Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 27. júní 2011 Mánudagur „Maður þarf oft ekki nema að fara til læknis og segjast vera sorgmæddur, þá fær maður rítalín, segir kona sem var árum saman í harðri fíkniefnaneyslu. Eftir að hafa farið í viðhaldsmeðferð á Vogi er hún laus úr viðjum eiturlyfja og hefur verið það í nokkur ár. Þegar konan var sem dýpst sokkin gekk hún á milli lækna og fékk skrifað upp á lyf sem hún segir hafa viðhaldið fíkninni. Hún var góð vinkona mannsins sem DV fjallaði um í síðasta helgarblaði, en hann fór í hjartastopp inni á salerni á Domus Medica eftir að hafa fengið lyf- seðil fyrir morfínlyfi hjá lækni. Hún er með sektarkennd yfir að hafa leitt leið- ir þeirra saman og segir að á meðan fíklar fái lyf í gegnum lækna sé erfiðara fyrir þá að hætta. Kontalgín til æviloka „Fíklar vita hvaða læknar eru auðveld- ir og svo lærir maður að plata þá ein- hvern veginn líka. Maður kemur með alls konar sögur. En þeir vita þetta al- veg. Þegar það situr 42 kílóa mann- eskja á móti þér, kinnfiskasogin með bauga, þá fer þetta ekkert á milli mála.“ Konan byrjaði ung í óreglu en það var ekki fyrr en hún lenti á spítala og fékk skrifað upp á mikið magn af kon- talgíni sem neysla hennar á læknadópi byrjaði fyrir alvöru. „Ég fór fyrst að nota kontalgín 1998. Ég gekk á milli lækna og reyndi að fá lyf og það gekk svona upp og ofan. Einn lyfseðill hér og annar lyfseðill þar. Einn daginn var ég að flækjast eitthvað niðri á Hlemmi og datt bara fyrirvara- laust niður. Ég lenti oft á spítala vegna verkja í fótunum en aldrei fannst neitt að mér. Nema þennan dag var farið með mig niður á Landspítala og ég var lögð inn á taugadeild. Þar kom lækn- ir til mín og sagði mér að ég myndi aldrei lagast og þyrfti að vera á kon- talgíni til æviloka. Ég var auð vitað al- veg ótrúlega ánægð með það. Síðan kom Sverrir Bergmann, sem þá var yfirlæknir á taugadeildinni, og sagði líka við mig að ég myndi alltaf þurfa að taka þetta lyf og skrifaði upp á fjöl- nota lyfseðil upp á 400 töflur fyrir mig. Þar með var Sverrir Bergmann orð- inn minn og þar með hófst mín mor- fínneysla fyrir alvöru. Og seinna meir vinar míns. Hann skrifaði heimilis- lækninum mínum, sem einnig var pennaglaður læknir en vildi hins veg- ar ekki skrifa fyrir mig upp á kontalgín, bréf og skipaði honum að útvega mér kontalgín í framtíðinni.“ Sverrir hefur sjálfur neitað því að hann hafi skrifað út lyf fyrir fíkla. Í helg- arblaði DV sagði Sverrir: „Það er ein- faldlega rangt að ég sé í því að skrifa út lyf fyrir fíkla.“ Á læknadópi í fangelsi Aðspurð hvort Sverrir hafi vitað á þess- um tíma að hún væri fíkill segir hún svo hljóta að vera. „Það er til svo þykk sjúkraskýrsla um mig á spítalanum. Allir læknar sem fletta upp sögunni minni í tölvunni sjá að ég er sýkt af lifr- arbólgu C og sjá allt ruglið sem var búið að vera í gangi. Ég var líka alveg keng- rugluð þegar ég var lögð þarna inn þannig að það á ekki að hafa farið fram hjá honum að ég var fíkill. Ég átti líka eftir að leita til hans alveg þangað til ég varð edrú.“ Hún var dæmd til fangelsisvist- ar í kvennafangelsinu í Kópavogi árið 2002 og fékk meðan á afplánuninni stóð skrifað upp á kontalgín. „Ég var með skothelt kontalgín inni í fangels- ið sem á að vera ómögulegt. Læknarn- ir sem sjá um fangana voru algjörlega á móti því að gefa mér þetta og gerðu það gegn eigin vilja. Þetta var bara svo skothelt af því að Sverrir Bergmann var á bak við þetta.“ Hún segir hafa verið auðvelt að verða sér úti um lyf og þegar hún var í fráhvörfum leitaði hún uppi lækna sem skrifuðu oft lyfseðla á staðnum. Þegar hún sagðist finna fyrir depurð var skrifað upp á rítalín. „Eitt sinn vorum við fárveik af frá- hvörfum og æddum upp á Borgar- spítala til að leita að Sverri. Okkur vant- aði lyf. Þá mætti ég honum á ganginum og hann skrifaði lyfseðil fyrir mig á staðnum. Ég stóð varla upprétt og var rennandi blaut af svita. Ég fékk rítalín hjá einum lækni eftir að ég var komin „Ég fékk rítalín hjá einum lækni eftir að ég var komin inn í fangelsið og sagðist vera svo döpur. inn í fangelsið og sagðist vera svo döp- ur. Ég sagði nákvæmlega þessa setn- ingu: „Það er svo mikil depurð í mér.“ Hann sagði við mig að ég þyrfti bara að fá rítalín. Sá er þekktur fyrir að vera rí- talín-læknir meðal fíkla.“ „Búið að vera hryllingur“ Á síðastliðnum tveimur árum hafa sautján kunningjar konunnar látist af völdum fíkniefna á einn eða ann- an hátt. „Ég á vini sem eru ennþá í neyslu og maður hugsar stundum um hver gæti orðið næstur til að fara. Dóttir vinkonu minnar lést um daginn og mamma hennar dó síðan tveimur mánuðum síðar. Þetta er búið að vera hryllingur. Vinur minn og vinkona hans horfðu upp á tvær manneskjur deyja heima hjá sér. Þegar ég byrjaði að stunda Keisarann 1991 voru þetta helst gamlir karlar og rónar sem maður kannaðist við sem voru að deyja svona skyndidauða. En núna er þetta orðið alveg rosalega mikið. Það fóru fjórir á tveimur mánuðum um daginn. Mor- fínið hefur svo mikil áhrif á öndunar- veginn. Þú veist aldrei hvað getur gerst. Ég lenti til dæmis í því eitt sinn að enda í öndunarstoppi þrátt fyrir að hafa bara tekið minn venjulega skammt.“ Þurfti að takast á við fráhvörfin Konan segist ekki hafa orðið edrú fyrr en einn af læknunum, sem skrifaði reglulega upp á lyf, lokaði á hana. „Ég varð ekki edrú fyrr en ég missti rítal- ín-lækninn minn. Ég gerði einhvern uppsteyt og hann hringdi í lögguna. Eftir það lokaði hann á mig. Það þurfti eitthvað svona til að ég hætti. Ég fór hundrað sinnum inn á Vog en þegar Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Þórarinn Tyrfingsson segir að auka þurfi eftirlit með hópi lækna sem fara ekki eftir reglum Harðari reglur um ávísun lyfja „Það þarf kannski að hafa aukið eft- irlit með ákveðnum hópi lækna sem virðist eiga erfiðara heldur en hinir með að fara eftir þeim reglum og til- mælum sem í gangi eru.“ „Ástandið var verst í morfínfar- aldrinum árið 2000 en þá misstum við nokkra unga einstaklinga sem höfðu neytt slíkra efna. Það var gert mikið átak í því og þessum dauðs- föllum fækkaði í raun frá því sem verið hafði,“ segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, um hvort dausföllum sem rekja má beint til notkunar svokallaðs læknadóps hafi fjölgað á síðustu árum. Þórar- inn segir að svo sé ekki og í raun látist tiltölulega fáir hér landi á ári hverju vegna ofskammts þeirra. Aft- ur á móti deyi fólk af ýmsum öðrum ástæðum tengdum neyslu, svo sem slysum og sjálfsvígum. „Nú fór allt af stað vegna þess- arar ritalín-umfjöllunnar sem var í Kastljósinu fyrir skömmu, en þetta eru allt gamlar fréttir í raun og veru. Það var eitt dauðsfall sett í Kastljós- ið en það dauðsfall passar ekki við að dauðsföllum fjölgi, því aukning- in var fyrir nokkrum árum. Á því tímabili sem þetta dauðsfall átti sér stað var þetta tiltölulega fátítt. Það er jafn hörmulegt fyrir því, en það er ekki hægt að álykta út frá þessari umfjöllun að þetta sé að aukast.“ Þórarinn segist hafa áhyggjur af niðurskurðinum sem er í þjóðfélag- inu og segir hann bitna á nauðsyn- legum stofnunum sem nái vart að halda utan um vandann. „Við höfum áhyggjur af því að þetta gæti verið að aukast á ný vegna þess að það er minni löggæsla nú en áður. Sjúkraflutningamenn hafa líka kvartað og bráðamóttökur sjúkrahúsanna hafa kvartað. Það er niðurskurður og peningar sem fara í afeitrun hafa minnkað.“ Aðspurður hvernig hann vilji sjá tekið á vandamálum sem tengjast fíkniefnaneyslu segir hann að nú þegar séu ákveðnar aðhaldsaðgerð- ir í gangi sem tengist lyfjaávísunum lækna, en bæta mætti samvinnu á milli heilbrigðisstofnana, meðferð- arstofnana og fangelsismálayfir- valda svo dæmi séu tekin. „Það eru í gangi ákveðnar aðhaldsaðgerðir gagnvart lyfjaávísunum lækna hvað varðar örvandi lyf sem og vegna morfínefna. Ég hugsa að það verði ekki gengið lengra í því að setja harðari reglur á ávísanir lyfja, nema að það fari þá að koma niður á góð- um læknum og veikum sjúklingum, sem getur ekki verið markmið okk- ar. Það þarf kannski að hafa aukið eftirlit með ákveðnum hópi lækna sem virðist eiga erfiðara heldur en hinir með að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem í gangi eru. Síðan snýst þetta almennt um hugmyndir okkar um vímuefnafíkn. Ég er á því að þetta sé heilbrigðisvandamál og þá verða menn að fara að umgang- ast þetta sem slíkt. Það þýðir að það þarf að kenna þetta á almennilegan hátt í læknisfræði og öðrum heil- brigðisstéttum.“ Dauðsföllum hefur fækkað Þórarinn Tyrf- ingsson segir nauðsynlegt að efla samvinnu milli stofnana til að takast á við fíkniefnavandann. „Fíklar vita hvaða læknar eru auðveldir“ „Á síðastliðnum tveimur árum hafa sautján kunn- ingjar konunnar látist af völdum fíkniefna á einn eða annan hátt. n Vinkona mannsins sem fór í hjartastopp segir hafa verið auðvelt að fá læknadóp n Fékk morfínlyf og rítalín í fangelsið n Segir ástandið meðal fíkla hryllilegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.