Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 16. júlí 2012 Ummæli í umfjöllun Vikunnar sem Ásgeir vildi dæmd ómerk: n „Ég endaði á því að vinna fyrir Geira en það var mjög mikið um vændi inn á stöðunum hans og gríðarleg pressa á þeim stelpum sem fyrir hann störfuðu að stunda slíkt.“ n „Geiri hefur alltaf gert mikið út á vændi og þá inni á stöðunum. Eftir að einkadansinn var bannaður hefur vændið einfaldlega farið fram bak við tjöld sem sögð eru notuð til að hægt sé að spjalla við kúnnana í einrúmi.“ n „Það er allur gangur á því hvort kúnnarnir borga Geira sjálfum fyrir þjónustuna eða stelpunum beint.“ „Ég er komin yfir hræðsluna við þessa menn þótt mér hafi vissulega verið hótað lífláti og á tímabili fór ég ekki út úr húsi vegna hræðslu.“ n „Starfsstúlkur hans sem koma hingað tímabundið í þrjá mánuði í senn eru eins og í fangelsi.“ n „Þess á milli eru þær í raun kyrrsettar í húsinu fyrir utan vissan útivistartíma.“ n „Ástæðan fyrir því er sú að stelpur urðu uppvísar að því að ná sér í kúnna utan klúbbsins án þess að Geiri fengi hlut af þóknuninni en hann vill geta stjórnað vændinu sjálfur.“ n „Vændi regla frekar en undantekning.“ „Hótað lífláti.“ „Fluttar inn grunlausar um hvert stefndi.“ „Hótað lífláti ef hún segði frá.“ „Lovísa Sigmundsdóttir vann sem strippari og segir blaðamanni Vikunnar allt um vændið og líflátshótanirnar.“ „Lovísa segir vændi látið vera óáreitt og það sé áberandi inni á nektarstöð- unum.“ Ummæli úr Ísafold árið 2007 sem Ásgeir vildi dæmd ómerk: n „Flest bendir til þess að mansal sé stundað í Kópavogi.“ „Þær segja vændi vera stundað á staðnum.“ „Strax við komuna taka yfirmenn þeirra jafnvel flugmiðana eða vegabréfin af þeim. Þær verða að vinna fyrir farmiða og kostnaði áður en þær vinna sér inn réttinn til að yfirgefa staðinn.“ n „Og þeir sem láta sig málið varða vita að aðstæður þeirra hafa ekkert með list að gera, heldur mansal. Þetta eru stúlkurnar á Goldfinger.“ „Þeim var sagt að þær fengju svo há laun að þær gætu fætt alla fjölskylduna sína. Það var hægt, en þá þurftu þær líka að fara út í vændi. Og flestar gerðu það.“ „Vændi í dansklefum.“ „Stúlkurnar gátu átt von á allt að milljón króna launum á mánuð, ef þær unnu öll kvöld og seldu sig.“ „Það var stundað vændi þarna en ég setti mörkin þar. Vændið er til dæmis stundað inn í einkadansklefunum.“ „Umboðsmenn eru mafía.“ „Hún staðfestir að vændi sé stundað á Goldfinger.“ „Flestar stelpurnar, sem eru fengnar frá Austur-Evrópu, eru ekki dansarar heldur vændiskonur.“ „Það er vitað að þarna er stundað vændi og það er ætlast til þess.“ n „Stúlkan segist geta fullyrt að að- stæður austur-evrópsku stúlknanna á Goldfinger flokkist undir mansal.“ n „Og þær voru mjög hræddar við eigandann og hans fólk. Enda var alltaf sagt: Hér kemur Geiri og hirðin. Er þetta ekki mansal?“ n „Mansalið í Kópavogi.“ „Sumar stúlkurnar á Goldfinger starfa við að bera sig og selja sig án þess að nokkuð áþreifanlegt hafi neytt þær til þess.“ „Þeir sem ekki þekkja til telja gjarnan að þessar konur séu þátttakendur í hinu ólöglega athæfi af fúsum og frjálsum vilja.“ „Efnahagslegt ójafnvægi sem skapast hefur á milli Vestur- og Austur-Evrópu er meginástæða þess að verslun með konur og börn til kynlífsþjónustu þrífst.“ „Skipulagðir glæpahringir auglýsa stöðugt eftir konum sem vilja fara utan að vinna.“ „Hér fái þær hærri laun við að þjónusta þá kynferðislega en þær geti fengið heima hjá sér.“ „Þær eru nútímaþrælar án hlekkja.“ „Á meðan dansa stúlkurnar á bak við tjöldin og heimildir um vændi berast víða að.“ n Ómerk ummæli eru merkt sérstaklega. Í slandsbanki, helsti lánardrottinn útgáfufélags Morgunblaðsins, Árvakurs, afskrifaði í fyrra 994 milljónir af skuldum félagsins við bankann. Þetta má lesa úr ný­ útkomnum ársreikningi Árvakurs. Nemur afskriftin rúmlega helmingi af skuldum félagsins við bankann, eða um sextíu prósentum. Óvíst er hvaða skilyrðum afskriftirnar eru háðar. Björn Valur Gíslason, alþingis­ maður VG, birti nýlega pistil á vef­ síðunni sinni þar sem hann sagði spurningar vakna í málinu. Seg­ ir hann að það virðist sem skuldar­ ar sitji ekki við sama borð hjá bank­ anum: „Úti frá séð, þá hlýtur einhver mismunun að vera við lýði þarna,“ segir Björn Valur við DV. Íslands­ banki þurfi að skýra frekar málstað sinn í málinu. Talsmaður bankans segir hann hins vegar hafa farið eftir settum vinnuramma í málinu. Vekur upp spurningar „Þetta vekur upp spurningar, á hvaða leið bankinn sé,“ segir Björn Valur um málið. „Það er spurning hvort að einstaklingar fái sömu meðferð og hvort að einhverjar almennilegar kröfur hafi verið gerðar um endur­ skipulagningu rekstursins. Gerir til dæmis bankinn aldrei kröfu til þess að lélegir stjórnendur – eins og hlýtur að vera í þessu tilviki – víki?“ Hann segir bankann þurfa að greina frá leikreglunum – hver séu viðmið­ in á hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hversu háar skuldir eigi að afskrifa. Morgunblaðið pólitískt blað Þá segir Björn Valur eitt skilja Morgunblaðið frá öðrum fréttamiðl­ um landsins, en það sé sú staðreynd að blaðið sé pólitískt flokksblað og því ekki í samkeppni. „Morgunblaðið er ekki á samkeppnismarkaði. Það er pólitískt blað gefið út í pólitískum til­ gangi, og eitt slíkra blaða á landinu.“ Í ársreikningi Árvakurs segir að tilgangur félagsins sé að styðja frjálst viðskiptalíf, efla heilbrigðan hugs­ unarhátt í þjóðfélagsmálum og beita sér í hvívetna fyrir því sem miði til „sannra framfara“. Tjáir sig ekki Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vill ekki tjá sig sér­ staklega um afskriftirnar. „Við höf­ um birt ítarlegustu upplýsingar, sem íslenskir fjölmiðlar hafa svo birt, og þær tala sínu máli.“ Aðspurður vill hann ekki játa því eða neita hvort um afskriftir sé að ræða, en í ársreikn­ ingi sést greinilega hvar 994 milljón­ ir hafa á óútskýrðan hátt verið slegn­ ar af skuldum félagsins. Það er því greinilegt að um afskriftir sé að ræða en óljóst er hvaða skilyrðum þær voru háðar. Þá vill Óskar aðspurður ekki tjá sig sérstaklega um málflutning Björns Vals. „Ég get ekki verið að eltast við rangfærslur Björns Vals eða annarra,“ segir hann en tiltekur þó ekki hvort Björn Valur eða aðrir fari með rang­ færslur í þessu tiltekna máli. Fór að settum viðmiðum Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýs­ ingafulltrúi hjá Íslandsbanka, segir bankann ekki geta tjáð sig um mál­ ið. „Við tjáum okkur ekki um mál­ efni einstakra viðskiptavina,“ seg­ ir hún en þetta skýtur skökku við þar sem bankastjórinn sjálfur, Birna Einarsdóttir, tjáði sig um málið við Morgunblaðið. Guðný, sem ekki gef­ ur færi á gagnrýnum spurningum, segir bankann starfa eftir ákveðnum viðmiðum og að farið hafi verið eftir þeim í máli Árvakurs. „Almennt þá starfar bankinn samkvæmt ákveðn­ um vinnuramma, þegar um endur­ skipulagningu fyrirtækju er að ræða. Sá rammi tekur meðal annars mið af beinu brautinni, sem stjórnvöld, at­ vinnulífið og fjármálafyrirtæki sam­ þykktu á sínum tíma og voru und­ ir forystu þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra.“ Hefði skilað hagnaði Áhugavert er í ársreikningnum að félagið hefði skilað miklum hagnaði vegna afskriftanna ef ekki hefði ver­ ið fyrir endurmat á fasteignum sam­ stæðunnar. Fasteignir fyrirtækisins, þar á meðal vélar, áhöld og inn­ réttingar, lækkuðu samtals um 920 milljónir í verði. Vegna þessa tap­ aði félagið alls 205 milljónum, en ef endurmatið hefði verið hagstæðara hefði Árvakur skilað hundruðum milljóna í hagnað. Það virðist sem afskriftirnar hafi verið skilyrðum háðar. Ársreikn­ ingurinn gerir ráð fyrir 335 milljóna hækkun afborgana á þessu ári. Má því færa rök fyrir því að það hafi ver­ ið eitt skilyrði bankans. Sé það rétt er heildarniðurfærsla skulda félagsins hjá Íslandsbanka rúmar 664 milljónir króna. Afborgunartími tvöfaldast Í reikningnum kemur einnig fram að afborgunarskilmálum við lán bank­ ans hafi verið breytt mikið. Ekki er það skýrt frekar, en svo virðist sem að lengt hafi verið í afborgunar­ tíma. Í stað þess að greiða lánin til baka á fimmtán árum er afborg­ unartíminn orðinn þrjátíu ár. Því er ljóst að samist hefur um tvöföldun afborgunar tíma lánanna. Ekki er óvarlegt að áætla að raun­ veruleg afskrift skulda hafi numið 664 milljónum. Bankinn mun fá greiddar ríflega 330 milljónir á þessu ári, en sá peningur mun koma frá Þórsmörk ehf., sem er eignarhaldsfélag Árvak­ urs. Hlutaféð í Þórsmörk var nýlega hækkað um fimm hundruð milljónir og ætla má að það hlutafé hafi verið notað til þess að greiða bankanum og til þess að mæta tapi seinasta árs. Afskrifað í annað sinn Árið 2009 námu skuldir Árvakurs um fimm milljörðum króna. Þegar fé­ lagið var selt til núverandi eigenda, tóku Íslandsbanki og Landsbank­ inn ákvörðun um að afskrifa tæpa þrjá milljarða af skuldum félagsins. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem félagið gengur í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Ljóst er í nýjum ársreikningi félags­ ins að ráðist var í einhverjar aðhalds­ aðgerðir vegna bágrar stöðu félagsins. Störfum var meðal annars fækk­ að og tekist hefur að auka rekstr­ arhagnað fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) verulega. Árið 2008 var hann neikvæður um 575 milljón­ ir, árið 2011 var hann rétt rúmar 40 milljónir. Rekstrarskilyrði hafa því batnað til muna hjá Morgunblað­ inu og ætla má að afskriftirnar hafi átt stóran þátt í því. Tap félagsins á árinu 2011 var rúmar 205 milljónir. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Mogginn losnar við einn milljarð n Hefði skilað hagnaði ef ekki hefði verið fyrir endurmat fasteigna Listi yfir hluthafa Árvakurs Nafn Forsvarsmaður Hlutafé í krónum Hlutur í % Krossanes ehf. Þorsteinn Már Baldvinsson 225 milljónir 18,43% Hlynur A ehf. Guðbjörg Matthíasdóttir 200 milljónir 16,38% Áramót ehf. Óskar Magnússon 150 milljónir 12,29% Ísfélag Vestmannaeyja hf. Stefán Friðriksson 164 milljónir 13,43% Kaupfélag Skagfirðinga Sigurjón Rafnsson 110 milljónir 9,01% Rammi hf. Ólafur Marteinsson 75 milljónir 6,14% Síldarvinnslan hf. Gunnþór Ingvason 75 milljónir 6,14% Fjárfestingaf. GIGAS ehf. Halldór Kristjánsson 50 milljónir 4,10% Þingey ehf. Aðalsteinn Ingólfsson 50 milljónir 4,10% Páll Hreinn Pálsson sami 25 milljónir 2,05% Brekkuhvarf ehf. Ásgeir Bolli Kristinsson 25 milljónir 2,05% Fari ehf. Jón Pálmason 25 milljónir 2,05% Legalis sf. Sigurbjörn Magnússon 24 milljónir 1,97% Skollaborg ehf. Einar Valur Kristjánsson 21 milljón 1,72% Óskar Magnússon sami 1 milljón 0,08% Laugarholt ehf. Þorgeir Baldursson 1 milljón 0,08% Samtals hlutafé: 1.221 milljónir Heimild: Morgunblaðið „Morgunblaðið er ekki á samkeppn- ismarkaði. Það er pólitískt blað gefið út í pólitísk- um tilgangi, og eitt slíkra blaða á landinu. Tjáir sig ekki Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vill ekki tjá sig sérstaklega um afskriftirnar en segist ekki geta elst við rangfærslur annarra. Hann tiltekur þó ekki sér- stakar rangfærslur í því samhengi. Bankinn bundinn bankaleynd Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Íslandsbanka segir bankann bundinn bankaleynd en farið hafi verið eftir settum viðmiðum í málinu. Sér mismunun Björn Valur Gíslason, alþingismaður Vinstri grænna, segir að málið vekji spurningar – utan frá séð hljóti Árvakur að vera að fá sér meðferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.