Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 10
10 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Greiðandi: Gamli Grettir 2009 ehf Kennitala: 710898-2519 Sligandi sjöfaldur höfuðstóll kröfunnar til greiðslu Kröfuhafi Höfuðstóll til innheimtu Vextir Kostnaður kröfuhafa Innheimtukostnaður Innborganir Til greiðslu Vörður tryggingar hf 19.065 kr. 12.959 kr. 0 kr. 176.357 kr. 25.720 kr. 182.661 kr. Vörður tryggingar hf 8.763 kr. 5.994 kr. 0 kr. 198.301 kr. 630 kr. 212.428 kr. Vörður tryggingar hf 10.516 kr. 4.010 kr. 0 kr. 72.579 kr. 0 kr. 87.105 kr. Vörður tryggingar hf 23.176 kr. 8.839 kr. 0 kr. 111.023 kr. 0 kr. 143.038 kr. Vörður tryggingar hf 22.967 kr. 3.208 kr. 0 kr. 32.507 kr. 0 kr. 58.682 kr. Vörður tryggingar hf 10.299 kr. 1.439 kr. 0 kr. 27.977 kr. 0 kr. 39.715 kr. Samtals 94.786 kr. 36.449 kr. 0 kr. 618.744 kr. 26.350 kr. 723.629 kr. Harkalegri innHeimta en í nágrannalöndum „Skuldarar eru alveg varnarlausir og verða að borga, því sýslumenn gera aðeins það sem þeir eru beðnir um að gera og bera fyrir sig, að innheimt- an sé á ábyrgð kröfuhafa. Aðalreglan er sú að bullið er samþykkt af þínum undirmönnum, að minnsta kosti í Reykjavík og á Austurlandi,“ segir í ít- arlegu kvörtunarbréfi sem borist hef- ur Ögmundi Jónassyni innanríkisráð- herra, en sýslumannsembættin eru á verksviði hans. Bréfið var ritað 21. febrúar síð- astliðinn og er efni þess til skoðunar í ráðuneytinu. Vegna fjárhagslegra hagsmuna sinna vill bréfritari síður að nafn hans sé birt að sinni. Tilefni kvörtunarinnar er það sem hann telur jaðra við sjálftöku inn- heimtufyrirtækja í einkaeigu, sem gert hafa samninga við sveitarfélög, tryggingarfélög, lífeyrissjóði og mörg önnur fyrirtæki í einkaeigu og opin- berum rekstri um innheimtu van- skilaskulda. Svimandi hækkun vanskilaskulda Bréfritari undrast hversu mjög er hægt að velta kostnaði ofan á svo- nefndar lögveðskröfur. Þær ganga framar skattaskuldum og fasteigna- lánum og er hægt að bjóða upp fast- eignir til að greiða upp slíkar skuldir. Bent er á að réttur skuldara sé veru- lega fyrir borð borinn í þessum efn- um og þess séu ekki dæmi í nálæg- um löndum að unnt sé að ganga að fasteignum fólks með slíkum hætti sem tryggingu fyrir tiltölulega lágum upphæðum eins og brunatrygginga- iðgjöldum í vanskilum. Í bréfinu er bent á að í megin- atriðum geti kröfuhafar innheimt skuldir með tvennum hætti. Í fyrsta lagi geti þeir stefnt fólki til greiðslu á skuld og fer innheimtumálið þá fyrir dómstóla. Skilyrði er að á undan hafi verið sent innheimtubréf. Tekið er dæmi af 130 þúsund króna vanskilaskuld með 20 þúsund króna vöxtum. Í innheimtubréfi get- ur innheimtuþóknun hæglega ver- ið 75 þúsund krónur að auki. Greiði skuldari ekki er hægt að höfða dóms- mál. Taki skuldarinn ekki til varna getur gengið svonefndur útivistar- dómur og þá er algengt – segir bréf- ritari – að dómari dæmi 20 þúsund króna málskostnað ofan á skuldina og vaxtakostnað. Heildarkrafan er því höfðuðstóll (130 þúsund krón- ur), vextir (20 þúsund krónur) og málskostnaður (20 þúsund krónur) að gengnum dómi. Með þann dóm í höndunum getur kröfuhafi krafist fjárnáms hjá sýslumanni og þarf þá að greiða honum 5.900 króna fjár- námsgjald sem ákveðið er í reglu- gerð. Við nauðungaruppboð leggst enn 5.900 króna uppboðsgjald ofan á málskostnaðinn. Fasteignagjald rétthærra en íbúðalán Öðru máli gegnir um kröfur sem njóta lögveðs eins og fasteignagjöld eða lögboðnar brunatryggingar. „Lögveð eru að stærstum hluta fast- eignaskattur og nauðungarbruna- tryggingar... Beinar aðfaraheimildir gilda einnig um skattkröfur ríkisins sem og meðlög en ekki er lögð inn- heimtuþóknun á þær,“ segir í bréfinu til innanríkisráðherra. Jafnframt segir: „Lögveð eins og fasteignaskattar og brunatrygging- ar eru nú innheimt með fullri inn- heimtuþóknun og þannig innheimti Reykjavíkurborg 63 þúsund króna fasteignaskatta vegna áranna 2007 og 2008 með 68 þúsund króna lög- mannsþóknun og svo er bætt ofan á fyrir hvert viðvik eftir því sem tekju- þörf lögmanna leyfir.“ Þetta er síðan sundurliðað á svofelld- an hátt: Ritun greiðsluáskorunar kr. 9.900 Greiðsluáskorun kr. 2.000 Gjald til sýslumanns kr. 5.900 Mót við fyrirtöku kr. 15.000 Lánstraust kr. 2.000 Veðbókarvottorð kr. 2.000 Virðisaukaskattur kr. 17.340 Bréfritari segir um þetta: „Þannig að 63 þúsund króna skuld vegna fast- eignaskatta er orðin að 185.140 krón- um að lágmarki áður en að skuldari hefur nokkru sinni mætt hjá sýslu- manni. Skuld vegna 8 þúsund króna iðgjalds vegna brunatryggingar er með sama hætti orðin að 198 þúsund krónum eftir 6 mánaða vanskil, og skuld vegna bílatrygginga upp á 40 þúsund krónur er er komin með 193 þúsund króna innheimtuþóknun og krafan stendur því hæglega í um 300 þúsund krónum áður en skuldari mætir hjá sýslumanni.“ Meðfylgjandi innheimtuyfirlit vegna iðgjalda hjá tryggingafélaginu Verði talar sínu máli. Þar hefur höf- uðstóll meira en sjöfaldast, einkum vegna innheimtuþóknunar lögfræð- inga. Fátæklegur réttur skuldara Úrræði skuldarans eru heldur fátæk- leg. Hann getur kært til héraðsdóms eftir að uppboð hefur farið fram á eigninni sjálfri. Það kostar 15 þúsund krónur og viðkomandi er þá jafnframt kominn á vanskilaskrá. Þar með falla niður yfirdráttarheimildir og heimild- ir til gjafsóknar. „Að auki er skuldarinn orðiðnn örmagna af að leita að skjald- borginni,“ segir bréfritari og bætir við: „Að auki hefur við nauðungarsöluna á eigninni sjálfri bæst við rukkun frá lögfræðingnum upp á mót og mæt- ingu á uppboðið og er þá krafan kom- in upp í 335 þúsund krónur vegna Reykjavíkurborgar og 280 þúsund krónur vegna 8 þúsund króna bruna- tryggingar. Þolandinn er þokkalega launaður en þarf nú að reiða fram 20 prósent af útborguðum árslaunum til að eignast íbúðina sína aftur. Erfitt og dýrt er að kæra til Hæstaréttar, þökk sé ykkur Steingrími. Þolandinn missir ekki eignina við bruna heldur af því lögfræðingur tryggingafélagsins biður sýslumann að svipta hann heimilinu vegna íþyngjandi skyldutryggingar. Ef hins- vegar kviknar í heimilinu á meðan iðgjaldið er að fást greitt með upp- boðssölu þá kemst tryggingafélagið að sjálfsögðu upp með að borga ekki neitt af því iðgjaldið er „í vanskilum“.“ Bréfritari hvetur því Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra til þess að taka á málinu og sjá til þess að sýslu- menn fari að lögum og hafi einhver úrræði eða sjái til þess „... að lögveð og lögveðsréttur verði afnuminn úr íslenskum lögum því framkvæmdin er orðin skelfileg. Réttindi skuldara eru best tryggð með afnámi lögveðs- ins og skyldutrygginga.“ Velferðarríki kröfuhafa? Lausleg athugun meðal annarra Norðurlandaþjóða bendir til þess að réttur skuldara sé þar betur tryggður og kostnaði sé ekki hlaðið með jafn miklum þunga ofan á vanskilaskuld- ir og hér tíðkast. Í Danmörku er aðeins lögveð fyr- ir sköttum og útsvari ásamt sektum. Hægt er að innheimta í gegnum fóg- eta og þá leggjast 250 danskar krón- ur á skuldina. Þar er engin skylda að kaupa brunatryggingu nema lán hvíli á eign. Iðgjöld njóta einskis for- gangs og innheimtast samkvæmt al- mennum innheimtulögum. Í Noregi er fyrirkomulagið svipað og í Dan- mörku. Bréfritarinn, sem reynir að verj- ast álögum vegna lögveðsskulda, hyggst fljótlega höfða mál á hend- ur ríkissjóði til innheimtu á bótum og er jafnframt að undirbúa kvört- un til ESA. „Enda í mínum huga um að ræða brot á bæði stjórnarskrá og neytendatilskipunum EES-samn- ingsins (guði sé lof fyrir hann),“ segir bréfritari og býst ekki við niðurstöðu fyrr en hjá dómstólum erlendis. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is n Vanskilaskuldir margfaldast í höndum innnheimtulögfræðinga n Vangoldin 8 þúsund króna bruna- trygging verður að 280 þúsund krón- um í höndum þeirra n Kvartað yfir sýslumönnum til innanríkisráðherra Lögveð Ósýnilegt haft sem lagt er á fasteign eða lausafé. Heimild fyrir stofnun lögveðs er að finna í lögum og þarf ekki að þinglýsa því. Meginreglan er sú að lögveð gengur fyrir samnings- og aðfararveðum. Sem dæmi um lögveðs- rétt má nefna lögveð í fasteign fyrir fasteignagjöldum og lögveð í bifreið vegna vangreiðslu þungaskatts. Aðfararveð Veð fengið með fjárnámi. Margföldun skuldar 63 þúsund króna vangoldin fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar verða hæglega að 335 þúsund króna skuld í innheimtuferlinu, segir bréfritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.