Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 11. maí 2011
Heimsmet Íslendinga í góðærinu
Einkaþotur
Einkaþotur voru ein helsta birtingarmynd íslenska
góðærisins en einungis þeir allra efnuðustu
höfðu efni á slíkum farartækjum. Einkaþotueign
íslenskra auðmanna færðist mjög í aukana frá
árinu 2005. Samkvæmt skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis var Björgólfur Thor Björgólfsson
fyrsti íslenski auðmaðurinn til að kaupa sér
einkaþotu - hún kostaði á annan milljarð króna.
Einnig var stofnað sérstakt leiguflugfélag sem
íslenskir auðmenn leigðu þotur af ef svo bar undir. Einkaþotur lentu um 400 sinnum á
Reykjavíkurflugvelli sumarið 2006 og árið eftir stóðu 11 einkaþotur á flugvellinum. Mjög
færðist í aukana að bankar og stórfyrirtæki notuðu einkaþotur, sem þau annaðhvort
áttu eða leigðu, til að fljúga til útlanda. Nánast má fullyrða að engin þjóð hafi státað af
fleiri einkaþotum miðað við höfðatölu en Íslendingar á þessum tíma.
Range Rover-bílar
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 voru 64 Range Ro-
ver-jeppar fluttir inn og seldir á Íslandi, samkvæmt
frétt Eyjunnar frá því í nóvember 2007. Bílarnir
kostuðu á bilinu 10 til 16 milljónir króna. Þetta voru
jafnmargir Range Rover-jeppar og höfðu verið seldir
samanlagt í Svíþjóð og Danmörku á þessu sama
tímabili. Einn Range Rover-jeppi var því á hverja
tæplega 5.000 íbúa á Íslandi á meðan einungis einn
slíkur jeppi var á hverja 230 þúsund íbúa í hinum löndunum. Þessi Range Rover-eign
miðað við höfðatölu á Íslandi var því að öllum líkindum heimsmet á þessum tíma.
Bang & Olufsen
Frá árinu 2005 jóks sala á Bang & Olufsen-raftækjum
umtalsvert hér á landi. Á árunum 2005 til 2008 voru það ein-
ungis Rússar sem keyptu meira af slíkum tækjum. Íslendingar
voru því í öðru sæti á heimslistanum yfir kaupendur á þessum
vel hönnuðu og smekklegu, en jafnframt dýru, raftækjum.
Miðað við höfðatölu voru Íslendingar hins vegar langefstir á
heimslistanum yfir kaup á Bang & Olufsen-raftækjum. Svo
virðist því vera sem ansi margir Íslendingar, og alls ekki aðeins
þeir allra efnuðustu, hafi fjárfest í raftækjum frá Bang & Olufsen á þessum árum.
lánaði fyrir kaupunum á Aldamótum
ehf.
Viðskiptavildin færð niður
Þessi viðskiptavild rýrnaði um 150
milljónir á næstu tveimur árum og
stóð í rúmum 100 milljónum króna
í árslok 2009, samkvæmt ársreikn-
ingi. Auk þess sem eignarhluturinn
í Aldamótum ehf. var bókfærður á
0 krónur. Skuldir félagsins voru þá
komnar upp í nærri 326 milljónir
króna.
Af ársreikningum félaganna að
dæma er því ekki annað að sjá en að
stjórnendur félaganna tveggja hafi
fjármagnað kaup Næstu aldamóta
ehf. með því að reikna með mikilli
viðskiptavild sem tekin voru lán út
á til að kaupa rekstrarfélag Bang &
Olufsen á allt of háu verði – nærri
þreföldu bókfærðu verði. Þessi við-
skiptavild var síðan afskrifuð smám
saman næstu árin þar á eftir. Eftir
stendur að fjármálafyrirtækið sem
lánaði fyrir kaupunum – ekki er vit-
að hvaða félag það er – þarf væntan-
lega að afskrifa meirihluta þessara
skulda í kjölfarið á gjaldþroti félags-
ins.
Guðmundur Pétursson, skipta-
stjóri Næstu aldamóta ehf., segir að
ekkert liggi fyrir um hvort eða hve-
nær Bang & Olufsen-verslunin verði
opnuð aftur. „Nei, það liggur ekkert
fyrir um það,“ segir Guðmundur og
bætir því að verslunin sé ein af þeim
eignum sem séu inni í þrotabúinu.
Guðmundur segir að hann sé til-
tölulega nýbúinn að fá búið í hend-
ur og lítið sé að frétta af uppgjöri á
þessu stigi málsins.
Fimmtudagur 12. maí.
Sauðárkrókur kl. 12 á Mælifelli, Aðalgötu 7.
Akureyri kl. 18 á Strikinu, Skipagötu 14.
Föstudagur 13. maí.
Akranes kl. 12 á Gamla kaupfélaginu.
Mánudagur 16. maí.
Reykjavík kl. 12 á Grand hótel, Sigtúni 38.
Reyðarfjörður kl. 18 í fundarsal AFLs Búðareyri 1.
Þriðjudagur 17. maí.
Selfoss kl. 12 á Hótel Selfoss.
Miðvikudagur 18. maí.
Suðurnes kl. 12 á Flughóteli.
RAFIÐANAÐARSAMBAND ÍSLANDS
Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | sími: 580 5200 | Fax: 580 5220 | rsi@rafis.is
KYNNINGAFUNDIR
VEGNA KJARASAMNINGS
RSÍ OG SA/SART
Á ALMENNA MARKAÐNUM
Hæstiréttur Íslands hafnaði á þriðju-
dag kröfu lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu um áframhaldandi
gæsluvarðhald yfir manni sem ját-
aði að hafa framið gróft kynferð-
isbrot gegn stúlku á Austurvelli
aðfaranótt 3. maí síðastliðins. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafði áður
komist að sömu niðurstöðu. Mað-
urinn játaði að hafa komið aftan að
konunni og rekið fingur inn í enda-
þarm hennar þar sem hún kraup
niður til að pissa. Í greinargerð lög-
reglunnar kemur fram að maður-
inn hafi „ákveðið að káfa aðeins á
henni“, eins og hann orðaði það sjálf-
ur. Fórnarlambið kvartaði undan
eymslum í endaþarmi eftir árásina.
Konan hafi „hrokkið“ undan mann-
inum en hann hafi hlegið og haft
sig á brott. Tvö vitni sáu manninn
hlaupa af vettvangi og upp í biðfreið
sína. Hann var handtekinn í iðnað-
arhúsnæði síðar um nóttina. Hann
var fáklæddur þegar lögreglu bar
að garði en blautir skór og fatnaður
fannst á staðnum. Fram kemur í úr-
skurðinum að maðurinn starfar sem
leigubílstjóri í afleysingum en þar
sem hann er bifvélavirki hefur hann
aðgang að iðnaðarhúsnæðinu.
Maðurinn var samvinnufús við
lögreglu og sagðist hafa viðurstyggð
á athæfi sínu og að um „fíflaskap“
hefði verið að ræða og „eitthvað langt
út fyrir það“. Hann tók fram að hann
hefði ekki verið undir áhrifum áfeng-
is eða vímuefna þegar brotið átti sér
stað.
„Með hliðsjón af játningu kærða,
sem fær stuðning af rannsóknar-
gögnum, er fullnægt því skilyrði að
fyrir liggi sterkur grunur um að hann
hafi brotið gegn 1. málsgrein 194.
gr. almennra hegningarlaga en brot
gegn ákvæðinu varðar allt að 16 ára
fangelsi. Þegar litið er til málsatvika
er hins vegar ekki fullnægt því skil-
yrði ákvæðisins að brotið sé þess
eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til
almannahagsmuna að kærði sæti
gæsluvarðhaldi. Er því kröfu lögreglu
um að kærði sæti gæsluvarðhaldi
hafnað,“ segir í úrskurði Hæstaréttar.
valgeir@dv.is
Stakk fingri í endaþarm konu á Austurvelli:
Kynferðisbrotið
var „fíflaskapur“
Frá Austurvelli Maðurinn sagðist hafa viðurstyggð á athæfi sínu. Mynd úR sAFni