Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 36
Gæsahúð í boði Potts og Högna Líf í Tjarnarbíói Starfsemin í Tjarnarbíó hefur vakið verðskuldaða athygli en alls hafa um 6.000 manns sótt viðburði þar síðan það opnaði 1. október á þessu ári eftir miklar og gagngerar endurbætur fyrir fyrir tilstilli Reykjavíkur- borgar. Boðið hefur verið upp á fjölbreytta listviðburði og ljóst að rýmið hefur upp á margt að bjóða. Fram undan er spennandi dagskrá í desember, til stendur að setja Ævintýrið um Augastein aftur á svið í Tjarnarbíói. Snuðra og Tuðra mæta með Jólarósirnar sínar og sýningum á nýju leikriti eftir Jón Atla verður haldið áfram út desember. Ólafur Arnalds heldur tónleika 16. desember, Seabears 19. desember og Sudden Weather Change verður svo með tónleika 27. desember.  ÁsTarsTjarna í bíói Dísu Mynd byggð á ævi ljóðskáldsins Johns Keats verður sýnd í Bíói Paradís á miðvikudags -og fimmtudagskvöld. Hún ber heitið Ástarstjarna (Bright Star) og gerist árið 1818 í Lundúnum. Segir myndin frá ljóðskáldinu John Keats (Ben Whishaw) og sambandi hans við stúlkuna úr næsta húsi, hina fögru Fanny Brawne (Abby Cornish). Þeir sem þekkja ævi Johns Keats vita hver örlög þessara elskenda urðu. Skáldið dó langt fyrir aldur fram og er af mörgum talinn hafa verið haldinn mikilli snilligáfu, jafnvel meiri en Shakespeare. Heiti myndarinnar er vísun í eina af sonnettum Keats sem hann skrifaði þegar hann var með Fanny Brawne: „Bright star, would I were steadfast as thou art“. 36 fókus 8. desember 2010 miðvikudagur Adda lærir að synda Er þriðja bókin í hinum sígilda bóka- flokki eftir verðlaunahöfundana Jennu og Hreiðar. Öddu-bækurnar eru á meðal vinsælustu banabóka sem hafa komið út á Íslandi. Bókin um Öddu sem lærir að synda kom fyrst út árið 1948. Þar segir frá við- burðaríku sumarfríi en Adda lærir ekki aðeins að synda heldur lærir hún einnig að það borgar sig ekki að segja ósatt. Í grænni lautu Skemmtilegir söngvaleikir sem börn á öllum aldri hafa um árabil leikið jafnt úti sem inni. Sumir leikirnir hafa gengið kynslóð fram af kynslóð en aðrir eru nýrri. Bókin er falleg og á heima á heimili allra barna. Ragn- heiður Gestsdóttir valdi leikina og myndskreytti. Helgi skoðar heiminn Er saga um virðingu fyrir lífi og nátt- úru, að vinir rekast alls staðar á líf sem vill eiga sinn stað í friði. Í bók- inni er litlum íslenskum sveitadreng fylgt eftir í hringferð um veröld hans en með honum í för eru hryssan Fluga og hundurinn Kátur. Bókin kom fyrst út árið 1976 og naut strax mikillar hylli. Höfundar eru Hall- dór Pétursson teiknari og Njörður P. Njarðvík. Óðhalahringla Er stórskemmtileg kvæðabók þar sem veröldinni er snúið á hvolf. Hún er fyrsta ritið af þremur samhangandi kvæðaverum sem mynda skemmti- lega furðuskepnu, Óðhalahringlu, Heimskringlu og Halastjörnu. Óð- halahringla kom fyrst út árið 1991 og kvæðin eru eftir Þórarinn Eldjárn en myndirnar eftir Sigrúnu Eldjárn. 30 Ára sTarfsafmæLi Jóhann Sigurðarson, leikari og söngvari, fagnar 30 ára starfs- afmæli sínu með því að gefa út plötuna Lögin úr leikhúsinu sem er fyrsta sólóplata hans en hann hefur leikið og sungið mörg veiga- mikil hlutverk í söngleikjum á síðustu árum. Mörgum er til að mynda minnisstæður söngur hans í Fiðlaranum á þakinu, Vesaling- unum og My Fair Lady. Lög plöt- unnar eru öll vel þekkt, til dæmis Ef ég væri ríkur, Sól rís, sól sest úr Fiðlaranum á þakinu og Guð í hæð úr Vesalingunum. Platan er gefin út af 12 tónum og einvalalið hljóðfæraleikara leikur á plötunni, Pálmi Sigurhjartarson leikur á píanó og orgel, Róbert Þórhallsson á bassa, Þórður Árnason á gítara auk blásara. Kvenraddir syngja Kristjana Stefánsdóttir og Valgerð- ur Guðnadóttir. Jóhann segir plöt- una endurspegla margar góðar minningar úr leikhúsinu þar sem söngur hefur leikið stórt hlutverk. bækur fyrir börnin Þetta er í fyrsta skipti sem undirrit- aður skrifar gagnrýni um tónleika sem hafa bæði handrit og leikstjórn sem er kannski til marks um hversu umfangsmiklir þessir árlegu jólatón- leikar Björgvins Halldórssonar eru orðnir. Björgvin er fyrir löngu kominn með svarta beltið í jólalögum og er þetta í fjórða skipti sem hann held- ur tónleika í Laugardalshöll og fær til sín góða gesti. Tónleikarnir hafa aldrei verið glæsilegri en að þessu sinni voru erlendu stórstjörnurn- ar Paul Potts, Alexander Rybak og Summer Watson á meðal söngvara. Að mínu mati stóð Paul Potts upp úr. Ég er algjör „sökker“ fyrir sögu þessa manns og hafði mjög gaman af því að sjá hann þarna. Ég hélt á tíma- bili að mér væri að vaxa hár aftur þegar hann söng af mesta kraftinum í uppáhaldsjólalaginu mínu, O Holy Night. Þess utan var Potts vinalegur og fyndinn í þokkabót. Svo hafði ég hrikalega gaman af því hvernig hann stóð á sviðinu. Frekar gleitt eins og rokkstjarna sem var um það bil að stökkva út í sal. Það sem annars stóð upp úr var þegar Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, flutti Hallelujah eftir Leon- ard Cohen. Lagið sem Jeff Buckley gerði ódauðlegt. Þvílík frammistaða hjá Högna, hljómsveitinni, kór unum og öllum sem að þessu komu. Þá var sem fyrr ótrúlegt að hlýða á Jó- hönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Önnur eins rödd er vandfundin. Annars er erfitt að taka einhverja út þegar allir standa sig frábærlega. Helgi Björns var fáránlega sexí í Ef ég nenni og flutningur í öllum lögum var til fyrir- myndar, þó að Alexander Rybak hafi ekki gert mikið fyrir mig persónu- lega. Hvað gestgjafann sjálfan varðar þá eru fáir flottari en Bó. Alveg gler- fínn í tauinu sveif gullbarkinn um sviðið. Mér fannst hann þó spara sig fullmikið þangað til í næstsíðasta lagi og fannst hann oft eiga inni. Mér fannst lagavalið hafa mátt vera betra en maður verður líka að taka tillit til þess að þetta er í fjórða skipti sem þessir tónleikar eru haldnir og er eflaust verið að reyna að forðast of margar endurtekningar. Þá er sviðið í Laugardalshöll löngu sprungið enda vel yfir 100 manns á sviðinu og eflaust nær 200 þegar mest var. Ásgeir Jónsson Jólagestir BJörgvins Hljómsveitarstjóri: Þórir Baldursson Kynnir: Örn Árnason Leikstjórn: Gunnar Helgason Handrit: Björn G.Björnsson tónleikar Paul Potts Stóð á sviðinu eins og rokkstjarna. Við höfum allir spilað tölvu-leiki mikið og vitum því hversu einfalt það er að ein-angrast í þeim,“ segir Svav- ar Melberg Pálsson, einn af höfund- um nýja íslenska borðspilsins Flakks. Svavar og æskuvinir hans þrír, þeir Ásgeir Viðar Árnason, Ragnar Már Ómarsson og Pétur Atli Antonsson Crivello, hafa unnið að gerð spilsins undanfarin þrjú ár og nú er afrakst- urinn loksins kominn í búðir. „Okkar markmið var auðvit- að að gera í fyrsta lagi áhugavert og skemmtilegt spil en einnig að ná fólki frá tölvunni,“ segir Svavar og bætir við að reynsla þeirra félaga af tölvu- leikjum hafi einnig nýst þeim vel við gerð spilsins. „Það má segja að þeir sem hafi spilað tölvuleiki nái spilinu alveg um leið en að foreldrarnir þurfi örlítið lengri tíma.“ Spilið er ætlað krökkum frá tíu ára aldri og upp úr en Svavar segir aldursmörkin koma til vegna þess að leikmenn þurfi að notast við samlagningu og frádrátt. Hann tekur þó skýrt fram að Flakk sé ekki eiginlegt krakkaspil. „Við erum allir 26 ára og gerðum spilið með það í huga að skemmta okkur. En það endaði svo með að henta mjög breið- um hópi fólks.“ En hvernig spil er Flakk? „Þetta er í grunninn hefðbundið borðspil þar sem þú átt að komast frá byrjun- arreit og á endareit. Spilið er þannig uppbyggt að leikmenn flakka um þrjár eyjur og leysa á þeim þrautir.“ Svavar segir þá fé- laga hafa tekið besta eig- inleikann, að þeirra mati, úr Hættuspilinu og nýtt hann í Flakk. „Við notum sem sagt þennan eiginleika að leikmenn geti eyði- lagt fyrir hver öðr- um en bættum um leið við þeim eiginleika að þeir geti einnig hjálpað til.“ Hættuspilið er frægt fyrir að geta hreinlega slitið vinaböndin og Svav- ar segir að það sé ekki laust við að hitnað geti í kolunum þegar Flakk sé spilað. „Það er mik- ið um að vera við spilaborð- ið sem er bara af hinu góða. Þetta jafnast líka aðeins út fyrst búið er að bæta við eiginleikanum að geta einnig hjálpað til. Ég var til dæmis að spila með mömmu, pabba og litla bróður mínum um daginn og mamma vorkenndi alltaf þeim sem gekk illa að hún var allt- af að hjálpa til. En svo varð pabbi nokk- uð fúll þegar hún rétti honum ekki hjálparhönd þegar hann þurfti á því að halda. Henni tókst samt á einhvern hátt að vinna sem ég skil nú ekki alveg,“ segir Svavar léttur. Í Flakk geta tveir til sex spilað í senn en hver persóna er með sína eig- in hæfileika sem geta nýst henni á ögurstundu. „Hver persóna kemur bæði í karl- og kven- kyni svo fólk geti valið. Það er eitt- hvað sem mjög sjaldan er hugsað um í svona spilum en við vildum gæta fyllsta jafnræðis.“ Spilið er einstaklega fallegt í út- liti og smekklega frágengið. „Það er óþolandi að opna spil og það er allt út um allt. Við vildum koma í veg fyr- ir það.“ Pétur Atli, einn af fjórmenn- ingunum, sá um að myndskreyta spilið en hann er einn af efnilegustu og hreinlega bestu teiknurum lands- ins. Hann gerði meðal annars teikn- ingarnar við nýjustu Kisa-bók Hug- leiks Dagssonar; Eineygði kötturinn Kisi og leyndardómar Eyjafjallajök- uls. Flakk er fáanlegt í verslunum Haugkaups, Spilavinum, Pennanum og Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. asgeir@dv.is Spilið Flakk er alíslenskt borðspil sem kom út fyrir skemmstu. Það er hannað og búið til af fjórum vinum sem hafa unnið að gerð þess undanfarin þrjú ár. nær fóLki frÁ T L unni Þetta er í grunninn hefðbundið borðspil. Svavar og Ragnar Á myndina vantar Ásgeir, sem er á ferð um landið að kynna spilið, og Pétur, sem er í námi erlendis. Mynd RÓbeRt ReyniSSon Flakk Íslenskt spil sem er hannað af fjórum vinum. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.