Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Side 26
26 | Fólk 11. maí 2011 Miðvikudagur Grínistinn Jon Lajoie með tvær sýningar á fimmtudaginn: „Það eru allir svo myndarlegir hérna“ „Ég man ekki einu sinni hvað þetta heitir, ég er svo slæmur skemmtikraft- ur,“ segir grínistinn Jon Lajoie kíminn um sýningarnar tvær sem hann verð- ur með í Háskólabíói á fimmtudags- kvöldið. Jon Lajoie er einn allra vin- sælasti grínisti Bandaríkjanna um þessar mundir en á sviði er hann bæði með venjulegt uppistand og svo á hann í safni mörg gríðarlega fyndin tónlistaratriði. „Þetta verður bara rugluð skemmtun. Ég mun tala aðeins meira en venjulega á fimmtudaginn en það verður nóg af tónlist og búninga- skiptum,“ segir Lajoie sem öðlaðist heimsfrægð í gegnum Youtube með myndböndum á borð við Nauðgara- gleraugun. Þar hófst þó ekki ferill hans. „Ég lærði leiklist og fékk hlutverk í þætti í Kanada en þar er ég fædd- ur og uppalinn. En svo æxlaðist það þannig að ég varð frægari á netinu og þurfti að hætta í sjónvarpinu. Svo- leiðis hefði náttúrlega aldrei gerst nema núna á síðustu fimm árum. Ég var nokkuð heppinn því ég byrjaði að gera þessi myndbönd á réttum tíma,“ segir hann. Jon mætti til landsins á þriðjudag- inn og verður hér fram á mánudag. Hann ætlar að nýta þann tíma og taka góðan túristapakka. Stefnir hann á að kíkja í Bláa lónið, fara í hvalaskoðun, fjallgöngur og fleira. En eins og svo margir aðrir sem hingað koma hlakk- ar hann til að kynnast næturlífinu. „Ég hef heyrt góða hluti um nætur- lífið,“ segir hann og hlær við. „Ég hef heldur ekki séð eina ljóta manneskju hérna, hvorki mann né konu. Ég er svolítið óöruggari með sjálfan mig en vanalega því það eru allir svo mynd- arlegir hérna,“ segir hann. Lajoie er einn af aðalleikurunum í gamanþáttunum The League sem notið hafa vaxandi vinsælda í Banda- ríkjunum. Í þáttunum leikur hann ólikindatólið Taco sem gerir fæst rétt í lífinu nema það snúi að kvennamál- um. Heilt yfir er hann þó sérstakur karakter. „Á mínum verstu dögum og stundum mínum bestu er ég svolítið eins og Taco,“ segir hann. Framleiðendur þáttanna hika heldur aldrei við að láta Taco vera nakinn í þáttunum. „Já, vá. Þetta held- ur áfram. Ég var einmitt með leik- stjóranum í New York á mánudaginn og var að lesa handritið að fyrsta þætti þriðju seríu. Þar er ég auðvitað látinn vera allsber. Þetta er helvíti vont því ég nenni ekki alltaf að vera í ræktinni,“ segir grínistinn Jon Lajoie en hægt er að nálgast miða á sýninguna í Skór.is í Kringlunni. tomas@dv.is „Ég er allur að braggast og vonast til að losna um helgina,“ sagði sjón- varpsmaðurinn Helgi Seljan sem gekkst undir hjartaþræðingu á dög- unum, í samtali við DV á mánudag- inn. Hann sagðist vera búinn að dvelja á hjartadeildinni í viku en sjá nú fyrir endann á dvöl sinni þar. Helgi hafði fundið fyrir verkjum fyrir brjósti og var jafnvel talið að um kransæðastíflu væri að ræða. Svo var þó ekki, heldur reyndist sársaukinn stafa af bólgum í hjarta- vöðvanum. Hjartaþræðing oft nauðsynleg Gísli Jónsson, hjartalæknir í Domus Medica, segir að þegar bólg- ur myndist í hjartavöðva breytist hjarta rafritið gjarnan. „Þegar um slíkar breytingar er að ræða getur það villt um fyrir læknum. Þetta er ein aðalmismunagreingin við bráða kransæðastíflu þannig að þetta fólk þarf stundum að fara í kransæða- þræðingu til að hafa vaðið fyrir neð- an sig,“ segir Gísli aðspurður hvort algengt sé að þeir sem fái bólgur í hjartavöðva þurfi á hjartaþræðingu að halda. Ekki lífsstílstengdur sjúkdómur Gísli segir ungt fólk fá slíkar bólgur alveg til jafns við hið eldra, en þess má geta að Helgi er aðeins 32 ára. Hann segir fólk allt niður á unglings- aldur hafa þurft að fara í hjartaþræð- ingu vegna bólgna í hjartavöðva. „Það er ekkert öruggt í þessum heimi svo ef það eru minnstu líkur á krans- æðastíflu þá þarf stundum að gera það.“ Samkvæmt Gísla geta bólgur í hjartavöðva, einar og sér, einnig ver- ið lífshættulegar séu þær ekki með- höndlaðar. Hann segist nokkrum sinnum hafa séð ónýta hjartavöðva eftir svæsin tilfelli, en flestir sleppi sem betur fer vel. Honum finnst fólk þó stundum gera of lítið úr hjarta- verkjum. „Verkirnir geta verið mjög svæsnir og mér finnst fólk oft koma seint inn ef það kemur yfirhöfuð.“ Hann tekur fram að bólgur í hjartavöðva séu ekki lífsstílstengdur sjúkdómur heldur sé þetta svipað og að fá inflúensu. „Maður getur ekkert í því gert.“ Hins vegar sé kransæða- stífla vissulega lífsstílstengdur sjúk- dómur sem hægt sé að draga úr lík- um á með heilbrigðum lífsstíl. Þörf á meiri fræðslu „Við verðum að vera dugleg að fylgj- ast með og fræða. Ég vil fá þetta í barnaskólana eða byrja strax í leik- skólum á fræðslu varðandi fæðu- val og hreyfingu. Svo þarf að kenna betur hver einkenni sjúkdóma eru,“ segir Gísli. Hann vill meina að Skandínavar séu mun meðvitaðri um einkenni sjúkdóma og jafnframt meðvitaðri um heilsuna. Hann seg- ir Íslendinga til að mynda áberandi feitlagnari en Norðmenn. „Við mun- um fá þetta í hausinn eftir nokk- ur ár.“ Honum finnst fyrirbyggjandi starfsemi ábótavant á Íslandi, en tekur fram að það skorti ekki viljann, heldur skorti peninga. Sigmar sendir Helga þrjú hjörtu Margir þjóðþekktir einstaklingar og félagar hafa sent batakveðjur til Helga á Facebook-síðu hans. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður er sannfærður um að austfirsk- ar rætur Helga muni koma honum til góða. „Innilegar batakveðjur til þín Helgi minn. Ég veit að austfirð- ingablóðið færir þér styrk og orku til að verða samur á ný,“ skrifar Val- týr. Veikindi Helga virðast ekki hafa komið fréttakonunni Láru Ómars- dóttur á óvart. „Gat skeð! kremju- knús :),“ skrifar hún. Guðfinnur Sigurvinsson sendir honum góðar kveðjur og óskir um skjótan bata. Hann segist jafnframt hlakka til að sjá hann í vinnunni á nýjan leik. Sigmar Guðmundsson, félagi Helga úr Kastljósinu, gerði þrjú hjörtu á vegginn hans í síðustu viku og ætla má að það sé merki mikla vænt- umþykju Sigmars í garð félaga síns. Hjörtun eru líklega hans leið til að óska honum góðs bata. Sjálfur þakk- ar Helgi fyrir góðar kveðjur á síð- unni og spáir því að hann komist á fullt ról von bráðar. „Þökk sé starfs- fólkinu hér á hjartadeildinni og fjöl- skyldu minni,“ skrifar hann. „Verkirnir geta verið mjög svæsnir og mér finnst fólk oft koma seint inn ef það kemur yfirhöfuð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ekkert öruggt í þessum heimi“ n Helgi Seljan gekkst undir hjartaþræðingu á dögunum n Reyndist vera með bólg ur í hjartavöðva n Nauðsynlegt að þekkja einkenni hjartasjúkdóma, segir hjartalæk nir Á batavegi Myndasmiðurinn las það á þremur netmiðlum að Helgi Seljan væri á batavegi. Honum fannst því við hæfi að færa honum þetta skemmti- lega skilti sem lýsir stöðunni. MyNd HaLLdóR HöguRðuR Heimsfrægur á youtube Margir tugir milljóna hafa séð myndbandið „Nauðgaragleraugun“. Hlakkar til verunnar Lajoie ætlar að nýta dvölina á Íslandi og taka alvöru túristapakka. MyNd RóbERt REyNiSSoN Óskar Hrafn slær í gegn Blaðamaðurinn og rithöfundurinn óskar Hrafn Þorvaldsson hefur heldur betur slegið í gegn í fyrstu tveimur þáttum Ís- lenska boltans, markaþætti Sjónvarpsins. Óskar er á sínu fyrsta ári sem sérfræðingur um Pepsi-deildina en sjálfur spilaði hann lengi og varð síðar íþróttafréttamaður. Mikl- ar umræður sköpuðust á samfélagsvefnum Twitter á mánudagskvöldið þar sem hersing knattspyrnumanna og annarra sérfræðinga um boltann heldur sig. Var það mál manna að Óskar væri hreint magnaður í umfjöllun sinni um íslenska boltann og væri hvergi banginn við að segja mönnum til syndanna. Jóhann birnir guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með Óskar. „Fótboltakvöld á RÚV vinnur þessa umferð. Staðan er 2–0 fyrir RÚV,“ skrifaði hann og vill meina að Sjónvarpið hafi yfirhöndina gegn Stöð 2 Sport. „Ég hef alltaf haft tröllatrú á netinu og ég er sannfærður um að öll fjölmiðlun mun leitað þangað fyrr eða síðar. Það er hugur í mér,“ sagði blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson þegar tilkynnt var um að hann hefði gengið til liðs við Pressu björns inga Hrafnssonar. Eiríkur, sem síðast ritstýrði Séð og heyrt hefur bloggað á vefsvæði Eyjunnar frá því í lok febrúar, en Björn Ingi keypti sem kunnugt er Eyjuna á dögunum. Eiríkur þykir naskur að finna mann- lega vinkla á málum og er góður liðsstyrkur fyrir Pressuna sem hefur dalað í lestri undanfarið en er fjórði mest lesni fjölmiðill landsins á netinu. Eyjan er aftur á móti í frjálsu falli. Eiríkur styrkir PrEssuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.