Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 26
Komdu í ásKrift frjálst, óháð dagblað 512 70 80 dv.is/askrift Um það bil sem þessi bók kom út mætti höfundurinn, Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur í Kast- ljósþætti sjónvarpsins og sagði frá bókinni og söguhetju sinni. Dag- inn eftir sat höfundur þessara lína á kaffistofunni í Þjóðarbókhlöð- unni. Við næsta borð sátu fjögur ungmenni, trúlega stúdentar (ef til vill í sagnfræði). Þau voru að tala um Kastljósþáttinn og skyndilega heyrði ég að eitt þeirra sagði: „Hver var þessi Gunnar Thoroddsen?“ Ég sperrti eyrun og enn frekar þegar fé- lagi spyrjandans svaraði: „Æ, þetta var einhver karl sem var ráðherra löngu fyrir hrun.“ Þá bætti hinn þriðji um betur og sagði: „Þetta var afi eða langafi þessa Guðna, hann heitir líka svona Th.“ Ekki heyrði ég frekari orðaskipti fólksins en þessa litlu sögu má hafa til marks um það, hve fljótt þeir vilja gleymast sem mikinn hluta ævinnar eru fyrirferðarmiklir í þjóðmálaum- ræðunni, gegna háum og valdamikl- um embættum og voru áratug- um saman kunnir nánast hverju mannsbarni, a.m.k. af afspurn. Það var Gunnar Thoroddsen og líklega lengur og í meira mæli en flestir samtímamenn hans. Stjórnmála- og embættisferill hans spannaði rétta hálfa öld, ef talið er frá því hann var fyrst kosinn á þing árið 1934 og þar til hann lét af þingmennsku og emb- ætti forsætisráðherra vorið 1983. Gunnar Thoroddsen var snemma kappsfullur og vel að sér og vildi hvarvetna vera fremstur í flokki. Honum mislíkaði að sögn stórlega þegar hann varð „aðeins“ semidúx á stúdentsprófi en síðan lauk hann laganámi með meiri glæsibrag en áður hafði sést hér á landi. Gunn- ar var fjölhæfur og margfróður og gegndi á starfsferli sínum fjölmörg- um háum embættum. Hann var borgarstjóri í Reykjavík, alþingis- maður, ráðherra oftar en einu sinni, sendiherra, hæstaréttardómari, prófessor í lögum og ferlinum lauk hann sem forsætisráðherra á árun- um 1980–1983. Mun á engan hallað þótt sagt sé að hann hafi sem forsæt- isráðherra notið meiri vinsælda en aðrir menn sem það embætti hafa skipað á Íslandi. Eina embættið sem Gunnar sóttist eftir en hlaut ekki var forsetaembættið. Því hefði hann þó vafalaust gegnt með glæsibrag. Oft gustaði hressilega um Gunn- ar. Hann var löngum umdeildur, ekki síst í eigin flokki, en þegar lit- ið er yfir feril hans virðist mér sem skipta megi honum í tvennt. Fram- an af var hann ungur maður á upp- leið, naut trausts og stuðnings ráða- manna í Sjálfstæðisflokknum, var vinsæll borgarstjóri og síðan ráð- herra uns hann ákvað að láta af því starfi og gerast sendiherra í Kaup- mannahöfn. Eftir að hann tapaði í forsetakosningum fyrir dr. Kristjáni Eldjárn árið 1968 sneri hann aft- ur til Íslands og hóf brátt þátttöku í stjórnmálum á nýjan leik. Sú endur- koma var fráleitt öllum flokksbræðr- um hans að skapi og síðasta aldar- fjórðunginn stóð styrr um Gunnar. Honum tókst engu að síður að kom- ast til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum og varð forsætisráð- herra eftir sögulega stjórnarmynd- un í ársbyrjun 1983. Af öllu þessu er, sem vænta má, mikil og oft átakarík saga. Hana segir Guðni Th. Jóhannesson með ágætum. Hann byggir frásögn sína að verulegu leyti á persónulegum gögnum Gunnars sjálfs, dagbókum, bréfum, minnisblöðum og -bókum, sendibréfum auk þess sem hann styðst við fjölda annarra heimilda. Heimildagnóttin gerir það að verk- um að höfundurinn hefur úr ýmsum aðferðum að velja. Gunnar Thorodd- sen var virkur þátttakandi í íslensk- um stjórnmálum um langa hríð og þess vegna gefur augaleið að saga hans er samofin íslenskri stjórn- málasögu mikinn hluta 20. aldar. Guðni velur þá leið að segja söguna öðru fremur frá sjónarhóli Gunnars, en fellur ekki í þá gryfju að reyna að segja stjórnmálasöguna í einhvers konar heild. Engu að síður verður hann oft að skyggnast víðar um en í ranni söguhetjunnar, ekki síst þar sem lýst er átökunum í Sjálfstæðis- flokknum á 8. áratug 20. aldar. Ævisöguritari hlýtur jafnan að kappkosta að draga upp sem skýr- asta mynd af söguhetju sinni, lýsa kostum hennar og göllum, skap- gerð, hugsjónum og áhugamálum, einkalífi og þannig mætti áfram telja. Þetta tekst Guðna að minni hyggju vel, enda hefur hann að lík- indum haft úr meiri heimildum að moða en flestir kollegar hans hér á landi. Lesandanum getur að vísu ekki dulist að hann hefur á köflum hrifist af Gunnari, en lætur þá hrifn- ingu þó aldrei villa sér sýn til lengd- ar. Árangurinn er sá að mannlýsing- in er í góðu jafnvægi, lesandinn sér glöggt hverjum kostum Gunnar var búinn en greinir jafnframt helstu galla hans. Sú mynd sem við mér blasir er af miklum og mjög aðlað- andi hæfileikamanni, sem jafnframt var haldinn gríðarlegri metnaðar- girnd og átti það til oftar en einu sinni að láta tilganginn helga með- ulin. Sú hlið hans var hins vegar allt annað en aðlaðandi þótt oft hljóti maður að dást að klókindum hans við að ná settu marki. Stjórnmálamenn hljóta jafnan að eiga samskipti við mikinn fjölda fólks og andstæðingar jafnt sem samherjar hafa tíðum umtalsverð áhrif á feril þeirra. Svo var um Gunn- ar Thoroddsen. Í þessari bók er lítið gert af því að lýsa kostum og göllum samferðamanna, að einum undan- skildum: Geir Hallgrímssyni. Þeir Gunnar voru flokksbræður en jafn- framt harðir keppinautar um æðstu völd í Sjálfstæðisflokknum allan 8. áratug liðinnar aldar. Af þeim sam- skiptum og innanflokksátökum er mikil saga sem sögð er býsna ræki- lega í þessari bók. Sú frásögn bygg- ir að verulegu leyti á persónuleg- um gögnum Gunnars og er vægast sagt ærið einhliða. Guðni tekur að vísu ítrekað fram að Geir Hallgríms- son hafi verið mikill drengskapar- maður, stefnufastur og heiðarleg- ur, en engu að síður er myndin sem dregin er upp af honum sem stjórn- málamanni heldur nöturleg. Í sam- anburði við hinn glæsilega og mál- snjalla andstæðing sinn verður Geir nánast að pólitískum einfeldningi sem aldrei sá við Gunnari og mis- tókst flest. Þessi mynd af Geir hygg ég að sé máluð of dökkum litum og spurning hvort einhver verður ekki til að reyna að rétta hlut hans. Ævisaga Gunnars Thoroddsen er mikil að vöxtum. Hún er almennt vel skrifuð og læsileg en þó er því ekki að neita að mér finnst höfund- urinn á köflum leiðast út í fullmik- inn sparðatíning, einkum í fyrri hlut- anum þar sem greinir frá störfum og ferli Gunnars áður en hann varð borgarstjóri. Ég get til að mynda ekki séð hvers vegna þarf að lýsa nán- ast hverri einustu ferð sem hann fór um landið sem erindreki Sjálf- stæðisflokksins á yngri árum sínum. Þarna og á nokkrum öðrum stöðum er engu líkara en að heimildagnóttin hafi borið söguritarann ofurliði. Að lestri loknum hlýtur ein spurning að leita á huga lesand- ans: Hver var pólitísk arfleifð Gunn- ars Thoroddsens? Þeirri spurn- ingu reynir Guðni því miður ekki að svara, en fróðlegt hefði verið að sjá mat hans á söguhetjunni í ljósi íslenskrar og erlendrar stjórnmála- sögu 20. aldar. Lifa verk Gunnars að einhverju leyti enn í samfélag- inu, lét hann eitthvað eftir sig sem lifir og hefur haft áhrif fram á okk- ar daga, eins og t.d. Jónas frá Hriflu gerði? Eða var þetta einn samfelldur „performans“ í hálfa öld. Jón Þ. Þór 26 8. desember 2010 miðvikudagur gunnar Thoroddsen – Ævisaga Guðni Th. Jóhannesson Útgefandi: JPV. 652 blaðsíður Fínn „performans“ Ævisaga Guðni Th. Jóhannesson „Ævisögu- ritari hlýtur jafnan að kappkosta að draga upp sem skýrasta mynd af söguhetju sinni, lýsa kostum hennar og göllum, skapgerð, hugsjónum og áhugamálum, einkalífi og þannig mætti áfram telja. Þetta tekst Guðna að minni hyggju vel.“ Svar við bréfi Helgu Höfundur: Bergsveinn Birgisson Útgefandi: Bjartur Stykkishólmsbók iv–vii Höfundur: Bragi Straumfjörð Jósepsson Útgefandi: Mostrarskegg, Stykkishólmi Ég man þig Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld Fíasól og litla ljónaránið Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir Teikningar : Halldór Baldursson Útgefandi: Mál og menning Brúður Sigurbjörg Þrastardóttir Útgefandi: Forlagið Sönn íslensk sakamál: Brasilíufanginn Höfundur: Jóhannes Kr. Kristjánsson Útgefandi: Sena Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar Sigrún Pálsdóttir Útgefandi: Forlagið dömusiðir Tobba Marinós Útgefandi: Bókafélagið Jónína Ben Höfundur: Sölvi Tryggvason Útgefandi: Sena martröð millanna Höfundur: Óskar Hrafn Þorvaldsson Útgefandi: JPV Árni matt: Frá bankahruni til byltingar Höfundar: Árni M. Mathiesen og Þórhallur Jósepsson Útgefandi: Veröld Lífsleikni gillz Höfundur: Egill Einarsson Útgefandi: Bókafélagið Stormurinn: reynslusaga ráðherra Höfundur: Björgvin G. Sigurðsson Útgefandi: Nýtt land Fyrri dómar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.