Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Page 18
Græddu á Grænum bíl
18 Neytendur 2. maí 2012 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 263,9 kr. 261,3 kr.
Algengt verð 263,7 kr. 261,1 kr.
Algengt verð 263,6 kr. 261,0 kr.
Algengt verð 263,9 kr. 261,3 kr.
Algengt verð 265,9 kr. 261,3 kr.
Melabraut 263,7 kr. 261,1 kr.
Ánægjuleg
áminning
n Lofið fær Þjóðleikhúsið en
ánægður leikhúsgestur sendi eftir-
farandi. „Ég fékk sent SMS frá Þjóð-
leikhúsinu þar sem ég var
minnt á sýningu á Vesaling-
unum sem ég hafði keypt
miða á. Ekki það að ég hefði
nokkurn tíma gleymt
því, heldur fannst
mér þetta gott fram-
tak og gaman að fá
áminningu um eitt-
hvað jafn ánægjulegt.“
Hækkaði um
100.000 kr.
n Lastið að þessu sinni fær verslun-
in Rekkjan en DV fékk eftirfarandi
sent: „Ég hafði samband við þá um
daginn og fékk verðlista hjá þeim,
en þetta var 31. mars. Mér leist vel
á eitt rúmið hjá þeim, Alberta Plus
Queen size sem var á 192.980 krón-
ur samkvæmt listanum, og þegar
ég ætlaði að ganga frá þessu fór ég
á heimasíðu þeirra og sá að það var
komið á 299.200 krónur sem það
er á núna. Þeir sögðu að þetta væri
eðlileg hækkun en það
finnst mér alls ekki.
Manni finnst eins
og rúmið hafi verið
hækkað í verði til að
hægt væri að setja
það á afslátt en þeir auglýsa
núna 50 prósenta afslátt á
rúmum á tilboðsdögum,“
segir viðskiptavinurinn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
n Hægt er að spara á þriðja hundrað þúsund við að fá sér nýrri og grænni bíl
Þ
ú sparar 218.000 krónur í
eldsneytiskostnað á ári með
því að skipta úr 2005-árgerð-
ar bíl yfir í nýjan bíl á grænu
bílaláni, samkvæmt útreikn-
ingum Ergo. Auk þess sparar þú þér
tæplega 25.000 krónur í bifreiðagjöld
og þú hlífir umhverfinu við 2.000
kílóum af CO2-útblæstri. Græn lán
bera auk þess ekki lántökugjald en
slíkt gjald fer eftir lengd lánins. Sem
dæmi þarf að greiða 78.750 krónur í
lántökugjald fyrir 3.000.000 króna bíl
sem er keyptur með 75 prósenta láni.
Lægri vörugjöld og frí bílastæði
Á heimasíðu Ergo hefur nú verið
birtur listi yfir eyðslugrennstu, um-
hverfisvænstu og hagkvæmustu
bílana sem hægt er að fá í dag. Þessir
bílar eru í útblástursflokki A, B og C,
sem þýðir að þeir losa 120 grömm af
CO2 eða minna og því standa græn
lán til boða við kaup á þeim. Þeir
bílar sem falla undir þessa skilgrein-
ingu bera einnig lægri vörugjöld en
eyðslufrekari bílar. Þar að auk fá eig-
endur grænna bíla frítt í bílastæði í
miðborginni.
Fjölskyldurbílar á listanum
„Við lítum svo á að það sé ekki hægt
að segja að bílar verði umhverfis-
vænni, en þeir eru stöðugt að verða
umhverfishæfari,“ segir Ásthildur J.
Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá
Ergo fjármögnunarþjónustu Íslands-
banka, en þar hefur verið boðið upp
á græn bílalán í nokkurn tíma. Segir
hún að fólk hafi tekið mjög vel í þessa
nýjung og að móttökurnar hafi farið
fram úr þeirra björtustu vonum.
Ásthildur segir að upphaflega hafi
Ergo ætlað að bjóða upp á slík lán til
áramóta en ákvörðun var tekin um
að framlengja þau út júní. Þá verði
metið hvort fyrirtækið haldi áfram að
bjóða slík lán. „Fólk hefur haft þá til-
finningu að þeir bílar sem falla und-
ir þessar skilgreiningar séu bara litlu
bílarnir. Við viljum leggja okkar af
mörkum og benda fólki á að þeir eru
miklu fleiri. Þegar þú skoðar listann
sérðu að þar eru fjölskyldubílar jafnt
á við litla smábíla. Við á Íslandi erum
háð einkabílnum og við viljum eiga
stóra bíla til að ferðast á. Það sem
við höfum tekið eftir er að fólk jafnar
þetta út með því að fá sér umhverf-
ishæfari bíl til að snattast í bænum.“
Útblástur og eyðsla
Ásthildur segir að það sé greinilega
mikil vitundarvakning hjá almenn-
ingi og nefnir í því samhengi að
nú sé það að verða regla frekar en
undantekning að tekið sé fram hve
miklu bíllinn eyðir og hve mikill út-
blásturinn sé í auglýsingum. „Bíla-
val er í eðli sínu ákveðin ástríða og
við veljum bíl eftir tilfinningum.
Breytingin sem við sjáum í dag er
sú að fólk er einnig farið að hugsa
út í útblástur og eyðsluna. Það hefur
breyst. Fólk er farið í meira mæli að
velta þessum hlutum fyrir sér.“
Það séu þó ekki einungis vænt-
anlegir kaupendur sem hugi að
þessu því framleiðendur séu mark-
visst farnir að bæta og þróa vél-
ar sínar þannig að þær eyði mun
minna en áður. Miklar breyting-
ar hafi orðið á þessu síðustu árin.
„Samhliða framleiðslu á rafmagns-
bílum og þróun á öðrum orkugjöf-
um, eins og metan og lífrænni olíu,
eru framleiðendur dísil- og bens-
ínbíla farnir að bæta sig til að vera
samkeppnishæfari. Þetta hjálpast
allt við að gera bílana umhverfis-
hæfari,“ segir hún.
„Þegar þú skoðar
listann sérðu að
þar eru fjölskyldubílar
jafnt á við litla smábíla.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Ásthildur J. Kristjánsdóttir Segir
fjölmarga bíla vera umhverfishæfari en áður.
* Blönduð eyðsla á hverja 100 km
** Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilolíuverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km
Árgerð 2005 **
Sjálskiptur /bensín
Árgerð 2012 **
Beinskiptur / dísil
Sparnaður
á ári
221 g/km 113 g/km
9,2 l 4,5 l
447.120 kr.Eyðsla * 228.600 kr. 218.520 kr.
34.240 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr. 24.480 kr.
4.420 kgCO² útblástur 2.380 kg 2.040 kg
Sparnaður Hér má sjá
sparnaðinn við það að fá sér
nýjan bíl á grænu bílaláni.