Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 20. júlí 2011
Leiðrétting
Í úttekt á verði í vegasjoppum víðs
vegar um land sem DV birti þann 18.
júlí voru rangar upplýsingar um verð
í Olís á Reyðar-
firði. Réttilega
stóð í texta við
úttektina að þar
væri ódýrasta
hamborgara-
tilboðið. Í ramma við staðsetningu
Olís á Reyðarfirði voru hins vegar
rangar upplýsingar og leiðréttist það
hér með.
Rétt verð í Olís á Reyðarfirði á
hamborgaratilboði er 990 krónur
(hamborgari, franskar, kokteilsósa
og gos), pylsa með öllu 290 krónur,
kók 0,5 l 239 krónur, lítill ís í brauð-
formi 225 krónur og Prins póló 145
krónur.
Grillum á
umhverfis-
vænan hátt
Þar sem grilltímabilið er nú í há-
marki er vert að minna á að það
er hægt að grilla á umhverfisvæn-
an hátt. Á nattura.is segir að forð-
ast skuli einnota grill en ef nauð-
synlegt sé að nota þau sé gott að
nota hvert grill nokkrum sinnum.
Best sé að velja grillkol sem eru
merkt FSC-merkingu (Forest
Stewardship Council ). Betra sé
að nota góð rafmagns- eða gas-
grill en einnig séu til rafmagns-
hitarar og sérhannaðir hólkar til
að hita kolin þannig að ekki sé
þörf á að nota uppkveikilög. Fólk
er beðið um að hafa það í huga
að reykurinn frá grillinu er ekkert
annað en mengun, sót og koltví-
sýringur auk annarra efna. Þar er
einnig bent á að brenndur matur
er ekki hollur og jafnvel talinn
vera krabbameinsvaldandi. Þar
sem það að grilla er í raun nokk-
uð óumhverfisvænn og jafnvel
óhollur eldunarmáti er fólk hvatt
til að stunda það í hófi.
Slæm tannhirða getur
valdið hjartasjúkdómum
eríur frá gómnum gefi frá sér prótín
sem hafa áhrif á að gigt myndist.“
Bronkítis
Fyrr á þessu ári birtist grein í Journal
of Periodontology þar sem greint var
frá tengslum á milli sýkinga í önd-
unarveginum og tannholdsbólgna.
Vísindamennirnir rannsökuðu 100
manns sem höfðu verið lagðir inn á
sjúkrahús vegna öndunarfærasjúk-
dóma, svo sem bronkítis. Tannheilsa
og ástand góms var verri hjá þeim
sem höfðu átt við sjúkdóma í öndun-
arfærum að stríða. Talið er að bakt-
eríur í gómi geti borist niður í lungu
við innöndun og komið þar af stað
sýkingum eða gert ástand þar verra.
Risvandamál
Risvandamál hafa einnig verið tengd
við slæma gómheilsu. Fyrr á þessu
ári greindu indverskir vísindamenn
frá því að þeir
hefðu fund-
ið tengsl á milli
tannholdsbólgu
og risvandamála
hjá körlum. Nið-
urstöður rann-
sóknarinnar voru
birtar í Journal of
Periodontology
en rannsóknin náði til 70 karlmanna.
Önnur rannsókn bendir til að
tannholdsbólgur geti hindar fram-
leiðslu á efni sem kallast nitric ox-
ide sem slakar á æðum og eykur
blóðflæði til limsins. Rannsakendur
halda að tannholdsbólgur minnki
framleiðslu á efninu.
Heilabilun
Rannsóknir sýna tengsl á milli tann-
holdsbólgu og hættu á heilabilun.
Fyrir tveimur árum rannsökuðu vís-
indamenn við Colombia-háskóla í
Bandaríkjunum hóp fólks 60 ára og
eldri. Þeir fundu út að þeir sem áttu
við tannholdsbólgur að stríða, tann-
hold farið að hörfa eða voru með
lausar tennur áttu frekar á hættu
að missa minnið. Kenningin er að
ómeðhöndlaðir tannholdssjúkdóm-
ar geti komið af stað bólgumyndandi
ferli í heila sem veldur framleiðslu á
prótíni sem ræðst á heilafrumur.
Hjartasjúkdómar
Þeir sem eiga við tannholdssjúk-
dóma að stríða eru tvöfalt líklegri til
að fá hjartasjúkdóma en aðrir. Skosk
rannsókn sem var framkvæmd á síð-
asta ári og náði til 11.000 manns sýn-
ir að einungis það að bursta tennur
sjaldnar en tvisvar á dag auki líkur
á hjartasjúkdómum. Þeir sem ekki
bursta tennurnar eru í 70% meiri
hættu á að fá hjartasjúkdóma. Nið-
urstöðurnar sem birtar voru í breska
læknatímaritinu The British Medical
Journal staðfesta fyrri niðurstöður
rannsókna um að samband sé á milli
sjúkdóma í munnholi og hjartasjúk-
dóma.
Ákveðinn grunur var til staðar
um að tannholdsbólgur yllu bólgum
og skemmdum á æðum sem síðan
leiddu til hjartasjúkdóma. Það hefur
þó aldrei verið sannað en nú er talið
að bakteríur úr munni komist beint
inn í blóðrásina og valdi sýkingu í
hjartalokunum. Þeir sem ekki sinntu
hreinlæti í munni greindust einnig
með eggjahvítuefni í blóði sem talið
er að tengist bólgum en bólgur auka
hættu á að blóðtappar myndist sem
geta leitt til hjartaslags.
John Cleland, prófessor við há-
skólann í Hull, segir að áður en sjúk-
lingar fari í aðgerðir séu tannholds-
sjúkdómar meðhöndlaðir til að
koma í veg fyrir endurtekna sýkingu.
Sykursýki
Tannholdssjúkdómar geta auk-
ið einkenni á tveimur tegundum
sykur sýki. Vísindamenn við há-
skólann í Edin-
borg skoðuðu sjö
eldri rannsókn-
ir og komust að
þeirri niðurstöðu
að það að með-
höndla tann-
holdssjúkdóma
og að minnka
bólgur við tenn-
ur, hjálpaði til við að minnka ein-
kenni sykursýki, svo sem augn-
vandamál.
Svo virðist sem bólgur í tannholdi
stuðli að efnafræðilegum breyting-
um sem verða til þess að insúlín virk-
ar ekki sem skildi.
Meðhöndlun tannholdssjúk-
dóma hjálpar til við að viðhalda réttu
sykurjafnvægi.
Mikið hefur verið rætt um tann-
heilsu barna undanfarið og hve
slæm hún sé orðin. Dökk mynd hefur
verið dregin upp af ástandinu og á heima-
síðu Tannlæknafélagsins segir að ástand-
ið í dag minni um margt á tannheilsu á fyrri
hluta 20. aldar. Þar segir einnig að í nýrri
skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi
hafi komið fram upplýsingar um komu
barna til tannlækna á Íslandi. Um 42
prósent barna á aldrinum 0–17 ára mættu
ekki til tannlækna árið 2010 sem verður
að teljast afar slæmt. Með því að fara
með börnin til tannlæknis einu sinni á ári
er hægt að koma í veg fyrir að tannheilsa
nýju kynslóðanna haldi áfram að versna.
Borinn ógurlegi Þótt borinn hræði marga þá geta reglulegar heimsóknir til tannlæknis
komið í veg fyrir vandamál við getnað hjá konum og risvandamál hjá körlum. Mynd: PHotoS.coM
Sigurður Benediktsson Formaður Tannlæknafélags Íslands segir tannholdsbólgur vissulega hafa áhrif á almenna heilsu. Mynd: ERniR EyjólfSSon
Aðföng innkallar
eldspýtur
Aðföng hefur innkallað eldspýtur
sem fyrirtækið flutti inn og voru
seldar í Bónus og 10-11 á tímabilinu
13. maí 2010
til 23. maí
2011. Neyt-
endastofa
vekur athygli á
þessu á heima-
síðu sinni. Þar segir að eldspýturnar
hafi verið seldar átta stokkar í búnti
með strikamerkinu 8711295491900
og merktar AM/65 PO.box 37211,
1030 AE Amsterdam. Ábendingar
höfðu borist um að eldspýturnar
brotnuðu auðveldlega í sundur
þegar kveikt var á þeim, glóðin hafi
dottið af þegar eldspýtan var brunn-
in og þannig skapast eldhætta. Þá
var varúðarmerkingum ábótavant.
Neytendastofa hvetur því alla sem
sem keypt hafa umræddar eldspýtur
að hætta notkun þeirra strax og skila
þeim í næstu verslun þessara versl-
anakeðja gegn endurgreiðslu.