Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Page 6
6 fréttir 8. desember 2010 miðvikudagur Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA www.xena.is Gönguskór St. 36-46 Verð áður 14.995 Verð nú 9.995 Þrotabú Björgólfs fyrir dóm Mál þrotabús Björgólfs Guðmunds- sonar gegn Landsvaka, vörsluaðila peningamarkaðssjóða Landsbankans, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Málið snýst um deilur þrotabúss- ins við Landsvaka, sem reyndi eft- ir bankahrunið að fá 400 milljóna króna skuldabréf sem gefið var út af Björgólfi, og Landsvaki keypti á 400 milljónir króna árið 2005, uppgert. Til að gera það var hluti upphæðarinnar skuldajöfnuð á móti eignum Björgólfs í öðrum sjóðum Landsvaka, nánar til- tekið eignir sem Björgólfur átti í gjald- eyrissjóði hjá Landsvaka. Fullar heimt- ur fengust hins vegar ekki á bréfinu. Við þetta sættir þrotabú Björgólfs sig ekki. Eins og komið hefur fram hef- ur Björgólfur verið úrskurðaður gjald- þrota og nema kröfur í þrotabú hans tæplega 100 milljörðum króna. Þar á bæ vilja menn meina að með um- ræddri skuldajöfnun hafi kröfuhöfum Björgólfs verið mismunað. Þrotabú Björgólfs vill því rifta gjörningnum. Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að kaup Landsvaka á 400 milljóna króna skuldabréfi Björgólf séu til rannsóknar hjá embætti sér- staks saksóknara. Lögreglan á Facebook „Við færum okkur þangað sem fólkið er og fólkið er víst á Facebook,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en embættið er nú komið á Facebook. Síðan var stofnuð á þriðjudag að sögn Stefáns og er þegar komin með á ann- að hundrað aðdáendur. „Þetta er einn af þeim stöðum þar sem fólk kemur saman og lögreglan hefur það að markmiði að vera sýnileg og vill efla og bæta upplýsingagjöf til almennings. Þetta er mjög góð leið til þess,“ segir Stefán í samtali við DV. Aðspurður hvort þetta sé fyrsta skref- ið í átt að netlögreglunni alræmdu segir Stefán að þetta sé fyrst og fremst hugsað til að miðla upplýsingum til al- mennings. „Ef þú hefur áhuga á að ger- ast góðkunningi lögreglunnar þá getur þú gert það í dag, á Facebook,“ segir Stefán og hvetur alla til að gerast góð- kunningjar lögreglunnar á Facebook síðunni sem hægt að nálgast með að smella á hlekkinn hér fyrir neðan Hafnargötu 19 • Reykjanesbæ • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Ráin býður að venju upp á girnilegt jólahlaðborð og létta jólastemmningu með tónlist og söng fram á nótt um helgar fyrir jólin. Ari Jónsson og Finnbogi Kjartansson sjá um tónlistina og fá til sín gestasöngvara endrum og sinnum. Borðapantanir s. 421 4601 Útvegum gistingu fyrir hópa Verð 6.950 kr. pr. m. Hátíðarmatseðill Jólasúpan Sherrylöguð kóngasveppasúpa Úrval forrétta bornir fram Hlaðinn villibráðadiskur af ýmsu frábæru góðgæti. Jólasteikarhlaðborð Hamborgarahryggur, rósmarínkryddaður lambavöðvi, brakandi purusteik. Nauta innanlæri og smjörsprautuð kalkúnabringa. Meðlæti Sykurbrúnuð jarðepli, heimalagað rauðkál, sætarkartöflur ofnbakaðar með pecanthnetum, smjöri og púðursykri. Gratineraðar kartöflur, smjörsteikt grænmeti, ristaðar döðlur, timiansósa, rauðvíns- og bernessósa. Waldorfsalat. Eftirréttur Frönsk súkkulaðikaka eins og hún gerist best með vanilluís, þeyttum rjóma og rifsberjasósu Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, lögmaður og fjárfestir, og Katr- ín Pétursdóttir, kennd við Lýsi, voru í persónulegum ábyrgðum fyrir um milljarði króna vegna lána sem eignarhaldsfélag þeirra, Hnotskurn, fékk hjá Glitni árið fyrir hrun, sam- kvæmt heimildum DV. Félagið skuld- aði rúmlega 2,7 milljarða króna í lok árs 2007. Skuldir félagsins voru að mestu leyti við Glitni og arftaka hans, Íslandsbanka, en skuldir félagsins færðust þangað yfir eftir bankahrun- ið um haustið 2008. Líklegt má telja að skuldin hafi verið tilkomin að hluta vegna fjárfestingar Hnotskurn- ar í hlutabréfum í FL Group árið 2007. Gátu ekki borgað skuldina Eftir því sem DV kemst næst gátu eða vildu þau Gunnlaugur og Katrín ekki greiða skuldina sem þau voru í per- sónulegum ábyrgðum fyrir og leituðu því til starfsmanna Íslandsbanka eft- ir skuldaafskrift á meirihluta skuldar- innar gegn því að þau myndu greiða hluta hennar. Ekki er vitað hvern- ig málið endaði hjá Íslandsbanka en ljóst er að Gunnlaugur og Katrín ætluðu sér ekki eða gátu ekki greitt skuldina til fulls. Reikna má með að þau hafi fengið sínu framgengt. Lendingin í málinu hjá Gunnlaugi og Katrínu hefur því hugsanlega ver- ið svipuð og í afskriftarmáli Bjarna Ármannssonar við skilanefnd Glitnis í fyrra, sem greint hefur verið frá í DV, en hann fékk um 800 milljónir króna afskrifaðar gegn því að greiða bank- anum nokkra tugi milljóna króna. Gunnlaugur Sævar og Katrín hafa gefið skýrslur sem vitni í rann- sókn sérstaks saksóknara kaupum FL Group á Tryggingamiðstöðinni árið 2007 en Hnotskurn seldi þá bréf sín í tryggingafélaginu. Katrín sat sömu- leiðis í stjórnum FL Group og Glitnis. Talið að Hannes hafi komið að lánafyrirgreiðslunni Hnotskurn fjárfesti í hlutabréfun- um í FL Group í kjölfar sölunnar á bréfunum í Tryggingamiðstöð- inni. Í minnisblaði, sem Viðskipta- blaðið hefur meðal annars rætt og slitastjórn Glitnis hefur lagt fyrir dóm í New York vegna Glitnismáls- ins, kemur fram að Hannes Smára- son, þáverandi stjórnarformaður FL Group, hafi haft áhrif á lánveitingar til félagsins í september árið 2007, að því er virðist til að liðka til fyrir við- skiptunum með bréfin í Trygginga- miðstöðinni. Í minnisblaðinu seg- ir: „FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomulag við Hnot- skurn um losun á 250 milljónum á morgun, en félagið (Hnotskurn) hefur verið í viðræðum um þau við- skipti við Glitni.“ Á forsendum þessa minnisblaðs um lánveitingarnar til Hnotskurnar dregur slitastjórn Glitnis þá ályktun að Hannes Smárason hafi haft áhrif á lánveitingar bankans til félagsins. Í ársreikningi Hnotskurnar fyrir árið 2008 kemur fram að Hnotskurn hafi stofnað til nýrra langtímaskulda á árinu fyrir samtals rúmlega 4 millj- arða króna. Á árinu 2007 voru sömu- leiðis greiddar niður skuldir fyrir meira en 3,5 milljarða og nærri 270 milljónir runnu til Gunnlaugs Sæv- ars og Katrínar í formi arðs. Lýsi keypt af Gunnlaugi og Katrínu Ekki er vitað hvaðan peningarnir komu sem hugsanlega voru notaðir til að losa Gunnlaug og Katrínu und- an persónulegu ábyrgðunum hjá Ís- landsbanka. Í hruninu haustið 2008, nán- ar tiltekið þann 7. október, seldu Gunnlaugur Sævar og Katrín hins vegar fyrirtæki sem þau áttu um 83 prósenta hlut í, Lýsi, til Guðbjarg- ar Matthíasdóttur, á 235 milljón- ir króna. Stöð 2 greindi fyrst fjöl- miðla frá þessari sölu í byrjun ársins. Sömuleiðis má rekja sölu þeirra á hlutabréfunum í Tryggingamið- stöðinni til sölu Guðbjargar á sínum bréfum í tryggingafélaginu. Ástæð- an fyrir því að Gunnlaugur og Katrín seldu Lýsi er væntanlega sú að þegar þarna var komið sögu var fyrirtæk- ið mjög skuldsett og var eiginfjár- staða félagsins neikvæð um milljarð króna. Lýsi virðist hins vegar hafa verið töluvert meira virði en 235 milljóna króna þar sem rekstrartekjur félags- ins námu nærri fjórum milljörðum króna árið 2008 og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var nærri 600 milljónir króna. Guðbjörg tók skammtímalán fyrir Lýsi sem búið er að greiða niður samkvæmt ársreikningi félags henn- ar, Ívars ehf., fyrir árið 2009. Ívar er skuldlaust í dag ef frá er talin nærri 65 milljóna skuld við tengdan aðila. Líklegt má telja að uppgjör þeirra Gunnlaugs Sævars og Katrínar á per- sónulegu ábyrgðunum tengist við- skiptunum með Lýsi með einum eða öðrum hætti. Í ÁBYRGÐ FYRiR MiLLJARÐi kRónA Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Katrín Pétursdóttir í Lýsi voru í persónulegum ábyrgðum vegna skulda sinna við Glitni. Ekkert bendir til að ábyrgðirnar hafi verið greiddar. Þau fengu lánafyrirgreiðslu til að kaupa hlutabréf í FL Group. inGi f. viLHjáLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomu- lag við Hnotskurn um losun á 250 milljónum á morgun, en félagið (Hnotskurn) hefur verið í viðræðum um þau við- skipti við Glitni. Tengist kannski Lýsi Hugsanlegterað meðferðináskuldamálumHnotskurnar tengistsölunniáfyrirtækinuLýsi,sem KatrínPétursdóttirergjarnankenndvið, tilGuðbjargarMatthíasdóttur. var í ábyrgðum GunnlaugurSævar Gunnlaugssonvar ípersónulegum ábyrgðumfyrirhluta skuldaHnotskurnar viðGlitni.Gunnlaugur ereinnafnánustu aðstoðarmönnum GuðbjargarMatthías- dóttur,kvótaeiganda ogaðalaeiganda Morgunblaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.