Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Page 13
Fréttir 13Miðvikudagur 2. maí 2012 M eirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill sjá frumvarp forsætisráðherra að breyttri skipan ráðu- neyta samþykkt á þinginu. Gangi tillagan eftir mun ráðuneytum hafa fækkað úr tólf í upphafi kjörtíma- bilsins í átta. Stefnt er að því að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfis- ráðuneytis, efnahags- og viðskipta- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneyti, fjármála- og efnahags- ráðuneyti og umhverfis- og auð- lindaráðuneyti. Hagsmunasamtök atvinnuveit- enda eru þó á allt öðru máli. „Samtökin hafa ítrekað lýst þeirri skoðun að horfið verði frá hug- myndum um sameiningu,“ segir í umsögn Landssambands íslenskra útgerðarmanna um sameininguna. Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja, gagnrýnir breytingarnar. Þó aðeins þann hluta er viðkem- ur nýju umhverfis- og auðlindar- áðuneyti. „Ráðuneytið muni m.a. fá það hlutverk að setja viðmið um sjálfbærni sem ætlað sé að tryggja ábyrga umgengni við náttúruna og allar auðlindir hennar. Engin dæmi eru hins vegar nefnd um að skort hafi á slíka ábyrgð í umgengni við náttúruna,“ segir í umsögn Sam- orku. Samtök iðnaðarins lýsa sig sömuleiðis áhyggjufull vegna fyrir- hugaðra sameininga og telja að nán- um tengslum atvinnulífs við ráðu- neyti verði stefnt í hættu. „Með því að skipta verkefnum á sviði iðnað- armála upp með fyrrgreindum og á köflum óljósum hætti telur stjórn SI að rofin verði tengsl milli atvinnulífs annars vegar og rannsókna, nýting- ar, verndunar og þróunar hins veg- ar. Samtökin telja að Íslendingum sé þvert á móti nauðsynlegt að halda sterkum böndum milli atvinnu, þekkingar og auðlinda.“ Sameining ráðuneyta úr nefnd n Atvinnuveitendur ósáttir við stórt umhverfis- og auðlindaráðuneyti Úr tólf í átta Nái breytingarnar í gegn mun ráðuneytum hafa fækkað um þriðjung frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Tekist á um aðgerðir Seðlabankans Á mánudaginn var munnlegur mál- flutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Samherja gegn Seðlabanka Ís- lands. Samherji vill meina að nýlegar rannsóknaraðgerðir bankans gegn fyrirtækinu hafi verið ólögmætar. Rann- sóknin á Samherja teygir sig til erlendra dótturfélaga Samherja en eignarhaldið á þeim er í nokkrum tilfellum í gegnum Kýpur. Í síðasta mánuði gerðu Seðlabanki Íslands, sérstakur saksóknari og skatt- rannsóknarstjóri húsleit í höfuðstöðvum Samherja vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á lögum um gjaldeyrismál. Lagt var hald á gögn um viðskipti Samherja með sjávarafurðir. Til rannsóknar er grunur um að fyrirtækið hafi selt fisk til þýsks dótturfélags síns, DFFU, á undirverði. Sérstaklega er rætt um að karfi hafi verið seldur til félagsins á undirverði. Með þessu á Samherji að hafa tekið út hagnað af fiskveiðum hér á landi í gegnum erlend dótturfélög með ólöglegum hætti fram hjá gjaldeyris- haftalögunum sem sett voru á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008. Þessi hagn- aður Samherja á því, samkvæmt þessu, að vera tekinn út í öðrum löndum en ekki hér á landi. Rannsóknin á Samherja stendur enn yfir hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands. Lögmaður Samherja, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður á Lex, segir að í málinu sé tekist á um það hvort aðgerðir Seðlabankans hafi átt rétt á sér. „Samherji vill meina að það hafi ekki verið tilefni til þessara aðgerða sem farið var í. Menn telja að málatilbúnaður Seðlabankans hafi verið byggður á misskilningi. Krafa okkar er sú að þessi húsleit og haldlagning gagnanna verði úrskurðuð ólögmæt eins og til þeirra var stofnað. Það er inntakið,“ segir Helgi. Héraðsdómur Reykjavíkur mun nú dæma í málinu. „Nú er héraðsdómur að hugsa málið og kveður upp sinn dóm á næstunni,“ segir Helgi. ins. Auðvitað hafa þessir fiskveiði- samningar Evrópusambandsins áhrif á þessi dótturfélög Samherja. Það er bara þannig,“ segir hann. Þegar Þorsteinn er spurður að því hvaða afleiðingar það hafi haft á Kötlu Seafood að samningurinn við ríkisstjórn Marokkó hafi ekki verið endurnýjaður segir hann það ekki beint út. Hann segir að starfsmenn Kötlu Seafood hafi ekki séð tilefni til að ræða um það. „Þeir sem þarna vinna eru bara ekkert að tjá sig um það.“ Hann fæst ekki til að útskýra hvað hann á við með þessum um- mælum og hvort ákvörðun Evr- ópusambandsins hafi þau áhrif að Samherji verði af þeim gríðarlegu tekjum sem Afríkuveiðarnar hafa skilað fyrirtækinu. Skipin úti fyrir strönd Máritaníu Miðað við upplýsingar um sigling- ar skipa Samherja eru að minnsta kosti einhver þeirra enn við strend- ur Afríku. Togarinn Geysir var til að mynda úti fyrir ströndum Máritan- íu, í nágrenni við landamæri Vest- ur-Sahara, síðasta dag aprílmánað- ar. Síðasta höfnin sem skipið lagði upp frá var í Las Palmas á Kanar- íeyjum. Þá var togarinn Janus stað- settur rétt sunnan við landamæri Vestur-Sahara, úti fyrir strönd Má- ritaníu við borgina Nouadhibou, síðustu dagana í apríl. Janus var á norðurleið, í áttina að Kanaríeyj- um, á þriðjudaginn þegar staðsetn- ing skipsins var könnuð. Togarinn Kristina var einnig úti fyrir strönd Máritaníu í lok apríl og var síðasta höfnin sem skipið kom í á Kanar- íeyjum. Staðsetning skipanna og siglingaleiðir þeirra á þessum slóð- um bendir til að skip Kötlu Seafood séu við veiðar á miðunum úti fyrir strönd Norður-Afríku. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.