Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Síða 4
S
parisjóðurinn Byr afskrifaði
um 8,5 milljarða króna af út-
lánum sínum til átta stórra
viðskiptavina árið 2009. Þetta
kemur fram í úttekt sem innri
endurskoðun Byrs vann fyrir spari-
sjóðinn árið 2009 og DV hefur undir
höndum. Þetta var gert vegna þess að
starfsmenn Byrs reiknuðu ekki með
því að neitt fengist upp í þessar kröfur.
Í úttektinni er fjallað um eignar-
haldsfélög sem voru í eigu nokkurra
af helstu skuldurum Byrs sem komnir
voru í vanskil við sparisjóðinn. Með-
al þeirra má nefna Hannes Smára-
son, Magnús Ármann, Þorstein Jóns-
son, Jón Þorstein Jónsson og Magnús
Jónatansson, og greint frá því hversu
mikið af lánum þeirra hafi verið færð
á afskriftarreikning.
Mestu afskriftirnar voru hjá fé-
lögum í eigu Þorsteins Jónssonar og
Magnúsar Ármanns, Runns , Runns 2.
og Sólstafa, en rúmlega 4,3 milljarð-
ar af rúmlega 4,7 milljarða skuldum
þeirra við Byr voru færðir á afskriftar-
reikning. Þá voru rúmir 1,3 milljarð-
ar af skuldum Saxhóls, fjárfestingar-
félags Jóns Þorsteins og systkina hans,
og tengdra aðila færðir á afskriftar-
reikning. Rúmlega 2,1 milljarður af
skuldum félaganna var kominn í van-
skil á þessum tíma. Eignarhaldsfélag
Hannesar Smársonar, FI fjárfestingar
ehf., var einnig í vanskilum við Byr
upp á rúman milljarð króna og var
nánast öll skuldin færð á afskriftar-
reikning.
Einnig er þar að finna rúmlega 840
milljóna króna afskrift á láni til eign-
arhaldsfélagsins Exeter Holdings en
tveir af stjórnendum Byrs, Ragnar Z.
Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jóns-
son, voru ákærðir fyrir umboðssvik og
sýknaðir í undirrétti vegna viðskipta
Byrs og félagsins.
Lítið bókað þrátt fyrir háar skuldir
Innri endurskoðun Byrs fetti fingur
út í það í úttektinni að áhættunefnd
Byrs hefði lítið sem ekkert bókað um
skuldir og vanskil þessara viðskipta-
vina í fundargerðum sínum. Heildar-
skuldir þessara átta viðskiptavina og
félaga þeirra við Byr námu rúmlega
þrettán milljörðum króna árið 2009
og voru afskriftir um 8,5 milljarðar
eins og áður segir. Í úttektinni kemur
fram:
„Við skoðun á aðilum sem teljast
til 30 stærstu lánþega, og eru í van-
skilum, hefur lítið eða ekkert verið
bókað um málefni þeirra í fundar-
gerðum áhættunefndar.“
Síðan er rakið hvernig þessi
vinnubrögð áhættunefndar hafi ver-
ið þvert á útlánareglur Byrs en sam-
kvæmt þeim átti áhættunefndin að
„fjalla um skuldbindingar sem eru
í tapsáhættu og vísað hefur verið til
sérmeðferðar“.
Ályktun innri endurskoðunar Byrs
er á þá leið að áhættunefndin hafi
ekki staðið sig sem skyldi. „...er það
álit IE [innri endurskoðunar, innskot
blaðamanns] að bókanir í fundar-
gerðir um veruleg vanskil einstakra
viðskiptavina verði að vera markviss-
ari og eftirfylgni mála betri.“
Byr hafði því, árið 2009, gefið upp
á bátinn að ná að innheimta skuldir
sem námu um einum fimmta hluta af
rúmlega 40 milljarða króna eiginfjár-
grunni sparisjóðsins.
Kaupverð Byrs
Líkt og kom fram í fjölmiðlum í síð-
ustu viku hefur Íslandsbanki fest
kaup á Byr. Kaupin eru háð samþykki
Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnis-
eftirlitsins. Gagnrýnt hefur verið að
kaupverðið hafi enn ekki verið gefið
upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokksins,
hefur sagt að það sé um 15 milljarðar
króna.
Ýmsar kenningar eru á lofti um af
hverju kaupverðið á Byr hefur ekki
verið gefið upp. Ein kenningin er sú
að seljendur Byrs, slitastjórn spari-
sjóðsins og fjármálaráðuneytið, vilji
ekki gefa kaupverðið upp þar sem
kaupin eru ekki gengin í gegn þar
sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppn-
iseftirlitið þurfa að samþykkja þau.
Ef þessir aðilar samþykkja ekki
kaupin mun kauptilboð Íslands-
banka í Byr vera orðið opinbert án
þess að viðskiptin hafi gengið í gegn.
Þetta gæti hugsanlega skaðað hags-
muni seljenda Byrs ef svo ólíklega vill
til að kaupin verði ekki samþykkt og
að hefja þurfi annað söluferli á spari-
sjóðnum. Ef þetta er rétt mun kaup-
verðið nær örugglega verða gefið upp
þegar kaupin verða gengin í gegn.
Hin kenningin er á þá leið að
kaupverðið liggi ekki fyrir þar sem
fram þurfi að fara verðmat á eigna-
safni Byrs áður en hægt verði að full-
yrða um endanlegt verð á sparisjóðn-
um. Ef þetta er raunin þá munu atriði
eins og afskriftir á útlánum til við-
skiptavina Byrs, til að mynda eins
þær sem fjallað er um í þessari grein,
skipta verulegu máli þegar endanlegt
kaupverð á sparisjóðnum er fundið.
Alveg ljóst er hins vegar, sama
hvor kenningin er sönn, að útlána-
safn Byrs er alls ekki upp á marga
fiska.
4 | Fréttir 20. júlí 2011 Miðvikudagur
Fjölþrepa
bakbrettið
• Teygir á hrygg og bakvöðvum
• Minnkar vöðvaspennu
• Linar bakverki
• Bætir líkamsstöðu
• Auðvelt í notkun Verð: 7.950 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Gert að greiða
Stapa 5 milljarða
ALMC hf, áður Straumur-Burðarás
fjárfestingarbanki, þarf að greiða líf-
eyrissjóðnum Stapa rúmlega fimm
milljarða króna ásamt dráttarvöxtum.
Þetta er samkvæmt dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur á þriðjudag.
Stapi stefndi ALMC til greiðslu á
kröfum sem sjóðurinn átti á bankann
upp á um fjóra milljarða króna. Var
það gert eftir að kröfum sjóðsins var
hafnað vegna mistaka Lögmannsstof-
unnar ehf., en kröfum var lýst of seint
í Straum-Burðarás við gjaldþrota-
skipti eða slitameðferð bankans.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins
sættu sig hins vegar ekki við það. Þeir
töldu að krafan ætti að halda gildi
sínu og fá sömu meðferð og aðrar
kröfur þar sem Straumur-Burðarás
náði nauðasamningum við kröfuhafa
sína og fór því ekki í gjaldþrot.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
kemur fram að kröfur sem komust
ekki að við skiptin á bankanum, hafi
„ef svo má segja vaknað til lífs á ný
þar sem skuldari þeirra er ekki lagður
niður.“ Enga heimild sé að finna í lög-
um um að kröfur falli alveg niður þótt
þeim hafi ekki verið lýst við gjald-
þrotaskipti eða slitameðferð.
Auk þess að dæma ALMC til að
greiða tæpa 5,2 milljarða króna þarf
ALMC að greiða málskostnað upp á
1,6 milljónir króna.
Fær riffilinn en
verður sektaður
Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft
til rannsóknar mál sem hófst með
því að landvörður á Hornströnd-
um kom með riffil til lögreglu en
skotvopnið hafði fundist í Hornvík.
Fréttablaðið greindi frá því á
þriðjudag að riffill og skot hefðu
fundist meðal farangurs og varn-
ings sem fluttur var frá Ísafirði
til Hornvíkur. Þar vitjaði enginn
riffilsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu hefur eigandi riffilsins nú
gefið sig fram og gefið skýringar á
málavöxtum. Hann fær riffilinn af-
hentan aftur en má vænta þess að
verða sektaður.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Lánabók Byrs
Vanskil Fært á afskriftarreikning
Sólstafir ehf. og tengd félög 4,7 milljarðar 4,3 milljarðar
(Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann)
Saxhóll og tengdir aðilar 2,1 milljarður 1,3 milljarðar
(Jón Þorsteinn Jónsson og fjölskylda)
Pálmatré ehf. 1,7 milljarðar 730 milljónir
(Pálmi Pálsson)
Exeter Holdings 1,1 milljarður 847 milljónir
Magnús Jónatansson 200 milljónir 72 milljónir
FI fjárfestingar 1 milljarður 1 milljarður
(Hannes Smárason)
Gunnar Örn Haraldsson 844 milljónir 314 milljónir
Hilmar E. Konráðsson 360 milljónir 0
Samtals 12 milljarðar 8,5 milljarðar
Vanskil og afskriftir hjá Byr„Er það álit IE að
bókanir í fundar-
gerðir um veruleg vanskil
einstakra viðskiptavina
verði að vera markvissari
og eftirfylgni mála betri.
Byr afskrifaði
milljarða 2009
n Færðu 8,5 milljarða á afskriftarreikning n Um fimmtungur af eiginfjár-
grunninum afskrifaður n Innri endurskoðun gagnrýndi áhættunefndina
18. júlí 2011
LEYN
IGÖG
N