Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 20. júlí 2011 Miðvikudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Sigurbjörn Hjaltason, fyrrverandi oddviti Kjósahrepps, hefur lagt fram kæru til umhverfisráðuneytisins fyr­ ir meinta ólöglega förgun úrgangs í flæðigryfju við álverið á Grundar­ tanga. Í bréfi sem hann sendi á ráðu­ neytið kvartar hann vegna viðbragða Umhverfisstofnunar við umkvört­ unum hans. Hjá ráðuneytinu feng­ ust þær upplýsingar að málið væri til skoðunar. Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir umrætt svæði ekki vera á ábyrgð stofnunar­ innar og kveðst hafa sent erindi til heilbrigðiseftirlitsins vegna málsins. Hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands fengust þær upplýsingar að búið væri að hreinsa til á svæðinu og því myndi eftirlitið ekki aðhafast neitt frekar. Ráðuneyti fylgi lögum Sigurbjörn var í siglingu ásamt tveimur öðrum í Hvalfirði í síðasta mánuði þegar þeir urðu vitni að urðun bíldekkja og annars úrgangs í fjöru við flæðigryfju nálægt álveri Norðuráls við Grundartanga. Þeir tóku mynd af svæðinu og sendu kvörtun á Umhverfisstofnun. Þaðan fengust þær upplýsingar að svæð­ ið væri ekki á ábyrgð stofnunarinn­ ar þar sem það tilheyrði Faxaflóa­ höfnum. Sigurbjörn brást við með því að senda kæru á umhverfisráðu­ neytið og kvarta vegna viðbragða Umhverfis stofnunar sem honum þótti ekki til eftirbreytni. „Þetta er inni á starfssvæði álvers­ ins sem starfar undir leyfi frá Um­ hverfisstofnun,“ segir Sigurbjörn í samtali við DV. Eins og kemur fram í bréfinu sem sent var til ráðuneytisins, hefur álver Norðuráls við Grundartanga heimild til að urða ákveðinn úrgang í flæði­ gryfju, en ekki endurvinnanlegan úr­ gang. Þá segir meðal annars þetta í bréfinu: „Jafnframt er ekki vitað að flæði­ gryfjan hafi sérstakt starfsleyfi sem inniheldur heimild til urðunar á sorpi, heldur er rekstur hennar inni í starfsleyfi Norðuráls.“ Þá er vakin athygli á því að flæði­ gryfjan sem á að vera undir eftir­ liti Umhverfisstofnunar sé ekki sér­ staklega á skipulaginu. Í niðurlagi bréfsins er þess krafist að ráðuneytið sjái til þess að meðhöndlun úrgangs og spilliefna á Grundartanga verði í samræmi við þau lagaákvæði sem um það gilda. Á starfssvæði álvers Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir í sam­ tali við DV að svæðið á myndinni sé ekki flæðigryfja og falli því ekki undir starfsleyfi Umhverfisstofnun­ ar. Hann segir ennfremur að Um­ hverfisstofnun hafi áframsent erindi Sigurbjörns til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem hefur málið á sinni könnu. Aðspurður um hvort hann hafi kynnt sér kæruna sem send hefur verið á umhverfisráðuneytið segist hann hafa séð hana og lagt fram ákveðna punkta þar sem hann svari gagnrýni Sigurbjörns. „Það getur vel verið að flæði­ gryfjan sé á athafnasvæði Faxaflóa­ hafna en það breytir því ekki að hún er á starfssvæði álversins og Um­ hverfisstofnun ber að hafa eftirlit með henni,“ segir Sigurbjörn. Í fyrr­ greindu bréfi benti hann meðal ann­ ars á að skipulagsfulltrúi Hvalfjarðar­ sveitar hafi staðfest að umrædd flæðigryfja sé notuð af Norðuráli. Sigurbjörn kveðst ekki hafa heyrt frá ráðuneytinu síðan hann sendi kær­ una frá sér en DV hefur fengið þær upplýsingar að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Ekki aðhafst frekar Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir í samtali við DV að starfsmenn eftir­ litsins hafi farið í málið þegar það kom inn á borð til þeirra. Þegar þeir skoðuðu svæðið hafi verið búið að hreinsa þar til. Hann staðfestir að úr­ gangurinn hafi verið við nýja flæði­ gryfju álversins. „Þarna er leyfilegt að losa kerbrot og annað sem talist getur spilliefni en annar úrgangur á að fara á viður­ kenndan urðunarstað,“ segir hann. Hann segir svæðið ekki sérstaklega vaktað og því hafi einhverjir getað laumast þar inn og losað úrgang. „Við fórum þarna inn og sáum að það var búið að hreinsa allt upp og töldum þess vegna að við þyrftum ekki að aðhafast frekar í málinu,“ seg­ ir Helgi. „Mér finnst stærsta fréttin í þessu vera sú hvernig þeir bregðast við,“ seg­ ir Sigurbjörn sem er afar óánægður með viðbrögð Umhverfisstofnunar. „Þeir sögðu mér að þetta svæði hefði ekkert með álverið að gera en það er bara ekki rétt. Þeir þekkja greini­ lega ekki aðstæður þarna. Og þó svo að þetta væri ekki á vegum álversins þá ætti Umhverfisstofnun samt sem áður að bregðast við. Það hefur eng­ inn starfsleyfi fyrir urðun þarna.“ Sigurbjörn segir það vera lágmark að Umhverfisstofnun fari eftir þeim starfsleyfisskilyrðum sem stofnunin hefur sjálf sett. Ólögleg urðun Fyrrverandi oddviti Kjósahrepps varð vitni að ólöglegri urðun við flæði- gryfju álversins á Grundartanga. Hann er óánægður með viðbrögð Umhverfisstofnunar. n Fyrrverandi oddviti hefur kært ólöglega förgun úrgangs við álver n Óánægður með vinnubrögð Umhverfisstofnunar n Umhverfisráðuneytið skoðar málið Kærir ólöglega förgun úrgangs Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þetta er inni á starfssvæði álvers- ins sem starfar undir leyfi frá Umhverfisstofnun. Sæstrengur stór- eykur gagnaflæði Fyrirtækin Emerald Atlantis og Te Subcom skrifuðu í gær undir samn­ ing um lagningu á nýjum sæstreng á milli Íslands, Norður­Ameríku, Bret­ landseyja og meginlands Evrópu. Til stendur að leggja strenginn á næsta ári og mun hann gefa aukna mögu­ leika á hýsingu tölvugagna hér á landi. Strengurinn verður sá fyrsti sinnar teg­ undar í heiminum og mun geta flutt allt að 60.000 gígabæt á sekúndu. Um strenginn mun fara umtalsverður hluti af öllum gagnaflutningum sem fara munu um sæstrengi í Atlantshafi. Sjáv­ arbotnsrannsóknir vegna verkefnis­ ins munu fara fram í ágúst á þessu ári og áætlað er að lagning sæstrengsins hefjist næsta sumar. Stefnt er að notk­ un hans geti hafist síðla árs 2012. Mat Moody‘s óbreytt Matsfyrirtækið Moody‘s hefur ekki breytt lánshæfismati sínu á íslenska ríkinu. Fyrirtækið telur horfur í efna­ hagslífi enn neikvæðar þó að nokkur árangur hafi náðst í endurreisn efna­ hags landsins eftir hrun. Vilji og geta stjórnvalda til þess að standa við skuldbindingar sínar veldur ekki áhyggjum en þó að Icesave­deilan hafi ekki haft jafn­ veigamikil áhrif á afdrif ríkisins eins og óttast var er hún enn óleyst. Segir í skýrslu fyrirtækisins að neikvæðar horfur byggist aðallega á erfiðleikum við endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja hér á landi, lítilla fjárfestinga og gjaldeyrishafta. Þótt nokkuð vel hafi tekist að bæta fjárlagahalla seinustu ára þurfi að halda fjárhagslegu aðhaldi til streitu í allmörg ár til viðbótar ef rík­ ið eigi að ná tökum á skuldum sínum. Þá er búist við að skuldir ríkisins lækki eftir 2012. Lánshæfi ríkisins stendur óbreytt í flokki Baa3. Ögmundur safnar gögnum Ögmundur Jónasson innanríkis­ ráðherra segir ráðuneytið nú vera að safna gögnum og skýrslum um Geir­ finnsmálið. Síðar verður metið hvort tilefni sé til að skipa sérstaka nefnd um málið eða hvort tilefni sé til að taka málið upp fyrir dómstólum að nýju. „Það er ríkur vilji til þess að láta kanna þetta mál – og það hefur alla tíð verið hjá mér líka,“ segir Ögmundur í sam­ tali við blaðamann um málið. Hann vill ekki tjá sig sérstaklega um það hvort sérstök nefnd verði skipuð vegna málsins, en hann segir að leggja þurfi mat á gögn í málinu, sem eru mörg, áður en nánari ákvörðun verður tekin. „Ég vil ekki tjá mig nánar um þetta mál fyrr en ég hef fengið tækifæri til þess að ígrunda það vel í ljósi þeirra gagna sem við fáum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.