Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 19
Umræða | 19Miðvikudagur 11. maí 2011 „Snýst mikið um heppni“ Uppnefni Þráins 1 Aratúnsfeðgar dæmdir: Verslunarmaður tekinn hálstaki og skallaður Feðgarnir voru dæmdir fyrir líkamsárás á starfsmann Fjarðar- kaupa. 2 Birta mynd af Díönu prinsessu skömmu eftir dauðaslysið Áður óbirt mynd veldur usla í Bretlandi. 3 Íslenskt skyr til umfjöllunar í bandarísku sjónvarpi Fjallað var um skyr í morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS. 4 Fyrirlestur í Arion: Heiðar Már vill losna við krónuna Heiðar Már vildi að Björgólfur Thor tæki skortstöðu gegn krónunni. 5 Steinunn Ólína ruglaðist á afmælisdegi sonar síns „Mín mistök,“ segir Steinunn um ruglinginn. 6 Mun hefja afplánun 2024 Hátt-settur meðlimur í stjórnmálaflokki Vladimírs Pútín hefur afplánun fangelsisvistar eftir 13 ár. 7 Hagfræðiprófessor um kvóta-frumvarp: „Þjóðin í heild mun tapa“ Ragnar Árnason telur kvóta- frumvarpið fara gegn efnahagslegri hagkvæmni. Markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson var hetja Selfyssinga þegar þeir slógu út ÍA í 64-liða úrslitum Valitors-bikarkeppni karla í knatt- spyrnu á mánudag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2. Jóhann varði fjórar vítaspyrnur af átta, þar af þrjár fyrstu spyrnurnar. Hver er maðurinn? „Jóhann Ólafur Sigurðsson.“ Hvar ólst þú upp? „Á Selfossi. Ég er Selfyssingur í húð og hár.“ Með hverjum heldur þú í enska? „Ég held að sjálfsögðu með Manchester United.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Ég byrjaði í 7. flokki sem útispilari en Ingólfur Þórarinsson plataði mig svo til að vera í marki. Ég hef ekki komist þaðan síðan.“ Hver er fyrirmynd þín í boltanum? „Peter Schmeichel var alltaf mín fyrirmynd.“ Hvernig var tilfinningin að verja vítin? „Það var alveg frábært. Maður er í þessu til að verja bolta. Í vítaspyrnum snýst þetta samt mikið um heppni, að hitta á hvar menn skjóta.“ Var þetta þá heppni eða ertu almennt góður í að verja víti? „Ég hef ekki varið mörg víti hingað til, aldrei í þessum mæli. Þannig að kannski var þetta smáheppni.“ Hvernig er að vera hetja? „Manni var vel fagnað í leikslok en það er stutt á milli þess að vera hetja og skúrkur þegar maður stendur í markinu.“ Hver eru markmið Selfoss í sumar? „Markmiðið er að vera í toppbaráttunni. Það eru fjögur til sex lið í fyrstu deildinni sem geta blandað sér í toppbaráttuna. Á föstudaginn mætum við í fyrsta leik Fjölni sem er klárlega eitt þessara liða. Þeir eru mjög sterkir.“ Hver eru þín markmið? „Eina markmiðið mitt er að komast í efstu deild. Svo sér maður bara til.“ „Ég held að Þjóðverjar vinni aftur.“ Jón Ásgeirsson 35 ára nemi „Ég held að Danmörk vinni.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir 21 árs nemi „Ekki Ísland.“ Stefanía Bjarney Ólafsdóttir 24 ára nemi „Aserbaídsjan.“ Ásgeir Berg Matthíasson 25 ára bókavörður „Noregur.“ Þórunn Lilja Hilmarsdóttir 23 ára naglafræðingur Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvaða þjóð sigrar í Eurovision í ár? Gamlir tímar Félagar úr Slysavarnaskóla sjómanna sigldu þessum gamla björgunarbáti úr Víkartindi um höfnina í Reykjavík á þriðjudaginn. Virtist einn skipverja vera ánægður með siglinguna þar sem hann stakk höfði út um glugga og brosti til ljósmyndara. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Ý msir forystumenn Sjálfstæð- isflokksins ofmeta þessa dag- ana tækifæri flokksins til þess að komast að landsstjór- ninni. Nánast er óhugsandi að Sjálf- stæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný og geti sóst eftir stjórnarþátttöku nema að undangengnum alþingis- kosningum. Alþingiskosningar eru ekki að óbreyttu á döfinni. Nærri tveir þriðju hlutar alþingismanna lýstu andstöðu við þingkosningar þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, á ríkisstjórnina 13. apríl síðastliðinn. Hvorugur stjórnarflokkanna hef- ur hinn minnsta áhuga á að fá Sjálf- stæðisflokkinn til liðs við sig. Upp- gjörinu vegna bankahrunsins er ekki lokið og öfl innan flokksins eiga mesta sök á því að belgja tókst út stuðning við fjarstæðukennda  um- sáturskenningu sem leiddi til þess að Icesave-samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hinn armurinn, Bjarni Benedikts- son og stuðningsmenn hans í þing- flokknum, heyktust á því að fylgja eftir afstöðu sinni um að samþykkja bæri Icesave-samninginn. Forystuvandi og sundrung Öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja kalla saman landsfund í haust. Slíkar kröfur eru settar fram til þess að kné- setja Bjarna. En jafnvel þótt fundur- inn verði haldinn mun það varla tak- ast. Kristján Þór Júlíusson mun bjóða sig fram gegn honum en tapa með mestum líkum líkt og síðast. Hinn möguleikinn er að Bjarni víki til hliðar og við taki til dæmis Hanna Birna Kristjánsdóttir. Sá kost- ur er ólíklegur.  Fjarlægur kostur er að Hádegis- móaöflin bjóði  Davíð Oddsson til öndvegis í Sjálfstæðisflokknum á ný. Jafnvel þótt það tækist myndu viðbrögð allra annarra flokka vera á einn veg: Undir endurnýjaðri forystu Davíðs yrði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leiddur til valda. Óþarft er því að líta á þetta sem raunhæfan mögu- leika þótt einhverjir flokksmenn með fortíðarþrá láti sig dreyma.  Hærri þröskuldar að fara yfir Ef þingkosningar sjást ekki í kortun- um hafa að sama skapi aukist líkur á því að ríkisstjórnin sitji út kjörtíma- bilið. Sem stendur eru engin mál sem knýja hana til að þétta eigin rað- ir og leita meirihlutastuðnings við einhver mál. Umdeild sjávarútvegs- mál hafa verið afgreidd sem frum- varpsdrög úr ríkisstjórn og engum að óvörum mun kór útgerðarmanna gráta í allt sumar. Það eru meðmæli með frumvarpinu sem fær endan- lega afgreiðslu síðar á árinu. Framsóknarþingmenn hnýttu í Sjálfstæðisflokkinn er Bjarni flutti vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni eins og menn muna. Eygló Harðar- dóttir nánast úthúðaði flokknum og sagði: „Kosningar strax þýddu einn- ig að Sjálfstæðisflokkurinn næði því markmiði sínu sem hann náði ekki með hatrammri baráttu í þinginu, kærumálum og hæstaréttardómi, það er að koma í veg fyrir endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Kosning- ar á næstu vikum gengju því þvert á vilja þjóðarinnar um nýtt upphaf og nýtt Ísland. Ef fram færi sem horfir samkvæmt skoðanakönnunum yrði svo þjóðin að bíða þess að Sjálfstæð- isflokknum þóknaðist að breyta hér einhverju og við þekkjum öll hversu viljugur hann er til þess.“ Færri vinir en áður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk rússneska kosningu á flokksþingi Framsóknarflokksins. Hann er ekki líklegur til að halla sér næstu miss- erin að Sjálfstæðisflokknum. Hann og sá kjarni, sem í kringum hann er, þarf þvert á móti að leggja vinnu í að þvo hendur sínar af fortíð flokksins með Sjálfstæðisflokknum.  Kannski aukin reynsla og raunsæi leiði formanninn inn á nýjar brautir þegar hann hefur yfirstigið Icesave- þráhyggjuna og tekur að framfylgja stefnu flokksins um að leyfa þjóðinni að kjósa um þá kosti sem lagðir verða á borð hans að loknum samningavið- ræðunum um aðild að ESB.  Hér er við að bæta að hvorki Hreyf- ingin né flóttamenn úr þingflokki VG eru líklegir til að stilla sér upp með Sjálfstæðisflokknum meðan flokkur- inn gerir enga yfirbót og ræktar for- tíðarþrá sína. Haldi ríkisstjórnin velli út kjör- tímabilið er varla við því að búast að Bjarni fái annað tækifæri til að leiða flokkinn í gegnum kosningar. Þar kemur bæði til veik staða hans sem flokksformanns og eins það kusk sem sífellt sest á hvítflibba hans í tengslum við bankahrunið og viðskiptalífið. Tækifærin til að baða sig í jákvæðu ljósi eru því fá næstu misserin. Við Sjálfstæðisflokknum blasir því eymd- arleg eyðimerkurganga enn um sinn. Eymdarleg eyðimerkurganga Kjallari Jóhann Hauksson„Haldi ríkisstjórnin velli út kjörtímabil- ið er varla við því að búast að Bjarni fái annað tæki- færi til að leiða flokkinn í gegnum kosningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.