Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Page 18
Veldu réttu
bílaleiguna
Þarf að borga
fyrir kerru
n Lastið fær Toys R Us en faðir einn
er ósáttur við að þurfa að greiða
100 krónur fyrir að nota búðar-
kerrurnar. „Það er enginn með 100
kall á sér og því blasir það við flest-
um foreldrum sem eiga lítil börn
að þurfa að bera þau á háhesti eða
halda á þeim í gegnum búðina,“
segir hann.
Einar Jónsson, að-
stoðarverslunar-
stjóri Toys R Us seg-
ir að í raun og veru
borgi fólk ekki fyrir
kerruna þar sem það fær
peninginn til baka þegar
henni er skilað. „Við höf-
um þetta svona því við erum
ekki með kerrustráka til að safna
saman kerrum og getum þar með
lækkað vöruverð. Það er hins vegar
ekkert mál að fá lánað hjá þeim á
kössunum. Þau eru mjög sveigjan-
leg og ég hvet viðskiptavini til að fá
aðstoð hjá starfsfólkinu.“
18 Neytendur 16. júlí 2012 Mánudagur
Ný heimasíða fyrir neytendur
n Fríar ráðleggingar og aðstoð vegna viðskipta við erlenda seljendur
O
pnuð hefur verið íslensk
heimasíða Evrópsku neyt-
endaaðstoðarinnar á Ís-
landi (ECC) með slóðina
ena.is sem neytendur eru hvatt-
ir til að kynna sér. Þar má finna
ýmsar upplýsingar um rétt neyt-
enda og ráðleggingar um til dæm-
is farsíma, ferðalög, flugfarþega,
kaup á netinu og ýmsa aðra þjón-
ustu og vöru.
Á síðunni segir að ECC sé hluti
af ECC-netinu sem er starfrækt í
29 Evrópulöndum, eða öllum að-
ildarríkjum Evrópusambandsins
auk Íslands og Noregs. Tilgang-
ur netsins sé að veita neytendum,
sem kaupa vöru eða þjónustu af
seljanda í öðru Evrópuríki, upp-
lýsingar, leiðbeiningar og aðstoð
komi upp ágreiningur vegna við-
skiptanna. Þá taki ECC-Ísland að
sér milligöngu í deilumálum selj-
enda og neytenda, en milligangan
fari þá fram með aðstoð systur-
stöðvar ECC-Íslands í heimalandi
seljanda.
Þjónustan sem veitt er neyt-
endum er þeim kostnaðarlausu en
kostnaður við rekstur stöðvanna
skiptist milli Evrópusambandsins
og aðildarríkjanna sjálfra.
Þar segir jafnframt að árið 2011
hafi meira en 70.000 neytend-
ur leitað til ECC-stöðvanna, með
spurningar og kvartanir vegna
kaupa á vöru eða þjónustu af selj-
endum utan heimalands síns.
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 245,5 kr. 247,3 kr.
Algengt verð 243,3 kr. 243,1 kr.
Algengt verð 243,2 kr. 243,0 kr.
Algengt verð 245,5 kr. 247,3 kr.
Algengt verð 245,7 kr. 243,5 kr.
Melabraut 243,3 kr. 243,1 kr.
Vel útilátinn
skammtur
n Lofið fær veitingastaðurinn
Austur landahraðlestin sem er til
húsa í Spönginni í Grafarvogi en
DV fékk eftirfarandi sent: „Ég
pantaði einn rétt hjá þeim
um daginn sem var svo vel
útilátinn að hann hefði get-
að mettað tvo. Það er
mjög gott verð hjá
þeim, afgreiðslan
var hröð og góð og
maturinn sérlega
góður. Þetta er snyrti-
legur staður og þar eru
fagmenn að verki,“ segir viðskipta-
vinurinn ánægði.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Bensín Dísilolía
Á
ður en bíll er tekinn á leigu
eru nokkur atriði sem gott er
að hafa í huga, svo sem verð
og önnur gjöld, tryggingar
og hverjir mega keyra bílinn.
Á nýrri heimasíðu Evrópsku neyt-
endaaðstoðarinnar eru upplýsingar
og ráð um hvað skal skoða þegar bíll
er tekinn á leigu. Þessi atriði eiga við
hvort sem um ræðir bílaleigu erlend-
is eða hér heima.
Áður en bíll er
tekinn á leigu
n Þegar bílar eru pant-
aðir í gegnum netið er
gott að kynna sér vel
viðsemjandann og reyna
að finna hvernig umsögn
hann hefur fengið hjá öðrum
viðskiptavinum.
n Gott er að kynna sér vel hvort upp-
gefið verð sé endanlegt eða hvort önnur
gjöld bætist við. Slík gjöld geta verið til
dæmis vegna aksturs, trygginga eða
barnabílstóls.
n Þá skal skoða hvaða reglur gilda um
kostnað vegna eldsneytiskaupa, hvort
skila á bílnum með fullan eða tóman,
og hvernig fer með kostnað vegna
áfyllingar.
n Mikilvægt er að skoða hvort það sé
lágmarksaldur fyrir ökumann en margar
bílaleigur setja sérstakar reglur um
leyfilegan aldur ökumanns.
n Vert er að kanna hvort þurfi að borga
afbókunargjald ef ekkert verður af leigu
á bílnum eða hvort það sé hægt að
hætta við án kostnaðar.
n Kynntu þér umferðarreglur í viðkom-
andi landi.
Þegar bíllinn er sóttur
n Skoðið hverjir trygginga-
skilmálarnir eru og hvort
kaupa þurfi viðbótar-
tryggingu.
n Það borgar sig alltaf að
lesa smáa letrið en til eru
dæmi um að ferðamenn hér á landi hafi
farið illa út úr tjóni vegna öskufoks sem
tryggingar ná ekki yfir.
n Skoðaðu skilamála annarra trygginga,
svo sem ferða- eða kreditkorta-
trygginga. Kannaðu hvort þær nái yfir
hugsanlegt tjón á bílaleigubílum.
n Mundu að spyrja um verklags-
reglur þegar kemur upp bilun í
bifreiðinni eða þegar slys eiga
sér stað.
n Það er mikilvægt að starfs-
maður yfirfari bílinn með þér og
merki við allar þær skemmdir sem kunna
að vera á honum. Ef þú færð ekki teikn-
ingu af bílnum skrifaðu þá niður lýsingu
á skemmdum og fáðu starfsmann til
að staðfesta það og kvitta fyrir. Einnig
er gott ráð að taka dag- og tímasettar
myndir af skemmdum. Ef þú passar
ekki upp á þetta getur bílaleigan reynt
að rukka þig fyrir skemmdir sem voru á
bílnum við móttöku hans.
Á leigutíma
n Það er mikilvægt að
hafa strax samband
við bílaleiguna ef
bíllinn bilar. Ekki reyna
að gera við hann sjálfur
eða fara með hann í við-
gerð án þess að fá samþykki
fyrir því hjá bílaleigunni.
n Ef þú lendir í slysi eða árekstri
skaltu taka niður upplýsingar um alla
viðstadda. Ef um meiðsl er að ræða eða
upp kemur ágreiningur um málsatvik
skaltu hafa samband við lögreglu, auk
þess þarf að tilkynna bílaleigunni strax
um atvikið.
Þegar bílnum er skilað
n Best er að skila bílnum á opnunartíma
svo að starfsmaður geti yfirfarið bílinn.
Þá ætti að skrá niður hugsanlegar
skemmdir og bæði starfsmaður og
leigutaki eiga að kvitta fyrir.
n Ef þú þarft að skila bílnum eftir
opnunartíma er gott ráð að taka dag-
og tímasettar myndir
af bílnum. Þá er gott
að taka mynd af því
hvar bílnum var
skilað auk þess að
taka mynd af kíló-
metramælinum.
n Evrópska neytendaaðstoðin hefur gefið út leiðarvísi um bílaleigubíla
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Bílaleigubílar Gott er að
kynna sér ástand bílsins og
hvaða reglur gilda hverju sinni
áður en bíll er tekinn á leigu.„Skoðið hverjir
tryggingaskilmál-
arnir eru og hvort kaupa
þurfi viðbótartryggingu.
Viðskipti netinu Fjölmargir kaupa vörur
og þjónustu af erlendum aðilum.