Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Qupperneq 19
E
rindi til stjórnlagaráðs hafa
verið mörg. Fjallaði talsverð-
ur hluti þeirra um samlífi ríkis
og kirkju og vildu flestir hjóna-
bandið feigt. Þó nokkrir sóttu þetta
fast og lýstu yfir andstöðu við nýtt
stjórnarskrárplagg yrði þjóðkirkj-
unni gerð sérstök skil umfram önn-
ur trúfélög. Slíkt ákvæði væri frat-
yfirlýsing við trúfrelsi í landinu.
Þessu er ég reyndar ósammála
og skal útskýra hvers vegna.
Skýrt er kveðið á um trú-
frelsi í mannréttindakafla nú-
verandi stjórnarskrár sem og
þeirrar sem er í smíðum. Öllum er
frjálst að velja sinn guð eða hafna öll-
um. Álfar, tröll, stokkar, steinar, allt í
boði. Sess þjóðkirkjunnar er vegna
aldalangrar hefðar, hún hefur verið
andleg leiðbeining kynslóð fram af
kynslóð, allt fram á okkar dag. Vissu-
lega er sú leiðbeining ekki gallalaus
en engu að síður rúmar þjóðkirkjan
enn meirihluta þjóðarinnar. Þeim
fer að vísu fjölgandi sem leita and-
legrar uppfyllingar annars staðar og
ekki hefur framganga sumra kirkju-
þjóna eflt traust fólks. Það er innan-
hússvandamál sem vonandi verður
tekið föstum tökum. Öðru hlutverki
kirkjunnar hefur hins vegar vaxið
fiskur um hrygg en það er þjónusta.
Skírnir og giftingar njóta mikilla vin-
sælda og jarðarfarir halda sínu. Tel
þorra landsmanna vart vilja af þessu
sjá. Þjóðkirkjan er því enn fylginaut-
ur þessarar þjóðar og hennar einnar
að ákveða lengd þeirrar göngu, ekki
25 manneskja í stjórnlagaráði. Ráðið
leggur því til óbreytta kirkjuskipan
um sinn.
Þessu samhliða er rétt að benda
á annað ákvæði í nýrri stjórnarskrá.
Viðkemur það beinu lýðræði og seg-
ir að 2% þjóðarinnar geti lagt fram
þingmál. Taki þingið ekki upp þráð-
inn er annar möguleiki og hann er
sá að ákveðið hlutfall kosningabærra
manna (10–15%), geti að eigin frum-
kvæði búið til frumvarp og krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Enn er ekki ljóst hvort sú þjóðar-
atkvæðagreiðsla verði ráðgefandi
eða bindandi en hvort sem er verð-
ur einhver niðurstaða. Þessi farveg-
ur þjóðarfrumkvæðis er nýr valkost-
ur og verkfæri hverjum einstaklingi
sem vill hafa áhrif á gang mála, þar
á meðal kirkjuskipan. Þetta inniber
líka þann kost að víðtæk umræða
fæst um málið áður en ákvörðun er
tekin og andstæðar fylkingar geta
tekist á. Vissulega voru uppi raddir
í stjórnlagaráði þess efnis að ákvæði
um kirkjuskipan væri óþarft. Stjórn-
lagaráð hafði aukinheldur fullt um-
boð til slíkra breytingar. En hefði
stjórnlagaráð tekið af skarið mætti
eins spyrja fyrir hvern? Kannski þá
sem sendu inn erindi en hvað um
hinn þögla meirihluta, hvað vill
hann?
Sú niðurstaða stjórnlagaráðs, að
gera ekki neitt, er að mínu viti hyggi-
leg niðurstaða um mjög viðkvæmt
mál. Þjóð og þing mun innan skamms
þurfa að taka afstöðu til þjóðkirkj-
unnar og hefur stjórnlagaráð með af-
stöðu sinni skapað grundvöll til lýð-
ræðislegrar lausnar. Bendi ennfemur
andstæðingum núverandi kirkjuskip-
unar á að stjórnarskrá er ekki óska-
listaplagg hvers og eins, það höfum
vér ráðsliðar sannlega reynt á eigin
skinni. Vona þess vegna að sem flestir
hugi að heildarinnihaldi hinnar nýju
stjórnarskrár og falli ekki í þá gryfju
að viðhalda núverandi upplausnar-
ástandi í íslenzku samfélagi með van-
hugsuðu nei-i vegna yfirnáttúru.
Umræða | 19Miðvikudagur 20. júlí 2011
„How do you like Iceland?“
„Ég kann bara mjög vel við landið hingað
til en við erum bara búin að vera hér í einn
dag.“
Olle Berg
55 ára sölumaður frá Svíþjóð
„Bara mjög vel. Þetta er í þriðja skipti sem
ég kem hingað. Við erum að heimsækja
íslenska vini.“
Gita Berg
55 ára læknir frá Svíþjóð
„Ég elska það!“
Petra Tjescakova
26 ára nemi frá Tékklandi
„Ég elska það líka! Við erum búin að hér í 11
daga og líkar mjög vel.“
Ludvék Baumruk
25 ára nemi frá Tékklandi
„Mjög vel. Við erum búin að fá gott veður og
þetta er bara frábært.“
Trude Brobakk
42 ára kennari frá Noregi
1 Kennitöluflakkara lofað hámarksláni Páll Guðfinnur Einars-
son, eigandi Ökugerðis Íslands, sem
lofað hefur verið hámarksláni frá
Byggðastofnun, er með fjölda gjald-
þrota á bakinu.
2 Vala Grand einhleyp á ný? Til-kynnti sambandsslit á Facebook.
3 Ófrjó vegna átröskunar 27 ára „Ég hef refsað líkama mínum og nú
refsar hann mér.“
4 Útlendingastofnun reyndi að senda þræl úr landi Samkvæmt
heimildum DV fer Mouhamde Lo nú
huldu höfði, einhvers staðar á Íslandi.
5 Nauðgunarlyf á útihátíð: „Tökum þetta mjög alvarlega“
Formaður þjóðhátíðarnefndar segir
að mikið sé lagt upp úr öryggi gesta á
Þjóðhátíð og að allt fari sem friðsam-
legast fram.
6 Farþegar í martraðarflugi fá bætur Farþegar Iceland Express,
sem voru strandaglópar í einn og
hálfan sólarhring í París, fá 400 evrur,
frítt flug og út að borða.
7 Leynd yfir kaupverði og fjár-mögnun Toyota Nýir eigendur vilja
ekki gefa upp söluverðmæti.
Mest lesið á dv.is
Myndin Fegrunaraðgerð Ungmenni á vegum Reykjavíkurborgar vinna nú hörðum höndum að því að grisja úr sér vaxið gras
á umferðareyjum og öðrum opnum svæðum.
Mynd SiGTryGGur Ari JóhAnnSSOn
Maður dagsins
Í konunglegri
akademíu
Þorfinnur Gunnlaugsson
efnafræðingur er prófessor við háskólann
Trinity College í Dublin.
hver er maðurinn?
„Hafnfirðingur, Flensborgari, og síðan
kláraði ég efnafræði á Íslandi. Fór svo í
framhaldsnám til Norður-Írlands þar sem ég
vann með riddara í þessum fræðum. Þaðan
fór ég til Englands þar sem ég vann við
Durham-háskóla í eitt ár. Síðan kom ég til
Dyflinnar þar sem ég hef verið síðan 1998.“
hvað heldur þér gangandi?
„Ég er alveg ljónheppinn því ég er með stóra
rannsóknargrúppu sem telur í kringum
17 eða 18 manns held ég og svo er ég líka
ljónheppinn því ég á voðalega góða fjöl-
skyldu bæði hér og heima og það gerir það
að verkum að maður vinnur vel.“
hvað finnst þér best að borða?
„Mér finnst allur matur góður og dunda mér
mikið við eldamennsku.“
Áttu þér einhver áhugamál?
„Ég hef rosalega mikinn áhuga á mat,
matargerðarlist, að borða og njóta góðra
vína. Ég er mjög heppinn að vera í þessari
stöðu sem ég er í og fá að ferðast um allan
heim þannig að ég hef tækifæri til að borða
góðan mat úti um allan heim.“
Af hverju fluttir þú til Írlands?
„Ég fór upprunalega til Norður-Írlands í
nám. Lærði þar hjá manni sem heitir A. Peter
Silver og er einn af bestu efnafræðingum
sem til eru. Þaðan fór ég til Englands en svo
voru mér boðnar tvær stöður hér á Írlandi og
ég tók þeirri hér í Trinity College.“
Saknar þú Íslands?
„Já, mikil ósköp. Ég kem nú ekki oft heim,
kannski einu sinni eða tvisvar á ári í mesta
lagi. Ég var heima í júní en það var í fyrsta
skipti í eitt og hálft ár. Það er alltaf gott
að koma heim og best að koma í Hafnar-
fjörðinn.“
Varstu alltaf viss um að þú vildir
læra efnafræði?
„Ég hafði alltaf mjög gaman af vísindum
þegar ég var barn en þegar ég fór í Flensborg
fór ég ekki á raungreinabraut. Ég ætlaði
að vera blaðamaður og ætlaði að fara á
fjölmiðlabraut en það var ekki í boði þannig
að ég þurfti að breyta til og fór þá í raun-
vísindin. Þegar ég byrjaði svo í háskólanum
tók ég nokkur fög í hinu og þessu en ákvað
svo að fara í efnafræði.“
hvaða þýðingu hefur það að vera í
konunglegu írsku akademíunni?
„Þetta þykir mikill heiður hér og það eru
teknir inn um tíu raunvísindamenn á hverju
ári. Við vorum þrjú úr Trinity College. Það
sem er sérstakt við þetta er að maður sækir
ekkert um heldur er stungið upp á manni og
svo er maður kosinn inn. Þetta er ákveðinn
heiður sem er gaman að hljóta en ég var ekki
að sækjast neitt sérstaklega eftir þessu.
Þetta þýðir í rauninni að maður hafi gert
eitthvað rétt.“
Yfirnáttúran í öllu sínu veldi
Dómstóll götunnar
Kjallari
Lýður
Árnason„Þessi farvegur
þjóðarfrumkvæðis
er nýr valkostur og verk-
færi hverjum einstaklingi
sem vill hafa áhrif á gang
mála, þar á meðal kirkju-
skipan.