Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Qupperneq 22
22 Menning 16. júlí 2012 Mánudagur
Ted er frábær skemmtun
n Frá þeim sem gera Family Guy
G
amanmyndin Ted er
komin í bíóhúsin og eru
Mark Wahlberg og Mila
Kunis í aðalhlutverk-
um, ásamt bangsanum sjálf-
um, sem Seth MacFarlane tal-
ar fyrir, en Seth bæði skrifaði
og leikstýrði myndinni líka.
Seth er að mínu mati algjör
snillingur sem hefur talað inn
á Family Guy og American Dad
ásamt því að skrifa og leikstýra
þáttunum líka.
Myndin er fyndin frá upp-
hafi til enda. Hún fjallar um
John Bennett sem eignast
bangsa þegar hann er átta ára,
óskar þess að hann verði besti
vinur sinn og morguninn eft-
ir er bangsi farinn að tala. Þeir
alast upp saman og myndin
byrjar fyrir alvöru þegar John
er orðinn 35 ára og komin í
samband með Lori en hún er
ekki alveg sátt við hversu mikl-
um tíma þeir eyða saman.
Húmorinn er rosalega beittur
og oft og tíðum mjög grófur
svo þetta er ekki mynd fyrir
börn þrátt fyrir að bangsi sé í
einu aðalhlutverkinu. Þegar ég
fór á myndina, klukkan 22.20
á fimmtudagskvöldi, þá var
óþægilega mikið af börnum í
salnum þrátt fyrir að myndin
sé bönnuð innan 12 ára.
Ég hló rosalega mikið
nánast alla myndina en það
eina sem mér fannst ekki
fyndið var þegar verið var að
flétta ofur hetjuna The Flash,
frá 1990, inn í myndina, en
ég held að fæstir viti mik-
ið um þennan karakter hér
á landi. Þetta skemmdi samt
ekki heildarupplifunina af
myndinni því ég skemmti mér
konunglega og ég held að það
eigi við langflesta sem voru í
salnum.
Kidda Svarfdal
kidda@dv.is
Bíómynd
Ted
IMDb 7,8 RottenTomatoes 68% Metacritic 6,2
Leikstjóri: Seth MacFarlane
Handrit: Seth MacFarlane
Leikarar: Seth MacFarlane, Mark
Wahlberg, Mila Kunis.
106 mínútur
Ungleikur
á Unglist
Ungleikur er dagskrárliður á
komandi Unglist í Reykja-
vík. Markmið Ungleiks er
að skapa umgjörð fyrir
ung skáld og unga leikara
til að sýna vinnu sína með
því að setja upp sýningu.
Sýningin verður svo á litla
sviðinu í Borgarleikhús-
inu þann 6. nóvember. Um
þessar mundir er því aug-
lýst eftir aðsendum leikrit-
um frá skáldum á aldrinum
16–25 ára. Hægt er að senda
verkin á ungleikur@gmail.
com. Í dómnefnd sitja Rúnar
Guðbrandsson, Andri Snær
Magnason og Katla Margrét
Þorgeirsdóttir.
Raddir í Nor-
ræna húsinu
Austurríski kórinn Voices
Unlimited heldur tónleika
í Norræna húsinu mánu-
daginn 16. júlí klukkan
20.00. Kórinn var stofnaður
árið 2003 með það mark-
mið að auðga tónlistarlíf
Salzburg í Austurríki. Kór-
inn, sem telur átta manns,
syngur án undirspils og er
áhersla lögð á lifandi sviðs-
framkomu og húmor. Kór-
inn flytur allt frá gamaldags
pólýfóníu til „barbershop“-
tónlistar, og popps með
„beatbox“. Frítt er á tónleik-
ana.
Síðasta
Þriðjudags-
kvöldið
Sjöttu og síðustu tónleikarn-
ir á sumarhátíðinni Þriðju-
dagskvöld í Þingvallakirkju
verða haldnir þriðjudaginn
17. júlí. Þá mun Arnaldur
Arnarson gítarleikari leika
einleiksverk frá Spáni, Bras-
ilíu og Paragvæ. Meðal höf-
unda eru tónskáldin Fern-
andi Sor, Villa-Lobos og
Moreno-Torroba. Aðgangur
er ókeypis og tónleikagest-
ir eru að venju beðnir um
að nota bílastæðin við Niku-
lásargjá og ganga heim að
kirkju. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.00 og taka innan
við klukkustund. Það er að
venju Einar Jóhannesson
sem skipuleggur og heldur
utan um tónleikana.
Ted Frábær skemmtun með hárbeittum húmor.
Þ
að er óþægilegt að
dæma bókina Ég er á
lífi, pabbi. Hún er rit-
uð af feðginum sem
upplifðu hryðjuverkin
í Noregi hvor frá sínum enda.
Siri lýsir hvernig hún lifði af
fjöldamorð Breiviks í Útey.
Samhliða lýsir Erik, faðir henn-
ar, martröð óvissu á meðan
hryðjuverkamaður gekk laus
í sumarbúðum Verkamanna-
flokksins, þar sem dóttir hans
var stödd.
Sjálfur sat ég stjarfur yfir
fréttum 22. júlí 2011. Ég bjó um
tíð í Noregi, stundaði þar nám
og starfaði meðal annars í AUF –
ungliðahreyfingu Verkamanna-
flokksins. Ég var þó aldrei nægj-
anlega virkur til að stefna á för
til Úteyjar. Andstaða mín við
FRP – Fremskrittspartiet – átti
stærstan þátt í veru minni í
samtökunum. Skólinn minn
var í bæjarfélagi þar sem FRP
fór með meirihluta. Afstaða
þeirra til fólks þótti mér viður-
styggileg. Að Breivik hafi árum
saman starfað í FRP kom ekk-
ert á óvart. Í yfirlýsingum hans
er einfaldlega samhljómur með
þeim viðurstyggilegu skoðun-
um sem heyrðust í Örsta, smá-
bænum þar sem skólinn minn
var og FRP naut stuðnings.
Kuldalegt að dæma
Af þessum ástæðum vildi ég að
bókin talaði til mín. Ég viður-
kenni að hún stóð ekki undir
væntingum. Ég lifi, pabbi flakk-
ar á milli frásagna Siri og föð-
ur hennar. Skiptingin í bókinni
er allt of skörp. Lesandinn nær
varla að kortleggja umhverf-
ið áður en flakkað er á milli frá-
sagna.
Það er kuldalegt að skrifa
svona dóm um frásögn stúlku
af fjöldaaftöku. Í bókinni lýs-
ir Siri þegar hún sættist eitt
andartak við að deyja – ef til vill
væri það best. Hún lýsir þeirri
ósk sinni að hún fái skot í fæt-
urna, ekki höfuðið eða hjartað
og ógleðinni sem fylgir því að
heyra skothljóð í fjarlægð.
Bókin er kaótísk og skrifin
eru oft og tíðum samhengislaus.
Það pirraði mig. Hvernig á samt
bók sem er skrifuð, gefin út og
þýdd innan við ári eftir að öfga-
maður æddi um slátrandi börn-
um vegna stjórnmálaskoðana
þeirra, að vera annað en kaó-
tísk, ekki síst í ljósi þess að allar
kringumstæður þennan örlaga-
ríka dag einkenndust af ringul-
reið í sinni tærustu mynd? Varla
er hægt að ætlast til þess að
slíkri frásögn sé raðað á blað
með skipulögðum hætti.
Hugsjónir í stað Gillz
Í bókinni lýsir Siri köllun sinni
til stjórnmála. Á Íslandi Gillz,
FM957 og Reykjavíkur síðdegis
er upplífgandi að sjá hugsjón-
ir ungrar konu upphafnar. Ekki
neyslu eða skoðanaleysi held-
ur hugsjónum. Erik lýsir köllun
sinni til blaðamannastarfsins.
Starfsstétt sem hér á landi hef-
ur verið misnotuð af þeim sem
sækjast eftir frama innan stjórn-
mála en ekki starfsævi í frétta-
mennsku. Frásagnir sem varða
flesta.
Það er ekki sársauka-
laust að rifja upp ömurleg-
ustu andartök ævi þinnar. Það
gerir bók áhugaverða, sama
hvað segir í gagnrýni á upp-
setningu, frásögn eða stíl. Ég
lifi, pabbi segir frá atburðum
sem varða okkur öll. Við get-
um ekki leyft okkur að sitja
þegjandi og hljóðalaus á með-
an sturlað hatur tekur sér ból-
festu í umræðunni. Bókina
ættu allir að lesa enda frá-
sögnin okkur víti til varnaðar.
Atli Þór Fanndal
atli@dv.is
Bækur
Ég er á lífi, pabbi
Höfundur: Siri Mari Seim Sønsteli, Erik
Søsnteli
Útgefandi: Draumsýn bókaforlag
Víti til varnaðar
Kaótísk frásögn
Litlum vafa er undirorpið
að lestur bókarinnar
kann að verða mörgum
sársaukafull lesning.