Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Síða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 11. maí 2011 „Það að mamma reyndi að þvinga mig í einhverja kúra og fara með mig til næringarfræðings gerði mig andsnúinn þessum hugmyndum. Mig langaði ekki að gera þetta og fannst ósanngjarnt að ég fengi ekki að segja nei, að það væri ekki virt. Ég skildi ekki heldur af hverju hún þyrfti ekki að taka sig á. Seinna fór hún svo í einn kúrinn og dró mig með sér. Það gekk vel til að byrja með. Við léttumst bæði en gáfumst svo upp. Hún tók það mjög nærri sér og þá fyrst áttaði ég mig á því að hún var ekki sátt við sjálfa sig. En ég vissi ekki hversu mikil áhrif þetta hafði á andlega líðan hennar.“ „Mamma var aldrei til staðar“ Fljótlega eftir að þau fluttu aftur heim til Íslands versnaði ástandið til muna. Þau höfðu haft það gott úti en hér heima voru þau ekki eins vel stæð fjárhagslega þannig að móð- ir hans vann meira. „Mamma var aldrei til staðar. Það eina sem hún vildi gera með mér var að læra. Þetta íslenska myrkur hafði líka slæm áhrif á hana og hún fékk skammdegisþunglyndi. Það var ekki fyrr en seinna að við áttuðum okkur á því að þunglyndið tengdist mataræðinu.“ Skyndibiti með félögunum Maturinn heima var samt aldrei óhollur. „Það var bara ég sem var að borða hamborgara og drasl. Mamma eldaði hollan og góðan mat en við borðuðum bara of mikið af honum. Síðan fór ég út í sjoppu með félögunum í skólanum og keypti skyndibita í hádeginu eða löngu frímínútunum því ekki vildi ég hanga einn í skólanum. Þannig að þetta skyndibitafæði tengdist yfirleitt félagsskapnum. Allavega til að byrja með. Mamma segir að ég hafi síðan flúið í mat en ég segi að ég hafi feng- ið mér skyndibita af því að það var aldrei til neitt að borða heima. Þeg- ar mamma var að reyna að taka sig á keypti hún kannski fjölkorna heil- hveitibrauð sem ég held að fæstum krökkum þyki gott. Mig langaði ekki að borða það og borðaði því sjaldn- ar heima. Mér fannst einfaldara að kaupa mér hamborgara og sam- loku. En það getur vel verið að þetta hafi verið flótti.“ Barði frá sér Tölvufíknin var allavega án nokk- urs vafa flótti. Flótti frá afskipta- leysinu heima og eineltinu í skólan- um. „Ég fór í tölvuna til að komast frá öllu öðru. Tölvuleikurinn er ann- ar heimur sem er ekki tengdur raun- veruleikanum og þar leið mér betur. Þetta var minn flótti. Mér var strítt af því að ég var feitur en verra var þegar það var hlegið að mér að ástæðulausu. Eineltið hætti ekki fyrr en ég var orðinn ofbeldis- fullur og búinn að skaða alla sem sköðuðu mig. Ég barði gerendurna. Þá var ég sagður klikkaður og það særði mig. Einu sinni reyndi dreng- ur að troða mat upp í mig. Ég ýtti honum frá mér og reyndi að verjast. Hann gafst ekki upp og á endanum braut hann bein í bringunni á mér. Ég fann ekki fyrir sársaukanum því ég trompaðist og lúskraði á honum. Á meðan gekk kennarinn inn í stof- una og ég var tekinn fyrir.“ Útilokaði alla Í lok níunda bekkjar skipt hann um bekk og eignaðist vini. Sem bet- ur fer, því hann átti eftir að þurfa á þeim að halda. „Smám saman lokaði ég mig al- veg af og útilokaði alla frá lífi mínu. Ég sá enga ástæðu til að tala við mömmu. Ég vildi ekki taka þátt í hennar lífi eða gera nokkuð fyrir hana þegar hún vildi ekki taka þátt í mínu lífi. Henni sárnaði og á end- anum var ástandið heiftugt á heim- ilinu. Við vorum stöðugt reið út í hvort annað. Ég upplifði djúpstæða reiði. Kannski var ég sorgmæddur innst við hjartað en það kom út í reiði sem beindist að sjálfum mér og öllum, sérstaklega mömmu.“ Einmana og yfirgefinn Í árangurslausri tilraun til að ná bata fór móðir hans á Reykjalund. Dreng- urinn var sendur til vinkonu hennar á meðan. „Enginn sagði mér hvað var að gerast þannig að mér fannst ég yfirgefinn. Mér leið eins og mér hefði verið kastað til þessarar konu og látinn dúsa þar. Ég missti alla von til þess að mamma myndi nokkurn tímann sýna mér umhyggju. Þannig að ég brynjaði mig gagnvart öllum og lokaði á tilfinningarnar. Það var engin von.“ Leið betur í fóstri Eftir þetta versnaði ástandið á heim- ilinu til muna. Mæðginin voru ekki heiðarleg við hvort annað og hann gerði bara það sem honum sýndist. „Mér fannst erfitt að tala við hana og gerði það helst ekki. Mér fannst til dæmis auðveldara að taka peninga frá henni en segja henni hvað mig langaði í.“ Nokkrum erfiðum vikum seinna var hann sendur í fóstur. „Hún henti mér út. Það var skelfilegt, eins mikil höfnun og hægt er að upplifa. En sem betur fer var heimilið gott og fólkið líka. Það spjallaði við mig og spurði hvernig ég hefði það. Á sama tíma gerði ég mér líka grein fyrir því hvað ég átti góða vini því þegar þeir áttuðu sig á því hvern- ig var í pottinn búið buðu þeir mér reglulega heim til sín. Það skipti miklu máli. Í fyrsta sinn í langan tíma leið mér vel á ný.“ Fyrirgaf henni ekki Næstu mánuði spurði móðir hans hann reglulega að því hvort hann vildi koma aftur heim. Svarið var nei. „Ég sá enga ástæðu til þess þeg- ar mér leið loksins betur. Ég vildi ekki fara aftur inn í sama vítahring- inn þegar ég var loksins kominn út úr honum. Ég hef fyrirgefið móður minni flest nema það að hún hafi hent mér út. En þótt ég hafi aldrei fyrir- gefið henni það var það engu að síður mun betra fyrir mig. Ég segi kannski ekki að mér hafi fundist ég öruggur en mér leið samt svo miklu betur.“ Leitaði lausnar við fíkninni Svo hátt var flugið að hann reyndi meira að segja að takast á við auka- kílóin. Hann hafði heyrt af Miðstöð matarfíkla og fór á kynningarnám- skeið þar. „Mig langaði að létta mig og ákvað að gefa þessu séns. Ég sá það hins vegar að ég var ekki til- búinn fyrir svona mikla skuldbind- ingu. Ég mætti alveg gera eitthvað í þessu en ég þarf að gera það á mínum forsendum. Í dag finnst mér þetta of mikil skuldbinding svo ég treysti mér ekki til þess. Ég vil bara takast á við eitt vandamál í einu. Það er alveg nóg. Auðvitað væri skemmtilegra að vera laus við aukakílóin en ég er það hamingju- samur í dag að ég sé enga ástæðu til að drífa í þessu.“ Betra líf Eftir smátíma urðu mannabreyting- ar á fósturheimilinu og heimilinu hrakaði. Í kjölfarið fór drengurinn aftur heim til móður sinnar. Sam- búðin gengur betur núna. „Mamma hefur breyst mikið. Þetta er ekki sama manneskjan. Henni er annt um mig og ég finn það núna þótt hún hafi ekki kunnað að sýna það á sínum tíma. Okkar samskipti eru fín í dag.“ Þegar uppi er staðið segir hann að vanmáttur móður hans hafi þrátt fyrir allt gert hann að sterkari manni. „Það sem hjálpaði mér mest var að fá að vera einn. Að neyðast til að horfast í augu við sjálfan mig og takast á við vandamálin án þess að fá hjálp. Það gekk ekki vel í byrjun en síðan lærði ég það. Ef ég lendi í einhverju í dag þá er það aldrei neitt vandamál. Af því að ég þurfti að treysta á sjálfan mig þegar ég gat ekki treyst á neinn annan fann ég minn styrk.“ Lífið hefur breyst til hins betra. „Það gerðist um leið og mamma tók sig á en ég er líka að sinna sjálf- um mér og mínum vinum. Það hef- ur mikið að segja. Ég er lífsglaður í dag. Það er bara gaman að lifa.“ Gaf soninn frá sér veGna matarfíkn r Mælt er með að borða daglega grænmeti, ávexti, gróf kolvetni og prótein úr mögru kjöti, eggjum, baunum, fiskmeti eða úr mögrum mjólkurvörum. Sérstaklega ætti að huga að neyslu grænmetis og ávaxta, en rífleg neysla úr þessum fæðuflokkum getur verið sterkur leikur í baráttunni við offitu, auk þess sem grænmeti og ávextir virðist minnka líkur á mörgum langvinnum sjúkdómum. Ráðlagt er að borða fimm skammta, eða minnst 500 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag, þar af í það minnsta 200 grömm af ávöxtum og 200 grömm af grænmeti og getur glas af hreinum ávaxtasafa komið í staðinn fyrir einn ávöxt daglega. Miða má við heldur minni skammt fyrir börn yngri en tíu ára. Vatn er besti drykkurinn með mat. VariSt! Salatbarir eru dæmi um hollan skyndibita. En gætið þess að sesar-salat sem allajafna er talið hollt inniheldur til dæmis fleiri hitaeiningar en McDonald‘s-borgari þegar búið er að hella öllum sósum á salatið. Sósur geta nefnilega verið mjög feitar. n Á nammidögum er gott að hafa í huga að hlaup er bara sykur í gelformi og hraður sykur er ávanabindandi. Súkkul- aði er skárri kostur þar sem það er meiri fita í súkkulaðinu. n Eins gefa hraður sykur og fita minni mettunartilfinningu en önnur fæða. Þú verður því ekki saddur af frönskum kartöflum. n Ávaxtasafar og mikið sykurbættar mjólkurvörur eru stundum markaðssett fyrir börn en eiga lítið erindi til þeirra. Sumt er án viðbætts sykurs og þá átta sig ekki allir á ávaxta- og mjólkursykrinum. Heppileg fæða Sátu föst í vonlausum aðstæðum Mæðginin einangruðu sig bæði vegna vanlíðunar. Saman sátu þau svo föst í þessum vítahring og borðuðu til að hugga sig. Myndin er úr myndabanka og á ekki beint við efni greinarinnar. Hin fullkomna þrenning Lífsgleði konunnar fólst í því að gæða sér á rauðvíni, camen- bert og baguette. Án þess var lífið varla þess virði að lifa því. „Ég missti alla von til þess að mamma myndi nokkurn tímann sýna mér umhyggju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.