Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Qupperneq 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 11. maí 2011 Miðvikudagur
Fyrsti heimaleikur Þórsara í efstu deild í níu ár:
Fjarveran fyrirgefin mæti menn núna
„Það er mikil tilhlökkun komin í menn
fyrir að fá að spila á heimavelli, sér-
staklega þar sem við byrjuðum jú á
tveimur útileikjum,“ segir Páll Viðar
Gíslason, þjálfari nýliða Þórs í Pepsi-
deildinni. Þórsarar hafa ekki spilað
heimaleik í efstu deild í heil níu ár en
í dag, miðvikudag, mæta þeir Stjörn-
unni úr Garðabæ. „Það var náttúru-
lega eins og við værum á heimavelli í
báðum útileikjunum þar sem stuðn-
ingur Mjölnismanna er einstakur. En
hann verður bara að vera enn betri
heima,“ segir Páll Viðar.
Þórsurum hefur verið spáð tólfta og
síðasta sæti í deildinni af nánast hverj-
um þeim sem þorað hefur að spá. Lið-
ið hóf mótið með tapi gegn hinum ný-
liðum deildarinnar, Víkingi, en vann
síðan baráttusigur gegn Fram á Laug-
ardalsvellinum í annarri umferð.
„Það hjálpar til að við náðum að
stela þarna óvænt sigri. Það ætti að
kveikja í fólkinu og sýna að þetta er
hægt. Menn voru sárir eftir Víkings-
leikinn þar sem okkur fannst við eiga
meira skilið þar. Okkur hefur samt
vantað smá bit fram á við en baráttu-
andann og viljann vantar ekki,“ segir
Páll Viðar en baráttugleði Þórsara er
nær ótæmandi.
„Þetta er alveg einstakt. Vissulega
eru ný andlit inni á milli í liðinu en
heilt yfir hefur kjarninn úr hópnum
verið saman frá því strákarnir voru
með bleyju. Þeir eru því tilbúnir að
gera ýmislegt hver fyrir annan til að
vinna. Svo hafa þeir verið svo óheppn-
ir að hafa sama þjálfarann alla sína tíð.
Þeir eru bara vonandi ekki hættir að
taka mark á kallinum,“ segir Páll Við-
ar kíminn en hann hefur þjálfað þessa
magnaða ‘90 og ‘91 áranga Þórs frá því
þeir voru pollar en það er uppistaðan
í liðinu.
Þórsarar hafa ekki veri nægilega
duglegir að mæta á völlinn undan-
farin ár, margir gefist upp á dapurlegri
frammistöðu liðsins í 1. deildinni. Páll
Viðar vonast þó til að sjá sem flesta á
Þórsvellinum glæsilega í kvöld. „Það
er vonandi að einhverjir sem hafa hvílt
sig á því að fara á leiki undanfarin ár
láti sjá sig. Þeim verður allavega fyrir-
gefin fjarveran fari þeir að mæta núna.
Mér alveg sama hvort fólk hefur verið
duglegt að mæta eða ekki, bara svo
lengi sem það kemur að styðja strák-
ana í sumar,“ segir Páll Viðar Gíslaon.
tomas@dv.is
Skoða meistara-
deildina
n Nýkrýndur Íslandsmeistari í
handbolta, FH, íhugarnú alvarlega
að taka þátt í Meistaradeild Evrópu
á næsta keppnis-
tímabili en þetta
kom fram í
Morgunblaðinu
í gær. Ekki hefur
íslenskt félagslið
tekið þátt í þeirri
keppni í þrjú ár
en kostnaður við
hana er gífurleg-
ur. Líklegast er að FH-ingar þyrftu
að fara í gegnum forkeppni en þeir
þurfa að gefa evrópska handknatt-
leikssambandinu svar fyrir 23. maí.
Síðasta liðið sem tók þátt í Meist-
aradeildinni var Haukar.
Merkisleikur
hjá Viktori
n Í kvöld, miðvikudag, mætast ný-
liðar Víkings og KR í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu. Leikurinn
verður um margt áhugaverður fyrir
Viktor Bjarka Arn-
arsson, miðju-
mann KR. Viktor
er uppalinn Vík-
ingur og hefur
aldrei mætt sínu
gamla liði á Ís-
landsmóti. Hann
mætti sínum
gömlu félögum
í fyrsta skiptið síðasta vor þegar
liðin mættust í úrslitum Reykjavík-
urmótsins. Einnig mun Grétar Sig-
finnur Sigurðarson mæta Víkingum
í fyrsta skiptið í efstu deild en hann
lék lengi með félaginu við góðan
orðstír.
Stórleikur í Keflavík
n Heil umferð fer annars fram í
Pepsi-deildinni. Af öðrum leikjum
ber hæst að nefna 100 ára afmælis-
leik Valsmanna er þeir taka á móti
ÍBV á Vodafone-
vellinum. Annar
stórleikur er í
Keflavík þar sem
heimamenn
mæta FH en FH-
ingar hafa átt
erfitt uppdráttar
í Keflavík undan-
farin ár. Þá taka
stigalausir Íslandsmeistarar á móti
Grindavík á Kópavogsvelli og hitt
stigalausa liðið, Fram, fer í heim-
sókn í Árbæinn og mætir þar Fylkis-
mönnum.
Willum sleppur
n Ummælum Willum Þórs Þórssonar,
þjálfara Keflvíkinga, í garð dómar-
ans Gunnars Jarls Jónssonar verður
ekki skotið fyrir aga- og úrskurðar-
nefnd en fram-
kvæmdastjóri
KSÍ, Þórir Há-
konarson, greindi
frá því í gær en
hann er sá eini
sem hefur vald
til þess. Willum
varð brjálaður
eftir að Gunnar
Jarl sama og hirti sigur Keflvíkinga
af KR í Frostaskjólinu með röngum
dómi á lokamínútunum. Sagði Will-
um Gunnar Jarl vera ofmetinn og
ekki í standi til þess að dæma.
Guus eða Andre
til Chelsea
n Hollendingurinn Guus Hiddink
og Andre Villas Boas eru taldir lík-
legastir til þess að taka við Chelsea
í sumar. Hiddink stýrði liðinu til
bikarmeistaratitils árið 2009 en
hann stýrir í dag tyrkneska lands-
liðinu. Villas Boas er af flestum
talinn efnilegasti knattspyrnustjór-
inn í heiminum í dag en hann er
fyrir löngu búinn að gera Porto að
meisturum í heimalandinu en liðið
hefur ekki tapað leik. Villas Boas
var lengi í læri hjá Jose Mourinho og
er jafnan kallaður hinn nýi Mour-
inho.
Molar
Harkan sex Þórsarar eru baráttuglaðir með eindæmum. Mynd GunnlAuGur JúlíuSSon
„Við höfum allavega mannskap í
það,“ segir Reynir Leósson, miðvörð-
ur ÍA, aðspurður hvort liðið ætli sér
ekki upp um deild í sumar og spila
aftur á meðal þeirra bestu. ÍA leikur
sitt þriðja tímabil í röð í 1. deildinni
í sumar eftir fallið 2008. Reynir gekk
í raðir uppeldisfélags síns í vetur en
hann kom frá Val. „Það er mikill hug-
ur í hópnum og það hlakka allir til að
byrja mótið. Það er vonandi að menn
hafi lært af síðustu tveimur árum og
vonandi getum við reynsluboltarn-
ir eitthvað aðeins hjálpað til,“ seg-
ir Reynir. ÍA hefur leik í 1. deildinni
á föstudagskvöldið þegar liðið mæt-
ir HK á Kópavogsvelli. Undanfarin
tvö ár hefur ÍA farið afleitlega af stað
í deildinni sem hefur á endanum
orðið til þess að liðið átti nær engan
möguleika á því að fara upp. „Það er
erfitt að festa fingur á það sem hef-
ur verið að gerast. Liðið hefur verið
lengi að koma sér í gang undanfarin
tvö ár. Þetta eru samt 22 leikir þannig
það er enginn heimsendir fari fyrstu
leikirnir ekki eins og maður vilji,“
segir Reynir.
Hættuleg uppskrift á undirbún-
ingstímabilinu
Eins og tvö síðustu undirbúnings-
tímabil hefur ÍA farið hreinlega á
kostum. Liðið hefur þó ekki tekið það
með sér inn í mótið en nú virðist liðið
mun betur tilbúið með sterkari hóp
og væntingarnar eru eftir því. „Það
eru miklar væntingar í bæjarfélag-
inu enda hafa bæjarbúar staðið þétt
við liðið þó ekki hafi gengið vel und-
anfarin tímabil. Menn eru bjartsýnir
en það hafa þeir svo sem verið eftir
síðustu undirbúningstímabil,“ segir
Reynir en hvað þarf til að ÍA fari bet-
ur af stað í mótinu?
„Ég held að menn þurfi bara að
mæta nokkuð slakir inn í þetta og
halda spennustiginu réttu. Þetta er
langt mót og þó liðið hafi farið illa af
stað eins og í fyrra komu kaflar þar
sem ÍA átti möguleika á að blanda
sér í toppbaráttuna,“ segir hann en
ásamt Reyni var annar reynslubolti,
Stefán Þór Þórðarson, fenginn til
að draga fram skóna og eins verður
Hjörtur Júlíus Hjartarson áfram með
liðinu í sumar.
„Tvímælalaust munu þessir menn
hjálpa liðinu. Ég held að það hafi
nú verið markmiðið hjá þeim sem
standa að liðinu að bæta smá meiri
reynslu í hópinn og vonandi er það
góð uppskrift. Við erum einnig með
Dean Martin sem spilandi aðstoðar-
þjálfara, það kemur mikið með hon-
um,“ segir Reynir.
Skýr markmið hjá Gary
Ein helsta ástæða þess að ÍA er
spáð svo góðu gengi er framherj-
inn enski Gary Martin. Hann hef-
ur komið eins og stormsveipur inn
í íslenska boltann en hann mætti til
ÍA um mitt síðasta sumar og skor-
aði tíu mörk í níu leikjum. Það líður
ekki sá leikur sem hann skorar ekki
eitt til tvö mörk. „Gary er fyrst og
fremst góður í fótbolta,“ segir Reyn-
ir um Bretann. „Hann er með mikið
af eiginlegum sem prýða góðan sen-
ter. Það er bara vonandi að hann nái
að fylgja eftir góðu undirbúnings-
tímabili inn í deildina. Þetta er topp
strákur og ekki fyrir að fara stjörnu-
stælunum. Hann er með skýr mark-
mið fyrir sjálfan sig og liðið. Hann
leggur mikið á sig, æfir aukalega
og ætlar sér langt. Það er vissulega
sérstakt skref fyrir hann að mæta
til Íslands frá Englandi en stundum
þurfa menn að taka skref aftur á bak
til að fara tvö áfram,“ segir Reynir en
hvaða lið verða í baráttunni með ÍA
í sumar?
„Selfossliðið klárlega. Það er
hrikalega vel mannað og skýtur svo-
lítið skökku við að núna hefur það
verið að styrkja sig mikið en ekki í
Pepsi-deildinni í fyrra. Fjölnisliðið
er einnig sterkt, Leiknir og svo held
ég að Haukarnir verði fínir. Heilt
yfir er deildin mjög sterk, liðin sem
komu upp núna eru til dæmis tölu-
vert betri en þau sem féllu. Það er
bara aðalatriðið að við mætum klár-
ir í hvern einasta leik,“ segir Reynir
Leósson.
Kominn heim Reynir Leósson leikur með sínu uppeldisliði, ÍA, í sumar. Mynd FóTBolTi.neT
n Skagamenn lang líkegastir til að vinna 1. deildina n reynir leósson kominn
aftur heim og stendur í vörninni í sumar n Markamaskínan Gary Martin með
skýr markmið fyrir sig og liðið n Verðum að mæta klárir í leikina, segir reynir
Slæm byrjun er
ekki heimsendir
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is