Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 11. maí 2011 Miðvikudagur Ekki henda ostafgangi Flestir kannast við síðasta stykkið af ostinum sem vonlaust er að skera með ostaskeranum. Á gottimatinn. is segir að frysta megi flesta osta og tilvalið sé að rífa ostafganga áður en þeir eru frystir. Þetta á sér í lagi við þennan síðasta bita af oststykk­ inu en gott er að rífa hann, setja í plastpoka og frysta. Þegar næsta ost­ stykki er að klárast má bæta því við í pokann og fyrr en varir ertu komin með nóg til að nota til dæmis ofan á pítsu eða í gratínið. Sumum ostum hættir við að molna þegar þeir þiðna og því er best að nota ost sem hefur verið frystur í matargerð en ekki ofan á brauð. Fjör í fjörunni Það er ýmislegt sem hægt er að gera sér og fjöl- skyldunni til skemmtunar sem kostar engin peningaútlát. Fjaran getur til dæmis verið reglulega skemmtilegur staður til að verja deginum með fjölskyldunni. Á nattura.is segir að gaman sé að taka með fötu til að tína það sem finnst í fjörunni svo sem skeljar, þara og viðarbúta sem rekið hafa á land og fallega steina. Einnig megi taka með bækur um fjöruna, skeljar, fiska eða steina og skoða hvað það var sem þið funduð. Einnig geti verið gaman að setja saman lítið listaverk og á góðviðrisdögum sé svo tilvalið að busla á tánum í sjónum. Munið þið bara að ganga vel um fjöruna. E ld sn ey ti Verð á lítra 239,5 kr. Verð á lítra 235,6 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr. Verð á lítra 239,9 kr. Verð á lítra 235,9 kr. Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,3 kr. Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr. Verð á lítra 239,5 kr. Verð á lítra 235,6 kr. Algengt verð Algengt verð Algengt verð Höfuðborgin Melabraut Algengt verð Fékk leiðbeining- ar sendar n Lofið að þessu sinni fær IKEA. „Ég keypti notaðar kojur á bland. is en það vantaði leiðbeiningar um hvernig ætti að setja þær saman. Þar sem þær höfðu verið keyptar í IKEA brá ég á það ráð að hringja og athuga hvort það væri mögu­ leiki að fá leiðbeiningar frá þeim. Starfsmaðurinn sem ég talaði við sagði að það væri ekkert mál og sendi þær um hæl með töluvpósti. Ég var mjög ánægð með þessa þjónustu.“ Rangt álegg á brenndri pítsu n Lastið fær Wilsons pizza en við­ skiptavinur fékk senda til sín pítsu sem var eins og kolamoli á botn­ inum. „Ekki nóg með það heldur fékk ég líka rangt álegg. Ég var ekki beðin afsökunar en var lofað að eiga inni litla pítsu með einu áleggi. Undarlegt þar sem ég hafði pantað stóra með tveimur áleggstegundum. Ég hringdi svo seinna og ætlaði að fá pítsuna sem ég átti inni en þá könnuðust þeir ekkert við það.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Landsmenn virðast ekki hafa látið kreppuna hafa áhrif á grillmenn­ ingu sína og eru Íslendingar enn jafn sólgnir í grillmat og áður. Sala á grill­ um ber þess greinileg merki en hún hefur ekki dregist saman síðustu árin, að sögn Einars Long, eiganda Grillbúðarinnar. Þar sem sá tími gengur nú í garð þegar bærinn fyllist af grilllykt er vert að skoða hvað hafa skuli í huga þegar ný grill eru keypt eða þau gömlu tekin út úr geymsl­ unni eftir vetursetu þar. Margt í boði Það eru til grill af ýmsum stærðum og gerðum á markaðinum og er því úr mörgu að velja. Verð á gasgrill­ um er frá um það bil 20.000 krón­ um upp í tæpa hálfa milljón, eftir því sem DV kemst næst. Þau ódýr­ ustu eru mjög einföld grill sem margir geta sætt sig við en þeir sem eru lengra komnir í grillár­ áttunni ættu jafnvel að skoða þau dýrari. Svo má alltaf sætta sig við gömlu, góðu kolagrillin en þau eru töluvert ódýrari en gasgrillin. Þó má finna kolagrill sem kosta allt að 90.000 krónur. Góðærisgrillið Í Grillbúðinni er hægt að kaupa eitt dýrasta grill landsins og kostar það 450.000 krónur. Á þessu ofurgrilli er meðal annars granítborðplata og vaskur. Aðspurður hvort það sé nauðsynlegt fyrir ofurgrillara lands­ ins, að fá sér eitt slíkt, segir Einar það alls ekki vera. Hann segir að það sem aðgreini þetta grill frá öðrum sé í rauninni bara útlitið auk nokkurra lúxusaukahluta. „Þetta er allt spurn­ ing um útlit og hvort það líti vel út á pallinum. Grillið sjálft er nákvæm­ lega það sama og steikin verður al­ veg eins,“ segir Einar og bætir við að hann sjálfur eigi grill sem kostaði um 200.000 krónur sem hafi sömu grill­ eiginleika og það dýrara. Hann seg­ ist vera með töluvert af grillum með sömu eiginleika sem kosta vel innan við 100.000 krónur. Grillið þarf að halda hita vel Einar segir að það sem skipti máli þegar fólk hugar að kaupum á nýju grilli sé veðráttan hér á landi. „Það er oft þetta blessaða rok hérna hjá okkur og fólk grillar ef það er búið að ákveða að grilla. Þá skiptir máli hvernig grillin eru útbúin upp á að hitinn haldist í grillinu,“ segir hann. Það sem einkenni gott grill sé að það sé úr steyptu járni því sá málm­ ur henti best til að halda hitanum. Steypta járnið sé það sama og er í kamínum og gömlum miðstöðvar­ ofnum, mjög þungur málmur sem einangri vel hitann. „Það myndi lík­ lega skipta minna máli ef það væri alltaf logn hjá okkur en með því að kaupa grill úr steyptu járni getur þú grillað í hvaða veðri sem er,“ segir hann. Grill sem ryðga ekki Annað atriði sem hann telur vera mikilvægt er að grillið sé úr efni sem ryðgar ekki svo grillið endist betur og segir hann mörg grill á markað­ inum vera þannig útbúin. Þá sé best að kaupa grill með emaleringu. Að lokum mælir hann með að kaupa af söluaðila sem veiti þjónustu á grill­ unum og þar sem hægt sé að fá vara­ hluti. „Segjum sem svo að grillið fjúki um koll í brjáluðu veðri og takkar brotni af eða eitthvert stykki fari, þá er mikilvægt að hægt sé að laga það með varahlutum. Það væri svekkj­ andi að þurfa að henda heilu grilli því þú færð ekki varahluti.“ Förum vel með grillið Aðspurður hvað þurfi að gera til að lengja endingartíma grillsins mæl­ ir hann með að bera á það matarol­ íu. „Til að auka endinguna á brenn­ urunum og öðrum hlutum sem eru úr steyptu járni er gott að hita grill­ ið upp og bera svo matarolíu á. Þá endast þessir hlutir margfalt leng­ ur.“ Hann segir að grill eigi að þola að standa úti allan ársins hring. Séu þau höfð úti er þó mikilvægt að vera með góða ábreiðu sem loftar vel. „Að sjálfsögðu er betra að hafa þau inni en aðalatriðið er að fara vel með þau. Ég á sjálfur eitt sem er níu ára sem hefur staðið úti öll árin og er í fínu lagi,“ segir Einar. Lítið steikt Meðalsteikt Vel steikt LAMbAkjöT Læri, heilt 75 mínútur 90 mínútur 1 klukkustund og 45 mínútur Læri, úrbeinað og flatt 25 mínútur 30 mínútur Lærissneiðar og kótilettur, 2,5 til 3 cm þykkar 4–5 mínútur 6–8 mínútur 10–12 mínútur Fillet 6–8 mínútur 8–10 mínútur 10–12 mínútur Framhryggjarsneiðar 6–8 mínútur 8–10 mínútur 10–12 mínútur NAUTAkjöT Nautalund, heil 30–35 mínútur 40–50 mínútur Lund eða fillet í 4 cm sneiðum 4 mínútur 5–7 mínútur T-bein steik, entrecote eða porterhouse í 4 cm sneiðum 6–8 mínútur 10–12 mínútur 12–14 mínútur SVíNAkjöT Svínalund, heil 20–25 mínútur 25–30 mínútur Fillet í 2,5 cm sneiðum 8–10 mínútur 10–12 mínútur Rif 1,5–2 klukkustundir kjúkLINGUR Kjúklingur, stór, heill 80–90 mínútur Kjúklingur, stór, heill útflattur 50–60 mínútur Kjúklingaleggir 30 mínútur Kjúklingabringur 20 mínútur Kjöt hefur mismunandi eldunartíma á grillinu og meðfylgjandi upplýsingar um grilltíma fengust af síðunni gottimatinn.is: Eldunartími kjöts á grillinu Góðærisgrill eða gömlu góðu kolin? n Flest grill eru nú komin út í garð eða út á svalir tilbúin til að elda á þær kræsingar sem eigendurnir vilja n Mikið úrval er af grillum á landinu n DV skoðaði hvað er í boði og fékk góð ráð um kaup og viðhald grilla Það flottasta Þeir sem vilja fara alla leið í grill- mennskunni geta fengið sér eitt svona, sem reyndar ætti frekar að kalla eldhús en útigrill. Á því eru lok og takkaborð úr burstuðu stáli, emaleruð efri grind og fjórir brennarar úr stáli. Einn inn- rauður brennari fyrir snöggsteikingu og bakbrennari fyrir grilltein. Á því er hliðarhella, ljós í loki og kælibox inn- byggt í hægri skáp. Elektrónísk kveiking fyrir alla brennara og hliðarhellu. Grill- botn og allur skápurinn eru emaleruð að innan sem utan auk hitadreifaranna. Grillið er á fjórum gúmmíhjólum en tvö þeirra eru með bremsum. Auk þess fylgir hitamælir og yfirbreiðsla. Grillflötur þess er 44,5 x 91,5. Stærðin er 152,5 x 66 x 119,5 cm og þyngdin 155 kg. Orka 26,3 Kw/h = 90.000 BTU. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Gamla, góða Mörgum þykir meiri stemning að grilla yfir kolum.MYND PHOTOS.cOM Grillmatur Hægt er að matreiða hollan grillmat en það getur verið hættulegt að borða brenndan mat. MYND HEIÐA HELGADóTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.