Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 25
Sport | 25Miðvikudagur 11. maí 2011 Ekkert kampavín n Sebastian Vettel gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp Tyrklandskappakstrin- um í Formúlu 1 síðastliðinn sunnu- dag. Hann mátti þó ekki bragða á kampavíninu sem í boði var fyrir sigurinn þar sem nýlega er búið að hækka áfengis- neyslualdurinn í Tyrklandi upp í 24 ár. Vettel er 23 ára. Þjóðverjinn ungi stalst þó til að fá sér nokkra sopa af flöskunni stóru. Vegna nýju laganna þurftu sum lið að taka áfengisauglýsingar af bílum sínum, til dæmis Sauber sem er með tekíla-fyrirtæki sem styrktaraðila. Benzema á Emirates n Arsenal íhugar nú að gera tilboð í fanska framherjann Karim Benzema hjá Real Madrid. Benzema á ekki upp á pallborðið hjá Jose Mour- inho en eftir að Gonzalo Higuain kom aftur úr meiðslum hefur hann vermt tré- verkið nánast í hverjum ein- asta leik. Vill Wenger fá kröft- ugan framherja til að leysa Danann Nicklas Bendtner af hólmi en hann hefur vægast sagt ekki staðið undir væntingum. Talið er að Arsenal sé tilbúið að greiða 20 milljónir punda fyrir Benzema. Þarf nýjan markvörð n Fyrrverandi Tottenham-goð- sögnin Glenn Hoddle hefur bent sínu gamla félagi á að það verði að kaupa sér nýjan markvörð ætli liðið sér stóra hluti. Brassinn Heurelho Gomes gerði enn ein mistökin um daginn þegar hann missti langskot Frank Lampard í netið. „Það vita allir að Manchester United og Arsenal verða að leita sér að nýjum markvörðum í sumar. Það sama verður Harry Redk- napp að gera hjá Tottenham ef ekki á illa að fara,“ segir Hoddle. Íhugar að hætta n Sjöfaldi heimsmeistarinn í For- múlu 1, Michael Schumacher, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann snéri aftur í íþróttina. Um helgina endaði hann í tólfta sæti í Tyrk- landskappakstr- inum og er hann í fyrsta skipti frá endurkomunni farinn að ýja að því að hætta aftur. „Gleðin sem ég eitt sinn hafði er farin núna,“ sagði Schumacher sár- svekktur eftir keppnina í Tyrklandi. Í fyrra endaði hann í tíunda sæti í keppni ökumanna og var aldrei í bar- áttu um sæti á verðlaunapalli. Molar Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun n Knattspyrnufélagið Valur 100 ára n 102 titlar í hús á 100 árum n Tveir titlar nú þegar komnir í hús á árinu 2011 n Á lið í efstu deild karla og kvenna í öllum boltaíþróttum Valur í 10 ár Knattspyrnufélagið Valur er 100 ára í dag, miðvikudaginn 11. maí. Hund- rað og þrjú ár eru síðan unglinga- deild var stofnuð innan KFUM sem séra Friðrik Friðriksson sá um. Þrem- ur árum síðar, eða fyrir 100 árum upp á dag, var ákveðið að stofna Fótbolta- félag KFUM en því nafni var breytt í Val sama ár og varð þar til gríðarlega sigursælt íþróttafélag. Fyrsti titill Vals kom í hús árið 1930 þegar liðið varð í fyrsta skiptið Íslandsmeistari í fót- bolta. Nítján Íslandsmeistaratitlar áttu eftir að bætast í safnið í fótbolt- anum, sá síðasti datt í hús árið 2007. Valur hefur unnið næstflesta Íslands- meistaratitla karla í fótbolta en lang- flesta í karlahandboltanum. Þá státar félagið af því að hafa unnið Íslands- meistara- eða bikarmeistaratitil í öllum stærstu boltagreinum karla og kvenna nema körfubolta kvenna. Hundraðasti titill Vals vannst í sept- ember síðastliðnum þegar kvenna- liðið hampaði Íslandsmeistaratitlin- um. Tveir til viðbótar hafa svo bæst við á afmælisárinu. Karlalið félags- ins varð bikarmeistari í handbolta og konurnar Íslandsmeistarar. Eyjamenn mæta í veisluna Valsmenn slá upp mikilli veislu í dag til að marka þennan mikla áfanga í sögu sinni. Hefst hún strax klukk- an 8.30 með fánahyllingu og lúðra- blæstri en eftir hana verður góðum félögum veitt gull- og silfurmerki. Á hádegi verður svo hátíðarstund við styttu sér Friðriks Friðrikssonar þar sem blómsveigur verður lagður að styttu hans. Um kvöldið mæta svo Eyjamenn til leiks en Valsmenn sem eru efstir í Pepsi-deildinni eiga leik á afmælisdaginn gegn ÍBV. Hefst gleðin við Vodafone-höllina klukkan 16.00. Verða þar flutt ávörp, tónlistaratriði og viðurkenningar veittar. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 20.00 en Valsmenn hafa nú þegar unnið tvo minni bikara á árinu í karlaboltanum. Liðið varð bæði Reykjavíkur- og Lengjubikarmeist- ari. Þá eru Valsmenn búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deildinni. n Fótbolti karla Íslandsmeistarar: 20 (1930, 1933, 1935, 1936, 1937, 1938, 1940, 1942, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967, 1976, 1978, 1980, 1985, 1987, 2007.) Bikarmeistarar: 9 (1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005.) n Fótbolti kvenna Íslandsmeistarar: 10 (1978, 1986, 1988, 1989, 2004, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010.) Bikarmeistarar: 12 (1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1990, 1995, 2001, 2003, 2006, 2009, 2010.) n Handbolti karla Íslandsmeistarar: 21 (1940, 1941, 1942, 1944, 1947, 1948, 1951, 1955, 1973, 1977, 1978, 1979, 1988, 1989, 1991, 1993, 1994, 1995, 1996, 1998, 2007. ) Bikarmeistarar: 8 (1974, 1988, 1990, 1993, 1998, 2008, 2009, 2011.) n Handbolti kvenna Íslandsmeistarar: 14 (1962, 1964, 1965, 1966, 1967, 1968, 1969, 1971, 1972, 1973, 1974, 1983, 2010, 2011.) Bikarmeistarar: 3 (1988, 1993, 2000.) n Körfubolti karla Íslandsmeistarar: 2 (1980, 1983.) Bikarmeistarar: 3 (1980, 1981, 1983.) Valur – 102 titlar á 100 árumTómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Sigursælir Þessi veggur prýðir andyri Vodafone-hallar- innar, heimavallar Valsmanna. Þarna eru titlarnir 102 sem liðið hefur unnið á síðustu 100 árum listaðir. MyND SiGTRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.