Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 17
Erlent | 17Miðvikudagur 11. maí 2011
Eiturlyfjastríðið tekur sinn toll:
Gengið gegn ofbeldi
Rúmlega 90 þúsund manns tóku
þátt í mótmælagöngu í Mexíkó-
borg um helgina til að mótmæla
því gegndarlausa ofbeldi sem hef-
ur verið fylgifiskur eiturlyfjastríðs-
ins í Mexíkó. Á undanförnum fimm
árum hafa um 35 þúsund fallið í eit-
urlyfjastríðinu þar sem miskunn-
arlausir eiturlyfjasalar fara mikinn.
Það var mexíkóska skáldið Javier Si-
cilia sem fór fyrir göngunni, en hann
missti 24 ára son sinn á dögunum.
Sonur hans var skotinn að því er
virtist að tilefnislausu, þar sem hann
var í samkvæmi. Slík fórnarlömb
skipta þúsundum og eru stjórn-
völd ráðþrota gagnvart vandanum.
Í göngunni hélt fólk á borðum þar
sem búið var að rita skilaboð sem
var beint til stjórnvalda. Stóð með-
al annars „Ekki meira blóð“ og „Við
höfum fengið nóg“.
n Bandaríski málvísindamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn Noam Chomsky
fordæmir pólitíska aftöku Osama bin Laden n Segir engar sannanir hafa
verið um sekt hans n George W. Bush er meiri glæpamaður, segir Chomsky
Chomsky
fordæmir
morðið á
bin Laden
„Það verður ljósara
með degi hverjum
að þessi hernaðaraðgerð
var skipulögð aftaka.
„Það verður ljósara með degi hverj-
um að þessi hernaðaraðgerð var
skipulögð aftaka, þar sem viðtekn-
ar venjur alþjóðalaga voru brotnar
í hvívetna,“ segir bandaríski málvís-
indamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn
Noam Chomsky um morðið á Osama
bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasam-
takanna al-Kaída. Chomsky skrifaði
stutta en kjarnyrta grein í veftíma-
ritið Guernica, sem bar titilinn „Við-
brögð mín við dauða Osama bin La-
den.“ Chomsky, sem hefur verið einn
ötulasti gagnrýnandi utanríkisstefnu
Bandaríkjanna á síðustu áratugum
var þar ekkert að skafa af hlutunum.
Engar sannanir
Chomsky benti á í grein sinni að eng-
ar sannanir væru enn fyrir hendi,
þess efnis að Osama bin Laden hefði
í raun borið ábyrgð á árásunum á Tví-
buraturnana í New York og á Penta-
gon-bygginguna þann 11. septem-
ber árið 2001. „Í aprílmánuði árið
2002, eftir umfangsmestu rannsókn
í mannkynssögunni, gat yfirmaður
FBI, Robert Mueller, aðeins sagt við
blaða- og fréttamenn að FBI „teldi“
að hugmyndin að árásinni hefði fæðst
í Afganistan, en hún hefði síðan ver-
ið skipulögð í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum og í Þýskalandi.“
Segir Chomsky að bandarísk stjórn-
völd hafi hvorki þá, né nú, áreiðan-
legar sannanir fyrir sekt bin Ladens:
„Ekkert nýtt hefur komið fram síðan.
Mikið er rætt um „játningu“ bin La-
dens en hún var svipuð og ef ég segði
sjálfur að ég hefði sigrað í Boston-
maraþonhlaupinu. Hann gortaði sig
einungis af einhverju sem hann taldi
vera mikið afrek.“
George W. Bush meiri
glæpamaður
Chomsky spyr Bandaríkjamenn
hvernig þeir myndu bregðast við ef
sérsveitarmenn frá Írak myndu ráð-
ast inn á búgarð George W. Bush,
fyrrverandi forseta Bandaríkjanna,
taka hann af lífi og henda því næst
líki hans í Atlantshafið. „Glæpir hans
eru óumdeilanlega umfangsmeiri en
glæpir bin Ladens, og óumdeilan-
lega var hann ekki aðeins „grunaður“
[eins og bin Laden], heldur gerand-
inn, þegar hann gaf skipanir um að
framkvæma hrottalega stríðsglæpi,
sem er einungis hægt að aðskilja frá
öðrum stríðsglæpum því þeir fólu í
sér uppsafnaða illsku heildarinnar.“
Þess má geta að síðustu setninguna
tók Chomsky orðrétt úr handriti
Nürnberg-réttarhaldanna, þegar
nasistar voru dæmdir fyrir stríðs-
glæpi, oftar en ekki til dauða, eftir lok
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Heimsveldishroki
Það fer sérstaklega fyrir brjóstið á
Chomsky að hernaðaraðgerðin, af-
takan á Osama bin Laden, fékk heit-
ið „Geronimo“, eftir uppreisnarhetju
Apache-ættbálksins í Bandaríkjun-
um – en hann var myrtur af banda-
rískum yfirvöldum árið 1909. Tals-
menn Apache-ættbálksins hafa
þegar farið fram á afsökunarbeiðni
frá bandarískum yfirvöldum, þar eð
þeir hafa engan áhuga á að tengja
nafn sinnar helstu hetju við hernað-
araðgerð og pólitíska aftöku.
Chomsky bendir á að heimsveld-
ishroki Bandaríkjanna hafi komið
þarna berlega í ljós. „Þetta er eins
og að nefna morðvopnin sem við
beitum eftir fórnarlömbum þeirra:
Apache, Tomahawk ... Það er rétt
eins og ef Luftwaffe [flugher nasista]
hefði nefnt flugvélar sínar „Júði“ eða
„Sígauni“.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Noam Chomsky
Þykir einn virtasti
menntamaður í
heiminum undan-
farna áratugi og hefur
löngum fordæmt
utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.