Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Side 17
Kíki í ísbúðina eins og hver annar Stelpurnar elska mig, það er alveg á hreinu Ég verð fyrstur með íslenska fánann út í Gylfi Þór Sigurðsson þegar hann er spurður um stjörnustæla. – MonitorSigurður Hlöðverssoní viðtali vegna nýrrar plötu sinnar Pottapartý. – VísirGísli Gíslason lögfræðingur bíður þess að komast út í geim. – mbl.is Stikkfrí! 1 Þaggað niður í Springsteen Paul McCartney og Bruce Springsteen meinað að fara fram yfir leyfilegan tíma. 2 Annie Mist skaut sér upp í fyrsta sæti Annie Mist Þórisdóttir heldur áfram að gera það gott í Crossfit. 3 Íslandsbanki sagður afskrifa skuldir Árvakurs Skuldir Morgun- blaðsins sagðar hafa verið lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. 4 Kettlingur lifði af 10.000 kílómetra sjóferð án vatns og matar Skipið fór frá Shanghai í Kína til Los Angeles í Bandaríkjunum sem er rúmlega 10 þúsund kílómetra leið. 5 Íhugar að banna munntóbak Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra hefur áhyggjur af aukinni notkun munntóbaks meðal ungmenna. 6 Tölvuleikjasafn selt á meira en 130 milljónir Franskur tölvuleikjasafnari seldi yfir sjö þúsund tölvuleiki á uppboðsvefnum eBay. 7 Eldur kviknaði á Reyðarfirði Par og barn sluppu út án meiðsla þegar eldur kom upp í húsi þeirra síðastliðinn sunnudag. Mest lesið á DV.is Áfram brunar Eimreiðin S varthöfða hlýnaði um hjarta- rætur þegar hann frétti að þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Þór Whitehead hefðu sam- einast á ný. Nú starfa þeir saman hjá svokölluðu Rannsóknarsetri um ný- sköpun og hagvöxt – og Ragnar Árna- son hagfræðiséní má vera með. Hannes og Þór eru gamlir félagar úr Eimreiðarhópnum fræga sem gerði Ísland að frjálsasta og stórkostlegasta landi í heimi. Það er að segja þang- að til allt hrundi árið 2008, en það var reyndar vondum útlendingum að kenna. Nú er Eimreiðin vöknuð úr dvala. Það styttist óðum í kosningar og stjórnarskipti, en þá geta eldhugar Eimreiðarinnar brunað áfram á vit nýrra og stórkostlegra ævintýra. Því miður hafa ýmsir lagt stein í götu Eimreiðarinnar. Hannes Hólm- steinn er enn að jafna sig eftir réttar- morðið þegar hann var dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum. Davíð Oddsson var hrakinn úr Seðlabankan- um þrátt fyrir að hafa séð bankahrunið fyrir. Þá hafa Geir H. Haarde og Baldur Guðlaugsson verið negldir á kross af blóðþyrstum bolsévíkum. Kannski þarf Eimreiðarhópurinn á endurnýjun að halda. Og viti menn. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Friðbjörn Orri Ketilsson, ábyrgðarmaður amx.is stíg- ur niður af himni eins og guðleg vera. Hann ætlar að sjá um vefsíðu rann- sóknarsetursins mikla. Friðbjörn er sprækur nýliði með bein í nefinu. Hann deildi frelsisverðlaunum SUS með Hannesi Hólmsteini og borðaði með honum ljúffengan fisk eftir verð- launaafhendinguna. Friðbjörn er ferskt blóð. Hann fær að sitja við fótskör meistaranna og vera stóru strákunum innan handar. Kannski á hann eftir að halda í gamla góða AMX-andann, kalla Jóhönnu Sig- urðardóttur „herfu“ og skrifa glettilega pistla um Anders Behring Breivik. Eða kannski sjá bara stóru strák- arnir um það. Í ljósi þess að Jón Stein- ar hefur látið af störf- um hjá Hæstarétti er gráupplagt að hann leggi félögum sínum lið. Leiðin er greið og hún liggur til fyrirheitna landsins. Þannig gætu fleyg orð Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar orðið að veruleika, en forðum orti hann ljóð sem byrjaði svona: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga.“ Var það ekki annars? E n bygning vi rejser,“ sungu nor- rænir jafnaðarmenn með hnef- ann á lofti í kröfugerð vaknandi verkalýðshreyfingar undir lok nítjándu aldar. Þessi tilvitnun í danska þýðingu Ulrich P. Overbys á baráttu- söng verkamanna lýsir því vel hvern- ig menn sáu fyrir sér hlutverk hins vinnandi manns í samfélagsheildinni: Samfélagið var hús sem þegnar þess byggðu upp í sameiningu, bjuggu í því og unnu því gagn svo það fengi staðið og veitti skjól. Óréttlæti og hirðuleysi um hag samfélagsins var fúi í innvið- um þess. Víkur nú sögunni til Íslands, einni og hálfri öld síðar. Nýlega fluttu fjölmiðlar fréttir af því að skattayfirvöld væru að rann- saka lögheimilisskráningar íslenskra sjómanna sem stunda fiskveiðar í heimshöfunum á vegum íslenskra fyrirtækja eða dótturfyrirtækja þeirra. Fregnir hermdu að margir þeirra sem hér um ræðir ættu eiginkonur og börn á Íslandi, en hefðu sjálfir lögheimili annars staðar. Sjálf gerði ég nokkrar stikkprufur í þjóðskrá og sannreyndi þar með að þetta er tilfellið. Nú er það þannig að samkvæmt íslenskum lögum ber hjónum að hafa eitt lögheimili og það lögheimili skal vera þar sem fjölskyldan býr. Það skýt- ur því skökku við að hjón skuli hafa hvort sitt lögheimilið þar sem aðal- fyrirvinnan er skráð með heimili er- lendis, en fjölskyldan hér heima. Ástæða þess að lög kveða á um eitt lögheimili hjóna er augljós. Fólk greiðir útsvar af tekjum sínum til þess sveitarfélags þar sem lögheim- ili þess er. Útsvarið er helsti tekjustofn íslenskra sveitarfélaga. Þau þurfa að standa undir margvíslegri þjónustu við íbúa sína, til dæmis leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, sorp- hirðu, frárennsli, gatnagerð o.fl. Því er ekki nema sanngirnismál að íbúar láti sitt af hendi rakna í þágu þess samfé- lags sem hvert sveitarfélag er. Til þess að fólk geti skráð lögheim- ili sitt á öðrum stað en makinn þarf að senda tilkynningu til Þjóðskrár um sambúðarslit. Já, það þarf að setja á svið skilnaðarferli – rjúfa hjúskapar- heit á pappírum – svo hjón geti haft sitt hvort lögheimilið. En um leið og lögheimili hefur verið flutt úr landi, greiða menn ekki lengur skatta sína hér á landi, hvorki útsvar né tekju- skatt. Þeir verða „stikkfrí“ frá því samfélagi sem þó fóstrar þá og fjöl- skyldur þeirra, veitir börnum þeirra menntun, öldruðum foreldrum skjól, leggur götur og vegi, sér íbúum fyrir rafmagni, veitir heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þetta tiltekna dæmi er þó ekki hið eina sem við höfum um þjóðfélags- hópa sem hafa gert samfélagið sér óviðkomandi. Hrunið afhjúpaði stétt manna sem töldu sig svo óbundna af samfélagslegum skyldum að hrikti í sjálfum undirstöðunum. Þeir merg- sugu fjármálakerfið, fluttu eign- ir sínar í erlend skattaskjól og neyttu allra bragða til þess að skara eld að eigin köku, en komast hjá þegnskyldu sinni. Við eigum auk þess áratuga langa sögu af ýmsum starfstéttum sem stunda svarta atvinnustarfsemi og undanskot frá skatti í umtalsverð- um mæli. Við höfum og dæmi um heila atvinnugrein sem stendur í harð vítugu stríði gegn því að greiða samfélaginu sanngjarnan arð af nýt- ingu þjóðarauðlindar, en innir háar arðgreiðslur af hendi til sjálfrar sín í sama mund og tilkynnt er um fjölda- uppsagnir. Á sama tíma stendur hið opin- bera í ströngu við að endurreisa ís- lenskt samfélag eftir Hrun, halda úti almennri samfélagsþjónustu með fjárvana ríkissjóð og sveitarfélög sem berjast í bökkum. Samfélag er bygging þar sem margir búa. Allir verða að leggja sitt af mörkum til þess að halda því mann- virki við svo það fái staðist stórviðrin og veitt íbúum sínum það skjól og viðurværi sem þeir þarfnast. Það gengur ekki að í húsi þessu búi stórir hópar verkfærra manna sem njóta yls og öryggis … en greiða húsaleiguna annað. Í samfélagi getur enginn verið stikkfrí. „Útsvar- ið er helsti tekjustofn ís- lenskra sveitarfé- laga Brugðið á leik Það var mikið líf á Árbæjarsafninu á dögunum þegar hinn árlegi íslenski safnadagur var haldinn. Þessi ungmenni, sem virtust skemmta sér konunglega, brugðu á leik þegar ljósmyndara DV bar að garði. Mynd J GMyndin Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 16. júlí 2012 Kjallari Ólína Þorvarðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.