Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Síða 20
20 | Fókus 11. maí 2011 Miðvikudagur
Haldur Sigurjónsson vann Stuttmyndadaga 2010 og er farinn til Cannes:
Draumur verður að veruleika
„Ég vann Stuttmyndadaga í Reykja-
vík 2010, sem fóru fram í júní í fyrra,
og við það komst ég inn á Short Film
Corner á Cannes-hátíðinni. Mynd-
in mín heitir Áttu vatn? og er gam-
anmynd. Myndin er 17 mínútur að
lengd og var gerð í Kvikmyndaskóla
Íslands, þaðan sem ég útskrifaðist í
desember 2010. Áttu vatn? er önnur
myndin mín þaðan af fimm. Mynd-
in var gerð í desember 2009 en ekki
frumsýnd fyrr en á Stuttmyndadög-
um í júní. Nýjustu tvær myndirn-
ar mínar verða frumsýndar síðar á
þessu ári. Þær heita Engill og NUNO.
Engill verður frumsýnd strax í sumar
en NUNO ekki fyrr en undir lok árs-
ins.
Áttu vatn? var unnin upp úr
spuna þar sem ég var með tilbúinn
söguþráð, en vann samtölin og kar-
akterana með leikurunum þremur,
þeim Haraldi Ara Karlssyni, Ásgrími
Guðnasyni og Arne K. Arnesyni. Ég
framleiddi, leikstýrði, skrifaði, tók
myndina upp, klippti og hljóðvann
sjálfur. Myndin er mjög mínímalísk
og lágstemmd. Til dæmis er engin
tónlist í myndinni. Ég hef aldrei áður
farið á Cannes og verður þetta því
mjög spennandi og í raun draumur
að verða að veruleika.“ Aldrei áður farið á Cannes Haraldur segir draum sinn rætast.
Plakat myndarinnar
Úthlutað
úr Kraumi
Í dag, miðvikudag, klukkan 16.00
verður opinberað hverjir hljóta styrk
úr Kraumi tónlistarsjóði. Athöfnin
fer fram á skemmtistaðnum Faktorý
við Smiðjustíg. Kraumur tónlistar-
sjóður hefur úthlutað styrkjum til
hljómsveita frá árinu 2008 en mark-
mið hans er að kynna og styðja við
íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega
verk ungra listamanna og hljóm-
sveita. Af þeim hljómsveitum sem
hafa fengið styrk frá Kraumi undan-
farin ár má nefna Hjaltalín, Bróður
Svartúlfs, Diktu, Morðingjana, Ki-
mono og Bloodgroup.
Stuttmyndir á
bókasafninu
Borgarbókasafnið ætlar að
brydda upp á nýjung á næstunni
og sýna fjölda þýskra stuttmynda
sem gefa innsýn í margbreytileika
þýskrar teikni- og hreyfimynda-
gerðar síðustu ára. Myndirnar
verða sýndar dagana 13.–24.
maí í Kamesi Borgarbókasafns,
Tryggvagötu 15. Sýningar hefj-
ast kl. 13 alla daga. Fjörið hefst
á föstudaginn en þá verður sýnd
stuttmyndin Traum und Alp-
traum eða Draumar og djöflar.
Einnig verða sýndar myndirnar
Hier und dort, Diesseits und Jen-
seits og Er und sie.
Eldfjall í Cannes
Eldfjall, fyrsta kvikmynd leikstjórans
Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd,
verður sýnd á kvikmyndahátíðinni
í Cannes á föstudaginn. Hún keppir
í flokknum Directors Fortnight og
jafnframt um hin virtu Camera d´Or
verðlaun. Sölufyrirtækið Trust Nor-
disk hefur tryggt sér alþjóðlegt sölu-
umboð á myndinni en það er sama
fyrirtæki og er með söluumboð fyrir
nýjustu mynd Lars von Trier sem
keppir um Gullpálmann. Á heims-
vísu hafa fáir leikstjórar hlotið jafn
mörg verðlaun á alþjóðlegum kvik-
myndahátíðum í flokki stuttmynda
og Rúnar Rúnarsson og ríkir því
mikil eftirvænting vegna frumsýn-
ingarinnar á Eldfjalli.
S
kopmynd af sænsku konungs-
hjónunum birtist í Politiken
þann 9. maí þar sem gert er
grín að afstöðu þeirra til bóka
Stiegs Larsson heitins. Sænsku kon-
ungshjónin hafa opinberlega gagn-
rýnt bækur Larssons og finnst þær
skaðlegar ímynd Svíþjóðar – „Of mik-
ið ofbeldi,“ segja þau bæði. „Ekki sú
Svíþjóð sem við viljum kannast við,“
sagði Silvía Svíadrottning.
Bækur Stiegs Larsson raka inn
milljónum, hagnaðurinn nemur nú
15 milljónum sænskra króna.
„Ég er mjög hissa á að bækurnar
eru svona rosalega vinsælar. Kannski
er það vegna þess að Svíþjóð hefur
aldrei áður verið tengd undirheimum
á sama hátt og Larsson gerir í bókum
sínum. Ég er ekki ánægður með það,“
sagði Karl Gústaf Svíakonungur við
fjölmiðla í Póllandi nýverið þar sem
konungshjónin eru í opinberri heim-
sókn.
„Þetta eru heillandi bækur en ég er
hneyksluð yfir því hversu mikil illska
er í þeim. Larsson gefur ranga mynd
af Svíþjóð,“ segir Silvía og
konungurinn tekur í sama
streng.
Ummæli þeirra vöktu
hörð viðbrögð og hafa
konungshjónin legið
undir ámæli fyrir þau.
Sérstaklega vegna þess
að kvensemi Karls Gúst-
afs hefur verið alræmd
og margumtöluð í Sví-
þjóð. Reyndar svo umtöl-
uð að skopmyndateikn-
ari Politiken sá sér leik á
borði í kjölfar gagnrýni
Svíakonungs og teiknaði
af honum mynd þar sem
eiginkonan Silvía les bók
eftir Stieg Larsson með-
an kóngur gerist kven-
samur. Úr skopinu má lesa að ímynd
Svíþjóðar bíði líkast til frekar hnekki
vegna kvensemi konungs en bóka-
skrifa Larssons.
Kvensemi konungs
Í bók um Karl Gústaf, Den Modvilliga
Monark, er fjallað um kvensemi hans
á opinskáan máta. Kvensemi hans er
Svíakonungur
spottaður fyrir ritrýni
n Sænsku konungshjónin gagnrýna bækur
Stiegs Larsson og finnst þær skaðlegar
ímynd Svíþjóðar n Of mikið ofbeldi,
segja bæði tvö n Ekki sú Svíþjóð
sem við viljum kannast við, sagði
Silvía Svíadrottning
alræmd en hingað til hefur hún lítið
verið rædd á opinberum vettvangi.
Í bókinni er fullyrt að Svíakonungur
hafi stundað nektarstaði og ítrekað
haldið fram hjá drottningu sinni. Á
ferðalögum sínum á hann ítrekað að
hafa sleppt fram af sér beislinu svo
um munar. Hann á að hafa eytt fúlg-
um fjár í heimsóknir á nektardans-
staði og haft í kringum sig
fylgdarlið sem kunni vel að
uppfylla taumlausar þarfir
hans. Á Ólympíuleikunum í
Atlanta þar sem hann dvald-
ist sem heiðursgestur á hann
að hafa heimsótt nektardansstað og
pantað sér langan einkadans sem
ekki fer fleiri sögum af.
Eva komin til landsins
„Það verður forvitnilegt að vita hvað
Eva Gabrielsson segir um þetta,“ segir
Ilmur Dögg Gísladóttir hjá Norræna
húsinu. En Eva Gabrielsson, sam-
býliskona sænska metsöluhöfundar-
ins sáluga Stiegs Larsson, er komin
til landsins til að vera viðstödd á höf-
undakvöldi á vegum Norræna húss-
ins í samstarfi við bókaforlagið Bjart.
Bók Gabrielsson, Millennium,
Stieg og ég, hefur verið gefin út í Sví-
þjóð og Noregi en Bjartur, sem hefur
gefið út bækur Stiegs Larsson, ákvað
að gefa hana ekki út hér á landi. Í
henni fjallar hún um 32 ára sam-
band sitt og Larssons og hinn vinsæla
Millennium-þríleik. Einnig ræðir hún
um stirð samskipti sín við fjölskyldu
Larssons. kristjana@dv.is
Spottuð Teikning úr Politiken eftir Philip Ytournel. Mynd POLitiKEn
Kvensamur
kóngur Karl
Gústaf er
talinn alræmdur
kvennabósi og
er gert óspart
grín að honum í
Politiken.