Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 20
Bókarinnar um vændiskonuna Cata- linu Mikue Ncogo, eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson, hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu. Ein af ástæðunum er sú að mikið hefur verið rætt um að hinir og þessir stjórnmálamenn og þekktir ein- staklingar úr þjóðlífinu hafi leitað til Catalinu og fylgiskvenna hennar. Ótal mörg nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi. Engar nafnbirtingar á við- skiptavinum Catalinu er hins vegar að finna í bókinni enda mun Catalina líta svo á að samband hennar við við- skiptavinina sé byggt á algerum trún- aði. Önnur ástæðan er sú að bókin, Hið dökka man – Saga Catalinu, er líklega sú fyrsta sem gefin er út hér á landi þar sem saga vændiskonu er sögð með þeim hætti sem hér er gert. Slík frásögn erlendrar konu sem endar á slíkum glapstigum hér á landi hlýtur nánast alltaf að vera í það minnsta forvitnileg. Ekki spillir nú fyrir þegar vændiskon- an sem um ræðir er frá framandi landi í Afríku, Miðbaugs-Gíneu, og að mik- ið hefur verið fjallað um mál hennar í fjölmiðlum þar á undan. Inn í vændis- umræðuna spila svo dómar yfir Cata- linu fyrir að græða á vændi sem þriðji aðili, fyrir fíkniefnainnflutning, fyr- ir líkamsárás á nágrannakonu sína í Hafnarfirði og fyrir að ráðast á lög- reglumann. Catalina var auk þess fyrst allra hér á landi til að vera ákærð fyr- ir mansal þó hún hafi verið sýknuð af þeirri ákæru á endanum. Í bókinni er saga Catalinu sögð, allt frá uppvexti hennar í Miðbaugs- Gíneu til fangelsisvistar hennar í kvennafangelsinu í Kópavogi. Einna áhugaverðast við fyrri hluta frásagn- arinnar, þar sem sagt er frá fyrstu 20 árum ævi hennar, er sagan af því hvernig hún kom til Íslands með sjó- manni frá Vestmannaeyjum sem ver- ið hafði við veiðar við strendur heima- lands hennar á íslenskum frystitogara. Catalina var þá einungis um 17 ára gömul. Segja má að Catalina hafi ver- ið numin á brott frá Miðbaugs-Gíneu, samkvæmt því sem hún segir sjálf, þar sem mikið uppnám skapaðist þegar ljóst var að hún væri horfin. Catalina komst svo til Íslands á fölsku vegabréfi eftir hálfgerða svaðilför. Við tók til- breytingarlaust líf húsmóður í Eyjum og síðar í Reykjavík ásamt sjómannin- um sem hafði tekið hana með sér frá Afríku. Catalina lifði slíku lífi í nokkur ár en ákvað svo að skilja við mann sinn þar sem hún elskaði hann ekki. Hún þreifaði fyrir sér á vinnumarkaðnum og vann meðal annars á Landspítal- anum og sem skólaliði í Hafnarfirði áður en hún ákvað að snúa sér alfarið að vændi árið 2006. Henni fannst gott að sofa út og hún vildi verða rík og því var slíkt brauðstrit í láglaunastörfum ekki heppilegt fyrir hana. Í seinni hluta bókarinnar segir frá tilveru Catalinu eftir að hún byrjaði að starfa alfarið sem vændiskona hér á landi og hvernig starfsemin vatt smám saman upp á sig þar til hún var farin að gera út aðrar vændiskonur. Þær komu hingað til lands og unnu við vændi og fékk Catalina helminginn af öllu sem þær þénuðu. Sú frásögn veitir forvitnilega innsýn inn í heim vændiskonunnar á Íslandi og hvern- ig Catalina réttlætir þessa vinnu fyrir sjálfri sér. Sagt er frá fjölmiðlafárinu í kringum Catalinu sem hófst eftir að greint hafði verið frá því í ársbyrjun í fyrra að hún ræki vændishús við hlið- ina á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Síðan þá hefur Catalina mikið verið í kastljósi fjölmiðlanna. Helsti galli bókarinnar um Cata- linu er afleiðing þess hversu mjög höf- undarnir þurfa að reiða sig á frásögn Catalinu sjálfrar. Bókin er annars veg- ar byggð upp á viðtölum við hana þar sem hún lýsir eigin lífi og hins vegar á heimildavinnu höfundanna þar sem þeir segja frá lífi Catalinu og umræð- unni um hana hér á landi. Cata lina er enginn dýrlingur, eins og þessi saga hennar sýnir glöggt fram á, og viður- kennir hún það í bókinni að hún ljúgi ef hún telur það þjóna hagsmunum sínum – meðal lyga Catalinu, sem hún viðurkennir í bókinni, er til dæmis að hafa haldið því fram í viðtali við Vik- una að faðir hennar væri glæpafor- ingi í Miðbaugs-Gíneu. „Við ljúgum. Það er nú það sem við vændiskon- ur gerum. Það er mikilvægur hluti leiksins,“ segir Catalina á einum stað í bókinni. Annað sem Catalina virð- ist hafa ýkt stórlega eru tengsl hennar við undirheimana á Íslandi en í báð- um tilfellum er markmiðið líklega það að fólk hræðist hana og beri virðingu fyrir henni vegna tengsla hennar við glæpastarfsemi. Þeir Jakob Bjarnar og Þórarinn voru því ekki í öfundsverðu hlutverki að þessu leyti og reyndu eft- ir bestu getu að fá staðfestingu úr öðr- um áttum á því sem Catalina sagði. Þetta verður til þess að aftast í bókinni hnykkja höfundarnir á því að „sann- leikurinn sé afstæður“ og að bókin sé fyrst og fremst hennar sýn á eigið líf og rannsókn hins opinbera á henni. Hafa þarf þennan fyrirvara í huga við lestur bókarinnar enda kemur það oft fyrir við lestur hennar að ályktanir og túlkanir Catalinu hljóma ekki mjög trúverðugar. Dæmi um það er þeg- ar Cata lina segir að málaferlin gegn henni eigi sér pólitískar ástæður og er látið í það skína að setning laga sem gerðu vændiskaup ólögleg og refsi- verð hafi eitthvað með það að gera að ónefnd stjórnmálakona hafi lent í því að koma að eiginmanni sínum í bólinu með Catalinu. Stundum bæta höfundarnir við neðanmálsgreinum þar sem þeir benda á aðrar túlkanir á því sem Catalina talar um. Þeir hefðu mátt gera þetta oftar þar sem neðan- málsgreinar þeirra gefa bókinni auk- ið jafnvægi og hlutlægari frásagnar- hátt. Fyrir vikið verður bókin stundum full einhliða og lituð frásögn Catalinu sjálfrar en líkt og höfundarnir segja þá er þetta hennar saga. Bókin um Catalinu er skemmtileg aflestrar, þrátt fyrir þennan meðvitaða skort á inngripum höfundanna. Ég settist niður með hana og kláraði hana á einu kvöldi og skemmti mér vel. Cata lina er mikið ólíkindatól og virð- ist vera mjög sjálfmiðuð og kexrugl- uð, svo maður tali nú bara íslensku. Uppbygging bókarinnar og sú meðvit- aða afstæðishyggja sem höfundarnir styðjast við mun að öllum líkindum verða orsökin fyrir meirihluta þeirrar gagnrýni sem sett verður fram á hana. Catalina segist ekki skilja af hverju hún var dæmd fyrir vændisstarfsemina og að hún hafi ekki vitað að hún hafi ver- ið að brjóta lög. Enn fremur að hún telji að leyfa þurfi vændi á Íslandi þar sem mikil eftirspurn sé eftir því, líkt og hún prófaði á eigin skinni. Orð Cata- linu eru því á þá leið að hún hafi ver- ið það sem kallað hefur verið „ham- ingjusama hóran“, vændiskona sem var sátt við hlutskipti sitt og þénaði um sex milljónir króna á mánuði, að eigin sögn, fyrir að sofa hjá karlmönn- um og naut þess oft á tíðum. Hún segir jafnframt að femínistar og valdamikl- ir aðilar í íslenskum stjórnmálum hafi viljað bregða fyrir hana fæti með laga- setningu sem bannaði vændiskaup þar sem lífsskoðanir þeirra stönguð- ust á við hátterni Catalinu. Einhver gæti haldið að með því að takast ekki á við þessa sýn hennar séu höfundarnir að segja að þeir deili skoðunum Cata- linu á vændisstarfsemi. Svo mun þó ekki vera þó þeir leggi ekki til atlögu við ýmsar skoðanir hennar sem marg- ir munu verða ósammála. Ingi F. Vilhjálmsosn 20 8. desember 2010 miðvikudagur Hið dökka man – Saga Catalinu Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson Útgefandi: Bókafélagið. Forvitnileg saga vændiskonu Ævisaga Hið dökka man „Catalina er mikið ólíkindatól og virðist vera mjög sjálfmiðuð og kexrugluð, svo maður tali nú bara íslensku.“ Lífshlaup Guðrúnar Ögmundsdótt- ur, fyrrverandi alþingismanns, er um margt merkilegt. Ekki fyrir þær sak- ir að hún hafi um tíma verið þing- maður og áður borgarfulltrúi held- ur vegna þess að hún var í hringiðu kvennabaráttunnar á Íslandi. Úr þessum jarðvegi spratt Rauðsokka- hreyfingin, og Kvennalistinn varð til. Guðrún er á þessum slóðum samferða Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, sem síðar varð þingmaður Kvennalistans og formaður Samfylk- ingar. Þessi hluti af sögu Guðrúnar er sá langmerkasti á lífsleið hennar. Vandinn er sá að í bókinni er skautað yfir þessi mál sem hefðu getað orðið hryggjarstykkið. Það virðist raunar hafa reynst höfundinum erfitt að fá Guðrúnu til að opna hjarta sitt. Talsvert er sagt frá æsku sögupersónunnar sem er tökubarn. Fram kemur að samband Guðrúnar og föður henn- ar hafi verið gott en árekstrar urðu gjarnan við móðurina sem sum- part virtist afbrýðisöm út í stúlku- barnið. Átti fóstran það til að vera illyrt og láta í ljós eftirsjá yfir ætt- leiðingunni. Þessi samskipti eru reifuð víða í bókinni en án þess að kjarninn komi fram. Maður er því litlu nær. Guðrún Ögmundsdóttir afrek- aði fátt á stuttum þingmannsferli sínum. Þó vann hún stórsigur með því að fá í gegn heildstæða löggjöf í þágu homma og lesbía. Lagasetn- ingin markaði gríðarleg tímamót í baráttusögu samkynhneigðra og víst er að þeir munu halda nafni Guð- rúnar á lofti. Merkilegur hluti sögu Guðrúnar er þegar Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingar, lenti utan- garðs í þingkosningum. Þá reyndi fjöldi flokksmanna að fá Guðrúnu til að hætta þingmennsku og rýma fyrir formanninum. Guðrún þvertók fyr- ir það og telst líklegt að þar með hafi hún kallað yfir sig þá óhelgi sam varð til þess að hún var felld. Þingmannsferillinn var stuttur. Í prófkjöri Samfylkingar var Guð- rún felld og hrökklaðist af þingi. Pólitískur andstæðingur, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, kom til skjalanna og út- vegaði henni starf í ráðuneyti sínu. Þá lét Ingibjörg Sólrún í ljós ákveð- inn létti. Hin pólitíska samtrygging var til staðar. Hreinskilni Guðrúnar er slík að hún opinberar þá skoðun sína að sjálfsagt sé að færa gæðing- um flokkanna bitlinga. Stundum er sagt að góð bók eigi að gera lesandann að betri manni. Bókin um Guðrúnu er ekki þeirrar gerðar. Þetta er byrjandaverk. Flæð- ið er ekki gott og ekki er unnið með efnið eins og skyldi. Sérstaklega er fyrri hluti bókarinnar slakur í þess- um skilningi. En bókin lagast eftir því sem líður á söguna. Efniviðurinn í ævi rauðsokkunnar og baráttukon- unnar er til staðar. En það var ekki unnið nógu vel úr honum. Þarna er skautað yfir merkilegt lífshlaup. Hún fær tvær og hálfa stjörnu. Reynir Traustason Skautað yfir lífshlaup Hjartað ræður för guðrún Ögmundsdóttir Halla Gunnarsdóttir Útgefandi: Veröld. 257 blaðsíður Ævisaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.