Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Síða 6
6 | Fréttir 20. júlí 2011 Miðvikudagur
Milljónir króna
til Afríku
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið
að veita 18,5 milljónum króna til
neyðar aðstoðar í austanverðri Afr-
íku. Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra lagði fram tillögu þessa
efnis sem hann kynnti á ríkisstjórn-
arfundi á þriðjudag. Neyðarástand
hefur skapast í austanverðri Afríku,
einkum í Sómalíu, vegna hungurs-
neyðar af völdum uppskerubrests
í kjölfar þurrka og ófriðar. Fjöldi
flóttamanna hefur farið yfir landa-
mærin frá Sómalíu til Keníu.
Utanríkisráðuneytið hefur upp-
lýst samstarfshóp íslenskra félaga-
samtaka um að fjárstyrk, allt að 12,5
milljónum króna, verði veitt til verk-
efna vegna þessa neyðarástands.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins
22. júlí.
Ákall um framlag hefur bor-
ist frá Matvælaáætlun Sameinuðu
þjóðanna (WFP) vegna hjálparstarfs
hennar í Sómalíu og hefur verið
ákveðið að 50 þúsund Bandaríkja-
dölum, um 6 milljónum króna, verði
veitt til þess.
Í desember 2008 breyttu stjórn og
forstjóri sparisjóðsins Byrs skilmál-
um á kúlúláni sem félag í eigu Sunds,
eins stærsta hluthafa sjóðsins, hafði
tekið árið áður. Eigendur Sunds
voru þeir Jón Kristjánsson og Páll
Þór Magnússon, sem gjarnan ganga
undir nafninu Sundararnir. Jón sat í
stjórn Byrs á þessum tíma. Upphæð
lánsins til félagsins, IceCapital ehf.,
nam nærri 630 milljónum króna og
hafði það verið veitt án veða árið
2007. Þetta kemur fram í lánagögn-
um og tölvupóstum sem DV hefur
undir höndum.
Ragnar Z. og Jón Kristjánsson
skrifuðu undir skilmálabreytinguna
fyrir hönd Byrs og Sunds þann 20.
desember 2008. Skilmálabreyting-
in hafði verið samþykkt í stjórn Byrs
þann 19. desember 2008, sama dag
og stjórn Byrs samþykkti allt að 1.400
milljóna króna lánalínu til eignar-
haldsfélagsins Exeter Holdings.
Stjórn Byrs samþykkti líka framleng-
ingu á yfirdráttarheimild IceCapi-
tal upp á 2,3 milljónir króna í þrjá
mánuði. Exeter-viðskiptin hafa get-
ið af sér dómsmál þar sem Ragnar Z.
og stjórnarformaður Byrs, Jón Þor-
steinn Jónsson, voru ákærðir fyrir
umboðssvik. Þeir voru sýknaðir í
Héraðsdómi Reykjavíkur en embætti
ríkissaksóknara hefur áfrýjað málinu
til Hæstaréttar.
Sent til sérstaks saksóknara
Stjórn Byrs sendi skilmálabreyt-
inguna á láninu til Fjármálaeftirlits-
ins og embættis sérstaks saksókn-
ara í fyrra ásamt nokkrum öðrum
málum sem stjórninni þóttu vafa-
söm. Skilmálabreytingin er einungis
eitt af mörgum vafasömum málum
í rekstri Byrs í kjölfar hrunsins 2008
sem komu upp þegar ný stjórn spari-
sjóðsins skoðaði bókhald hans. Með-
al annarra mála má nefna skilmála-
breytingu Byrs á láni sem félag sem
að hluta til var í eigu Ragnar Z. fékk
og viðskipti Sunds með fasteignina
að Digranesvegi 1, líkt og greint var
frá í DV á miðvikudaginn var.
Lengt í láninu í tæpt ár
Breytingin á láninu fór þannig fram
að láni sem IceCapital tók upp á
270 milljónir króna í svissneskum
frönkum og japönskum jenum í lok
júlí 2007, og stóð í tæpum 630 millj-
ónum króna í desember 2008 vegna
verðhruns íslensku krónunnar, var
breytt í evrur auk þess sem gjalddagi
lánsins var færður fram um tæpt ár.
IceCapital, sem þá var ekki leng-
ur aðeins dótturfélag Sunds heldur
hafði runnið saman við félagið, átti
því ekki að þurfa að greiða lánið fyrr
en þann 22. júní 2009 í stað 1. ágúst
2008.
Nokkra athygli vekur að skilmála-
breyting lánsins er gerð nærri fimm
mánuðum eftir að lán IceCapital
gjaldféll. Breytingin á láninu var því
afturvirk. Í gögnum frá Byr um lán-
ið kemur fram að það hafi upphaf-
lega verið veitt án trygginga. „Lána-
samningur var án trygginga,“ segir í
gögnunum. Byr var því í vondri stöðu
gagnvart Sundurunum þar sem
sparisjóðurinn hafði ekkert í hönd-
unum sem tryggði honum að ein-
hver verðmæti fengjust upp í lánið.
Sjóðurinn varð því bara að sætta sig
við það að Sund gæti ekki greitt lánið
á þeim tíma.
Sund fékk nýtt lán
Þetta lán var svo fært frá IceCapital
yfir á Sund ehf. í byrjun febrúar 2009.
Yfirfærslan á láninu átti sér stað
vegna þess að IceCapital hafði runn-
ið inn í Sund. Um þetta segir í tölvu-
pósti um málið frá starfsmanni Byrs:
„IceCapital er runnið inní Sund ehf.
og ætlum við að færa lánssamning
sem er á IceCapital yfir á Sund ehf.
Við myndum vilja gera nýjan samn-
ing á sömu forsendum og samningn-
um var breytt fyrir áramót.“
Því var gerður nýr lánssamning-
ur á milli Byrs og Sunds, í stað Ice-
Capital. Þetta lán var notað til þess
að greiða lán IceCapital upp á sömu
upphæð og var skýrt kveðið á um
þetta í lánasamningi félagsins sem
DV hefur undir höndum. „Lántaki
skuldbindur sig til þess að ráðstafa
láninu til þess verkefnis sem það er
veitt til,“ segir í samningnum. Auð-
ur Eiríksdóttir, útibússtjóri hjá Byr,
og Jón Kristjánsson skrifuðu undir
lánasamninginn. Lánið var veitt til
fimm mánaða.
Engir fjármunir skiptu því um
hendur í þessum viðskiptum held-
ur var eldri skuld IceCapital strikuð
út fyrir nýja skuld Sunds og eigend-
ur Sunds fengu gálgafrest í nokkra
mánuði til viðbótar.
n Eigendur Sunds fengu greiðslufrest á 630 milljóna kúluláni n Láninu breytt aftur-
virkt eftir að það var gjaldfallið n Fengu einnig greiðslufrest á yfirdráttarheimild
Kúluláni eigandans
var breytt afturvirkt
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Steypugljái á
stéttina í sumar
SUPERSEAL
TOP COAT
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Sund og Byr 2. hluti
„ IceCapital er runnið
inní Sund ehf. og
ætlum við að færa láns-
samning sem er á IceCapi-
tal yfir á Sund ehf.
Samþykkti gjörn-
inginn Ragnar Z.
Guðjónsson sparisjóðs-
stjóri samþykkti að
breyta kúluláni Sunds:
Gjalddaga lánsins var
frestað um tæpt ár
og því var breytt yfir í
evrur.
Skrifaði undir
fyrir Sund Jón
Kristjánsson skrifaði
undir breytinguna á
lánasamningnum fyrir
hönd Sunds í lok árs
2008.
Tvær líkamsárásir voru kærðar á bæj-
arhátíðinni Húnavöku sem var haldin
á Blönduósi um liðna helgi. Sú fyrri
átti sér stað fyrir utan félagsheim-
ilið á Blönduósi eftir níunda áratugs
dansleik útvarpsmannsins Sigurðar
Hlöðverssonar aðfaranótt laugardags.
Höskuldur Erlingsson, varðstjóri lög-
reglunnar á Blönduósi, segir fjóra
karlmenn klædda í treyjur KR, Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur, hafa þar
lent í útistöðum við aðra menn.
„Það brutust út ólæti og það ligg-
ur ekki alveg á hreinu hvernig upp-
tökin voru og hver kýldi hvern. Það
kom einn á stöðina til okkar og kærði
líkamsárás. Það hafði kvarnast eitt-
hvað upp úr tönnunum á honum,“
segir Höskuldur í samtali við DV.
Hann segist ekki geta staðfest það
að átökin hafi verið vegna rígs knatt-
spyrnuaðdáenda.
„Það voru eflaust einhver orð lát-
in fjúka í garð KR-inga þess utan.
Ég held að upptökin hafi ekki ver-
ið tengd því,“ segir Höskuldur sem
segir mennina hafa mætt á dansleik-
inn í treyjum Vesturbæjarfélagsins.
„Það voru fjórir strákar í KR-bún-
ingum. Ég þori ekki að staðfesta að
það hafi tengst því. Þeir lentu þarna
í einhverju hnoði. Þeir voru bara á
dansleiknum og í KR-treyjum,“ segir
Höskuldur. Enginn var þó handtek-
inn vegna átakanna segir Höskuldur
og voru átökin leyst upp með því að
keyra mönnum til síns heima.
Seinni líkamsárásin sem var
kærð átti sér stað eftir dansleik Ing-
ós og Veðurguðanna, þar sem Björg-
vin Halldórsson var gestasöngvari.
Höskuldur segir að það hafi verið svo
mikið af fólki á hátíðinni um helgina
að erfitt hafi verið að átta sig á því
hver gerði hvað. „Þetta er svo mikið
af fólki og þegar verður múgæsing-
ur er erfitt að átta sig á því hver gerði
hvað.“
Tvær líkamsárásir kærðar eftir Húnavöku á Blönduósi:
Karlar í KR-treyjum í átökum
Fóru á ball í KR-treyjum Fjórir karlar
klæddir KR-treyjum lentu í átökum eftir
dansleik á Blönduósi. Myndin tengist frétt-
inni ekki beint.
Hættulegar
aðstæður
Almannavarnardeild ríkislögreglu-
stjóra varar við því að ferðalangar
fari um suðausturhluta Mýrdals-
jökuls vegna sprungumyndunar
umhverfis sigkatlana sem þar hafa
myndast. Á mánudag fóru vísinda-
menn í þyrluflug með Landhelgis-
gæslunni yfir Vatnajökul og Mýr-
dalsjökul. Markmiðið var meðal
annars að fylgjast með sigkötlum
sem mynduðust í hlaupinu 9. júlí
síðastliðinn auk þess sem skoðað
var hvort breytingar væru á yfir-
borði jökulsins eftir jarðskjálftann
aðfaranótt mánudags, sem mældist
3,8. Þá var mælitækjum komið fyrir
og verða þau sótt síðar í þessari viku
eða byrjun þeirrar næstu til að skoða
breytingar. Áfram verður fylgst náið
með þessum svæðum, að því er segir
í tilkynningu frá almannavarnar-
deild ríkislögreglustjóra.