Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Side 8
8 | Fréttir 20. júlí 2011 Miðvikudagur Flóttamaður fer huldu höfði: Reyndu að senda þræl úr landi Útlendingastofnun gerði tilraun til þess að vísa 22 ára flótta- manni, Mouhamde Lo, úr landi fyrr í mán- uðinum. Stofnunin hafði ekki erindi sem erfiði og hefur Mouhamde Lo nú yfirgefið gisti- heimilið Fit þar sem hann dvaldi og fer hann nú huldu höfði einhvers stað- ar á Íslandi. Samtökin No Borders í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við tilraun stofnunarinnar til brottvís- unar. Samtökin krefjast þess að Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra snúi þessari ákvörðun, sem samtökin segja ólöglega, og veiti Mouhamde þegar í stað tímabund- ið dvalarleyfi. Ráðherra ber fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni. Samkvæmt henni yrði Mouhamde sendur aftur til Noregs þar sem umsókn hans um hæli hefur þegar verið hafnað. Í fréttatilkynningu frá No Borders í Reykjavík segir að Mou- hamde hafi fæðst inn í þrældóm í Máritaníu, sem hann náði með naumindum að flýja fyrir rúmu ári síðan. Þá segir að þar eigi Mou- hamde enga fjölskyldu og ekkert bakland. Þrælahaldari Mouhamdes sé hins vegar ríkur og valdamikill maður sem muni leitast við að refsa honum fyrir flóttann snúi hann aft- ur. Slík refsing felur í sér geldingu á hrottalegan hátt og/eða aftöku. Þrælahald er útbreitt í Máritaníu en það var löglegt þar í landi allt til ársins 2007. Þrátt fyrir að lögunum hafi verið breytt eru þrælahald- arar sjaldnast dæmdir enda oft um valdamikla aðila að ræða. Á meðal þess sem No Borders samtökin gera athugasemdir við er sú staðreynd að Útlendingastofn- un útvegaði Mouhamde franskan túlk þrátt fyrir að hann tali litla sem enga frönsku. „Mouhamde fékk því aldrei raunverulegt tækifæri til þess að koma að öllum þeim upp- lýsingum sem hann vildi og þurfti og gætu hafa orðið að gagni við úrvinnslu umsóknar hans,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá segir að þetta hafi leitt til þess að mál hans hafi aldrei getað talist fullupplýst þegar Útlendingastofn- un tók ákvörðun um að vísa honum úr landi. Ragnheiður Böðvarsdóttir for- stöðumaður stjórnsýslusviðs Út- lendingastofnunar sagði í samtali við DV að málinu væri lokið af hálfu stofnunarinnar. Hún segir stofn- unina ekki fara fram á það við lög- reglu að hún leiti Mouhamdes. Slík ákvörðun sé algjörlega í höndum ríkislögreglustjóra. Ekki er óalgengt að flóttamenn láti sig hverfa þegar stjórnvöld láta sverfa til stáls. Nokk- uð var fjallað um flóttamanninn Henry Turray frá Sierra Leone á sín- um tíma. Hann fór lengi vel huldu höfði hér á landi en ekkert hefur spurst til hans lengi. DV hefur sent formlegar spurningar til Útlend- ingastofnunar í tengslum við málið og bíður frekari svara. Fjórir unglingspiltar yfirbuguðu nætur vörð á meðferðar- og skóla- heimilinu Háholti í Skagafirði um síðastliðna helgi, aðfaranótt sunnu- dags. Unglingarnir læstu nætur- vörðinn inni í herbergi, að sögn lög- reglunnar á Sauðárkróki, stálu bíl og keyrðu til Akureyrar þar sem þeir voru loks handsamaðir. Hópurinn samanstóð af unglingum á aldrin- um fimmtán til átján ára og voru þeir allir vistaðir á meðferðar- og skóla- heimilinu Háholti. Læstur inni í fjóra tíma Lögreglan á Sauðárkróki segir næt- urvörðinn hafa verið læstan inni í herberginu í fjórar klukkustundir áður en næsta vakt kom til vinnu um morguninn. Lögreglan á Akureyri handtók drengina að kvöldi sunnu- dags í húsi á Akureyri. Tveir þeirra voru fluttir aftur á meðferðarheim- ilið að Háholti en hinum tveimur var fundið annað vistunarúrræði. Lög- reglan sagðist að öðru leyti ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið. Engar upplýsingar fengust um líðan næturvarðarins. Unglingar með hegðunar- vandamál Á vef Barnaverndarstofu kemur fram að þeir unglingar sem vistast í Há- holti eigi það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Unglingar sem dvelja þar eru oftast nær þeir sem hafa leiðst út í fíkni- efnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félags- legum vanda af ýmsu tagi. Í einstaka tilvikum dvelja unglingar í Háholti sem dæmdir hafa verið til fangavist- ar. Samkvæmt samkomulagi Fang- elsismálastofnunar og Barnavernd- arstofu stendur unglingum til boða að afplána fangelsisdóm í Háholti. Forstöðumenn Háholts sögðust ekki mega tjá sig um mál sem varða með- ferðarheimilið þegar DV leitaði eftir viðbrögðum. Viðeigandi úrræði „Ef að börn brjóta af sér á meðferð- arheimilum sem og annars staðar, þá er gripið til viðeigandi úrræða. Það er leitað til lögreglu og grip- ið til annarra vistunarúrræða og það er gert í samráði við viðkom- andi barnaverndarnefndir sem vista börnin á heimilinu,“ segir Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barna- verndarstofu. Hún segir það koma fyrir af og til að unglingar strjúki frá Háholti. „Þetta er ekki fangelsi. Það gerist líka að fangar strjúki úr fang- elsum. En það er ekkert svo ramm- gert að það sé ekki hægt strjúka ef það er einbeittur brotavilji,“ segir Steinunn. Fjórir til fimm unglingar eru jafnan vistaðir í Háholti hverju sinni og starfa þrettán manns á vökt- um við meðferðarheimilið. n Vistmenn meðferðarheimilisins í Háholti yfirbuguðu næturvörð og læstu hann inni n Stálu bíl og struku til Akureyrar n Unglingar með hegðunarvandmál vistaðir í Háholti Læstu næturvörð inni og struku til Akureyrar Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Það er ekkert svo rammgert að það sé ekki hægt strjúka ef það er einbeittur brotavilji Háholt Meðferðar- og skólaheimilið í Háholti þar sem unglingspiltar yfirbuguðu næturvörð og struku. Læstur inni Drengirnir fjórir læstu næturvörð inni eftir að hafa yfirbugað hann. SViðSett Mynd dV. Heimildir DV herma að Þorsteini Erlingssyni, eiganda útgerðar- félagsins Saltvers í Reykjanesbæ, verði gert að greiða yfir 200 milljón- ir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Þorsteinn, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi og stjórn- armaður í Sparisjóði Keflavíkur, tjá- ir sig ekki um málið í samtali við DV. „Talaðu bara sjálfur við Fiski- stofu og vertu blessaður,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurð- ur hvort hann þyrfti að greiða fjár- sektir og hversu háar þær væru, í kjölfarið skellti hann á blaðamann. Heimildir DV herma að sektin sé tilkomin vegna ólöglegrar löndunar fyrirtækisins framhjá vigt, en málið hefur verið til rannsóknar hjá Fiski- stofu undanfarna mánuði. Hjá Fiskistofu fengust þær upp- lýsingar að málið væri í ferli og að það „færi sínar leiðir“. Þorsteinn Hilmarsson, starfsmaður Fiski- stofu, staðfesti hvorki né neitaði því að eiganda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársektir til stofnunarinn- ar. Fiskistofa hefur heimild sam- kvæmt lögum til að vinna rann- sóknir sem snúa að því að bak- reikna afurðir til afla. Heimildir DV herma að Þorsteini verði nú sendur reikningur í kjölfar slíks bakreikn- ings. „Starfsemi þessara aðila er bara til rannsóknar og í sjálfu sér ekk- ert meira að segja á meðan svo er,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að um væri að ræða stjórnsýsluákvarðanir sem færu sínar leiðir og menn gætu í framhaldinu véfengt þær og ennþá væri ekki komin lokaniðurstaða. Eftirlitsaðilar á vegum Fiski- stofu heimsóttu Saltver þann 1. apríl síðastliðinn í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rannsókn stofnun- arinnar á fyrirtækinu. Eins og fram kom í DV í janúar sakaði Þorleifur Frímann Guðmundsson, fyrrver- andi matsveinn á Ósk KE-5, Saltver um skipulagða og afar grófa lönd- un fram hjá vigt, í bréfi sem hann sendi Fiskistofu. Samkvæmt minn- isblöðum sem hann hafði skráð í nóvembermánuði virtist skeika um að minnsta kosti tíu tonnum þann mánuðinn, sem hann kvaðst hafa staðfestan grun um að hefði verið landað fram hjá vigt. Þorsteinn Erl- ingsson, eigandi Saltvers, brást við með því að segja ásakanir Þorleifs vera kjaftæði. jonbjarki@dv.is Þorsteinn erlingsson Þorsteinn sagði málflutning Þorleifs vera kjaftæði á sínum tíma, en nú tjáir hann sig ekki um málið. Heimildir DV herma að Þorsteini Erlingssyni verði gert að greiða yfir 200 milljónir: Algjör þögn um fjársektir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.