Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 4
4 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur Kvótafrumvarp afgreitt úr ríkisstjórn: „Þjóðin mun tapa“ „Miðað við þær fregnir sem fyrir liggja í þessu frumvarpi þá fer það augljóslega gegn efnahagslegri hag- kvæmni,“ segir Ragnar Árnason, hagfræðiprófess- or við Háskóla Ís- lands, um kvóta- frumvarpið sem var afgreitt úr rík- isstjórn á þriðju- dag. Ragnar segir að það skipti höfuðmáli að styrkja undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, en ekki rýra rekstrarskilyrði þeirra eins og gert sé með frumvarpinu. Ragnar telur að frumvarpið rýri samkeppnisstöðu ís- lensks sjávarútvegs. „Þjóðin í heild mun tapa. Auð- vitað bitnar þetta mest á sjávarút- veginum sjálfum en jafnvel hinir munu tapa á þessum breytingum. Hið hækkaða veiðigjald mun renna í ríkissjóð og verða notað á þann hátt sem ríkinu er tamt. Það, ásamt hin- um breytingunum, mun veikja sjáv- arútveginn þannig að tekjuskattur bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna og þeirra sem vinna við sjávarútveginn mun verða minni í framtíðinni,“ seg- ir Ragnar aðspurður um efnahagsleg áhrif frumvarpsins og bætir við að heildarskatttekjur ríkissjóðs muni að öllum líkindum minnka með frum- varpinu. „Það að stytta eignarhald á afla- heimildum veikir eignarréttarstöðu sjávarútvegsins verulega og dregur úr hvata sem sjávarútvegurinn hefur haft til að hugsa til langrar framtíðar varðandi fjárfestingar í fiskiskipum, fiskistofnum, mannauði og mark- aðsstarfi,“ segir Ragnar sem telur að afnám á frjálsu framsali aflaheimilda dragi úr líkunum á því að hagkvæm- ustu fyrirtækin hverju sinni stundi veiðarnar. Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Þrjú eignarhaldsfélög í eigu starfs- manna fjárfestingarbankans Saga Capital voru úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félögin þrjú heita Maríutása ehf., Hersir Sigurgeirsson ehf. og Folafótur ehf. Að minnsta kosti eitt þeirra, Maríutása, var notað til að fjárfesta í hlutabréfum í Sögu Capital – sem í dag heitir Saga Fjárfestingar- banki. Skiptastjóri félaganna þriggja er Guðrún Björg Birgisdóttir. Maríutása var í eigu Þorvaldar Lúð- víks Sigurjónssonar, fyrrverandi for- stjóra Sögu, sem sagði starfi sínu lausu um miðjan febrúar síðastliðinn. Hers- ir Sigurgeirsson ehf. var í eigu Hersis Sigurgeirssonar, eftirmanns Þorvald- ar Lúðvíks á forstjórastóli Sögu, en Hersir hafði verið framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu fram að því. Folafótur var í eigu Rúnars Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra eigin við- skipta Sögu Capital. Skuldugasti banka- stjóri landsins DV greindi frá því í janúar síðastliðn- um að Þorvaldur Lúðvík skuldaði vel á annan milljarð króna og væri þar með, að öllum líkindum, skuldugasti bankastjóri landsins. Hluti af þessum skuldum Þorvaldar var skuldir eignar- haldsfélags hans sem nú hefur verið sett í þrot. Maríutása skuldaði Sparisjóða- bankanum, Icebank, rúman millj- arð króna í árslok 2009 samkvæmt ársreikningi þess árs. Skuld eignar- haldsfélags Þorvaldar Lúðvíks var upphaflega tilkomin vegna þess að eignarhaldsfélagið keypti hluta- bréf í Sögu Capital árið 2007 fyrir 370 milljónir króna og tók til þess lán frá Icebank. Lánið frá Icebank, sem var í japönskum jenum og svissneskum frönkum, hækkaði síðan umtalsvert vegna gengisfalls íslensku krónunnar. Þegar Saga Capital var stofnaður, árið 2007, var Þorvaldur Lúðvík stærsti hluthafi bankans með 12 prósenta eignarhlut. Í svari sínu við fyrirspurn DV um skuldastöðu Þorvaldar Lúðvíks sagði forstjórinn þáverandi að fjármál hans væru „í viðráðanlegum farvegi“. Orð- rétt sagði Þorvaldur Lúðvík: „Hrun- ið hafði vitanlega áhrif á mig eins og aðra landsmenn. Þetta eru mín pers- ónulegu mál og ég kýs að tjá mig ekki um þau, að öðru leyti en því að þau eru í viðráðanlegum farvegi.“ Síðan Þorvaldur Lúðvík sagði þetta hefur hann látið af störfum hjá Sögu Capital auk þess sem Maríutása hefur verið sett í þrot. Hersir ehf. skuldaði rúmlega 238 milljónir Félag Hersis Sigurgeirssonar skuldaði rúmlega 238 milljónir króna sam- kvæmt ársreikningi þess 2008. Tap þess árs var nærri 131 milljón króna og var eiginfjárstaðan neikvæð um 93 milljónir króna. Endurskoðandi Hers- is Sigurgeirssonar ehf. vakti athygli á þessu í ársreikningnum: „Við telj- um rétt að vekja athygli á því að sam- kvæmt efnahagsreikningi er eiginfjár- staða félagsins neikvæð um rúmar 93 milljónir króna í lok ársins.“ Félagið var því orðið tæknilega gjaldþrota strax í árslok 2008. Lán félagsins voru í erlendum myntum og átti það að greiða 216 milljónir af þeim árið 2010. Á móti þessum skuldum voru óskráð hlutabréf, líklega í Sögu Capi- tal, að verðmæti 145 milljónir króna. Þessi hlutabréf voru keypt árið 2007 en fjárfestingarbankinn var einmitt stofnaður á því ári. Í ársreikningi Folafótar, félags Rúnars, fyrir árið 2009 gerir endur- skoðandi félagsins einnig fyrirvara um rekstrarhæfi þess. „Eiginfjárstaða félagsins er neikvæð um ríflega 214 mkr. í lok ársins og eru engar eign- ir í félaginu.“ Skuldir félagsins námu sömu upphæð – 214 milljónum. Fé- lagið hafði átt eignir sem metnar voru á 140 milljónir króna árið 2008 en var búið að færa eignastöðuna niður í núll árið 2009. Hugsanlegt er að um hafi verið að ræða hlutabréf í Sögu Capi- tal, líkt og í tilfelli Hersis. Félagið hefði átt að greiða rúmlega 208 milljónir af skuldum sínum í fyrra. n Félög þriggja starfsmanna Sögu Capital sett í þrot n Félag Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar skuldaði Icebank milljarð n Keyptu líklega öll hlutabréf í Sögu Capital árið 2007 Félög Forstjóra sögu sett í þrot „… þau eru í viðráð- anlegum farvegi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tók við af Þorvaldi Eignarhaldsfélag eftirmanns Þorvaldar Lúðvíks á forstjórastóli Sögu, Hersis Sigurgeirssonar, hefur einnig verið sett í þrot. Félagið skuldaði rúmar 200 milljónir sem hefðu átt að greiðast í fyrra. Maríutása Þorvaldar í þrot Þorvaldur Lúðvík sagði við DV fyrr á árinu að fjármál hans væru í viðráðan- legum farvegi. Nú hefur eignar- haldsfélag hans verið sett í þrot. 12. janúar 2011 Verktakar orðnir þreyttir á endurteknum þjófnaði á olíu: „Þetta eru bara atvinnumenn“ „Það vita það svo sem allir að þar sem olía er aðgengileg þar er henni stol- ið,“ segir Ingileifur Jónsson, eigandi verktakafyrirtækis sem unnið hefur að vegavinnu á Sandskeiði á Hellis- heiði að undanförnu. Í byrjun mán- aðarins var talsverðu af olíu stolið af vinnuvélum og tækjum á svæð- inu. Ingileifur segir þetta ekkert eins- dæmi. Aðrir verktakar hafi einnig orðið varir við olíu stuld og að um við- varandi vandamál sé að ræða. „Þar sem menn sjá vinnuvélar eða tæki án eftirlits, og telja að þeir geti napp- að olíunni án þess að vera gómaðir, munu þeir reyna það,“ segir Ingileifur og bætir við að um sé að ræða verð- mæti sem auðvelt sé að koma í verð. Þá segir hann að þjófnaður á olíu hafi færst í vöxt samfara hækkandi olíu- verði. Ingileifur segir að lítið sé hægt að gera til þess að sporna við olíustuldi nema það að hafa menn í vinnu við það að vakta vélarnar. Þó að læsing sé að jafnaði á eldsneytistönkum vinnu- véla og annarra tækja komist menn fram hjá þeim. „Menn geta opnað lása, eða spennt þá upp,“ segir Ingi- leifur. Eina svarið við olíustuldi sé að hafa vaktmann á staðnum en jafn- vel þá geti þjófar komist undan með olíu. Ingileifur segir þetta vera þreyt- andi til lengdar enda ekki ókeypis að fylla tanka stórra vinnuvéla miðað við eldsneytisverð í dag. „Ég verð fyr- ir töluverðu tjóni þegar svona gerist,“ segir hann en benda má á að olía á 400 lítra eldsneytistank í vörubíl kost- ar tæplega 100 þúsund krónur miðað við olíuverð í dag. DV náði tali af öðrum verktaka sem hafði sömu sögu að segja. „Við lentum tvisvar í því að fjögur þúsund lítrum var stolið af okkur,“ segir verk- takinn sem vill ekki láta nafns síns getið. „Þetta eru bara atvinnumenn – menn í vinnunni.“ simon@dv.is Mikið tjón Það kostar um hundrað þúsund að fylla 400 lítra tank á vörubíl miðað við olíuverð dagsins í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.