Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Síða 22
22 | Fólk 11. maí 2011 Miðvikudagur
T
ilfinningin er bara ekki til, við
erum grenjandi hérna,“ sagði
Hreimur Örn Heimisson í
samtali við DV andartökum
eftir að úrslitin í Düsseldorf lágu fyrir
á þriðjudagskvöld. Fögnuður íslenska
hópsins var ósvikinn og heyra mátti
hlátur, grát, hamingjuóskir og kossa í
græna herberginu í Düsseldorf Arena.
Vinir Sjonna munu standa á sviðinu á
laugardagskvöld þegar úrslitakeppni
Eurovision fer fram. Íslenska þjóðin
sat límd við sjónvarpskjái sína þegar
úrslitin voru kynnt á fyrra undanúr-
slitakvöldi keppninnar á þriðjudag.
Spennan var áþreifanleg. Aðeins tíu
af þeim nítján þjóðum sem tóku þátt
á þriðjudagskvöldið komust áfram og
voru því margir orðnir svartsýnir þeg-
ar búið var að lesa upp níu þjóðir og
Íslendingar voru ekki þeirra á meðal.
Í pottinum voru enn nokkrar þjóð-
ir sem vanalega hafa átt farseðilinn
bókaðan í úrslitin.
Lukkutalan er tíu
Það brutust því út óvænt og ósvikin
fagnaðarlæti þegar enn eina ferðina,
þriðja árið í röð í þessari keppni, ís-
lenski fáninn kom síðastur upp úr úr-
slitahattinum. Tíu er nýja happatala
Íslendinga í Eurovision og draumur-
inn í Düsseldorf lifir.
„Það er búið að senda okkur hérna
út til að klára þetta verkefni og við
erum ekki að trúa þessu, þetta er bara
ekki hægt,“ sagði Hreimur á tilfinn-
ingaríkri sigurstund íslenska hópsins
sem staddur er þarna úti til að heiðra
minningu vinar síns Sigurjóns Brink
sem samdi lagið Coming Home.
Vorum farin heim að hátta
„Við bjuggumst ekkert við þessu. Við
vorum bara farin heim að hátta, það
er ekkert öðruvísi,“ bætir Hreimur
við aðspurður um tilfinninguna sem
fylgdi því þegar ljóst var að Ísland yrði
á meðal þátttakenda á úrslitakvöld-
inu. „Við vorum með rauðvín í glösum
þarna og það fór bara allt út um allt
sko. Við erum að tala um að þetta er
óraunverulegt,“ sagði Hreimur áður
en hann þurfti að þjóta til að fagna
með félögum sínum. Hann sendi ís-
lensku þjóðinni bestu kveðjur frá Vin-
um Sjonna.
Ísland var fjórtánda þjóðin á svið
í Eurovision-höllinni í Düsseldorf á
þriðjudagskvöldið. Vinir Sjonna voru
huggulega klæddir í grá vesti, hvítar
skyrtur og gallabuxur. Huggulegheit-
in svifu yfir vötnum í höllinni þegar
þeir fluttu hinn hugljúfa slagara Com-
ing Home sem vinur þeirra Sigurjón
Brink samdi. Flutningurinn var fum-
laus þó að eflaust hafi taugar allra ver-
ið þandar til hins ítrasta.
Sigur í skugga andláts
Sigurjón Brink var sem kunnugt er
aðeins 36 ára þegar hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu þann 17. janú-
ar síðastliðinn. Fyrir andlátið hafði
Sjonni, eins og hann var kallaður,
ákveðið að taka þátt í undankeppni
Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þór-
unn Erna Clausen, eiginkona Sjonna,
tók þá ákvörðun að minning hans
yrði best heiðruð með því að draga
framlag þeirra til keppninnar ekki
til baka. Fram stigu syrgjandi vinir
hans, Matthías Matthíasson, Hreimur
Örn Heimisson, Pálmi Sigurhjartar-
son, Benedikt Brynleifsson, Gunnar
Ólason og Vignir Snær Vigfússon, og
mynduðu sveitina Vinir Sjonna. Það
var ekki mikið mál að stofna sveit-
ina enda var Sjonni vinmargur, hvers
manns hugljúfi og elskaður af öllum
þeim sem hann þekktu. Lagið Aftur
heim komst örugglega áfram og sigr-
aði að lokum í undankeppninni. Ljóst
var að lag þessa ástsæla tónlistar-
manns væri á leiðinni til Düsseldorf í
flutningi vina hans þar sem minningu
Sjonna Brink yrði haldið á lofti.
mikael@dv.is
n Ísland komst áfram í Eurovision með laginu Coming Home n „Við bjuggumst ekkert við þessu“
n Íslenski hópurinn grét af gleði í græna herberginu n Þriðja árið í röð kom Ísland síðast upp úr hattinum
í Düsseldorf „Við erum grenjandi hérna.
„Það kom skemmtilega á óvart að
Ísland skyldi detta þarna inn,“ segir
Eurovision-fræðingurinn Dr. Gunni
um söngkeppnina á þriðjudags-
kvöldið. „Maður var alveg búinn að
afskrifa þetta því Tyrkland var eft-
ir og Noregur líka sem komst ekki
einu sinni upp úr þessum riðli. Það
er það lag sem bæði Páll Óskar og
Guðrún Gunnars spáðu sigri í þátt-
unum Alla leið. Maður var viss um
að það myndi slefast inn því það var
eitt af skemmtilegri lögum kvölds-
ins,“ segir hann.
Aðspurður um frammistöðu
Vina Sjonna, segir Dr. Gunni: „Hún
var ágæt. Það var agaleg flugelda-
sýning hjá mörgum og alls konar
„sjóv“ í gangi; eitthvert liðamóta-
laust fólk í búri og galdrakarlar að
skipta um lit á kjólum. Alveg gríð-
arleg sýning. Strákarnir voru hins
vegar eins og þeir væru að spila á
Gauknum. Maður hélt að það væri
kannski ekki alveg að tala til áhorf-
enda en það er greinlegt að látleysið
slær í gegn.“
Dr. Gunni spáði rétt fyrir um 7 af
þeim 10 löndum sem komust upp
úr undanriðlinum, sem er sami
fjöldi og eiginkona hans hafði spáð.
Hann er ánægður með árangurinn.
„Það er frábært að þetta skyldi hafa
gerst og frábært að geta haldið ann-
að Eurovision-partí á laugardaginn.
Á fimmtudagskvöldið eru líka miklu
fleiri skemmtileg lög, að mér finnst.
Þannig að það er bara áframhald-
andi Eurovision-hámenning,“ segir
Dr. Gunni.
Dr. Gunni hélt að Norðmenn kæmust frekar áfram:
„Alveg búinn að afskrifa þetta“
2010
Hera Björk – Je ne sais quoi – 19. sæti
2009
Jóhanna Guðrún – Is It
True? – 2. sæti
2008
Eurobandið – This Is My Life – 14. sæti
2007
Eiríkur Hauksson – Ég les í
lófa þínum – komst ekki
í úrslit
2006
Silvía Nótt – Til hamingju Ísland –
komst ekki í úrslit
2005
Selma Björns. – If I Had
Your Love – komst ekki
í úrslit
2004
Jónsi – Heaven – 19. sæti
2003
Birgitta Haukdal – Open
Your Heart 8. sæti
2001
Two tricky – Angel – 22. sæti
2000
Einar Ágúst og Telma –
Tell Me! – 12. sæti
1999
Selma – All Out Of Luck – 2. sæti
1997
Páll Óskar – Minn hinsti dans – 20. sæti
n 1996: Anna Mjöll – Sjúbídú – 13. sæti
n 1995: Björgvin Halldórsson – Núna – 15. sæti
n 1994: Sigga Beinteins – Nætur – 12. sæti
n 1993: Ingibjörg Stefánsdóttir
– Þá veistu svarið – 13. sæti
n 1992: Heart 2 Heart – Nei eða já – 7. sæti
n 1991: Stefán og Eyfi – Draumur um Nínu
– 15. sæti
n 1990: Stjórnin – Eitt lag enn – 4. sæti
n 1989: Daníel Ágúst – Það sem enginn sér
– 22. sæti
n 1988: Beathoven – Þú og þeir (Sókrates)
– 16. sæti
n 1987: Halla Margrét – Hægt og hljótt – 16. sæti
n 1986: Icy-hópurinn – Gleðibankinn – 16. sæti
Árangur Íslands
í Eurovision
Draumaúrslit
„Við bjuggumst
ekkert við þessu.
Við vorum bara farin
heim að hátta.
Vel heppnað Vignir, Matthías og Gunnar syngja og spila af innlifun. MynD REuTERS
Dr. Gunni „Það er frábært að þetta skyldi gerast og frábært að geta haldið annað
Eurovision-partí á laugardaginn.“ MynD HöRðuR SVEinSSon