Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur
Tryggvi Agnarsson lögmaður Sigurplastsmanna:
Fékk milljón rétt fyrir þrot
Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson,
sem vann fyrir þáverandi eigend
ur iðnfyrirtækisins Sigurplasts, fékk
rúma milljón greidda frá fyrirtæk
inu tæpri viku áður en Héraðsdóm
ur Reykjavíkur setti fyrirtækið í þrot
í fyrrahaust. Greiðslan til Tryggva
var ein sú síðasta sem fór út úr fé
laginu á meðan þáverandi eigend
ur Sigurplasts, Sigurður L. Sævars
son og Jón Snorri Snorrason, áttu
félagið. Greiðslan til Tryggva átti sér
stað þann 24. september 2010, sam
kvæmt endurskoðendaskýrslu Ernst
og Young um starfsemi fyrirtækisins,
en héraðsdómur setti félagið í þrot
þann 30. september.
Líkt og DV hefur greint frá leikur
grunur á að margs konar lögbrot, allt
frá skattalagabrotum, skilasvikum,
umboðssvikum til fjárdráttar, hafi átt
sér stað í rekstri Sigurplasts frá því
árið 2007 og þar til fyrirtækið var tekið
til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust.
Félagið skuldaði Arion banka þá um
1.100 milljónir króna. Eigendur Sigur
plasts höfðu þá stofnað annað fyrir
tæki sem þeir ráku samhliða því. Virð
ast eigendurnir hafa látið nýja félagið,
Viðarsúlu, eiga í viðskiptum við Sigur
plast sem voru sérstaklega óhagstæð
fyrir Sigurplast áður en þeir gáfu fyrir
tækið upp til gjaldþrotaskipta í sept
ember. Sigurplastsmálið hefur verið
sent til þriggja opinberra stofnana til
rannsóknar, lögreglustjórans á höfuð
borgarsvæðinu, efnahagsbrotadeild
ar ríkislögreglustjóra og skattrann
sóknarstjóra.
Jón Snorri Snorrason hefur
stefnt DV vegna umfjöllunar blaðs
ins um Sigurplastsmálið. Lögmaður
Jóns Snorra er áðurnefndur Tryggvi
Agnars son. ingi@dv.is
Þrír menn, Guðjón Jónsson, Hall
ur Jónas Gunnarsson og Friðrik Atli
Sigfússon, hafa kært þá Hallgrím
Bogason og Daníel Þorsteinsson
til lögreglustjórans á höfuðborgar
svæðinu fyrir meint brot gegn al
mennum hegningarlögum vegna
fasteignaviðskipta í Belgrad í Serb
íu. Þetta kemur fram í kæru frá lög
manni þeirra, Katrínu Smára Ólafs
dóttur, til lögreglunnar sem DV
hefur undir höndum. Kæran barst
til lögreglunnar í september síðast
liðnum.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar
svæðinu áframsendi kæruna til
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu
stjóra þar sem hún bíður meðferðar,
samkvæmt bréfi, sem DV hefur und
ir höndum, frá settum saksóknara
Öldu Hrönn Jóhannsdóttur.
Leita réttar síns í Serbíu
Þremenningarnir telja að Hallgrím
ur og Daníel hafi gerst sekir um brot
í viðskiptunum með fasteignina í
Belgrad, meðal annars fjárdrátt, um
boðssvik, skjalafals og fjársvik, auk
meintra brota á lögum um einka
hlutafélög, lögum um bókhald og
um ársreikninga.
Kærendurnir og Hallgrímur og
Daníel áttu saman íslenskt eignar
haldsfélag, SCS Holding, sem hélt
utan um eignarhlut þeirra í hluta
félagi í Serbíu sem stofnað var utan
um fasteignakaup þeirra í Belgrad
árið 2007. Fasteignin sem félagið
keypti er 2.300 fermetrar og er í mið
borg Belgrad. Banki leigir hluta fast
eignarinnar um þessar mundir.
Auk þess að kæra þá Hallgrím
og Daníel til lögreglunnar hér á
landi hafa þeir leitað réttar síns fyr
ir serbneskum dómstólum. Málið er
því til meðferðar í tveimur löndum.
Telja sig hafa verið rænda
Kærendurnir í málinu telja að Hall
grímur og Daníel hafi hlunnfarið
sig með því færa eignarhlut þeirra í
serb neska eignarhaldsfélaginu Tekig
Invest AD yfir til annarra aðila með
meintum ólögmætum hætti. Í kær
unni segir meðal annars um þetta
atriði: „Tveir þeirra, ofangreindir
Hallgrímur Bogason og Daníel Þor
steinsson, hafa með ólögmætum
hætti tekið fjármuni og verðmæti
undan félaginu og aflað sér ólög
mæts ávinnings með því að hafa
yfir fært annars 40,51% hlutafjár SCS
Holding í félaginu Tekig Invest, að
markaðsverðmæti 135.519 EUR í
hendur viðskiptafélaga þeirra ytra,
þ.e. yfir á félagið Yugit Company
D.O.O, Belgrad, og hins vegar að af
henda Novo Djonovic 33,34% hluta
fjár í félaginu, að andvirði u.þ.b. EUR
109.044,71. Ekkert endurgjald kom
fyrir eignarhlutinn til SCS Holding
eða lánardrottna þess.“
Í einföldu máli telja kærendurn
ir því að þeir Daníel og Hallgrímur
hafi haft af þeim eignarhlut þeirra
í fasteigninni í Belgrad með ólög
mætum hætti og vilja þeir að lög
reglan á Íslandi rannsaki málið. Um
þetta segir í kærunni: „Þannig hafa
kærðu með ólögmætum hætti tekið
fjármuni og verðmæti frá félaginu
og ráðstafað til eigin þarfa og þar
með jafnframt brotið gegn samn
ingum við lánardrottna félagsins
og þá sem lagt höfðu til fjármagn
til þess.“ Kaupin á fasteigninni voru
fjármögnuð að hluta til með eigin
fé fjárfestanna og að hluta til með
lánsfé frá fjármálafyrirtækjum og
öðrum fjárfestum.
Inntakið í kærunni er því að kær
endurnir telja sig hafa lagt fram fé til
fjárfestingar sem síðan var höfð af
þeim án þess að þeir fengju nokkurt
endurgjald fyrir.
Ríkislögreglustjóri staðfestir
meðferðina
Í bréfi frá Öldu Hrönn til kærend
anna kemur fram að hluti kæruefn
ananna sé fyrndur þar sem meint
brot hafi átt sér stað sumarið 2008.
Jafnframt óskaði Alda Hrönn eftir
frekari upplýsingum um kæruefnin í
bréfinu sem sent var til kærendanna
á seinni hluta síðasta árs.
Embætti ríkislögreglustjóra stað
festir að málið sé til meðferðar en
getur ekki gefið frekari upplýsingar
um stöðuna á rannsókninni: „Stað
festi að málið er til meðferðar í efna
hagsbrotadeild. Aðrar upplýsingar
er ekki hægt að gefa að svo stöddu,“
segir í svari frá embættinu.
Kæra lögð fram út af
viðskiptum í Serbíu
n Kæra tvo fyrrverandi viðskiptafélaga n Keyptu saman 2.300 fermetra fasteign í
miðborg Belgrad 2007 n Telja eignarhlutum í fasteigninni hafa verið stolið
„Þannig hafa kærðu
með ólögmætum
hætti tekið fjármuni og
verðmæti frá félaginu og
ráðstafað til eigin þarfa.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Hjá ríkislögreglustjóra Kæra þremenn-
inganna bíður meðferðar hjá embætti
ríkislögreglustjóra.
Byggt í upphafi síðustu aldar Fasteignin
í Belgrad stendur við götuna Krajl Petar og er
gegnt höfuðstöðvum seðlabankans í Serbíu.
Hér sést byggingin á mynd sem tekin var vorið
2007. Húsið var byggt í upphafi síðustu aldar.
Fékk pening frá Sigurplasti Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson fékk milljón frá Sigur-
plasti rétt áður en félagið var gefið upp til gjaldþrotaskipta. Sigurplastsmálið er nú til rann-
sóknar hjá þremur aðilum vegna gruns um að meint lögbrot hafi verið framin í rekstrinum.
Sjóvá skilaði
hagnaði
Tryggingafélagið Sjóvá sem var í
söluferli í fyrra skilaði 811 milljóna
króna hagnaði. Þetta kemur fram
í tilkynningu sem fyrirtækið sendi
frá sér á þriðjudag. Búið er að sam
þykkja tilboð fjárfestingarhóps í
51,4 prósent af hlutafé félagsins en
kaupin bíða samþykktar Fjármála
eftirlitsins. Seljandi var eignasafn
Seðlabankans en kaupandi er verð
bréfasjóðurinn SF 1, sem er í rekstri
Stefnis verðbréfasjóðs, sem er í eigu
Arion banka.
Eftir því sem fram kemur í til
kynningunni voru heildartekjur
félagsins á árinu 12,3 milljarðar og
þar af iðgjöld um 10,9 milljarðar.
Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8 pró
sent á tímabilinu.
Stjórn Sjóvá telur afkomuna
vera viðunandi miðað við aðstæð
ur. Stjórnin segir að félagið standi
traustum fótum og að horfur í
rekstrinum séu góðar.
Eiga 1.965 milljarða:
Lífeyrissjóðir
stórir lánar-
drottnar
Lífeyrissjóðirnir eru beint og óbeint
lánardrottnar tæplega tveggja þriðju
hluta verðtryggðra skulda íslenskra
heimila. Þetta kemur fram í Morgun
korni Greiningar Íslandsbanka.
Verðtryggð skuldabréf með íbúða
veði nema tæplega 750 milljörðum
króna í bókum lífeyrissjóðanna, en
erlendar eignir þeirra nema 483
milljörðum króna.
Eignir lífeyrissjóða voru ríflega
fimm prósent meiri að raungildi í
lok fyrsta ársfjórðungs en á sama
tíma í fyrra.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
nam alls 1.965 milljörðum króna í
lok mars, en vísað er í nýbirtar tölur
frá Seðlabankanum. Hafði eignin
hækkað um ríflega 16 milljarða
króna í mánuðinum, en frá sama
mánuði í fyrra jókst hrein eign sjóð
anna um 137 milljarða króna.
Tveir þriðju hlutar aukningar
innar í mars voru í formi aukinnar
íbúðabréfaeignar og virðist aukning
in aðallega til komin vegna hækk
unar vísitölu neysluverðs og kaupa
lífeyrissjóðanna á íbúðabréfum. Þá
jókst eign sjóðanna í ríkisbréfum um
tæpa þrjá milljarða króna og hluta
bréfaeign um 2,6 milljarða króna í
marsmánuði. Hlutabréfaeignin hef
ur raunar tvöfaldast síðastliðna tólf
mánuði og nam alls ríflega 62 millj
örðum króna í marslok. Eignin er þó
vart svipur hjá sjón frá því sem var
fyrir hrun, þegar slíkar eignir náðu
hámarki í tæplega 307 milljörðum
króna um mitt ár 2007.