Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Qupperneq 12
12 Fréttir 2. maí 2012 Miðvikudagur
Guðmundur Jónsson, einn af
fyrrverandi eigendum Sjólaskipa á
Kanaríeyjum, vildi ekki tjá sig um
starfsemi útgerðarfélagsins áður en
þeir seldu starfsemina til Samherja.
Umfangsmiklar veiðar
Veiðarnar fara þannig fram að togar-
arnir eru lengi úti á sjó í einu, allt að
tvö ár, og aflinn og sjómennirnir eru
fluttir til og frá borði með minni skip-
um sem leggja að þeim í hafi til að
landa úr þeim. Togararnir þurfa því
ekki að sigla að landi með aflann eða
áhafnirnar og sparast því umtalsverð-
ar tími sem annars færi í siglingar til
og frá miðunum. Starfsmenn þessara
togara Samherja eru að mestu leyti
erlendir og koma frá Austur-Evrópu,
margir frá Eystrasaltsríkjunum, en
einnig frá meginlandi Afríku. Af þeim
um 1.400 starfsmönnum sem vinna
hjá Kötlu Seafood í heildina eru um
80 Íslendingar. „Þetta eru hálauna-
menn í sínum löndum. Það er lúxus
fyrir þá að komast á þessa togara. Svo
öllu sé til skila haldið,“ segir heimild-
armaður blaðsins.
Helstu tegundirnar sem þessir
togarar veiða eru makríll, hestamak-
ríll, sardína og sardínella. Fiskurinn
er annaðhvort sjófrystur heill eða af-
hausaður í 20 til 30 kílóa einingum.
Aflanum er svo landað í ýmsum Afr-
íkuríkjum sem eru nálægt miðun-
um úti fyrir strönd Marokkó og Má-
ritaníu. „Við lönduðum í fraktskip
sem fóru með aflann til Gana, Síerra
Leóne, Nígeríu. Obbinn af þessu fer
þangað.“
Ótakmarkaður afli
Heimildarmaður DV segir að afla-
heimildir útgerðarinnar á Kanaríeyj-
um séu keyptar af umboðsmönnum
yfirvalda, meðal annars í Marokkó
og Máritaníu. Hann segir að greitt
sé ákveðið veiðigjald fyrir hvert skip.
Veiðigjaldið er ekki tengt við það
hversu mikið útgerðirnar fiska held-
ur er um að ræða fast veiðigjald sem
ekki er magn- eða afkomutengt þó
vissulega sé það tengt ákveðnum
tegundum – togararnir geta ekki veitt
hvaða tegundir sem er. „Menn eru
ekki þarna í óþökk yfirvalda; annars
væru menn ekki þarna […] Það er
umboðsaðili sem miðlar veiðileyf-
unum og við erum í sambandi við
hann. Þarna eru keypt veiðileyfi af yf-
irvöldum og menn bara borga þess-
um yfirvöldum fyrir leyfin. Hver svo
fær þetta á endanum, það er útilokað
að segja neitt um það,“ segir heim-
ildarmaður DV. Hann segir að eftir
að þetta veiðigjald hafi verið greitt
geti áhöfn togaranna veitt eins mik-
ið af fiski og hún vill. Fiskurinn er svo
seldur til landa í Vestur-Afríku, Eg-
yptalands og Rússlands.
Í ársreikningi Samherja fyrir árið
2010 er umfjöllunin um veiðiheim-
ildirnar í Afríku á þá leið að um sé
að ræða leigu á veiðiheimildum
við strendur álfunnar: „Auk þessa
leigja dótturfélög veiðiheimildir við
strendur Norður-Afríku.“ Í yfirliti
yfir kvótaeign erlendra dótturfélaga
Samherja eru gefnar upp töluleg-
ar upplýsingar um magn þess kvóta
sem félagið ræður yfir. Engar slíkar
tölulegar upplýsingar eru hins vegar
um kvótann í Afríku í ársreikningum
Samherja enda á útgerðin ekki nein-
ar veiðiheimildir í álfunni. Ef marka
má heimildarmann DV ræðst þetta
af því að veiðiheimildir Samherja í
Afríku eru í reynd ótakmarkaðar.
Veltan ekki í ársreikningi Kötlu
DV hefur undir höndum ársreikning
um starfsemi Kötlu Seafood á Kanar-
íeyjum þar sem fram koma fjárhags-
legar upplýsingar um rekstur félags-
ins. Í þeim ársreikningi kemur fram
að hagnaður Kötlu hafi einungis
numið tæplega 490 þúsund evrum
árið 2010, að velta fyrirtækisins hafi
numið rúmlega 5,6 milljónum evra
og að eignir þess hafi numið tæplega
11 milljónum evra. Miðað við þessar
hagnaðartölur græddi Katla aðeins
tæplega 75 milljónir króna árið 2010
og var veltan einungis tæplega 860
milljónir.
Í ársreikningnum kemur fram að
starfsmenn Kötlu Seafood hafi verið
19 talsins árið 2010 og að eini hlut-
hafi og stjórnandi félagsins hafi ver-
ið Kýpurfélagið Fidelity Bond Invest-
ments. Enginn af stjórnendum eða
hluthöfum Samherja er persónulega
skráður fyrir prókúru félagsins eða
stjórn þess. Eignarhaldið á félaginu
er því ekki mjög gagnsætt miðað við
ársreikninginn en ekkert í honum
tengir Samherja beint við félagið.
Þetta er talsverð breyting frá því sem
var þegar Sjólaskip áttu útgerðina en
í ársreikningnum koma fram nöfn
helstu hluthafa Sjólaskipa og eru þeir
nefndir sem fyrrverandi stjórnendur
félagsins, meðal annars bræðurnir
Guðmundur Steinar Jónsson og Har-
aldur Reynir Jónsson.
Í Viðskiptablaðinu í september í
fyrra kom hins vegar fram að á milli
30 og 40 prósent af tekjum fyrirtæk-
isins megi rekja til veiðanna við Afr-
íkustrendur. Þetta þýðir að meira en
20 milljarðar króna af tekjum Sam-
herja megi rekja til Afríkuveiðanna.
Sé miðað við 35 prósent af heild-
artekjum voru tekjurnar vegna veiða
við Norður-Afríku um 24,2 milljarðar
króna, eða 147 milljónir evra. Tekjurn-
ar í ársreikningi Kötlu á Kanaríeyjum
voru aftur á móti, líkt og áður segir,
aðeins 5,6 milljónir evra, eða rösklega
850 milljónir króna.
Reksturinn í sérstökum
félögum
Heimildarmaður DV segir að
ástæðan fyrir þessum mun á
þekktri veltu Samherja í Afríku og
veltunni sem fram kemur í árs-
reikningi Kötlu Seafood sé sú að
sérstök félög séu um rekstur hvers
skips hjá útgerðinni. „Svo eru sér-
stök fyrirtæki um hvert skip. Skipin
eru skráð í Belís.“
Eignarhaldið á skipunum er í ein-
hverjum tilfellum í gegnum Mið-
Ameríkuríkið Belís, líkt og heim-
ildarmaður DV nefnir. Togararnir
M/V Beta 1 og M/V Heinaste eru til
að mynda skráð í Belís. Þetta kem-
ur fram á heimasíðum á internetinu
þar sem hægt er að sjá eignarhald
og skráningar á skipum í heiminum.
Heimahafnir þessara skipa eru borg-
in Belís í samnefndu landi.
Í báðum tilfellum er Katla Sea-
food Ltd. skráð sem félagið sem
notar skipin en í báðum tilfellum
eru önnur félög skráð sem eigendur
þeirra. Í tilfelli Beta er eignarhald á
skipinu á höndum íslenska eignar-
haldsfélagsins Snæfells hf. á meðan
Heinaste er í eigu eignarhaldsfélags
sem heitir Seadove Fishing Comp-
any Limited. Í ársreikningi Kötlu
Seafood á Kanaríeyjum kemur fram
að félagið Seadove Fishing Company
Limited tengist því félagi. Skip Kötlu
Seafood eru því skráð í eigu ýmissa
eignarhaldsfélaga sem tengjast Sam-
herja með einum eða öðrum hætti.
Eignarhaldið á skipunum virðist
hins vegar á endanum vera í gegnum
íslenska eignarhaldsfélagið Polaris
Seafood sem DV greindi frá í frétt um
Samherja í síðasta mánuði. Samherji
sendi frá sér tilkynningu í tengslum
við þann fréttaflutning þar sem fram
kom að eignir tveggja eignarhalds-
félaga útgerðarfyrirtækisins á Kýpur
væru fyrst og fremst skipin sem not-
uð eru við útgerðina í Afríku. „Eignir
þeirra félaga sem tengjast Samherja
á Kýpur eru fyrst og fremst fiski- og
þjónustuskip sem stunda fiskveiðar
og vinnslu við strendur Afríku.“ Ekki
er óhugsandi að Kýpurfélögin sjálf
haldi með einum eða öðrum hætti
utan um rekstur skipanna sem notuð
eru við veiðarnar í Afríku og að þetta
útskýri af hverju upphæðirnar í árs-
reikningi Kötlu Seafood eru eins lág-
ar og raun ber vitni.
Evrópusambandið endurnýjaði
ekki samninginn
Í lok síðasta árs ákvað Evrópusam-
bandið að endurnýja ekki fiskveiði-
samninginn við ríkisstjórn Mar-
okkó sökum þess að samningurinn
tæki ekki með í reikninginn hags-
muni íbúa Vestur-Sahara og væri
þar af leiðandi brot á alþjóðalögum.
Í frétt um málið á erlendum vefmiðli
segir að þeir þingmenn Evrópu-
sambandsins sem hafi verið mót-
fallnir samningnum hafi bent á að
veiðarnar væru rányrkja sem kæmi
niður á fiskistofnum – bent var á að
á níu af þeim ellefu fisktegundum
sem veiddar væru úti fyrir strönd
Marokkó væri um ofveiði að ræða.
Samningur Evrópusambandsins við
Marokkó hefur því leitt af sér ofveiði
á ákveðnum fisktegundum og arður-
inn af veiðunum hefur ekki skilað sér
í réttum mæli til þeirra landa Afríku
þar sem veiðarnar fara fram.
Þegar ákvörðunin um að endur-
nýja ekki samninginn við Marokkó
lá fyrir þann 15. desember síðast-
liðinn sagði skoskur þingmaður,
Ian Hudghton sem starfar innan
Evrópusambandsins, að Marokkó
hefði ekki rétt á að selja náttúru-
auðlindir Vestur-Sahara. „Marokkó
hefur ekki rétt á því, samkvæmt
alþjóðalögum, að selja náttúru-
auðlindir Vestur-Sahara. Af þessu
leiðir að Evrópusambandið á ekki
að greiða ríkisstjórn Marokkó fyr-
ir fiskveiðiréttindi úti fyrir strönd
Vestur-Sahara.“
Í kjölfarið á niðurstöðunni gaf
Evrópusambandið það út að ef sam-
bandið ætti að undirrita nýjan samn-
ing þyrftu hagsmunir íbúa Vestur-Sa-
hara að vera tryggðir auk þess sem
veiðarnar þyrftu að vera sjálfbærar
og mættu ekki leiða til ofveiði á ein-
stökum fisktegundum.
Ríkisstjórn Marokkó gaf það út
í kjölfarið að evrópsk fiskveiðiskip
þyrftu að hverfa úr lögsögu lands-
ins innan tiltekins frests og gætu ekki
lengur stundað veiðar við strendur
landsins.
Segir ákvarðanir Evrópusam-
bandsins hafa áhrif
Þorsteinn Már segir að samning-
ar þeir sem Evrópusambandið
hefur gert við ríkisstjórn Marokkó
um fiskveiðar evrópskra skipa við
strendur landsins hafi auðvitað
áhrif á starfsemi Samherja í Afríku.
„Samherji á hlut í fyrirtæki sem hef-
ur veitt innan Evrópusambands-
Eitt af skipum Kötlu M/V Heinaste er einn af togurum Samherja sem veiðir við strendur Afríku. Síðasta skráða koma skipsins í höfn í Afríku var þann 26. apríl í hafnarborginni Walvis Bay í Namibíu en skipið fór þaðan aftur þann 29.
apríl. Líklegt er að skipið hafi landað í Namibíu í lok mánaðarins. Skipið er skráð í Mið-Ameríkuríkinu Belís. „Auðvitað hafa
þessir fiskveiði-
samningar Evrópusam-
bandsins áhrif á þessi
dótturfélög Samherja.
Endurnýjaði ekki samninginn Maria Damanaki, sem er yfirmaður sjávarútvegsmála
hjá Evrópusambandinu, var fylgjandi því að samningurinn við Marokkó yrði endurnýjaður.
Þetta var hins vegar ekki gert vegna ofveiði á 9 af 11 fisktegundum.