Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 25
E nn einu sinni sést hvað Englendingar eru aftarlega á mer­ inni knattspyrnu­ lega,“ segir Ólaf­ ur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, aðspurður um það sem upp úr stendur á Evrópumótinu í knattspyrnu það sem af er því móti. Fátt hefur komið honum sér­ staklega á óvart nema hvað enska landsliðið sé í stand­ andi vandræðum og þá taldi Ólafur, eins og flestir, að Hollendingar yrðu brattari en raunin hefur verið. Mótið skemmtilegt „Mér finnst enginn leikur enn sem komið er hafa ver­ ið leiðinlegur þó það verði að segjast að leikir Grikkj­ anna hafa ekki verið mikið til útflutnings. Á móti kem­ ur að landslið eins og Rúss­ land, Úkraína, Frakkland, Tékkland og jafnvel Dan­ mörk hafa komið sterk til leiks jafnvel þó Rússarnir hafi klúðrað sínum málum og séu úr leik. Allir leikirnir hafa verið tiltölulega frískir og fjörugir og það segir ým­ islegt að Rússar, sem spil­ uðu frískan bolta fyrstu leiki sína, eru úr leik þrátt fyrir mjög ferska og skemmtilega byrjun. Keppnin það sem af er er ekki síðri en síðustu Evrópumót sem hafa ver­ ið í skemmtilegri kantinum. Persónulega finnst mér þau mót yfirleitt skemmtilegri en heimsmeistaramótin.“ Daprir og daprari Enska landsliðið er í litlu uppáhaldi hjá Ólafi sem seg­ ir það ekki nýtt að lið þeirra sé í bullandi vandræðum á stórmótum. „En þeir leika leiðinlegan bolta aftan úr fornöld og virðast ekki kom­ ast á næsta stig eins og Frakk­ ar hafa til dæmis gert síðan á HM 2010. Það tala flestir um ensku deildina sem þá allra bestu í heimi en það er vand­ séð ef mið er tekið af lands­ liði þeirra. Þeir voru bara heppnir gegn Svíum og hefði Walcott til dæmis hitt bolt­ ann sem rataði í netið er vandséð að þeir hefðu unnið þann leik.“ Hollendingar eru ann­ að lið sem ekki hefur stað­ ið undir væntingum að mati Ólafs og er hann vart einn um þá skoðun. Lið þeirra virðist heillum horfið en það samanstendur af tiltölu­ lega sama hópi knattspyrnu­ manna og á HM 2010. „Ég hélt í barnslegri einfeldni minni að þeir yrðu betri en raunin hefur verið enda með vel skipað lið. Þeir eru hins vegar með leikmenn inn­ anborðs sem skemma fyr­ ir liðinu í heild og það hefur haft mikil og slæm áhrif.“ Nýstirnin vantar Oftar en ekki hefur það ver­ ið raunin á Evrópumótum að einn eða fleiri lítt þekktir leikmenn koma sérstaklega sterkir inn og vekja athygli stórliða strax í fyrstu leikjum EM. Ef frá eru taldir nokkrir frambærilegir hefur ekk­ ert nýstirni beinlínis skinið skært það sem af er og und­ ir það tekur Ólafur. „Auð­ vitað hafa nokkrir leikmenn vakið sérstaka athygli. Rúss­ inn Dzagoev kemur strax upp í hugann en hann var þó nokkuð þekktur fyrir og kemur kannski lítt á óvart. Annar sem mér finnst hafa staðið sig afar vel er pólski fyrirliðinn Blaszczykowski en hann er vitaskuld enginn nýliði heldur. Varnarmað­ urinn þýski Hummels hef­ ur líka verið frábær en hann sömuleiðis er ekki alveg óþekktur. Sport 25Mánudagur 25. júní 2012 Ítalía í undanúrslit eftir vítakeppni n Englendingar úr leik og Ítalir mæta Þjóðverjum Þ að verður ítalska landsliðið sem fær það verkefni að mæta Þjóðverjum í undan­ úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu eftir 4­2 sigur á Englendingum eftir víta­ spyrnukeppni. Var þessi síðasti leikur í átta liða úrslitum fyrsti leik­ urinn í allri keppninni sem endaði markalaus eftir hefð­ bundinn leiktíma. Dugði heldur ekki framlenging til jafnvel þó Ítalir væru með boltann 65 prósent tímans og ógnuðu marki enskra 20 sinnum á móti fjórum skipt­ um hinum megin. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit og þar höfðu Ítalir betur eftir að As­ hley Young og Ashley Cole klúðruðu sínum vítum. Voru Ítalir vel að sigrinum komnir enda réðu þeir leiknum nán­ ast allan tímann og áttu mun fleiri sóknir en Englendingar þó flestar þeirra væru hættu­ litlar. Mótherji Ítala verður þýska landsliðið sem margir spá sigri á mótinu en veð­ bankar telja líkurnar litlar á að Ítalir eigi mikla möguleika að sigra þá þýsku sem hafa farið létt í gegnum leiki sína til þessa. Hinn undanúrslita­ leikurinn verður milli Spán­ ar og Portúgal og telja veð­ bankar sömuleiðis að þar fari Spánn áfram. Er sá leik­ ur forvitnilegur fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins er grimmur rígur milli þessara ríkja á Íberíuskaganum held­ ur leika þrjár helstu stjörn­ ur Portúgal, Pepe, Coentrao og Ronaldo, með Real Mad­ rid, sterkasta félagsliði Spán­ ar, og eru um leið samherj­ ar Casillas, Ramos, Xabi Alonso, Arbeloa og Albiol sem leika með spænska landsliðinu. Leikur Spánar og Portú­ gal fer fram á miðvikudaginn kemur en leikur Þjóðverja og Ítala degi síðar. Úrslitaleik­ urinn á EM 2012 fer svo fram á sunnudaginn kemur. albert@dv.is Úrslit EM 2012 Ítalía – England Vítaspyrnuk. 4–2 0–1 Balotelli, 1–1 Gerrard, 2–1 Rooney, 2–2 Pirlo, 2–3 Nocerino, 2–4 Diamanti Spánn – Frakkland 2–0 1–0 Xabi Alonso (19.), 2–0 Xabi Alonso (90.) Þýskaland–Grikkland 4–2 1–0 Lahm (39.), 1–1 Samaras (55.). 2–1 Khedira (61.), 3–1 Klose (68.), 4–1 Reus (74.), 4–2 Salpingidis (89. víti) Tékkland–Portúgal 0–1 Ronaldo (79.) Undanúrslit Ítalía - Þýskaland Spánn - Portúgal Marklínutækni engu breytt á EM Albert Eyþórsson albert@dv.is Inni eða úti? Marklínutæknin mun verða reynd í Englandi næsta vetur en óljóst hvort það næst að setja slíkan búnað alls staðar upp áður en vertíðin hefst í ágúst. Boltinn var inni Enginn veit sína ævina og sömuleiðis er ómögulegt að geta sér til um hvernig landsleikur Eng- lands og Úkraínu hefði endað hefði gott og gilt mark þeirra síðarnefndu fengið að standa. n Hermann Gunnarsson veðjar á að Þýskaland vinni Evrópumeistaratitilinn 2012 Hallar á Spánverja Vicente del Bosque, þjálf­ ari Spánverja, segir klárt að lið sitt muni tapa ein­ hverju á að fá færri frídaga milli leikja en Portúgalar en landsliðin mætast í undan­ úrslitum Evrópukeppninn­ ar í knattspyrnu á miðviku­ daginn kemur. Telur karlinn, sem sopið hefur margar fjörurnar í bransanum, að frí­ dagur til eða frá skipti orðið verulegu máli í keppni sem þessari. Segir Bosque leik­ menn sína þreytta og kenn­ ir meðal annars um mikl­ um hitum í Úkraínu. Eru þó Spánverjar sennilega vanari að spila í töluverðum hitum en mörg önnur landsliðin. Blanc orðaður við Tottenham Landsliðsþjálfari Frakklands, Laurent Blanc, er talinn eiga helmings möguleika að fá áframhaldandi ráðningu sem þjálfari landsliðsins nú þegar Frakkarnir eru úr leik á EM. Þó boltaspekingar séu almennt á því að Frakk­ ar hafi spilað mun betur en þeir gerðu á Heimsmeistara­ mótinu í Suður Afríku fyrir tveimur árum eru það vart merkileg meðmæli enda liðið gjörsamlega úti á þekju þar. Óánægja var með leik liðsins í aðdraganda EM og Blanc fékk aldeilis á baukinn í fjölmiðlum fyrir nauman og tæpan sigur á Íslendingum í æfingaleik fyrir mótið. Hvort gengi liðsins dugar til að Blanc fái nýjan samning skal ósagt látið en ef ekki, ganga sögusagnir um að forráða­ menn Tottenham hafi áhuga að fá Frakkann til sín í stað Harry Redknapp sem sagt var upp störfum fyrir nokkru. Alonso sigrar á heimavelli Ökuþórinn spænski Fern­ ando Alonso gerði sér lítið fyrir og sigraði í Valencíu kappakstrinum í Formúlu 1. Var keppnin stórmerki­ leg, en ekki síst kom öll­ um á óvart að Alonso, sem hóf keppni á ellefta ráspól, skyldi standa uppi sem sigurvegari. Er þetta fyrsti sigur Alonso á Spáni í heil sex ár og heima­ menn trylltust þegar ljóst var að hetjan þeirra hafði sigurinn. n Gylfi Þór segir dómgæsluna á Evrópumótinu almennt mjög góða Lögðu Englendinga Ítalir fögnuðu að von gríðarlega í leikslok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.