Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 24
Nýja-Sjáland tekur þátt á HM í ann-
að skiptið í sögunni en síðast var það
með á Spáni árið 1982. Leikmenn
liðsins eru lítt þekktir en fyrirliðann,
Ryan Nelsen, kannast flestir unnend-
ur enska boltans við. Nelsen er mið-
vörður og fyrirliði Blackburn ásamt
því að bera fyrirliðaband Nýja-Sjá-
lands. Liðinu hefur gengið ágætlega í
undirbúningi sínum fyrir mótið. Það
lagði sterkt lið Serbíu um helgina en
tapaði á undan því með einu marki
gegn Áströlum.
„Úrslitin gegn Serbum voru ekki
slæm en aðalatriðið var að fá góðan
90 mínútna leik eftir vonbrigðin gegn
Ástralíu. Við hefðum líklega unnið
Ástralana með betri undirbúningi en
fyrst og fremst var gott að fá góðan
leik,“ segir Nelsen sem er þokkalega
bjartsýnn á mótið.
„Þetta nýsjálenska lið í dag er það
langbesta sem ég hef unnið með. Við
erum með flotta aldursblöndu í liðinu
og miklu meiri breidd en vanalega.
Þessi úrslit gegn Serbum og Áströl-
um eru samt kannski bara okkur til
trafala. Við ætluðum að láta lítið fyr-
ir okkur fara og treysta á vanmat and-
stæðinganna en nú vita stóru liðin af
okkur og taka okkur alvarlega,“ segir
Nelsen en Nýja-Sjáland er í erfiðum
riðli með Ítalíu, Paragvæ og Slóvakíu.
Nelsen er aðeins annar maður-
inn til þess að leiða nýsjálenskt lands-
lið inn á leik á HM en það gerði Steve
Summer árið 1982. „Það er náttúrlega
mögnuð tillfinning. Akkúrat núna
höfum við samt verk að vinna og
erum spenntir fyrir því. Þegar ég horfi
til baka sem gamall maður með staf
hugsa ég kannski til þess hversu frá-
bær þessi tími var,“ segir Ryan Nelsen.
tomas@dv.is
Ryan Nelsen, fyrirliði Nýja-Sjálands, bjartsýnn:
Stóru liðin eru farin að vita af okkur
Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
24 miðvikudagur 2. júní 2010
HMmolar
Skrtel fékk
grænt ljóS
n Slóvaski miðvörðurinn í röðum
Liverpool, Martin Skrtel, var valinn
í landsliðshópinn fyrir HM í Suð-
ur-Afríku þrátt
fyrir að hafa verið
meiddur frá því
í febrúar. Skrtel
ristarbrotnaði
í leik með
Liverpool en
Vladimir Weiss,
þjálfari Slóvakíu,
sagðist hafa séð
nóg til Skrtel til þess að réttlæta valið.
Hvort hann verði leikfær þegar inn
í mótið verður komið verður síðan
að koma í ljós. Annar áhugaverður
leikmaður sem var valinn er hinn
ungi vængmaður, Miroslav Stoch,
leikmaður Chelsea sem var á láni hjá
Twente á tímabilinu. Stoch lék U21
landsleik gegn Íslandi fyrir tveimur
árum og skoraði þá úr vítaspyrnu á
Víkingsvellinum.
mccarthy
fer ekki á hm
n Carlos Alberto Parreira, lands-
liðsþjálfari Suður-Afríku, skildi
markamaskínuna Benni McCarthy
eftir þegar hann
tilkynnti hópinn
sem heimamenn
ætla að tefla
fram. Þetta kom
mörgum á óvart
enda McCarthy
markahæsti leik-
maður landsins
með 32 mörk í 78
landsleikjum. Hann var skorinn niður
ásamt fimm öðrum úr 29 manna
undirbúningshópi Suður-Afríku. Það
er líkamlegt form McCarthys sem
heldur honum frá HM en hann hefur
verið harðlega gagnrýndur fyrir að
vera of þungur. Það endurspeglaði
líka markaskorun hans í úrvals-
deildinni á tímabilinu. Hann skoraði
aðeins 1 mark í 19 leikjum.
capello
verður áfram
n Fabio Capello verður ekki ráðinn
þjálfari Inter eftir Heimsmeistara-
keppnina en Massimo Moratti,
eigandi liðsins,
vildi fá hann
sem eftirmann
Jose Mourinho.
Capello er búinn
að gera munnlegt
samkomulag
við sir David
Richard, for-
mann ensku
landsliðsnefndarinnar, um að halda
áfram með enska landsliðið eftir
HM. Töluðu þeir félagarnir saman
í síma í aðeins fimm mínútur til að
komast að þeirri niðurstöðu að báðir
vildu þeir að hann þjálfaði England
eftir HM.
vörnin
lykilatriði
n Og aðeins meira af Capello. Hann
segir að varnarleikurinn verði að vera
í lagi á HM samkvæmt miðverðinum
John Terry.
„Capello talaði
um það í vikunni
að færasköpun
væri ekki vanda-
mál hjá okkur
vegna hraða
liðsins og gæða.
Það er undir okk-
ur varnarmönn-
unum komið að halda hlutunum
þéttum til baka. Við verðum núna að
vinna í föstum leikatriðum en ef við
höldum þessu þéttu aftast eigum við
alltaf möguleika á að sækja hratt fram
og skora,“ segir John Terry.
skiptust fyrstir á treyjuM það þekkt-
ist ekki að skiptast á treyjum eftir landsleiki fyrr en eftir leik Brasilíu og Englands á Hm árið 1970. Eftir þann leik
skiptust tvær af skærustu stjörnum Hm í gegnum tíðina, brasilíska goðsögnin Pele og Bobby moore, fyrirliði
enska landsliðsins, á treyjum. Upp frá því þótti það móðins og fór svo að treyjuskipti urðu fastur viðburður
eftir landsleiki, sem og Evrópuleiki félagsliða, meira að segja eftir suma deildarleiki. Á Ítalíu hafa menn
farið svo langt með treyjuskiptin að þeir fá treyjur hver annars þegar flautað er til hálfleiks. Enska lið-
ið arsenal bannaði þó leikmönnum sínum að skiptast á treyjum fyrir tveimur árum nema í sérstök-
um leikjum. Var settur á leikmenn ákveðinn fjöldi treyja sem þeir þurftu að eiga yfir allt tímabilið.
Ekki hefur neinn farið yfir þann kvóta eftir því sem næst verður komist.
HMSTaÐrEYND
HM í fótbolta
Thierry Henry hefur gefið það í
skyn að hann verði notaður sem
varamaður á Heimsmeistara-
keppninni í Suður-Afríku. Frakk-
land gerði jafntefli í æfingaleik gegn
Túnis um helgina, 1-1, en þar kom
Henry inn á í seinni hálfleik fyrir
Nicolas Anelka, leikmann Chelsea.
Þetta var í annað skiptið í jafnmörg-
um leikjum sem Henry kemur inn
á sem varamaður en hann hefur
verið byrjunarliðsmaður allar götur
frá 1999. Henry er langmarkahæsti
leikmaður franska landsliðsins
með 51 mark í 120 landsleikjum.
Hann tekur þó nýju hlutskipti með
stóískri ró og segir hvorki sig né
aðra yfir landsliðið hafinn.
Liðið eR MikiLVægAST
„Ég spjallaði við þjálfarann fyrir
leik og hann sagði við mig að ég
yrði aftur á bekknum,“ segir Henry
en ekki eru allir á eitt sáttir við
ákvörðun Raymonds Domenech,
landsliðsþjálfara Frakklands. Það
kemur svo sem ekkert sérstaklega
á óvart þar sem fólk hefur skoðun
á nákvæmlega öllu sem hann ger-
ir. „Eins og ég hef alltaf sagt snýst
þetta um liðið. Ég reyni bara að
gera allt mitt þegar ég er á vellin-
um. Það er enginn yfir liðið hafinn,
við erum allir í þessu til að fara eins
langt og við getum saman,“ segir
Henry sem lék nánast ekkert með
Barcelona á seinni hluta tímabils-
ins og hefur mætt á stórmót í betra
leikformi.
Frakkar voru undir gegn Tún-
is í hálfleik, 1-0, en varnarmaður-
inn William Gallas jafnaði metin í
seinni hálfleik. Frakkar sýndu eng-
an stjörnufótbolta frekar en svo oft
áður á undanförnum árum. „Ég
veit alveg að við erum ekki að fara
vinna alla okkar leiki 3-0, við erum
bara að undirbúa okkur fyrir erfitt
mót. Við vissum vel að þetta yrði
erfiður leikur enda Túnis með gott
lið. Það mikilvæga er að við náð-
um að jafna sem var ekki auðvelt í
því andrúmslofti sem áhorfendur
sköpuðu. Það mátti sjá á öllu lið-
inu að það var að leggja sig hundr-
að prósent fram,“ segir Henry en
síðasti æfingaleikur Frakka verður
gegn Kína áður en það mætir Úr-
úgvæ á fyrsta degi HM, 11. júní.
STóRBRoTiNN
LANDSLiðSFeRiLL
Thierry Henry hefur átt magnaðan
feril með franska landsliðinu eins
og 51 mark í 120 leikjum sannar.
Hann kom inn í liðið kornungur
á HM í Frakklandi 1998 og endaði
sem markahæsti leikmaður liðs-
ins með þrjú mörk. Hann átti að
koma inn á sem varamaður í úr-
slitaleiknum en eftir brottvísun
Marcels Desailly þurfti þjálfarinn
að gera varnarsinnaða skiptingu.
Henry varð aftur markahæsti leik-
maður Frakklands á EM 2000 með
þrjú mörk. Hann skoraði jöfnunar-
markið í úrslitaleiknum gegn Ítalíu
áður en David Trezeguet skoraði
gullmark í framlengingu. Henry
var í þrígang valinn maður leiks-
ins á mótinu, þar á meðal úrslita-
leiknum.
Henry tryggði síðan Frakklandi
Álfubikarinn með gullmarki í úr-
slitaleik gegn Kamerún en hann
var einnig valinn maður leiksins.
Á HM í Þýskalandi 2006 var Henry
algjör lykilmaður í franska lið-
inu sem komst í úrslitaleikinn en
tapaði fyrir Ítölum í vítaspyrnu-
keppni. Hann skoraði þrjú mörk
í keppninni, þar á meðal sigur-
markið í átta liða úrslitunum gegn
Brasilíu.
Þrettánda október jafnaði
Henry markamet Michels Plat-
ini með franska landsliðinu þeg-
ar hann skoraði sitt 41. landsliðs-
mark gegn Færeyjum. Fjórum
dögum síðar bætti hann við tveim-
ur mörkum gegn Litháen og varð
markahæsti leikmaður franska
landsliðsins frá upphafi.
TóMAS þóR þóRðARSoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Henry
á bekknu
Thierry Henry virðist vera orðinn bekkjarmatur hjá stórliði
Frakklands fyrir Heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku
sem hefst annan föstudag. Framherjinn öflugi, sem er
markahæsti landsliðsmaður Frakka frá upphafi, sættir sig
við nýtt hlutskipti fari svo að hann verði á bekknum. „Það
er enginn hafinn yfir liðið,“ segir hann.
MarkaHæstur en
á bekknuM Henry er
að gjalda fyrir tímabilið með
Barcelona. MyND AFP
fyrirliðinn ryan nelsen er langstærsta stjarna nýsjálendinga. MyND AFP