Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Blaðsíða 15
Verð aðeins 890 kr. Neytendur | 15Miðvikudagur 11. maí 2011 Gæludýrin þurfa líka vítamín Gæludýr þurfa fjölbreytt og næringarríkt fóður og tilbúið gæludýrafóður er ekki endilega nóg. Lestu þér til um hvað annað þú mátt gefa gæludýrinu þínu og breyttu til ef ástæða þykir til. Fóðrið sem selt er hér á landi er laust við öll eiturefni en þó er alltaf ráðlagt að lesa innihaldslýsingu. Matvælastofnun hefur eftirlit með innfluttu og innlendu gæludýrafóðri. Mikilvægt er að gæta þess að gæludýrin fái nóg af vítamínum en einnig er hægt er að kaupa vítamínbæti til að setja í fóður. Huga þarf að heilbrigði dýranna eins og okkar. Kjúklingasúpa innkölluð Matvælastofnun hafa borist upp- lýsingar um vanmerkta ofnæmis- og óþolsvalda í kjúklingasúpu frá Ektafiski og hefur hún verið innkölluð af markaði. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunar- innar en þar segir einnig að varan heiti „Matarmikil kjúklingasúpa með núðlum og grænmeti“ en í henni er hveiti sem ekki er tekið fram á umbúðum. Hveiti getur verið ofnæmisvaldandi en samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir á umbúðum matvæla. Innköllunin nær til vörunnar sem er merkt með dagsetningunni 25.10.2011 og 06.09.2011 og hefur súpan verið til sölu í verslunum Hagkaupa og í Kosti, Dalvegi. Verð aðeins 890 kr. Góðærisgrill eða gömlu góðu kolin? „Það er oft þetta blessaða rok hérna hjá okkur og fólk grillar ef það er búið að ákveða að grilla. Þá skiptir máli hvernig grillin eru útbúin upp á að hitinn haldist í grillinu. Gunnar Hansson hefur staðið við grillið í sjónvarpsauglýsinum að undanförnu þar sem hann gefur góð grillráð. „Til að byrja með vil ég taka fram að fólk heldur bara að ég sé góður að grilla og það sýnir að ég hef staðið mig sem leikari í þess- ari auglýsingu. Ég segi oft að ég sé svipað góður kokkur og læknarnir í ER,“ segir hann og hlær. Hann segist þó grilla reglulega og eiga sér uppáhaldsrétt. Það mun vera rif sem Gunnar eldar á annan hátt en flestir eru vanir. „Galdur- inn er að sjóða rifin fyrst og helst í blöndu af vatni og pilsner. Best er að sjóða þau í klukkutíma þannig að þau séu nánast fullelduð þeg- ar þau eru sett á grillið. Þá grillar maður til að fá þessa stökku áferð og setur grillsósu á þau. Þá detta þau ljúflega í sundur og bráðna uppi í manni,“ segir hann en bæt- ir þó við að hann geti ekki eignað sér heiðurinn af þessari grillaðferð. Hann hafi lært þetta af vini sínum Gunnari Kvaran. „Það var eins og ég hefði lært að búa til gull þegar ég lærði þessa aðferð. Hann Gunnar er gullgerðarmaður í mínum bók- um.“ Með rifunum notar Gunnar grillsósu en viðurkennir að hann búi hana ekki til sjálfur. „Ég er sá auli að kaupa tilbúna grillsósu en ég hef prófað mig áfram með ýms- ar þeirra. Gunnar Kvaran býr þær til sjálfur frá grunni en ég er aðeins latari en hann. Ég læt búðarsós- urnar duga þótt ég viti að ég gæti búið til hollari sósu sjálfur.“ Leikarinn segist grilla allan árs- ins hring á kolagrillinu sínu. Hann sé hrifnastur af kolagrillum þó svo hann viti að þau geti verið hættu- leg. „Mér finnst bara eitthvað meira sjarmerandi við kolagrill- in. Það geta örugglega einhverj- ir krabbameinssérfræðingar sann- fært mig um að kolin séu óholl en fram að því held ég mig við þau. Ég reyni bara að brenna ekki kjöt- ið, nema þegar ég er með rif. Þau verða að vera orðin örlítið stökk og brennd. Ég tek áhættuna með það.“ Gunnar hefur þurft að gera smá hlé á grillleikni sinni þar sem grill- ið laskaðist í veðurham fyrir stuttu. „Það rústaðist um daginn og grind- in er ryðguð eftir veturinn. Ef ég fæ ekki nýja grind þá þarf ég líklega að fjárfesta í nýju grilli. „Auðvitað er voða þægilegt að nota gasgrill en mér finnst þau alltaf svolitlir hlunkar. Já, ég er hrifnari af kolag- rillunum,“ segir hann að lokum. gunnhildur@dv.is Meiri sjarmi yfir kolunum, segir Gunnar Hansson: Galdurinn við rifin Gunnar Hansson Kann vel við kolagrillið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.