Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 8
8 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur Tryggvi Agnarsson lögmaður Sigurplastsmanna: Fékk milljón rétt fyrir þrot Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, sem vann fyrir þáverandi eigend­ ur iðnfyrirtækisins Sigurplasts, fékk rúma milljón greidda frá fyrirtæk­ inu tæpri viku áður en Héraðsdóm­ ur Reykjavíkur setti fyrirtækið í þrot í fyrrahaust. Greiðslan til Tryggva var ein sú síðasta sem fór út úr fé­ laginu á meðan þáverandi eigend­ ur Sigurplasts, Sigurður L. Sævars­ son og Jón Snorri Snorrason, áttu félagið. Greiðslan til Tryggva átti sér stað þann 24. september 2010, sam­ kvæmt endurskoðendaskýrslu Ernst og Young um starfsemi fyrirtækisins, en héraðsdómur setti félagið í þrot þann 30. september. Líkt og DV hefur greint frá leikur grunur á að margs konar lögbrot, allt frá skattalagabrotum, skilasvikum, umboðssvikum til fjárdráttar, hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts frá því árið 2007 og þar til fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust. Félagið skuldaði Arion banka þá um 1.100 milljónir króna. Eigendur Sigur­ plasts höfðu þá stofnað annað fyrir­ tæki sem þeir ráku samhliða því. Virð­ ast eigendurnir hafa látið nýja félagið, Viðarsúlu, eiga í viðskiptum við Sigur­ plast sem voru sérstaklega óhagstæð fyrir Sigurplast áður en þeir gáfu fyrir­ tækið upp til gjaldþrotaskipta í sept­ ember. Sigurplastsmálið hefur verið sent til þriggja opinberra stofnana til rannsóknar, lögreglustjórans á höfuð­ borgarsvæðinu, efnahagsbrotadeild­ ar ríkislögreglustjóra og skattrann­ sóknarstjóra. Jón Snorri Snorrason hefur stefnt DV vegna umfjöllunar blaðs­ ins um Sigurplastsmálið. Lögmaður Jóns Snorra er áðurnefndur Tryggvi Agnars son. ingi@dv.is Þrír menn, Guðjón Jónsson, Hall­ ur Jónas Gunnarsson og Friðrik Atli Sigfússon, hafa kært þá Hallgrím Bogason og Daníel Þorsteinsson til lögreglustjórans á höfuðborgar­ svæðinu fyrir meint brot gegn al­ mennum hegningarlögum vegna fasteignaviðskipta í Belgrad í Serb­ íu. Þetta kemur fram í kæru frá lög­ manni þeirra, Katrínu Smára Ólafs­ dóttur, til lögreglunnar sem DV hefur undir höndum. Kæran barst til lögreglunnar í september síðast­ liðnum. Lögreglustjórinn á höfuðborgar­ svæðinu áframsendi kæruna til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu­ stjóra þar sem hún bíður meðferðar, samkvæmt bréfi, sem DV hefur und­ ir höndum, frá settum saksóknara Öldu Hrönn Jóhannsdóttur. Leita réttar síns í Serbíu Þremenningarnir telja að Hallgrím­ ur og Daníel hafi gerst sekir um brot í viðskiptunum með fasteignina í Belgrad, meðal annars fjárdrátt, um­ boðssvik, skjalafals og fjársvik, auk meintra brota á lögum um einka­ hlutafélög, lögum um bókhald og um ársreikninga. Kærendurnir og Hallgrímur og Daníel áttu saman íslenskt eignar­ haldsfélag, SCS Holding, sem hélt utan um eignarhlut þeirra í hluta­ félagi í Serbíu sem stofnað var utan um fasteignakaup þeirra í Belgrad árið 2007. Fasteignin sem félagið keypti er 2.300 fermetrar og er í mið­ borg Belgrad. Banki leigir hluta fast­ eignarinnar um þessar mundir. Auk þess að kæra þá Hallgrím og Daníel til lögreglunnar hér á landi hafa þeir leitað réttar síns fyr­ ir serbneskum dómstólum. Málið er því til meðferðar í tveimur löndum. Telja sig hafa verið rænda Kærendurnir í málinu telja að Hall­ grímur og Daníel hafi hlunnfarið sig með því færa eignarhlut þeirra í serb neska eignarhaldsfélaginu Tekig Invest AD yfir til annarra aðila með meintum ólögmætum hætti. Í kær­ unni segir meðal annars um þetta atriði: „Tveir þeirra, ofangreindir Hallgrímur Bogason og Daníel Þor­ steinsson, hafa með ólögmætum hætti tekið fjármuni og verðmæti undan félaginu og aflað sér ólög­ mæts ávinnings með því að hafa yfir fært annars 40,51% hlutafjár SCS Holding í félaginu Tekig Invest, að markaðsverðmæti 135.519 EUR í hendur viðskiptafélaga þeirra ytra, þ.e. yfir á félagið Yugit Company D.O.O, Belgrad, og hins vegar að af­ henda Novo Djonovic 33,34% hluta­ fjár í félaginu, að andvirði u.þ.b. EUR 109.044,71. Ekkert endurgjald kom fyrir eignarhlutinn til SCS Holding eða lánardrottna þess.“ Í einföldu máli telja kærendurn­ ir því að þeir Daníel og Hallgrímur hafi haft af þeim eignarhlut þeirra í fasteigninni í Belgrad með ólög­ mætum hætti og vilja þeir að lög­ reglan á Íslandi rannsaki málið. Um þetta segir í kærunni: „Þannig hafa kærðu með ólögmætum hætti tekið fjármuni og verðmæti frá félaginu og ráðstafað til eigin þarfa og þar með jafnframt brotið gegn samn­ ingum við lánardrottna félagsins og þá sem lagt höfðu til fjármagn til þess.“ Kaupin á fasteigninni voru fjármögnuð að hluta til með eigin fé fjárfestanna og að hluta til með lánsfé frá fjármálafyrirtækjum og öðrum fjárfestum. Inntakið í kærunni er því að kær­ endurnir telja sig hafa lagt fram fé til fjárfestingar sem síðan var höfð af þeim án þess að þeir fengju nokkurt endurgjald fyrir. Ríkislögreglustjóri staðfestir meðferðina Í bréfi frá Öldu Hrönn til kærend­ anna kemur fram að hluti kæruefn­ ananna sé fyrndur þar sem meint brot hafi átt sér stað sumarið 2008. Jafnframt óskaði Alda Hrönn eftir frekari upplýsingum um kæruefnin í bréfinu sem sent var til kærendanna á seinni hluta síðasta árs. Embætti ríkislögreglustjóra stað­ festir að málið sé til meðferðar en getur ekki gefið frekari upplýsingar um stöðuna á rannsókninni: „Stað­ festi að málið er til meðferðar í efna­ hagsbrotadeild. Aðrar upplýsingar er ekki hægt að gefa að svo stöddu,“ segir í svari frá embættinu. Kæra lögð fram út af viðskiptum í Serbíu n Kæra tvo fyrrverandi viðskiptafélaga n Keyptu saman 2.300 fermetra fasteign í miðborg Belgrad 2007 n Telja eignarhlutum í fasteigninni hafa verið stolið „Þannig hafa kærðu með ólögmætum hætti tekið fjármuni og verðmæti frá félaginu og ráðstafað til eigin þarfa. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hjá ríkislögreglustjóra Kæra þremenn- inganna bíður meðferðar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Byggt í upphafi síðustu aldar Fasteignin í Belgrad stendur við götuna Krajl Petar og er gegnt höfuðstöðvum seðlabankans í Serbíu. Hér sést byggingin á mynd sem tekin var vorið 2007. Húsið var byggt í upphafi síðustu aldar. Fékk pening frá Sigurplasti Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson fékk milljón frá Sigur- plasti rétt áður en félagið var gefið upp til gjaldþrotaskipta. Sigurplastsmálið er nú til rann- sóknar hjá þremur aðilum vegna gruns um að meint lögbrot hafi verið framin í rekstrinum. Sjóvá skilaði hagnaði Tryggingafélagið Sjóvá sem var í söluferli í fyrra skilaði 811 milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á þriðjudag. Búið er að sam­ þykkja tilboð fjárfestingarhóps í 51,4 prósent af hlutafé félagsins en kaupin bíða samþykktar Fjármála­ eftirlitsins. Seljandi var eignasafn Seðlabankans en kaupandi er verð­ bréfasjóðurinn SF 1, sem er í rekstri Stefnis verðbréfasjóðs, sem er í eigu Arion banka. Eftir því sem fram kemur í til­ kynningunni voru heildartekjur félagsins á árinu 12,3 milljarðar og þar af iðgjöld um 10,9 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8 pró­ sent á tímabilinu. Stjórn Sjóvá telur afkomuna vera viðunandi miðað við aðstæð­ ur. Stjórnin segir að félagið standi traustum fótum og að horfur í rekstrinum séu góðar. Eiga 1.965 milljarða: Lífeyrissjóðir stórir lánar- drottnar Lífeyrissjóðirnir eru beint og óbeint lánardrottnar tæplega tveggja þriðju hluta verðtryggðra skulda íslenskra heimila. Þetta kemur fram í Morgun­ korni Greiningar Íslandsbanka. Verðtryggð skuldabréf með íbúða­ veði nema tæplega 750 milljörðum króna í bókum lífeyrissjóðanna, en erlendar eignir þeirra nema 483 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóða voru ríflega fimm prósent meiri að raungildi í lok fyrsta ársfjórðungs en á sama tíma í fyrra. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam alls 1.965 milljörðum króna í lok mars, en vísað er í nýbirtar tölur frá Seðlabankanum. Hafði eignin hækkað um ríflega 16 milljarða króna í mánuðinum, en frá sama mánuði í fyrra jókst hrein eign sjóð­ anna um 137 milljarða króna. Tveir þriðju hlutar aukningar­ innar í mars voru í formi aukinnar íbúðabréfaeignar og virðist aukning­ in aðallega til komin vegna hækk­ unar vísitölu neysluverðs og kaupa lífeyrissjóðanna á íbúðabréfum. Þá jókst eign sjóðanna í ríkisbréfum um tæpa þrjá milljarða króna og hluta­ bréfaeign um 2,6 milljarða króna í marsmánuði. Hlutabréfaeignin hef­ ur raunar tvöfaldast síðastliðna tólf mánuði og nam alls ríflega 62 millj­ örðum króna í marslok. Eignin er þó vart svipur hjá sjón frá því sem var fyrir hrun, þegar slíkar eignir náðu hámarki í tæplega 307 milljörðum króna um mitt ár 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.