Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Page 17
Dómstóll götunnar Algjörlega yfir strikið Ég er allur að koma til Ragnheiður Elín Árnadóttir um ræðu Björns Vals á þriðjudag. – mbl.isKalli Bjarni ætlar að læra leiklist. – DV S tjórnlagaráð hélt fjögurra daga fund á dögunum að ósk Alþing- is og skilaði að honum loknum svari sínu við spurningum og ábendingum stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis. Bréf þingnefnd- arinnar dró saman fáein álitamál, sem viðmælendur nefndarinnar í sjö mán- uði höfðu reifað á fundum nefndar- innar, og var þeim auðsvarað. Stjórn- lagaráð stendur við frumvarpið, sem ráðið samþykkti einum rómi og skilaði Alþingi í lok júlí 2011, en ráðið ljær einnig fyrir sitt leyti máls á öðrum út- færslum tiltekinna ákvæða frumvarps- ins án þess að raska meginefni þess eða innbyrðis samhengi. Nú stendur það upp á Alþingi að halda um mitt sumar þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið í samræmi við þingsálykt- un, sem samþykkt var á Alþingi í lok febrúar sl. með 31 atkvæði gegn 15. Valhöll Af þessu ánægjulega tilefni blésu sjálf- stæðismenn til mánudagsfundar nú í vikunni í húsi sínu Valhöll, þar sem Birgir Ármannsson alþingismaður hafði framsögu um stjórnarskrármál- ið. Birgir situr við annan mann fyrir hönd síns flokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Birgir er íhalds- maður að eigin sögn, heflaður íhalds- maður og kurteis öndvert óhefluðum íhaldsmönnum. Á fundinum líkti Ómar Ragnarsson stjórnarskránni frá 1944 við gamlan bíl, sem fullnægir ekki lengur kröfum nútímans um öryggi og annan búnað, svo að eigandinn fær sér þá nýjan bíl frekar en að gera endalaust við gömlu drusluna. Birgir vildi heldur líkja stjórnarskránni við hús, sem hægt er að endurbæta og ekki þarf að rífa. Í mínum huga er Gamla Grána torfbær. Forfeður okkar og mæður endur- byggðu ekki torfbæina, heldur reistu ný steinhús, sem munu standa lengi. Í þeim anda ákvað stjórnlagaráð að semja nýja stjórnarskrá frá grunni og halda ýmsum innanstokksmunum frekar en að bjóða upp á bætta flík. Birgir lýsti áhyggjum af ákvæð- inu um auðlindir í þjóðareigu. Hann virðist líta svo á, að slíkt ákvæði eigi að vera í stjórnarskránni upp á punt og eigi engu að breyta. Ég er á öðru máli. Auðlindaákvæðinu í frumvarpi stjórn- lagaráðs er ætlað að skipta máli. Þar segir: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýt- ingar auðlinda eða annarra takmark- aðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrund- velli og þau leiða aldrei til eignar- réttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Takið eftir, að í textanum stendur „gegn fullu gjaldi“. Væri „gegn fullu gjaldi“ breytt í t.d. „gegn sanngjörnu gjaldi“, gæti breyt- ingin skilizt sem tillaga um stjórnar- skrárvarinn afslátt handa þeim, sem nýta auðlindirnar. Í slíkri breytingu á auðlindaákvæðinu fælist innbyrðis ósamræmi, þar eð eignarrétti væri þá gert mishátt undir höfði eftir því hver í hlut á, og myndi slík mismunun ganga gegn jafnræðisákvæði frum- varpsins. Eignarréttarákvæðið kveður á um, að „fullt verð“ komi fyrir eign- arnám. Því hlýtur réttur eigandi auð- linda í þjóðareigu, ríkið fyrir hönd þjóðarinnar, að gera skv. auðlinda- ákvæði frumvarpsins sama tilkall til að „leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða [séu veitt] gegn fullu gjaldi“. Ákvæði frumvarpsins um jafnt vægi atkvæða var einnig rætt í Val- höll. Fundarstjórinn nefndi til sög- unnar fátækan bónda í Þistilfirði, sem hefði svo lítinn aðgang að Al- þingi (og Seðlabankanum! – fundar- stjórinn var formaður bankaráðsins í hruninu), að hann þyrfti að hafa margfaldan atkvæðisrétt á við okkur hin, sem búum í Reykjavík og ná- grenni. Ég fann til með Þistilfjarð- arbóndanum, því að fundarstjór- inn og félagar hans hafa notfært sér margfaldan atkvæðisrétt bóndans til að mylja undir sjálfa sig margföld sjálftekin eftirlaun, og skora ég nú á Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, opinberan sjóð, að birta allar líf- eyrisgreiðslur til alþingismanna og embættismanna, svo sem sjóðnum verður skylt að gera, ef frumvarp stjórnlagaráðs nær fram að ganga. Leyndinni þarf að linna. Landsdómur Að loknum fundi í Valhöll eyddi ég mánudagseftirmiðdeginum á áhorfendabekkjunum í landsdómi. Ég ætlaði bara að líta inn í gamla lestrarsal Landsbókasafnsins í stutta stund, en sat áfram til loka dags. Stemningin minnti mig á einvígi Fishers og Spasskís í Laugardals- höllinni fyrir 40 árum: lítið gerðist, en spenna lá í loftinu. Vitnin gengu í salinn, heilsuðu upp á sakborn- inginn, tóku sér sæti og svöruðu spurningum saksóknara, verjanda og dómenda. Síðasta vitni dagsins var Björgólfur Guðmundsson. Hann gekk beint að sæti sínu án þess að heilsa upp á sakborninginn, reynd- ur maður í réttarsal. Mánudagur í Reykjavík „Í mínum huga er Gamla Grána torfbær „Já, ég hef fylgst með. Það er nú ekki mikið nýtt í þessu.“ Jóhann Sigurgeirsson 77 ára skipstjóri „Nei, því miður.“ Mikael Gunnlaugsson 17 ára nemi í MR „Já, það er samt eiginlega alveg komið nóg af þessu.“ Signý Magnúsdóttir 19 ára nemi „Lítið.“ Sævar Sigurgeirsson 42 ára texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofu „Aðeins, þetta er svipað og maður bjóst við.“ Dóra Matthíasdóttir 37 ára starfar á auglýsingastofu Hefur þú fylgst með fréttum úr landsdómi? Á lokadegi Vitnaleiðslum lauk í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag þar sem Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, var spurður um aðdraganda efnahagshrunsins og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við hruninu. Nokkuð fjölmennt hefur verið í salnum alla daga sem vitnaleiðslur hafa farið fram. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 17Miðvikudagur 14. mars 2012 Kjallari Þorvaldur Gylfason 1 Egill veikur Egill Helgason var veikur heima og lýsti því á bloggsíðu sinni hversu skelfilega sér liði. 2 Léttist um 44 kíló eftir að kærastan hélt framhjá Jonny Laidler var 130 kíló og fór í megrun eftir ástarsorg. Hann starfar nú sem fyrirsæta. 3 Fórnarlamb sýruárásar tekst á við kvalara sinn í réttarsal Patricia Lefranc segist ætla að horfa beint í augu kvalara síns í dómsal. 4 „Að sjálfsögðu kom ég að þessu“ Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, segir að hann hafi komið að að því að kaupa trygg- ingaumboðið Swiss Life af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, í júní árið 2003. 5 Reiður ruslakarl tryllist út í ruslið Starfsmaður í sorphirðu fór öfugum megin fram úr einn morguninn og trylltist. 6 Hátt í 100 manns í glæpahópum Lega Íslands er meðal þess sem laðar glæpahópa að glæpsamlegri starfsemi hér á landi. Mest lesið á DV.is Ég er meira en til í að bæta mig í íslenskunni Yesmine Olsson um sjónvarpsþáttinn sinn. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.