Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 16. júlí 2012 Mánudagur
fær PlastPrent eftir
milljarða afskriftir
F
ramtakssjóður Íslands hefur
selt Plastprent til eignarhalds-
félagsins Kvosar. Kvos ehf.,
sem nýverið fékk tæplega
fimm milljarða afskrifaða hjá
Landsbankanum og Arion banka, er í
eigu Þorgeirs Baldurssonar sem sat í
stjórn Landsbankans fyrir hrun. Þá er
Framtakssjóðurinn í meirihlutaeigu
Landsbankans, en framkvæmdastjóri
sjóðsins er Brynjólfur Bjarnason,
flokksbróðir Þorgeirs Baldurssonar.
Gengið frá kaupum
Á föstudaginn síðastliðinn skrifuðu
Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf.
undir samning um kaup Kvosar á
Plastprenti ehf. Kvos er móðurfélag
prentsmiðjunnar Odda, Gutenberg
og Kassagerðarinnar. Um 250 starfs-
menn starfa hjá Kvos og Odda en
samstæðan er með um 37 prósenta
markaðshlutdeild á prentmark-
aðnum á Íslandi. Plastprent, sem
áður var í eigu eignarhaldsfélagsins
Vestia, annast hins vegar framleiðslu
á plastfilmum, plastpokum og ýms-
um plastumbúðum.
Sat í stjórn Landsbankans
Þorgeir Baldursson er forstjóri og
stærsti eigandi Kvosar, en áður
var hann forstjóri Prentsmiðjunn-
ar Odda hf. Hann var umsvifamik-
ill í viðskiptalífinu fyrir hrun og kom
víða við. Hann sat í stjórn Baugs
þegar Baugur var almennings-
hlutafélag og var kallaður til yfir-
heyrslu þegar Baugsmálið stóð yfir.
Hann sagði sig úr stjórninni vorið
2003 vegna trúnaðarbrests og settist
sama ár í stjórn Landsbankans. Þar
sat hann fram að hruni og átti jafn-
framt hlut í bankanum. Virði hlutar-
ins nam tæplega 60 milljónum króna
þegar best lét en bréfin eru verðlaus í
dag. Baldur sat einnig í stjórn SPRON
og var stjórnar formaður SP-Fjár-
mögnunar, en þar að auki er hann
einn af eigendum Þórsmerkur sem
er eignarhaldsfélag Morgunblaðsins.
Þorgeir hefur gegnt trúnaðarstörfum
innan Sjálfstæðisflokksins um árabil
og var um tíma formaður fjármála-
ráðs flokksins. Ekki náðist í Þorgeir
við vinnslu fréttarinnar.
Fékk afskrifað hjá Landsbanka
Kvos skuldaði 8,8 milljarða króna
í lok ársins 2009. Arion banki og
Landsbankinn tilkynntu um afskriftir
á tæplega fimm milljörðum af skuld-
um félagsins á þessu ári og fengu
eigendur þess að halda því. Skuld-
irnar stöfuðu ekki síst af því að fyrir
hrun hafði félagið tekið gengistryggð
lán í erlendum myntum, aðallega
evrum. Í ársreikningum fyrirtækisins
segir að skuldirnar hafi stökkbreyst
vegna gengishruns íslensku krón-
unnar árið 2008. Nú, eftir að skuldir
Kvosar hafa verið afskrifaðar, virð-
ast umsvif félagsins í viðskiptalífinu
vera að aukast á ný samanber kaup
félagsins á Plastprenti.
Gjaldþrot og
samkeppnislagabrot
Framtakssjóður Íslands er í
meirihlutaeigu Landsbankans en
að öðru leyti fyrst og fremst í eigu
lífeyris sjóðanna. Lífeyrissjóðurinn
Stafir, sem á 5,52 prósenta hlut í
Framtakssjóðnum, átaldi stjórn
sjóðsins sérstaklega fyrir að ráða
Brynjólf og bent var á vafasama for-
tíð hans í viðskiptalífinu.
Brynjólfur Bjarnason var for-
stjóri Símans og Skipta árin 2002 til
2010. Samkeppniseftirlitið sektaði
Símann í apríl á þessu ári fyrir brot
á samkeppnislögum, en brotin voru
framin á árunum 2001 til ársloka
2007. Lögð var 390 milljóna króna
sekt á fyrirtækið, en það er hæsta
sekt sem lögð hefur verið á fyrir-
tæki hér á landi vegna misnotkunar
á markaðsráðandi stöðu. Þegar
Brynjólfur Bjarnason lét af störfum
hjá Símanum átti fyrirtækið í mikl-
um fjárhagskröggum og í febrúar
á þessu ári var félag í hans eigu,
B-17 ehf., tekið til gjaldþrotaskipta.
Ekki virðast þau samkeppnislaga-
brot og gjaldþrot sem hér eru rakin
hafa komið í veg fyrir að Brynjólfur
yrði framkvæmdastjóri Framtaks-
sjóðs Íslands. Framtakssjóðurinn
er eitt stærsta fyrirtæki íslensks við-
skiptalífs. Sjóðurinn á eignarhluti
í sex fyrir tækjum, svo sem 75 pró-
senta hlut í Advania, 19 prósenta
hlut í Icelandair, 100 prósenta hlut í
Icelandic Group og 79 prósenta hlut
í Vodafone.
Félagi í Eimreiðarhópnum
Rétt eins og Þorgeir Baldursson
hefur Brynjólfur Bjarnason starfað
af krafti með Sjálfstæðisflokknum.
Brynjólfur var einn af meðlimum
Eimreiðarhópsins svokallaða sem
gaf út tímarit á áttunda áratugn-
um og boðaði frjálshyggju af mikl-
um móð. Hópurinn hefur orðið æ
umdeildari í seinni tíð, en nær allir
meðlimir hans urðu áhrifamiklir í
íslensku þjóðlífi. Meðal þeirra eru
Davíð Oddsson, Geir H. Haarde,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Gunnlaugsson, Jón Steinar
Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Þorsteinn Pálsson.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
n Félag Þorgeirs Baldurssonar kaupir Plastprent af Framtakssjóði eftir milljarðaafskriftir„Ekki virðast þau
samkeppnislaga-
brot og gjaldþrot sem
hér eru rakin hafa komið í
veg fyrir að Brynjólfur yrði
framkvæmdastjóri Fram-
takssjóðs Íslands.
Brynjólfur Bjarnason Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands,
var einn af meðlimum Eimreiðarhópsins.
Þorgeir og Brynjólfur Hér má sjá flokksbræðurna Þorgeir Baldursson (annar frá vinstri) og Brynjólf Bjarnason (lengst til hægri) ásamt
Ara Edwald og Helga Jóhannessyni. Myndin er tekin á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs árið 2010.