Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Qupperneq 16
Sandkorn E ftir allt það sem sagt hefur ver- ið fyrir landsdómi stendur eftir skýr mynd af því sem íslenskt valdafólk gerði árið 2008. Það sagði okkur ósatt, statt og stöð- ugt, og skammast sín ekki fyrir það. Flestir þeir sem setið hafa fyrir svörum í landsdómi segja frá því að bankarnir hafi þegar verið komnir í svo slæma stöðu árið 2008 að ekki var hægt að bjarga þeim. Engu að síður var viðvarandi stöðugur áróður árið 2008 um að hér væri allt í stakasta lagi, frá sama fólki. Þegar einhver veit sannleikann, en gefur hið þveröfuga í skyn, er hann að ljúga. Sá sem veit að tilteknir bankar eru í stórkostlegum vandræðum, en talar um þá sem trausta, hann lýgur. Sumt af þessu var hvítar lygar. En þegar öllu er á botninn hvolft segja flestir, af þeim sem voru ábyrgir fyrir hruninu, að árið 2008 hafi verið of seint að koma í veg fyrir efnahags- hrun. Nauðhyggjan í landsdómi nær jafnvel svo langt að hrunið hafi átt rót sína í vanda frá 2003. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, sagði á þriðjudag að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir hrun árið 2008. Til að stoppa það sem gerðist hefðu „… menn þurft að bregð- ast við árið 2003 til 2004,“ sagði hann. Tryggvi sagði það vera þumalputta- reglu að ef banki yki útlán um meira en 15 prósent á ári væri áhættan orðin of mikil. Og það gerðist strax 2003. En hann sagði líka að Seðlabankinn hefði forðast að gefa sterklega til kynna vandræði bankanna þegar þau voru orðin veruleg, til að valda ekki „fjár- málaáfalli“. Aðferðin sem valdamenn not- uðu árið 2008 fólst í því að plata alla, láta alla halda að allt væri í lagi. Tek- ist var á við raunverulegt vandamál með ímyndarátaki. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans í góðær- inu, leit svo á, eftir á, að þetta hefði verið „2006 aðferð við að leysa 2008 vandamál“. Yfirvofandi efnahagshörmungar Íslendinga voru einkamál elítunnar. Hún sameinaðist um að halda þessu sem leyndarmáli. Þetta var svo mikið leyndarmál að sumir í efsta laginu vissu ekki einu sinni hvað var að ger- ast. Það kom í ljós fyrir landsdómi að bankarnir voru hársbreidd frá því að falla árið 2006. En því var hald- ið leyndu. Ekki einu sinni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vissi af alvarlegri stöðu bankanna 2006, ári áður en hún tók við völdum. Hún fór ekki að hafa áhyggjur af bönkunum fyrr en áramótin 2007-2008. Í mars það ár fór hún í ímyndarátak erlendis með Sig- urði Einarssyni, þar sem hann kvartaði undan „óbilgirni“ danskra fjölmiðla og hún ítrekaði að áhætta íslensku bankanna væri „mjög lítil“, þeir væru heilbrigðir og eigið fé þeirra í góðu lagi. Svo fullvissaði hún Dani um að ís- lenska ríkið væri vel í stakk búið til að mæta „fræðilegri“ bankakreppu. Kannski var nauðsynlegt að plata til að fyrirbyggja áhlaup á bankana. Kannski urðu þau öll að blekkja allt frá vetrinum 2006 til 6. október 2008, til að forða okkur frá hruninu. Stundum er börnum sagt ósatt til að vernda þau. Það getur verið að samband okkar við hæst settu Íslend- ingana sé eins og samband barns við foreldra. Getur verið að það eigi að ljúga að okkur? Ef valdafólk góðærisins hefði náð að sannfæra alla um að allt væri í lagi hefðum við kannski fengið lán til að halda áfram. Það sem varð „hrunið“ hefði þá verið þekkt sem míní-krepp- an 2008. Svo lengi sem raunveruleik- inn kæmi aldrei fram. Kannski verður dómur sögunnar þessi: Þau gerðu það eina rétta í stöð- unni. Þau lugu. Stærsta syndin í góðærinu var að „tala niður“ hlutina. Við sjáum þetta enn í dag, til dæmis í gagnrýni Ill- uga Gunnarssonar á stjórnvöld fyrir að „tala niður“ krónuna með því að benda á annmarka hennar. Við glímum áfram við samspil tveggja veruleika sem eru samrunn- ir að hluta, lífið og fjármálalífið. Í góðærinu var fjármálalífið, táknmynd raunveruleikans, ekki í samræmi við raunveruleikann. Stórfelld markaðs- misnotkun, leynd og aðrar blekkingar ollu því. Ímyndin getur tímabundið orðið raunveruleikanum yfirsterk- ari. Gagnrýni gat skaðað ímyndina og í heimi þar sem ímynd er metin sem raunveruleiki er gagnrýni ígildi skemmdarverks. Að gagnrýna ís- lensku bankana var hálfgert hryðju- verk og stundum var því mætt af ís- lenskum ráðamönnum í samræmi við það, með gagnárásum. Niðurstaðan var að því lengur sem beðið var með að segja sannleikann, því stærra varð vandamálið. Þótt aukið gegnsæi geri erfiðara um vik að leyna veikleikum og vanda- málum, getur verið að traust á Íslandi aukist ef upplýsingar eru meira uppi á borðinu. „Oft má satt kyrrt liggja“ víkur fyrir heiðarleika sem langtíma- auðlind. Lærdómurinn af landsdómi er að stærsta ímyndarmálið ætti að vera sannleikurinn. Prestur læstur úti n Ólgan innan Fríkirkjunn- ar þar sem séra Hjörtur Magni Jóhannsson liggur undir ámæli vegna stjórnunar- hátta minnir um margt á fyrri tíð þegar kirkjan logaði stafna á milli í deilum. Það var í tíð séra Gunnars Björns- sonar sem hóf þrautagöngu sína sem prestur með því að lenda upp á kant við safnað- arstjórn Fríkirkjunnar. Þau ósköp enduðu með því að presturinn var læstur úti. Nú hefur dæmið snúist við og meirihluta safnaðarstjórnar hefur verið úthýst. Spurt er um leikslok. Lifibrauð Karls n Ekki er vitað hvað Karl Sigurbjörnsson, fráfarandi biskup Íslands, tekur sér fyrir hendur þegar nýr biskup tekur við stjórn- inni. Innan þjóðkirkj- unnar eru uppi kenn- ingar um að verið sé að plotta að hann verði vígslu- biskup á Hólum. Þetta er þó aðeins orðrómur. Karl er á besta aldri og þegar hann missir vinnu sína þarf hann á lifibrauði að halda. Það gæti þó orðið prestakall. Endurnýting SME n Einhver mest endurtekni útvarpsþáttur á Íslandi er Sprengisandur á Bylgjunni sem er í um- sjón Sigurjóns M. Egilsson- ar. Í upphafi síðasta þáttar var endur- tekið efni í nokkrar mín- útur frá þættinum á undan. Á mánudagsmorgun var síð- an að vanda tekið viðtal við umsjónarmanninn í þætt- inum Í bítið um það hve frá- bær síðasti þáttur hefði ver- ið. Síðan var endurtekið brot úr þættinum með völdum gullkornum. Þetta kallast að endurnýta af krafti. Stjörnur saman n Stjörnublaðamaðurinn Eiríkur Jónsson er nú að stíga sín fyrstu skref sem útgefandi. Hann hefur startað vefn- um eirikur - jonsson.is þar sem lögð verður áhersla á það mannlega og skrýtna í tilverunni. Og kapp- inn er ekki einn því fast við hlið hans er stjörnuljósmynd- ari Séð og heyrt, Björn Blöndal, sem fleytir af rjómann í sam- kvæmislífinu fyrir Eirík. Gár- ungar segja það mikinn létti fyrir útgefendur í landinu að Eiríkur beri nú sjálfur ábyrgð á skrifum sínum. Að sjálfsögðu kom ég að þessu Það var aldrei 100 prósent skýrt Sigurjón Þ. Árnason í landsdómi. – DV.is Tryggvi Pálsson fyrir Landsdómi um hvort hann hefði setið í samráðshópi stjórnvalda. Þau urðu að plata okkur Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 14. mars 2012 Miðvikudagur Fórnarlömbin og fúskarinn L eiðari Morgunblaðsins föstudag- inn 9. mars síðastliðinn hófst á orðunum: „Erlendur glæpalýð- ur sækir hingað í vaxandi mæli. Landið er friðsælt, sem er einn af mörgum kostum þess, en það er einn- ig varnarlítið. Varnarlítið er það gagn- vart innri vá, eins og sýndi sig þegar ráðist var á Alþingi og því næst á þann dómstól þar sem rétta átti yfir óláta- belgjum sem veist höfðu að vörðum þingsins, þegar þeir reyndu að gæta öryggis þess og heiðurs.“ Hver réðst á Alþingi? Alla vega ekki níumenningarnir því þeir voru sýkn- aðir af þeirri ákæru. Fávísi leiðara- höfundar opinberast í því að setja erlendan glæpalýð og íslenska mót- mælendur á sama plan. Í fleiri mánuði mótmæltu þúsundir ríkisstjórn sem hafði leitt þjóðarbúið í glötun. Þessi mótmæli vöktu athygli víða um heim. Einn dagur var valinn, 8. desember 2008, og af þeim fjölda sem mótmælti þennan dag í Alþingishúsinu voru 9 valin. Af handahófi. Öll voru þau sýknuð af ákærunni um árás á Alþingi en tveir fengu tveggja og fjögurra mánaða skilorðs- bundinn dóm. Það vill svo til að það eru synir mínir en það er í raun auka- atriði hér. Þetta var dómur sem minnti meira á lotterí en dómskerfi og þegar dómskerfið líkist lottóinu er eitthvað mikið að. Að vísu voru ekki allir vænt- anlegir til vinnings. Síðar þegar fólk gekk berserksgang gegn vinstri stjórn og braut rúður í Dómkirkju og Alþingishúsi sá skrif- stofustjóri Alþingis ekki ástæðu til aðgerða enda fullyrti lögreglustjóri að þar hefði verið „allt annað fólk“. Eng- inn vinningshafi þar. Hvort sem Davíð Oddsson er höfundur fyrrgreindra lína eða ekki – þótt lágkúran gefi það til kynna – ber ritstjórinn ábyrgð á textanum. Fyrstu viðbrögð mín voru að vilja gera athugasemd við blaðið og jafn- vel að fara fram á afsökunarbeiðni. Ég gleymdi smástund að ég vil ekkert af þessu blaði vita þótt því sé öðru hvoru troðið inn um bréfalúguna hjá mér, að mér forspurðum, til þess að útgef- endur geti logið til um dreifinguna. Maður á aldrei að gera neitt sem er fyrir neðan eigin virðingu. Enginn óvitlaus maður í Evrópu mundi svara ofstækis-íhaldsmönnum í þeirra eigin málgagni. Í bók sinni „The End of Iceland’s Innocence“ leggur Daniel Chartier heilan kafla undir umfjöllun erlendra fjölmiðla um Davíð Oddsson. Blaða- menn lýsa honum yfirleitt sem ófær- um fúskara, hötuðum og fyrirlitnum. En álit The Financial Times, The New York Times, Wall Street Journal, For- tune, Agence France Presse, Globe and Mail, BBC News og Le Monde, sem Daniel Chartier vitnar til eru kannski einskis virði? Kannski flokkast þau sem „erlendur glæpalýður“. Sem fréttaritari Le Monde í 36 ár, og lengi eini erlendi fréttaritarinn hér á landi þau 29 ár sem ég starfaði sem fréttaritari AFP, minnist ég þess þegar ég fékk fyrirmæli um að gagnrýna þá- verandi seðlabankastjóra. Mér varð um og ó, þann dag uppgötvaði ég hversu vanur ég var orðinn að ritskoða mig eins og allir hér á landi. Eitt er víst að amatörinn Odds- son reyndist slæmur seðlabanka- stjóri en þó var hann betri þar en í borgarstjóra hlutverkinu. Það er rétt að rifja upp að í hans tíð stóð til að rífa 29 gömul hús í Kvosinni. Slík var minnimáttarkennd sveitadrengsins sem taldi að í miðborg höfuðborgar yrðu hús að vera minnst 5 hæðir. Niðurlæging Reykjavíkur var að ná botni. Ný borgarstjórn 1991 kom í veg fyrir hið versta. Núna eru ferðamenn alla daga ársins á röltinu um borgina. Gamla Reykjavík er orðin aðdráttarafl fyrir ferðamenn í helgarferð. Með því að tapa borginni 1994 tryggði flokkur Davíðs Oddssonar okkur árlega milj- arða tekjur af ferðamönnum. Það er þannig með Davíð Oddsson að ástandið batnar alltaf um leið og hann hættir einhvers staðar. Það mun kannski gerast einu sinni enn þegar hann hættir á Mogganum. Nema það sé þegar um seinan? Kjallari Gérard Lemarquis kennari og fréttaritari „Kannski verður dómur sögunnar þessi: Þau gerðu það eina rétta í stöðunni. Þau lugu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.