Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 33
miðvikudagur 8. desember 2010 erlent 33 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn af lögreglunni í Lundúnum á þriðjudagsmorgun, en til grundvallar var handtökuskipun frá Interpol. Í yfirlýsingu sem bresk lögregluyfirvöld birtu í kjölfarið sagði: „Sænsk yfirvöld saka hann um ólöglega þvingun, kynferðislega mis- notkun og nauðgun. Hinir meintu glæpir munu allir hafa verið framdir í ágúst 2010.“ Á mánudag greindi DV frá því að lögfræðingur Assange, Mark Stephens, teldi ásakanir á hendur skjólstæðingi sínum vera lítið ann- að en pólitískt útspil. Hann ítrekaði það þó í fjölmiðlum á mánudag, að bæði hann og Assange væru bún- ir að reyna að ná sambandi við sak- sóknara í Svíþjóð síðan í ágúst en án árangurs. Að lokum hefði sak- sóknarinn fellt niður málið í heild en síðan hafi nýr saksóknari ver- ið skipaður, líklega vegna tilstuðlan ónefnds stjórnmálamanns. „Þetta er mjög furðulegt. Saksóknarinn í Sví- þjóð felldi niður málið í heild sinni, þar sem engar sannanir lágu að baki ásökununum. Síðan gerist það nokkrum vikum síðar – eftir afskipti sænsks stjórnmálamanns – að nýr saksóknari er skipaður, en ekki einu sinni í Stokkhólmi þar sem glæpirn- ir áttu að hafa verið framdir, heldur í Gautaborg. Þá var málið tekið upp aftur og það hefur leitt til hinnar al- þjóðlegu handtökuskipunar,“ sagði lögmaðurinn við BBC. Líklegt verður að teljast að hand- takan komi í kjölfar þrýstings frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku lýsti bandaríski ríkissaksóknarinn Eric Holder því yfir að dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna væri að íhuga að nýta sér svokölluð „Njósnalög“ frá árinu 1917, til að réttlæta handtökur á Assange og starfsfólki Wikileaks. Samkvæmt lögunum telst opinber birting á hernaðarlega mikilvægum skjölum glæpsamlegt athæfi. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í Lundúnum á þriðjudag: Assange handtekinn Wikileaks stofnar starfsframa í hættu Nemendur við Columbia-háskóla í New York hafa verið varaðir við því að ræða Wikileaks á samskipta- vefnum Facebook, vilji þeir starfa í bandarískri stjórnsýslu eftir að námi lýkur. Í Columbia-háskóla er að finna stofnunina SIPA (School of International and Public Affairs) þar sem nemendur stunda nám á fram- haldsstigi í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu. Er SIPA ein virtasta stofnun sinnar tegundar í Bandaríkjunum en þeir sem útskrif- ast þaðan hljóta oftar en ekki stöður í bandarískri stjórnsýslu í kjölfarið, sérstaklega í utanríkisráðuneytinu. Nú hefur starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Washington, sem áður var nemandi í SIPA, varað nú- verandi nemendur við því að birta hlekki á Wikileaks af Facebook- eða Twitter-síðum. Setja starfsframa sinn í hættu Starfsmaðurinn hafði samband við skrifstofu starfsráðgjafar SIPA, sem sendi í kjölfarið tölvupóst á alla nem- endur við stofnunina. Í tölvupóstin- um sagði: „Skjölin sem hafa birst á undanförnum mánuðum á síðunni Wikileaks eru ennþá skilgreind sem trúnaðarskjöl. Mælt er með því að þið [nemendur] birtið ekki hlekki á þessa síðu, né heldur að þið ræðið hana frekar á vettvangi eins og Face- book eða Twitter. Þeir sem það gera eiga á hættu að hæfni þeirra til að fara með trúnaðarskjöl verði dregin í efa, en sú hæfni er nauðsynleg þeim sem starfa í bandarískri stjórnsýslu.“ Það var nemandi við SIPA, Iss- andr El-Amrani, sem birti póstinn í heild sinni á bloggsíðu sinni síð- astliðinn fimmtudag. Sama dag lagði öldungardeildarþingmaður- inn Joseph Lieberman til frumvarp til laga um að hverjir þeir sem birta nöfn bandarískra sendifulltrúa úr Wikileaks-skjölunum yrðu sóttir til saka. Bannað að skoða Wikileaks Bandaríska vefritið The Huffington Post fjallaði um málið og fékk í kjöl- farið upplýsingar frá upplýsingafull- trúa utanríkisráðuneytis Bandaríkj- anna um að viðvörunin til nemenda SIPA fæli ekki í sér formlega stefnu- breytingu af hálfu ráðuneytisins. Þar væri starfsmönnum meinað að skoða gögn á síðu Wikileaks, en þar fyrir utan hefði ráðuneytið sem slíkt ekki gefið önnur fyrirmæli. „Við höfum gefið starfsmönnum við ut- anríkisráðuneytið fyrirmæli um að skoða ekki síðu Wikileaks eða hlaða niður gögnum frá síðunni í gegnum þriðja aðila. Gögnin sem þar eru birt eru ennþá skilgreind sem trún- aðargögn. Við fordæmum aðgerðir Assange [stofnanda Wikileaks] en við höfum engin fyrirmæli gefið til annarra en starfsmanna ráðuneyt- isins.“ Nemendur á framhaldsstigi við Col- umbia-háskóla í New York hafa verið varaðir við því að skoða gögn sem birt eru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks. Geri þeir það gætu þeir stofnað starfs- frama sínum í hættu. BJörn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Þeir sem það gera eiga á hættu að hæfni þeirra til að fara með trúnað- arskjöl verði dregin í efa en sú hæfni er nauðsyn- leg þeim sem starfa í bandarískri stjórnsýslu. Columbia-háskóli í new York Enginn háskóliíheiminumhefurtengslviðfleiri nóbelsverðlaunahafaenColumbia. Julian Assange Verðurvæntanlega framseldurtilSvíþjóðar. stradivarius-fiðlu stolið í kaffipásu Óprúttnum þjófum tókst að stela Stradivarius-fiðlu á lestarstöð í Lundúnum, þegar Min-Jin Kym fiðluleikari lagði hana frá sér á með- an hún fékk sér kaffi. Kym var með fiðluna á kaffihúsinu Prét-a-Mang- er í svartri tösku, sem hún lagði frá sér í nokkrar mínútur. Þjófarnir létu til skarar skríða og komust undan með fiðluna, sem er metin á um 216 milljónir íslenskra króna. Fiðlan sem um ræðir var smíðuð árið 1696 og er ein af 450 fiðlum sem smíðaðar voru af ítalska hljóðfærasmiðnum Antonio Stradivarius. hákarlsárásir við egyptaland minna á Ókindina Á sunnudag bárust fréttir af hákarls- árás undan ströndum Egyptalands sem leiddu til dauða sjötugrar þýskr- ar konu sem var þar á ferðalagi. Ströndinni sem um ræðir, Sharm el-Sheikh, hafði verið lokað í síðustu viku eftir þrjár hákarlsárásir með stuttu millibili – þó enginn hafi látist í þeim árásum. Í kjölfarið veiddust tveir hákarlar sem taldir voru söku- dólgarnir og ströndin því opnuð að nýju. Minnir þessi atburðarás óneit- anlega á kvikmynd Stevens Spiel- bergs um Ókindina, en í henni var strönd lokað og hún svo opnuð aftur eftir að hákarl hafði verið veiddur – en sá hákarl reyndist ekki sá rétti. Skelfilegir atburðir fylgdu í kjölfarið í smábænum Amity. Brasilía viðurkennir sjálfstæði Palestínu Forseti Brasilíu, Inacio Luiz Lula da Silva, mun láta það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum að viðurkenna sjálfstæði ríkis Palestínu á Vesturbakkanum og Gaza-strönd- inni. Lula mun láta af embætti eftir áramót en þá tekur við skjólstæðing- ur hans, Dilma Rousseff. Ákvörðun Lula hefur vakið upp hörð viðbrögð Ísraelsmanna og Bandaríkjamanna, sem saka Lula um að leggja stein í götu friðarviðræðna á svæðinu. Ísraelsmenn óttast nú að fleiri ríki í Suður-Ameríku fylgi í fótspor Brasil- íu, en talið er að yfirvöld í Perú muni viðurkenna frjálst ríki Palestínu inn- an skamms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.