Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 12
12 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur
Anna Sigríður Jónsdóttir glímdi við
matarfíkn frá unga aldri og horfði
svo á eftir ellefu ára dóttur sinni feta
sömu braut. Hún steig fram í mánu-
dagsblaði DV og sagði sögu sína.
En hún er ekki ein í þessari baráttu.
Kona sem hefur glímt við matarfíkn
frá sex ára aldri stígur nú fram. Fíkn-
in hertók huga hennar og að lokum
bugaði þunglyndið hana. Hún lagðist
inn á geðdeild og gaf son sinn frá sér
um tíma. Á meðan reyndi hann að
takast á við eigin matarfíkn en gafst
upp áður en hann náði tökum á fíkn-
inni, sem varð þess valdandi að hann
eyddi fermingarpeningunum í ham-
borgara en ekki utanlandsferð.
Eftir rúmt ár í fráhaldi finnur kon-
an ekki fyrir þunglyndinu lengur og
segir nú sögu þeirra mæðgina. Hún
vill ekki láta nafns síns getið vegna
sonarins. Mál þeirra eru enn óupp-
gerð þar sem hann er ekki tilbúinn til
að taka ábyrgð á gjörðum sínum og
hún vill gefa honum þann tíma sem
hann þarf. Við köllum hana því Júlíu
og gefum syni hennar nafnið Hjálm-
ar.
Borðaði vegna offitunnar
Svo ótrúlegt sem það virðist höfðu
foreldrar Júlíu alltaf áhyggjur af
henni í æsku. Það var vegna þess að
hún var ósköp ræfilsleg, lítil písl sem
borðaði lítið sem ekkert. Vegna stöð-
ugra veikinda hafði hún nefnilega
enga matarlyst. Það breyttist svo þeg-
ar hálskirtlarnir voru teknir úr henni
þegar hún var sex ára. Eftir það fékk
hún matarlystina og þá var loksins
gaman gefa henni að borða. Foreldr-
um sínum til mikillar gleði tók hún
endalaust við og þeir töldu að nú yrði
hún heilbrigð lítil stúlka. Gleðin ent-
ist ekki lengi því tveimur árum síðar
var Júlía orðin spikfeit.
„Frá unga aldri var ég feitari en
jafnaldrar mínir. Á myndum frá því
í sjö ára bekk er ég búttuð en í átta
ára bekk er ég orðin virkilega feit. Ég
hef glímt við þetta allar götur síðan.
Matarlystin hefur verið óhófleg og ég
borðaði meira en eðlilegt getur talist.
Vegna þess fitnaði ég og viðhélt síðan
þyngdinni með því að nota mat sem
huggun. Ég sé það núna að þetta var
vítahringur. Mér leið illa með sjálfa
mig og deyfði mig með mat. Ég kunni
engin önnur ráð til þess að takast á
við vanlíðanina. Ég borðaði yfir allar
tilfinningar og þá skipti engu hvort
þær væru góðar eða slæmar. Auðvi-
tað var þetta ekki eðlilegt ástand og
mér var strítt út af vaxtarlaginu og ég
var kölluð fitubolla.“
Sonurinn smitaðist
Foreldrar hennar voru ráðalausir en
sendu hana til sérfræðings í efna-
skiptasjúkdómum þegar hún var tíu
ára. Hann sagði þeim að hún ætti
bara að borða minna en það var
eins og berjast við vindmyllur. Ekk-
ert gekk. „Ég fékk mér það sem mig
langaði í og það var engin leið til að
halda mér frá þessu. Enda var enda-
laus afneitun í gangi. Það datt engum
í hug að þetta gæti verið fíknisjúk-
dómur.
Það sorglega við það er að sag-
an endurtók sig svo með son minn.
Hann var átta ára þegar hann fór að
fitna svakalega og ég gerði það sama
og foreldrar mínir, fór með hann til
næringarfræðings. Þar var sett upp
plan sem hann átti að fylgja en ekkert
gekk. Hann borðaði það sem honum
sýndist og borðaði þar að auki mjög
mikið í hverri máltíð, nánast eins og
fullorðinn maður.“
Fíknin birtist meðal annars í
óseðjandi löngun í mat og gríðarlegri
matarlyst. „Ég eldaði alltaf eins og
ég væri að elda fyrir fjögurra manna
fjölskyldu. Mínar matarvenjur höfðu
áhrif á hann. Hann hafði mig að fyrir-
mynd og sá hvernig ég borðaði. Oft-
ast hollan, góðan og næringarrík-
an mat en ofsalega mikið af honum.
Eins var ég alltaf að hugsa um mat og
tala um mat. Ég bauð fólki mjög oft
heim í mat og eldaði þá mjög stóra
skammta svo ég ætti örugglega nóg
af afgöngum sem ég gæti gætt mér á
daginn eftir. Hann horfði upp á þetta
allt saman og smitaðist af þessu.
Ég var alveg blind á það sem var að
gerast. Mér fannst þetta bara voða
huggulegt og gladdist yfir því að fá
félagsskap í neyslunni. Það hvarflaði
ekki að mér að stoppa hann af fyrr en
málin voru komin í óefni. Þetta er svo
lúmskt.“
Á staðnum en ekki til staðar
Þau voru tvö á heimilinu og afar náin.
„Ég sýndi honum ástríki en á mín-
um forsendum. Ég var ekki að rækta
sjálfa mig, fór lítið út og var aldrei í
samböndum þannig að mitt líf sner-
ist að öllu leyti um hann og vinnuna.
Það var það eina sem ég átti.“
Vinnan var krefjandi og tók sinn
toll. Hún tók þó þá ákvörðun að
drengurinn yrði ekki skilinn einn
eftir heima löngum stundum. Þess í
stað tók hún vinnuna með sér heim.
„Ég var á staðnum en ekki til staðar.
Hann var í tölvunni og ég í vinnunni
og einu samskiptin sem ég átti við
hann var þegar ég spurði hvort hann
væri búinn að læra eða eitthvað
þannig.“
Missti sig í matar- og tölvufíkn
Eftir fjögurra ára búsetu erlendis
fluttu þau aftur heim til Íslands þegar
drengurinn var tólf ára. Á fyrsta ári í
gagnfræðaskóla datt hann út úr öll-
um tómstundum. „Matarfíknin og
tölvufíkn voru að ná tökum á honum
og hann missti tengslin við félagana.
Þegar hann var búinn snemma í
skólanum fór hann í sjoppuna og
birgði sig upp af sælgæti og skyndi-
bita og settist svo fyrir framan tölv-
una þar sem hann sat þar til ég kom
heim. Hann einangraði sig og borð-
aði til að hugga sig.“
Sonurinn stal peningum fyrir
skyndibita
Eftir nokkurra mánaða törn komst
Júlía að því að Hjálmar var hættur að
borða í mötuneyti skólans og nánast
alfarið farinn að lifa á skyndibita. „Þá
var hann að stela peningum frá mér
fyrir þessu skyndibitafæði auk þess
sem hann tók fermingarpeningana
út af bankareikningnum. Fermingar-
peningarnir áttu að fara í utanlands-
ferð en hann keypti sér hamborgara,
franskar og sælgæti fyrir þá.“
Það var líka hluti af stærra vanda-
máli. Hjálmari leið illa í skólanum
þar sem hann var lagður í einelti.
„Vafalaust út af þyngdinni. Ég var sjálf
að berjast við mína fíkn og aðra erfið-
leika auk þess sem ég var í krefjandi
starfi þannig að ég veitti þessu ekki
eftirtekt. Aðallega vegna þess að ég
var orðin alvarlega þunglynd.“
„Hann var ógnandi“
Þunglyndið gerði það að verkum að
Júlía einangraði sig líka og saman
sátu þau mæðgin föst í þessum að-
stæðum, bæði í bullandi vanmætti
og vanlíðan. Ástandið var hræðilegt.
Hjálmar hlýddi henni í engu, þver-
braut allar reglur á heimilinu og fór á
bak við móður sína.
Verst var að Hjálmar var farinn að
sýna ofbeldisfulla hegðun í skólan-
um og braut bæði húsgögn og rúður.
„Honum leið skelfilega. Ég var ekki
beinlínis hrædd við hann en hann
var ógnandi og notaði ljót orð. Ég
notaði líka ljót orð á hann. Eins og ég
sagði honum þá áfellist ég hann ekki.
Ég var fullorðna manneskjan í þessu
sambandi og átti að vita hvað ég væri
að gera. Þetta var á mína ábyrgð. Ég
leitaði mér hjálpar en hún dugði ekki
til og ég var komin í þrot. Ég gafst upp
og gerði það skásta sem ég gat gert í
stöðunni með því að kalla á hjálp.
Mér fannst mér hafa misheppnast
í uppeldinu og finnst enn að ég hafi
brugðist honum.“
Á geðdeild og sonurinn í fóstur
Júlía brotnaði alveg niður, lagðist inn
á geðdeild og bað barnavernd að taka
drenginn. Hann var þá færður í fóstur
hjá fjölskyldu sem bjó í sama hverfi.
„Fyrir hann var það mikið áfall þegar
hann var rekinn að heiman. Mamma
hans brást honum algjörlega og hann
upplifði það þannig. Ég sé það aftur á
móti þannig að ég gafst upp.“
Mæðginin voru aðskilin í tæp tvö
ár. Á þessum tíma fengu þau bæði að-
stoð, saman og hvort í sínu lagi. Unn-
ið var að því að þau gætu búið saman
og lifað eðlilegu lífi. Með aðstoð sál-
fræðinga, annars fagfólks og með-
ferðarinnar sem Júlía sækir vegna
matarfíknarinnar hafa þau borið
gæfu til þess að búa saman í eitt og
hálft ár. „ Sumir gáfust upp á okkur
og sögðu að það væri ekki hægt að
hjálpa okkur. En það gengur betur hjá
okkur núna. Sérstaklega eftir að ég fór
í fráhald. Þá breytti ég afstöðu minni
gagnvart honum. Ég skil hann bet-
ur og hef því meira umburðarlyndi
gagnvart brestunum hans. Ég get tek-
ið öllu af meira æðruleysi en ég gat
fyrir rúmu ári. Mér líður líka betur og
er öll jákvæðari.“
Lengi í afneitun
Sonur hennar reyndi einnig að fara
þessa leið og leitaði til Miðstöðvar
matarfíkla á meðan hann var enn
í fóstri, þá fimmtán ára. „Hann fór
þangað því honum leið illa á sál og
líkama og taldi þyngdina eiga stóran
þátt í sinni vanlíðan. Þetta var eilífð-
arbarátta. En hann var ekki tilbúinn
og gafst því upp eftir smátíma. Hann
verður að finna sinn botn.“
Júlía skilur það vel. Enda var hún
ekki tilbúin til að fylgja honum fyrir
fjórum árum. „Ekki frekar en þegar
ég fór með hann til næringarfræð-
ings þegar hann var tíu ára og hann
sagði að ég þyrfti kannski að gera eitt-
hvað í mínum málum líka. Þá kom á
mig fát og ég hugsaði með mér hvað
hann væri að skipta sér af mér, ég
væri þarna vegna barnsins. Jú, ég sá
að ég var of feit, það sáu það allir, en
ég gerði mér enga grein fyrir því að ég
hefði ekki stjórn. Ég var svo blind á
eigin líðan og hegðun.“
Fann hamingju og frelsi
Hennar fíkn fólst fyrst og fremst í því
að verða pakksödd. „Þegar ég byrjaði
í fráhaldi fannst mér skelfileg tilhugs-
un að hætta að borða ákveðnar fæðu-
tegundir. Rauðvín, camenbert og
baguette voru hin fullkomna þrenn-
ing og lífsgleði mín var að miklu leyti
fólgin í slíkum munaði. Mér fannst
lífið varla þess virði að lifa því ef ég
gæti ekki borðað. Aftur á mót var ég
alveg á botninum í andlegri líðan og
nógu örvæntingarfull til þess að gefa
þessu séns. Hömluleysið var algjört.
En það var ekki fyrr ég hafði verið í
fráhaldi í smátíma sem ég áttaði mig
á því að andleg líðan mín tengdist
mataræðinu. Ég var búin að vera hjá
geðlæknum vegna þunglyndis frá því
að sonur minn fæddist og náði mér
aldrei fyrr en ég fór í fráhald. Þremur
mánuðum eftir að ég byrjaði í fráhaldi
fyrir rúmu ári gerði ég mér allt í einu
grein fyrir því að ég var ekki þunglynd
lengur. Og ég hef verið laus úr viðjum
þess síðan. Þannig að ég ætla að gera
það sem í mínu valdi stendur til þess
að halda mér á þessari braut. Ég vil
aldrei lenda í þessum þunglyndisspí-
ral aftur,“ segir hún glöð og hamingju-
söm að lokum.
Sonurinn segir frá
Í æsku upplifði hann það mjög
sterkt að rödd hans fengi ekki hljóm-
grunn og því vildi sonur konunnar
líka fá að segja sína hlið á málum
nú. Hann upplifði höfnun og af-
skiptaleysi þegar móðir hans var í
sínu versta þunglyndi vegna mat-
arfíknarinnar og því ófær um að
sinna honum. Í ofanálag var hann
lagður í einelti vegna vaxtarlagsins
og flúði ástandið með tölvuleikjum
og skyndibita. Verst var samt þeg-
ar hann var sendur í fóstur og það
reynist erfitt að fyrirgefa.
Heima snerist allt um mat
„Á meðan ég var enn lítill strákur
var mjög fínt að alast upp hjá móð-
ur minni. Það var gaman hjá okkur
og við höfðum það gott saman,“ segir
drengurinn.
Þau mæðgin fluttu síðan til út-
landa þegar hann var átta ára þar
sem hann lærði að borða. „Áður en
ég fór út borðaði ég varla neitt. En
maturinn þarna var svo góður að ég
fór að borða meira. Við borðuðum
bæði alltaf mjög mikið. Og heima
snerist allt um mat. Fyrir mér var það
eðlilegt. Eins hámuðum við alltaf í
okkur og þá gátum við borðað meira
áður en við fundum fyrir því að vera
orðin södd. Með tímanum hef ég aft-
ur á móti lært að borða hægt.“
Ósáttur við afskiptin
Hann var nú ekkert að spá í þetta
á þessum tíma. „Mamma hafði
áhyggjur af þessu og sendi mig til
næringarfræðings. Mér fannst það
böggandi og var ekki alveg sáttur við
það. Ég var mótfallinn þessu pró-
grammi og fannst að ef ég ætlaði að
gera eitthvað í þessu þá yrði ég að
gera það á mínum forsendum en
ekki af því að mamma vildi það.“
Andsnúinn megrun
Eftir á að hyggja unnu þessar til-
raunir frekar á móti honum en með.
Gaf soninn frá sér
veGna matarfíknar
n Glímdi við matarfíkn frá sex ára aldri n Lagðist á geðdeild og sendi soninn
í fóstur n Hann smitaðist af fíkninni n Stal og eyddi fermingarpeningunum í
skyndibita n Hefur ekki fyrirgefið mömmu n Fann frelsi og hamingju í fráhaldi„Mér fannst mér
hafa misheppnast
í uppeldinu og finnst
enn að ég hafi brugðist
honum. Ég gat ekki tekið
á þessu og hafði ekki
krafta til þess að halda
áfram. Þetta var bara
hræðilegur tími.
Börn þurfa að...
n ...borða fimm sinnum á dag og hafa
reglulega matmálstíma.
n ...borða morgunmat.
n ...borða ávexti og grænmeti, minnst
fimm skammta á dag
n ...borða fisk að minnsta kosti tvisvar
í viku
n ...borða fituminni mjólkurvörur í stað
fituríkra
n ...borða trefjaríkan mat, baunir, fræ
og hnetur
n ...forðast óþarfa sykur og fitu
n ...borða lítið af sælgæti
n ...drekka mikið vatn
n ...drekka lítið af gosdrykkjum.
Hófsemi er lykilatriði!
Út að leika Ráðlagt er að börn og
unglingar hreyfi sig í að minnsta kosti 60
mínútur á dag. Hreyfingin ætti að vera
miðlungserfið og má skipta heildartím-
anum í nokkur styttri tímabil yfir daginn.
Góður nætursvefn Mikilvægt er að
börn og unglingar fái fullnægjandi svefn
og hvíld til að takast á við dagleg störf.
Ófullnægjandi svefn er áhættuþáttur
fyrir offitu.
Hafðu þetta í huga
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is