Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 28
JPV sendi nú í haust frá sér tvö af stórvirkjum vestrænna bókmennta í nýjum þýðingum: Guðdómlega gleðileikinn, La Divina Comme dia eftir ítalska skáldið Dante Alighieri, í lausamálsþýðingu Erlings E. Hall- dórssonar, og Lé konung Shake- speares í þýðingu Þórarins Eldjárns. Báðar eru þessar útgáfur fagnaðar- efni, hvor með sínum hætti. Þýðing Þórarins verður notuð í uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Shake- speares nú á jólum, svo að þá fáum við að heyra hversu vel hún hljómar af munni leikaranna. Við fyrsta lestur býður hún af sér góðan þokka, virð- ist vera lipur í flutningi, beinskeyttur sviðstexti sem um leið býr yfir þeirri skáldlegu reisn sem stíll frumtextans kallar á. Gleðileikur Dantes er eitt þeirra verka sem vestrænar bókmenntir skilgreina sig út frá og sjálfsagt aft- ur inn í; það er allt í senn dramatísk, epískt og ljóðrænt, bundið sínum tilurðartíma og óháð honum. Í því náðu miðaldabókmenntirnar list- rænum hátindi; þaðan liggur leið- in inn í endurreisnina sem í fyllingu tímans fæddi af sér leikrit Shake- speares. En Dante horfir einnig aftur til hinnar klassísku fornaldar Grikkja og Rómverja, líkt og Shakespeare; leiðsögumaður hans á ferðum hans um tilverustaðina handan dauð- ans, helvíti og hreinsunareld, er eitt af höfuðskáldum Rómverja, Virgill. Dante er auðvitað kristið skáld sem merkir þó alls ekki að hann sé í einu og öllu fylgjandi yfirlýstum rétttrún- aði kirkjunnar, hann gagnrýnir bæði veraldleg og geistleg yfirvöld af fullri hörku og sendir spillta fulltrúa þeirra óhikað til helvítis, þar sem hann rekst á þá á göngu sinni. „Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd,“ segir í gamalli vísu. Hann er ástríðufullur og egó- sentrískur; þegar hann hittir nokkur helstu skáld fornaldar í forgarði Vít- is, þar sem hinir réttlátu heiðingjar fá að dúsa, þá leyfir hann þeim að taka sjálfan sig í hópinn; hógværðin er ekki meiri en svo, hroki hins skap- andi listamanns samur við sig á öll- um tímum. En þegar á líður verkið og Dante sér meira fyllist hann van- mætti og að lokum auðmýkt sem tek- ur að brenna út elskuna til sjálfsins, og eftir því sem hann nær hærra í stigveldi himnanna skilur hann bet- ur vanmátt mannlegs máls, auvirði- leik allrar listrænnar tjáningar and- spænis leyndardómi kærleikans. Skáldið setur dómsdag yfir sjálfum sér, en hann gerir það umvafinn guð- legri ást sem kemur til hans í mynd Beatrísar, stúlkunnar sem hann heillaðist af forðum og alltaf átti vís- an stað í hjarta hans, einnig – og trú- lega ekki síst – eftir að hún var dáin. Hún tekur við af Virgli og leiðir píla- gríminn upp í það ljós sem er ofar öllum ljósum. Hin jarðneska ást, hún þarf ekki að vera af hinu illa, virðist hann vera að segja, sé hún varðveitt í skírlífu og hreinu hjarta. Gleðileik- urinn er fullur af óræðu táknmáli og skírskotunum, sem fræðimenn hafa deilt endalaust um öldum saman. Allar vestrænar menningarþjóðir eiga góðar þýðingar á honum, jafnt í lausu máli sem bundnu, og nú erum við komin í þann hóp. Segið svo að hér stefni allt niður á við! Gleðileikurinn er líkast til það skáldverk sem flestir þekkja eitthvað til, hafa hnusað af, lesið kafla og kafla í, án þess að leggja á djúpið sjálft, fara í gegnum það með fullri athygli frá upphafi til enda. Það gefur auga- leið að langmest gagn er að því að lesa það á frummálinu sjálfu, og þá eru prósaþýðingar á borð við þá, sem Erlingur E. Halldórsson hefur nú fært okkur, í kjölfar fyrri merkisþýðinga sinna, ómetanlegt hjálpartæki. Það litla sem ég hef getað borið hana saman við sams konar þýðingar á ensku, sýnist mér hún afar trú bæði merkingu og setningaskipan. Hið síðarnefnda gerir hana að vísu frek- ar óþjála við lestur – þó tæpast neitt óþjálli en hliðstæðar þýðingar á öðr- um málum; það er frekar að mér finnist þýðandinn stundum ganga fulllangt í að fyrna mál sitt, velja orð og orðmyndir sem eru utan alfara- vegar. Tersínan ítalska, bragarhátt- ur frumtextans, er niðurnjörvaður í áherslum og skipan ríms, sem hef- ur þó ekki haldið aftur af mönnum að þýða verkið í bundið mál á ná- grannatungum okkar; sjálfur fékk ég í fyrsta skipti bragð af því í danskri þýðingu Molbechs frá 19. öld; mér fannst hún flott og finnst það enn, ef ég rek nefið ofan í hana, en ugg- laust er hún ekki alltaf mjög trú – þær fögru eru það víst sjaldnast! En þar sem íslenskt bragheyra heimt- ar stuðla og jafnvel höfuðstafi þessu til viðbótar, þá er þrautin töluvert þyngri að koma slíku verki með þeim hætti yfir á okkar mál. Og þó; það eru til ýmsar leiðir: kannski væri ráð – svona í næstu atrennu – að sleppa ríminu, leyfa hættinum að öðru leyti að halda sér og stuðlunum að fljóta með; þá gæti, ef vel tekst til, orðið til texti sem fegurðarnautn er að lesa og er líka sæmilega réttur. Fyrir mörg- um árum komu út nokkrar kviður Gleðileiksins í afar fallegri þýðingu Guðmundar Böðvarssonar, en lík- ast til voru erfiðar formkröfur helsta skýring þess að hann hélt því verki ekki áfram. Verkið er að þessu sinni gefið út í einu bindi. Það er prýtt úrvali þeirra stórfenglegu málmristumynda sem franski myndlistarmaðurinn Gust- av Doré gerði við það á nítjándu öld; þær auka gildi bókarinnar mjög. Engu að síður hefur það verulega ókosti í för með sér að þjappa verkinu í eitt bindi, ekki aðeins hversu þungt það vegur í hendi: formálinn verð- ur óhóflega stuttur og rýr; það hefði þurft miklu fyllri og greinarbetri inn- gang, eins þótt skýringar í bókar- lok við einstaka þætti kviðunnar séu hinar vönduðustu, eftir því sem ég er dómbær á. Þær eru ekki eins ítarleg- ar og í mörgum erlendum útgáfum, en þar eiga þær til að verða óþarflega orðmargar finnst manni stundum; sumir fræðimenn eru helstil gjarnir á að halda þekkingu sinni á lofti, fara jafnvel að þrátta við aðra fræðinga, og þá eins gott að útgefendur setji þeim stólinn fyrir dyrnar! Mér virðist Erlingi hér hafa tekist mjög vel að feta góðan meðalveg; skýringar hans eru stuttar og gagnorðar, engar langlokur um túlkunarfræðileg vandamál, þó hann nái vissulega að tæpa á ýmsu sem getur hvatt lesandann til að leita lengra, kafa dýpra á eigin spýtur. Hitt er svo annað mál að lausamálsþýð- ingar af þessu tagi njóta sín alltaf best ef frumtextinn er birtur til hliðar; þá er líka miklu auðveldara að nota þau við kennslu. Hvað Gleðileikinn varð- ar er textanum þá mjög gjarnan skipt í þrjú bindi sem verða þá hæfilega stór og meðfærileg og henta vel í kilj- ur. Kannski gerir JPV það síðar. Fyrstu kynni mín af Guðdóm- lega gleðileiknum urðu fyrir langa löngu í fyrrnefndri þýðingu Mol- bechs og get ég þó ekki talið mig í hópi þeirra sem lagt hafa á djúp hans af fullri einurð, því miður. Ef- laust hefur maður farið margs á mis fyrir bragðið. Á hinn bóginn eru til ýmsar góðar og læsilegar bækur um verkið og veröld skáldsins og langar mig þar sérstaklega til að nefna bók Svíans Olofs Lagercranz, Från hel- vetet till himmelriket, sem út kom fyrir nokkrum áratugum, fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og hefur verið þýdd á nokkur tungu- mál. Lager crantz var einn þeirra fá- gætu höfunda sem sameinaði í sér gagnrýnanda og fræðimann sem kunni að skrifa fyrir almenning, á mannamáli. Ég las þessa bók á sín- um tíma og gluggaði í hana nú aft- ur, og sé ekki betur enn hún sé enn í góðu gildi, og gæti vel nýst íslensk- um lesendum sem fyrsti vegvísir í heimi Dant es. Eflaust mætti end- urskoða sumt í henni út frá stöðu fræðanna, en reyndar er það mik- ill misskilningur, sem maður sér stundum glytta í, ekki síst innan Akadem íunnar, að öll fræði úreldist nánast sjálfkrafa, eftir því sem meir er skrifað. Oft er það bara bullið sem hrúgast upp og grefur hið gamla og góða undir sér. Ýmis af bestu rit- um, sem samin hafa verið um verk Shakespeares, eru til dæmis frá fyrri hluta síðustu aldar, og mig grunar sterklega að sama eigi við um Dante. Jón Viðar Jónsson 28 8. desember 2010 miðvikudagur Bókmenntir Dante er kominn til ÍslanDs gleðileikurinn guðdómlegi Dante Alighieri Þýðing: Erlingur E. Halldórsson þýddi á laust mál, ritar formála og skýringar. Útgefandi: JPV. 320 blaðsíður Gleðileikurinn guðdómlegi „Fyrir mér birtist nú með opna vængi stórglæst ímynd arnar, sem þessar samþættu sálir bjuggu til í góðu fagnaðarskyni.“ adda lærir að synda Er þriðja bókin í hinum sígilda bókaflokki eftir verðlaunahöfund- ana Jennu og Hreiðar. Öddu-bæk- urnar eru á meðal vinsæl- ustu banabóka sem hafa kom- ið út á Íslandi. Bókin um Öddu sem lærir að synda kom fyrst út árið 1948 og er þetta fimmta útgáfa hennar. Þar segir frá við- burðarríku sumarfríi en Adda lærir ekki aðeins að synda heldur lærir hún einnig að það borgar sig ekki að segja ósatt auk þess sem ný stelpa flytur í kauptúnið. Í grænni lautu Skemmtileg- ir söngvaleik- ir sem börn á öllum aldri hafa um árabil leik- ið jafnt úti sem inni. Sumir leik- irnir hafa gengið kynslóð fram af kynslóð en aðrir eru nýrri. Bókin er falleg og á heima á heimili allra barna. Ragnheiður Gestsdóttir valdi leikina og myndskreytti. Helgi skoðar heiminn Er saga um virðingu fyrir lífi og náttúru, að vinir rekast alls staðar á líf sem vill eiga sinn stað í friði. Í bókinni er litlum íslenskum sveitadreng fylgt eftir í hringferð um veröld hans en með hon- um í för eru tveir bestu vinir hans, hryssan Fluga og hund- urinn Kátur. Helgi skoðar heiminn kom fyrst út árið 1976 og naut strax mikillar hylli. Síðan hafa krakkar sökkt sér niður í hana með mikilli áfergju. Höfundar eru Halldór Pétursson teiknari og Njörður P. Njarðvík. Óðhalahringla Er stórskemmtileg kvæðabók þar sem veröldinni er snúið á hvolf. Hún er fyrsta ritið af þremur samhangandi kvæðaverum sem saman mynda skrítna og skemmtilega furðuskepnu, Óðhalahringlu, Heimskringlu og Halastjörnu. Óðhalahringla kom fyrst út árið 1991 og kvæð- in eru eftir Þórarinn Eldjárn en myndirnar eftir Sigrúnu Eldjárn. Bækur fyrir börnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.