Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 31
Fæst í bókaverslunum um land allt Við hjónin vorum á Kanarí vorið 1974 og í næsta húsi bjó Einar Arnalds fyrrverandi hæstaréttardómari, fulltrúi Agnars Kofoed lögreglu stjóra í upphafi hernáms landsins. Við áttum stundum tal saman. Eitt sinn sagði hann mér, að á hans fyrstu dögum í starfi hefði honum verið falið að fara með Erlingi yfirlögregluþjóni upp í Stjórnarráð á fund Hermanns Jónassonar. En Einar var kvíðinn og kvað sér hafa brugðið óskaplega þegar þeim var vísað inn til forsætisráðherrans og hurðin lokaðist, að Erlingur hefur enga kveðju uppi heldur skellir sér í handstöðu á gólfinu. Ekki síður bregður Einari þegar Hermann hrindir frá sér stólnum sem hann sat í við skrifborðið og hefur sig upp í handstöðu á borðinu. Svona voru þeir stutta stund í öfugri stöðu, en réttu sig við, heilsuðust innilega og samræður hófust. Hvernig ætli sé farið handstöðutækni forsætisráðherra í dag? „Einhvern tímann var ég staddur á skrifstofu Erlings og hafði hann orðið. Var kominn í ham út af einhverjum pólitískum vanda­ málum á Sturlungaöld. Þá var bankað. Kom inn! kallaði Erlingur hátt og inn kom frændi minn Geirharður Jónsson að vestan, kallaður Geiri. Þarna orðinn trillukarl í Reykjavík, durgslegur í vinnufötum slorugum með derhúfu snjáða og skakka á höfði. Líklega nýkominn úr róðri því hann var í bússum brettum niður og allur hinn óásjálegasti. Annars var Geiri andlitsfríður og góðlegur að jafnaði og hafði hylli kvenna eins og við allir frændur. Hvert er þitt erindi? Spyr Erlingur. Ég ætla að fá byssuleyfi, segir Geiri dimmri röddu. Fyrir ókunnuga hefði mörgum þótt óvarlegt að veita þessum manni byssuleyfi eftir útliti hans. En Erlingur spyr áfram: Og hvaðan er maðurinn? Ég er nú Breiðfirðingur, segir Geiri. Þá reisir Erlingur sig í sætinu og augun leiftra. Slær í borðið og segir: Heyrðu sko, Breiðfirðingar stóðu vel með Þórði kakala í Flóabardaga og þú færð byssuleyfið. Þetta þótti mér sköruleg afgreiðsla og mér minnisstæð.“ „Benedikt Jakobsson var leiðbeinandi okkar í fleiru en íþróttum, líka í einkalífi, jafnvel ástamálum, og kvenna­ far bar á góma. Við tengdumst honum sterkum vináttu­ böndum, enda maðurinn hlýr, en um leið kröfuharður húsbóndi um árangur. Hann dó um aldur fram, að mér og flestum fannst, rúmlega sextugur. Benedikt var merkur persónuleiki og maður sem hafði mikil áhrif á framgang og framfarir í frjálsum íþróttum. Það var makalaust hvað hann sem þjálfari KR, Guðmundur Þórarinsson hjá ÍR og Stefán Kristjánsson þjálfari Ármanns lögðu sig fram og fórnuðu tíma sínum og kröftum fyrir okkur íþróttafólkið. Héngu yfir okkur löngum stundum á Melavellinum í öllum veðrum og þá ekki spurt um tíma eða fyrirhöfn og ekki pening, sem var lítið af hjá félögunum. Það var hægt að leita til allra þessara manna um aðstoð og tilsögn, án tillits til þess hvaða íþróttafélagi íþróttamaðurinn tilheyrði.“ „Ég var gerður að formanni Lögreglufélags Reykjavíkur 1988 og var sem slíkur í sex ár og gekk á ýmsu. „Svarta skýrslan“ svokölluð sem við lögreglumenn gerðum um aðbúnað, tækja­ kost og vinnuálag olli miklu fjaðrafoki hjá embætti lögreglu­ stjóra og dómsmálaráðuneyti. Gagnrýndum allt milli himins og jarðar en án nokkurs árangurs til bóta. Að gagnrýna kerfið og embættismenn þess er eins og að stökkva köldu vatni á vel alda gæs. Ég var þó kallaður fyrir dómsmálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, sem skammaði mig.“ Erum við kannski enn á þessu stigi? Ný bók að vestan kr. 4.980-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.