Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Síða 20
20 Lífstíll 2. maí 2012 Miðvikudagur
Mikilvægast
að taka lýsi
n Hægt að verjast krabbameini með góðu mataræði
Þ
órunn Steinsdóttir er lög-
fræðingur og auk þess mikil
áhugamanneskja um mat-
argerð og forvarnir gegn
krabbameini. Hún hefur
um nokkurt skeið haldið úti vefsíð-
unni matturmatarins.com þar sem
hún miðlar upplýsingum um fæðu-
tegundir sem vinna gegn krabba-
meini og kynnir heilbrigt mataræði
og lífsstíl sem áhrifaríka forvörn.
„Þessi síða snýst um það að kynna
fyrir fólki hvaða þættir og þá sér-
staklega mataræði geta minnkað lík-
urnar á því að fólk fái krabbamein.
Á síðunni er umfjöllun um forvarnir
gegn krabbameini. Hvaða áhrif nær-
ingarefni í matnum geta haft. Ég vil
benda fólki á ákveðin efni í matnum
sem eru bólguhamlandi eða næring-
arefni sem vinna gegn krabbameini.
Ég reyni að skrifa á mannamáli og
kynna fyrir fólki einföld atriði sem
það getur fært til betri vegar.“
Hægt að minnka líkurnar
Í fjölskyldu Þórunnar er saga um
brjóstakrabbamein og hún segist
þess vegna hafa fengið áhuga á því
að verja sjálfa sig gegn meininu. „Ég
held að það sé þannig með alla sem
hafa ástríðu fyrir einhverju ákveðnu
að það snerti þá eitthvað sérstaklega.
Ég hef alltaf verið meðvituð um það
að ég er kannski líklegri en margir
til þess að veikjast af krabbameini.
Þess vegna hef ég frá unga aldri velt
því svolítið fyrir mér hvað það er í
umhverfi okkar sem hefur áhrif á
krabbameinsmyndun og hverju við
getum stjórnað.“
Þórunn bendir á að enginn geti
útrýmt hættunni á því að þróa með
sér krabbamein enda séu umhverf-
isþættir og lífsstíll mikilvægur. „Um
5 prósent af krabbameinum er beint
hægt að rekja til erfða, þannig að það
eru mörg tilfellin sem er hægt að
koma í veg fyrir. Rannsóknir sýna að
um þriðjung krabbameinstilfella má
rekja til lélegs mataræðis og fólk get-
ur því minnkað líkurnar talsvert með
því að taka ábyrgð á eigin heilsu.“
Tengsl krabbameins og bólgu
eru mikil
Stærstu breytingarnar sem Þórunn
hefur gert á mataræði sínu varða
jafnvægi á milli omega 3 og omega 6
fitusýra og bólguhamlandi fæði.
„Hefðbundið vestrænt fæði inni-
heldur of mikið af omega 6 fitusýrum
sem eru bólguhvetjandi en of lítið af
omega 3 fitusýrur eru bólguhaml-
andi. Tengsl milli krabbameins og
bólgu eru mikil og margar tegundir
æxla virðast helst myndast í bólgu-
vef. Ýmsir bólgusjúkdómar auka því
líkurnar á krabbameini í viðkomandi
líffærum. Mér fannst þetta merkileg-
asta uppgötvun sem ég hef gert til að
bæta mataræðið. Ég er mjög meðvit-
uð um fituna sem ég borða og reyni
að minnka neysluna á omega 6 og
auka neyslu mína á omega 3.“
Þórunn mælir með bætiefnum
þótt henni finnist nauðsynlegt að fá
sem flest næringarefna úr fæðu.
„Mikilvægast er að taka lýsi,“ segir
Þórunn. „En það er ekki nóg, ég tek
líka D-vítamín. Tel það nauðsynlegt
vegna þess hve norðarlega við erum.
Ég er líka afar hrifin af þörungum,
sem eru fæða í sjálfu sér. Ég tek aldrei
samsett vítamín. Mér finnst mikil-
vægt að fá sem flest næringarefni úr
fæðunni.“ kristjana@dv.is
Máttur matarins Þórunn Steinsdóttir rekur vefsíðuna matturmatarins.com þar sem hún
fræðir fólk um það hvernig má verjast krabbameini með lífsstíl og mataræði.
Innkaupalisti
Þórunnar
n Lýsi
n Hörfræolía
n Chia-fræ
n Hampfræ
n Spirulina
n D-vítamín í töfluformi
n Chlorella
Uppskrift af vefsíðu Þórunnar
Unaðslegur chia-morgunverður með
möndlum og berjasósu
n Mér finnst fátt huggulegra en að
vakna útsofin um helgar og búa til hollan
og góðan morgunmat fyrir mig og mína.
Þessi morgunmatur krefst örlítils undir-
búnings þar sem mikilvægt er að leggja
hafrana og chia-fræin í bleyti í eplasafa
yfir nótt. Þetta tekur engan stund
og ætti ekki að vefjast fyrir neinum.
Þegar maður vaknar er morgunmaturinn
síðan nánast tilbúinn. Það eina sem
maður þarf að gera er að hita berin með
hlynsírópi í potti og dreifa öllu saman í
skál. Einfaldara verður það varla. Ég hvet
fólk því til að prófa þessa góðu uppskrift
um næstu helgi. Það er alveg tilvalið að
vakna á sunnudagsmorgun og borða
hollan morgunmat áður en maður fer að
belgja sig út af óhollustunni.
Uppskriftin inniheldur eftirfarandi
krabbameinshamlandi fæðutegundir:
n Ávextir: brómber, hindber
n Hnetur og fræ: chia-fræ, möndlur
n Kornmeti: hafrar
Uppskrift fyrir 4
Chia-hafragrautur
n 1 bolli tröllahafrar
n 1 bolli hágæða eplasafi
n 3 msk. chia-fræ
Blandað saman í skál og geymt í ísskáp
yfir nótt.
Berjasósa
n 1 bolli berjablanda – hindber/brómber/
rifsber/bláber
n 1 msk. hlynsíróp
Allt hitað saman í potti í 3–4 mínútur
þar til allt er orðið mjúkt og vel blandað
saman.
Annað
n 2 bollar hreint jógúrt/ab-mjólk/hrís-
mjólk/sojamjólk
n 1/2 bolli möndlur eða eftir smekk
Dreifið chia-grautnum í 4 skálar.
Hellið smá hreinu jógúrti/ab mjólk
(eða hrísmjólk/sojamjólk) í skálina.
Dreifið möndlum yfir og því næst hellið
berjasósunni yfir. Berið fram og njótið.