Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 16
16 | Erlent 11. maí 2011 Miðvikudagur Mississippi-fljót flæðir yfir bakka sína. Krókódílar úti um allt „Það voru krókódílar úti um allt,“ sagði Ashley Nevels, sem býr í bæn- um Vicksburg í Mississppi-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Missis- sippi hafa varað íbúa við óboðnum gestum, en þeir munu vera í formi krókódíla og fjölmargra tegunda eitr- aðra snáka. Um þessar mundir flæðir Missis- sippi-fljót yfir bakka sína í svo mikl- um mæli að jafnvel er búist við að met frá árinu 1937 verði slegið – en fljótið hefur aldrei síðan þá verið jafn vatnsmikið. Búist er við að vatns- flaumurinn í fljótinu nái hámarki í kringum 20. maí næstkomandi. Þetta þýðir að hvers kyns kvik- indi sem halda alla jafna til við bakka fljótsins skolast með vatninu upp að flóðvarnargörðum sem er oftar en ekki að finna í þéttbýli. Við Mississippi-fljót eru bæði lengstu og stærstu flóðvarnargarðar í heimi en þeir eru rúmlega 5.000 kílómetrar að lengd. Hleðsla þeirra hófst á 18. öld þegar franskir innflytjendur einsettu sér að vernda borgina New Orleans. Ricky Flint er yfirmaður Dýralífs- stofnunar Mississippi-fylkis. Hann segir að fólk geti búist við því að sjá krókódíla í miklum mæli, þar sem þeir leita nú að þurrlendi til að sleikja sólina. „Fljótið flæðir út um allt og yfir mikið þurrlendi,“ sagði Flint. Í Mississippi eru á milli 32 til 38 þús- und krókódílar, sem þýðir að þeir sem búa nálægt ósum fljótsins þurfa að vera sérstaklega á varðbergi. Ashley Nevels fór einmitt með fjölskyldu sinni og vinum upp að flóðvarnargörðunum, en þau ætl- uðu að virða flóðið fyrir sér og sjá hve mikið fljótið hefði vaxið. „Það voru örugglega um 50 krókódílar sem lágu annaðhvort upp við bakkann á flóð- varnargörðunum eða voru á röltinu í kringum þá. Við vorum mjög ótta- slegin,“ sagði Nevels, en hún mun væntanlega einnig þurfa að vara sig á eitruðum snákum – en slíkir snák- ar eru algengir víða við Mississippi- fljótið. bjorn@dv.is Allt að 600 manns eru taldir af, eft- ir að skip yfirfullt af flóttamönn- um sökk undan ströndum Líbíu um síðustu helgi. Fréttir af slysinu fóru fyrst að berast eftir helgi, en það var Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem greindi frá þessu. Það voru farþegar á öðru skipi sem sögðu frá skipskaðanum, en síðara skipið lagði úr höfn frá Trí- pólí, höfuðborg Líbíu, skömmu á eftir skipinu sem sökk. Farþegarnir sáu skipið bókstaflega liðast í sund- ur, en um borð voru að minnsta kosti 600 flóttamenn. Þegar seinna skipið sigldi fram hjá slysstað mátti sjá lík fljóta í sjónum og ennþá hafa ekki borist fregnir af því að nokkur hafi komist lífs af. Flóttamannastofn- un SÞ greindi hins vegar frá því að 16 líkum hefði þegar skolað á land við strönd Líbíu, þar af tveggja ung- barna. Aðkallandi vandamál Allt frá því að átök brutust út í Túnis í janúar, og síðan í Líbíu, hafa þúsund- ir flóttamanna freistað þess að sigla yfir til meginlands Evrópu til að flýja lífshættuleg átök. Vandamálið er ein- mitt þessi mikli fjöldi flóttamanna, sem verður þess valdandi að skipin sem sigla með þá eru oftar en ekki yf- irfull – og aðstæður því lífshættuleg- ar. „Það er ómögulegt að segja til um fjölda þeirra skipa og báta sem hafa lagt leið sína til Evrópu og enn síður fjölda þeirra sem komust á áfanga- stað. Um örlög fjölda skipa munum við aldrei vita,“ sagði Jemini Pandya í viðtali við AP-fréttaveituna, en hann starfar fyrir IOM – alþjóðleg samtök flóttamanna. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi þrátt fyrir allt komist til ítölsku eyjunnar Lampedusa og þaðan til meginlands Evrópu. Flest- ir flóttamannanna eru taldir vera frá Sómalíu – en þeir hafa margir hverj- ir nýtt sér óeirðaástandið í Líbíu til að komast inn í landið og því næst freista gæfunnar við hafnir Norður- Afríku. Bandamenn aðhafast ekkert Þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar bandamanna, sem reyna opin- berlega að aðstoða uppreisnar- menn í Líbíu, virðast þeir ekki láta sig flóttamannavandann varða. Í stað þess að aðstoða flóttamenn- ina hafa stjórnvöld í aðildarríkj- um ESB, þá sérstaklega á Ítalíu og í Frakklandi, brugðist ókvæða við flóttamannastraumnum. Á sam- eiginlegum fundi Nicolas Sark- ozy, forseta Frakklands, og Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ít- alíu, í síðasta mánuði voru jafn- vel boðaðar breytingar á Schen- gen-fyrirkomulaginu, þar sem þeir starfsbræður vildu taka aftur upp landamæraeftirlit innan ESB á meðan flóttamannavandinn væri þetta alvarlegur. n Allt að 600 eru taldir af eftir alvarlegasta skipskaða undan strönd Líbíu frá því átök hóf- ust n Alvarlegur flóttamannavandi og aðstæður í skipum lífshættulegar„Um örlög fjölda skipa munum við aldrei vita. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Fjölda saknað eFtir skipskaða Yfirfullt flóttamannaskip Þetta skip komst alla leið til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Það á alls ekki við um öll skipin sem þangað stefna. Krókódílar sleikja sólina Íbúar nálægt Mississippifljóti verða að hafa varann á. Bruni-Sarkozy líklega ófrísk Fjölmiðlar í Frakklandi gera því skóna að forsetafrúin, söngkonan og fyrrverandi ofurfyrirsætan Carla Bruni-Sarkozy sé ófrísk. Bruni-Sar- kozy átti að vera viðstödd frumsýn- ingu á nýjustu kvikmynd Woody Al- len á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem nú stendur sem hæst. Bruni- Sarkozy fer einmitt með lítið hlut- verk í myndinni. Hún lýsti því hins vegar yfir að hún gæti ekki verið við- stödd vegna „persónulegra mála“. Í viðtali við útvarpsstöðina RTL var hún spurð hreint út hvort hún væri ófrísk eður ei, en jafnvel er búist við að hún gangi með tvíbura. „Það er persónuleg spurning. Þitt hlutverk er að spyrja hennar, mitt er að svara henni ekki,“ sagði Bruni-Sarkozy við útvarpsmanninn. Scarface handtekinn Lögregluyfirvöld á Ítalíu handtóku í Napólí á þriðjudaginn Feliciano Mallardo, sem er talinn einn voldug- asti leiðtogi ítölsku mafíunnar. Lög- reglan gerði einnig upptækar eignir Mallardos, meðal annars peninga á bankareikningum og í reiðufé, sem eru metnar á jafnvirði tæplega 100 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að gælunafn Mallardos ku vera „o sfregiato“ sem myndi þýð- ast á ensku sem „scarface“. Margir muna eftir Al Pacino í samnefndri kvikmynd, þar sem hann lék kúb- verska glæpaforingjann Tony Mont- ana. Nú er hinn ósvikni Scarface í það minnsta á bak við lás og slá. Rómarbúar flýja jarðskjálfta Löngum hefur verið sagt að allar leiðir liggi til Rómar, en það á ekki við í dag – miðvikudaginn 11. maí. Þvert á móti ætlar fjórði hver Rómarbúi að yfirgefa borgina, að minnsta kosti í dag, vegna ótta við risajarðskjálfta. Það var ítalski jarð- skjálftafræðingurinn Raffaele Bend- ani sem spáði fyrir um risaskjálft- ann, en það gerði hann reyndar árið 1915. Hann lést í hárri elli árið 1979, en náði þó að spá fyrir um nokkra skjálfta á langri ævi. Óttinn við skjálftann hefur magnast með skila- boðum á samskiptasíðunum Twitter og Facebook, en nútíma jarðskjálfta- fræðingar efast stórlega um að skjálfti muni ríða yfir í Rómarborg í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.