Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 45
miðvikudagur 8. desember 2010 sviðsljós 45 Wesley Snipes verður ekki heima yfir hátíðirnar eftir að dómari hafnaði beiðni um að fresta því að hann hæfi afplánun á fangelsisdómi um mán- uð. Snipes á að hefja afplánun á morgun, fimmtu- dag, en hann hafði óskað eftir því að afplánun yrði frestað til 6. janúar. Rökin sem Snipes gaf fyrir frest- uninni voru þau að hann ætti fjögur ung börn og vildi ekki vera settur bak við lás og slá á þessum viðkvæma tíma árs. Dómarinn í Flórída, þar sem málið var tekið fyr- ir, tók rök Snipes hins vegar ekki gild þar sem hann hefði upphaflega hlotið dóminn fyrir tveimur og hálfu ári. Hann hefði því haft allan þann tíma til að koma sínum málum á hreint og undirbúa sig. Dómarinn benti Snipes einnig á að því fyrr sem hann myndi hefja afplánun, því fyrr myndi henni ljúka. Snipes var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyr- ir skattsvik í apríl 2008 en hann hefur barist gegn þeim dómi allt til dagsins í dag en án árangurs. Hann reyndi meðal annars að fá málið flutt frá Flórída á þeim grundvelli að dómur þar hefði sýnt fordóma í hans garð. Engin jól með börnunum Wesley Snipes á leið í fanglesi: Wesley Snipes Getur ekki barið sér leið út úr þessu. Orlando Bloom í jóga: Undarleg samsetning Þetta er senni-lega í eina skiptið sem þú munt sjá karl- mann í leðurjakka og stuttbuxum með hjálm og jógadýnu á mótor- hjóli. Það er Hollywood- stjarnan Orlando Bloom sem á heiðurinn af þess- ari undarlegu samsetn- ingu en það er sjaldgæft að sjá mann á mótor- hjóli með jógadýnu undir hendinni. Þessar myndir voru teknar af leikaranum þegar hann var að koma úr jógatíma í Brentwood í Los Angeles. Það er nóg um að vera hjá Bloom þessa dagana en hann á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Miröndu Kerr. Orlando Bloom Mótorhjóla- töffari með jógadýnu. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.