7, Garði
Genovaité Maroziené Jörfabakka 30, Reykjavík
Eyþór Gunnarsson Hagalandi 16, Mosfellsbæ
Sigrún Erla Valdimarsdóttir Garðhúsum 26,
Reykjavík
Jón Ómar Finnsson Haukanesi 19, Garðabæ
Ragnar Kristinn Kristjánsson Ljónastíg 10,
Flúðum
Guðríður Hauksdóttir Roðasölum 16, Kópavogi
Anna Stefanía Magnúsdóttir Mururima 19,
Reykjavík
Þorsteinn L. Jóhannesson Hrafnshöfða 11,
Mosfellsbæ
60 ára
Jón Mar Þórarinsson Krókamýri 20, Garðabæ
Tómas Árnason Kistufelli, Borgarnesi
Árni Indriðason Kvisthaga 7, Reykjavík
Haraldur Sigursteinsson Holtaseli 44,
Reykjavík
Eyjólfur K Jónsson Bergvegi 20, Reykjanesbæ
Björg Óskarsdóttir Austurvegi 31b, Selfossi
Ásta Magnúsdóttir Hellubraut 6, Hafnarfirði
Friðgeir Óli Sverrir Guðnason Viðarrima 14,
Reykjavík
Kári Hilmarsson Blómsturvöllum 11, Nes-
kaupstað
Björn O. Þorvaldsson Heiðarbrún 65, Hvera-
gerði
Álfdís Elín Axelsdóttir Sunnuhlíð, Mosfellsbæ
Guðbjartur Hannesson Dalsflöt 8, Akranesi
Sigrún Böðvarsdóttir Álfheimum 68, Reykjavík
Arnfríður K. Ólafsdóttir Dynskógum 16,
Hveragerði
Friðfinnur Finnbogason Bröttugötu 47, Vest-
mannaeyjum
Elísabet Berta Bjarnadóttir Hrauntungu 17,
Kópavogi
70 ára
Katrín Árnadóttir Hringbraut 48, Reykjavík
Gylfi Sigurðsson Ásláksstöðum, Akureyri
Kristfríður Björnsdóttir Uppsölum, Reykholt
í Borgarfirði
Guðrún Benediktsdóttir Grímsstöðum 2,
Mývatni
Kolbeinn Ólafsson Hjálmholti, Selfossi
Kristín Guðmundsdóttir Giljalandi 6, Reykjavík
75 ára
Bjarney Gunnarsdóttir Skagabraut 28,
Akranesi
Jóhanna Berta Kristinsdóttir Háaleitisbraut
45, Reykjavík
Esther Óskarsdóttir Breiðuvík 23, Reykjavík
Jóhanna Hlöðversdóttir Leirutanga 43a,
Mosfellsbæ
Daði Ólafsson Kjalarlandi 24, Reykjavík
Elsa Aðalsteinsdóttir Barðastöðum 11,
Reykjavík
Margrét H Billhardt Þangbakka 8, Reykjavík
80 ára
Gunnhildur Þórmundsdóttir Heiðmörk 15,
Hveragerði
Aðalbjörg Sigurðardóttir Gullsmára 7,
Kópavogi
Fjóla Guðlaugsdóttir Vallarbraut 10, Hvolsvelli
85 ára
Brynjúlfur Thorvaldsson Gunnarsbraut 49,
Reykjavík
90 ára
Jóakim Guðjón Elíasson Eyravegi 46, Selfossi
Haukur Björn Björnsson Safamýri 75,
Reykjavík
til hamingju ingju
miðvikudaginn 2. júní
95 ára í dag
Páll er fæddur á Akureyri og ólst
upp í Hörgárdal og á Akureyri.
Hann stundaði nám í kvöldskóla
á Akureyri 1929-30 og kvikmynda-
sýninganám í Gamla Bíói í Reykja-
vík 1940-42.
Páll stundaði ýmis störf til sjós
og lands til 1935, var leigubifreið-
arstjóri í Reykjavík 1935-40, sýning-
armaður í Gamla Bíói 1940-42 og
vörubifreiðastjóri 1942-45. Hann
var forstjóri Ferðaskrifstofu Páls
Arasonar og stóð fyrir öræfaferð-
um og var leiðsögumaður í þeim
1945-65 og fór þá einnig með ferða-
mannahópa til útlanda 1954-60,
fyrstu ferðina til Frakklands og Ít-
alíu.
Páll var kaupmaður í Reykjavík
samhliða ferðaskrifstofuferðum
1946-60, vann í Hampiðjunni hf. á
vetrum 1960-72 og var leiðsöguma-
öur erlendra laxveiðimanna 1972.
Hann var starfsmaður Vegagerðar
ríkisins frá 1973 og skrifstofumaður
þar frá 1980-85. Þá flutti hann norð-
ur í Hörgárdal og var þar búsettur á
Bug. Hann er nú búsettur á Hlíð á
Akureyri.
Páll samdi kafla í bókinni Há-
lendið heillar, Loftur Guðmunds-
son skráði, útg. í Reykjavík 1975.
Viðtalsbók um Pál, Áfram sköltir
hann þó, kom út áríð 1983, skráð af
Þorsteini Matthíassyni.
Fjölskylda
Páll kvæntist 24.11.1942 fyrri eig-
inkonu sinni, Huldu Björnsdóttur,
f. 17.9.1922, þau skildu 1952. For-
eldrar Huldu: Björn Eyvindsson,
frá Vatnshorni í Skorradal, og k.h.,
Arnfríður Jónsdóttir.
Sambýliskona Páls 1952-69 var
Hannelore Wagner.
Páll kvæntist 19.11. 1977 seinni
eiginkonu sinni, Jónu Kristínu Júlí-
önu Hrafnfjörð Líkafrónsdóttur, f.
20.11. 1927, nuddara, þau skildu
1985. Foreldrar hennar: Líkafrón
Sigurgarðsson, bóndi á Hrafns-
fjarðareyri í Hrafnsfirði, og Bjarney
Sólveig Guðmundsdóttir frá Kvíum
í Jökulfjörðum.
Börn Páls og Huldu: Rannveig,
f. 9.10. 1942, d. 20.7. 1993, hús-
móðir og verslunarmaður, var fyrst
gift Einari Magnússyni og eignuð-
ust þau tvö börn en var síðan gift
Bandaríkjamanni og eignuðust þau
tvo syni og eina dóttur; Björn, f.
11.11. 1948, búsettur á Akureyri og
sér nú um öræfaferðir en kona hans
er Hjördís frá Flögu í Hörgárdal.
Systir Páls: Guðný Aradóttir, f.
10.4. 1919, húsmóðir í Reykjavík,
gift Karli Jónassyni prentsmiðju-
stjóra og eiga þau fimm börn.
Foreldrar Páls voru Ari Guð-
mundsson, f. 25.7. 1890, d. 4.11.
1975, skrifstofustjóri í Tóbakseinka-
sölu ríkisins í Reykjavík, og k.h.,
Dýrleif Sesselja Rannveig Pálsdótt-
ir, f. 13.1. 1887, d. 8.5.1976, sauma-
kona.
Ætt
Meðal systkina Ara voru Loftur, b.
í Búðarnesi og ættfræðingur á Ak-
ureyri; Eiður, hreppstjóri á Þúfna-
völlum og rithöfundur er samdi
m.a. Búskaparsögu í Skriðuhreppi
forna; Skafti, b. í Gerði; Baldur, b. á
Þúfnavöllum II og Bari þjóðskjala-
vörður. Ari var sonur Guðmundar,
b. á Þúfnavöllum Guðmundssonar,
b. í Skjaldarvík Jóhannessonar, b. í
Fífilgerði Þórðarsonar. Móðir Guð-
mundar á Þúfnavöllum var Snjó-
laug Ísaksdóttir, b. á Kjarna.
Móðir Ara var Guðný Loftsdótt-
ir, b. í Baugaseli Guðmundssonar
og Þorbjargar Jónsdóttur.
Dýrleif var systir Kristjáns á
Ytra-Gili, föður Ragnars Skjóldals.
Dýrleif var dóttir Páls, b. á Möðru-
felli Hallgrímssonar, hreppstjóra
á Grund Tómassonar, b. á Steins-
stöðum í Öxnadal Ásmundsson-
ar. Móðir Hallgríms var Rannveig,
systir Jónasar skálds. Rannveig var
dóttir Hallgríms, pr. að Hrauni í
Öxnadal Þorsteinssonar, og Rann-
veigar Jónasdóttur, b. í Hvassafelli
Tómassonar, bróður Jósefs, afa
Sigurjóns á Laxamýri, föður Jó-
hanns skálds.
Páll Arason
ferðamálafrömuður
til hamingju
fimmtudaginn 3. júní
Gísli Karel Afmælisbarnið ásamt konu sinni, Laufeyju Bryndísi, sem einnig er
verkfræðingur.