Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Page 38
38 ÚTTEKT 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR MINNA OFBELDI – FLEIRI INNBROT Ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á milli ára en auðgunarbrotum fjölgað samkvæmt ný- útkominni skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er rakin dreifing tilkynntra brota eftir svæðum og reynsla íbúa af lögreglu, öryggi og afbrotum. Segja má að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar sé hættulegast að búa í miðborg Reykjavíkur, en Hlíðarnar koma þar fast á eftir. TEXTI: GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR gunnhildur@dv.is Hlíðar Íbúafjöldi: 11.041 Meðaltekjur: 3.630.000 Félagslegar íbúðir: 273 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 258 einstaklingar eða fjölskyldur (ívið hærra en meðaltal) Afbrot í heild: 2.445 Afbrot á hverja 100 íbúa: 22 Auðgunarbrotum fjölgaði mest í Hlíðunum en fjöldi kynferðisbrota og nytjastulda hélst svipaður. Ofbeldisbrotum fækkaði um tæp 42 prósent og fíkniefnabrotum fækkaði umtalsvert. Hafnarfjörður Íbúafjöldi: 25.913 Meðaltekjur: 3.579.000 Félagslegar íbúðir: 92 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 428 einstaklingar eða fjölskyldur (aukning um 31%) Afbrot í heild: 1.380 Afbrot á hverja 100 íbúa: 5 Brotum fjölgaði um rúm 30 prósent. Auðgun- arbrotum fjölgaði sem og nytjastuldum og kynferðisbrotum lítillega. Fíkniefnabrotum fjölgaði en ofbeldisbrotum fækkaði. Garðabær Íbúafjöldi:10.643 Meðaltekjur: 4.322.000 Félagslegar íbúðir: 25 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 73 einstaklingar eða fjölskyldur (hækkaði um 15%, samt sem áður lægst) Afbrot í heild: 462 Afbrot á hverja 100 íbúa: 4 Brotum fjölgaði um tæplega 23 prósent. Auðgunarbrotum fjölgaði ásamt eignaspjöllum og fíkniefnabrotum. Ofbeldisbrot, nytjastuldum og kynferðis- brotum fækkaði. Álftanes Íbúafjöldi: 2.523 Meðalatvinnu- tekjur: 4.000.000 Félagslegar íbúðir: 0 Fjárhagsaðstoð: 27 einstaklingar eða fjölskyldur Afbrot í heild: 42 Afbrot á hverja 100 íbúa: 1,6 Brotum hefur fækkað í öllum flokkum. Kópavogur Íbúafjöldi: 30.357 Meðaltekjur 3.788.000 á ári (yfir meðallagi) Félagslegar íbúðir: 122 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 495 einstaklingar eða fjölskyldur Afbrot í heild: 1.971 Afbrot á hverja 100 íbúa: 6,5 Auðgunarbrotum fjölgar mest en einnig er fjölgun á fíkniefnabrotum, ofbeldisbrotum og eignaspjöllum. Kynferðisbrotum fækkaði eftir mikla fjölgun ári áður og nytjastuldi fækkaði sömuleiðis. Miðborgin Íbúafjöldi: 8.439 Meðaltekjur: 3.478.000 Félagslegar íbúðir: 262 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 372 einstaklingar eða fjölskyldur (hæsta hlutfall veittrar aðstoðar) Afbrot í heild: 2.241 Afbrot á hverja 100 íbúa: 27 Örlítil fjölgun brota á milli ára og fjölgaði um ríflega 16 prósent miðað við meðaltal 2006–2008. Mest aukning í auðgunarbrotum en nytjastuldum, kynferðisbrotum og eigna- spjöllum fjölgaði einnig. Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 60 prósent og ofbeldisbrot- um um rúm 14 prósent. Vesturbær Íbúafjöldi: 16.327 Meðaltekjur: 3.786.000 Félagslegar íbúðir: 80 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 401 einstaklingur eða fjölskylda Afbrot í heild: 865 Afbrot á hverja 100 íbúa: 5 Brotum fjölgaði annað árið í röð eða um rúman þriðjung miðað við meðalfjölda á árunum 2006–2008. Fjölgunin mest í auðgunarbrotum en einnig eigna- spjöllum og nytjastuldi. Öðrum brotum fækkaði annað árið í röð. Seltjarnarnes Íbúafjöldi: 4.395 Meðaltekjur: 4.334.000 Félagslegar íbúðir: 32 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 49 einstaklingar eða fjölskyldur (hlutfall lágt þrátt fyrir 33% hækkun) Afbrot í heild: 94 Afbrot á hverja 100 íbúa: 2 Ríflega fjórðungs fækkun varð á brotum frá meðaltali áranna 2006–2008. Brotum fækkaði því mest á þessu svæði en auðg- unarbrotum fækkaði annað árið í röð. Laugardalur Íbúafjöldi: 13.279 Meðaltekjur: 3.626.000 Félagslegar íbúðir: 202 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 437 einstaklingar eða fjölskyldur (30% aukning) Afbrot í heild: 1.351 Afbrot á hverja 100 íbúa: 10 Brotum fækkaði lítillega í Laugardalshverfi á milli ára. Auðgunarbrot, nytjastuldum og kynferðisbrotum fjölgaði miðað við undan- farin ár. Ofbeldisbrotum og fíkniefnabrotum hefur fækkað. Fjöldi eignarspjalla er svipaður. Háaleiti Íbúafjöldi: 13.811 Meðaltekjur: 3.924.000 Félagslegar íbúðir: 120 á hverja 10.000 íbúa Fjárhagsaðstoð: 234 einstaklingar eða fjölskyldur Afbrot í heild: 1.040 Afbrot á hverja 100 íbúa: 7,5 Brotum fækkaði almennt um fimmtung. Fjölgun á auðgunarbrotum var um 70 prósent en fjöldi ofbeldisbrota hélst nokkuð stöðugur. Fíkniefnabrotum, kynferðisbrotum og eignaspjöllum fækkaði. Breiðholt Íbúafjöldi: 20.704 Meðaltekjur: 3.482.000 Félagslegar íbúðir: 264 á hverja 10.000 íbúa (næsthæsta hlutfallið) Fjárhagsaðstoð: 725 einstaklingar eða fjölskyldur (hækkar um 14%) Afbrot í heild: 1.108 Afbrot á hverja 100 íbúa: 5 Brotum fjölgaði lítillega frá fyrra ári. Auðg- unarbrotum og kynferðisbrotum fjölgaði en öðrum brotaflokkum var fækkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.