Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Side 24
24 | Sport 20. júlí 2011 Miðvikudagur
Þ
etta er ný og skemmti-
leg áskorun,“ sagði
Eiður Smári Guð-
johnsen á blaða-
mannafundi í Aþenu
í gær þegar hann var kynntur
til leiks sem nýjasti leikmað-
ur AEK. Eiður skrifaði í gær
undir tveggja ára samning við
gríska liðið sem grískir miðl-
ar haldi fram að tryggi honum
1,3 milljónir evra í laun eða því
sem samsvarar 216 milljónum
íslenskra króna. Myndi þetta
útleggjast sem 11.000 pund á
viku en til viðmiðs hafði Eiður
65.000 pund í vikulaun þeg-
ar hann lék síðast með Stoke.
Gríðarleg spenna hefur verið
í Aþenu vegna komu Eiðs en
öll íþróttablöð hafa verið með
hann á forsíðum sínum og þá
tóku 2.000 manns á móti hon-
um þegar Eiður lenti á flug-
vellinum klukkan sjö að stað-
artíma á mánudagskvöldið.
Salurinn sem fréttamanna-
fundurinn fór fram í á æfinga-
svæði AEK var orðinn fullur
löngu áður en fundurinn hófst.
Reyndar tafðist fundurinn um
rétt tæpan klukkutíma þar sem
Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs
og umboðsmaður, var fastur
í umferð og vildu menn bíða
eftir honum. Það endaði þó
með því að Eiður skrifaði und-
ir samninginn, tók í höndina á
forseta AEK, Stvaros Adamid-
is, og lyfti treyju númer 22 sem
hann mun klæðast næstu tvö
árin.
Mun klæðast treyjunni
með stolti
„Ég er spenntur fyrir metn-
aði Arnars [Grétarssonar yfir-
manns knattspyrnumála AEK]
og forseta félagsins að fá mig til
félagsins. Ég er mjög spennt-
ur fyrir þessu,“ sagði Eiður á
blaðamannafundinum. „For-
setinn og Arnar sannfærðu mig
um að þetta væri góð áskorun
fyrir mig,“ sagði Eiður sem síð-
ast lék með Fulham í ensku úr-
valsdeildinni sem lánsmaður
frá Stoke.
Það ætlaði allt um koll að
keyra á flugvellinum í Aþenu í
gær þegar Eiður lenti en 2.000
manns mættu til að taka á móti
honum. Sungu þeir söngva,
öskruðu nafn Eiðs stöðugt og
umkringdu svo bíl hans í von
um að berja goðið augum.
„Ég hef hrifist mjög af því
sem ég hef séð hérna og mót-
tökurnar voru frábærar,“ sagði
Eiður um herlegheitin en hann
er spenntur fyrir því að spila í
svarta og gula búningnum.
„Ég veit ekki mikið um fé-
lagið en Arnar spilaði hérna
og þá sagði forsetinn frá sögu
AEK. Ég mun læra meira um
söguna og ég vill verða hluti af
sögu félagsins. Eins og ég segi
er ég spenntur. Ég gef samt
aldrei loforð sem ég stend ekki
við. Ég get aftur á móti lofað
því að ég mun klæðast treyju
AEK með stolti og mun leggja
mig allan fram fyrir félagið,“
sagði Eiður Smári.
Þreifingar hófust í fyrra
„Tilfinningin er bara mjög góð,
það eru allir í skýjunum yfir
þessu,“ segir Arnar Grétarsson,
yfirmaður knattspyrnumála
hjá AEK en DV sló á þráðinn
til hans í gær þegar ró var far-
in að færast yfir eftir storminn í
kringum blaðamannafundinn.
Hann er skiljanlega hæst-
ánægður með kaupin. „Eið-
ur er mikill hvalreki fyrir AEK.
Það er búist við miklu af hon-
um og ég hef ekki áhyggjur af
neinu. Ef hann kemst í fyrra
form á hann eftir að hjálpa
okkur mikið. Ég hef fulla trú
á því,“ segir Arnar en síðasta
sumar bauðst Eiði einnig að
koma til Grikklands.
„Þetta byrjaði allt fyrir ári
síðan þegar ég hitti guttann á
Íslandi og spurði hann hvort
hann hefði áhuga. Ég bjóst
nú ekkert við að svo yrði þar
sem við gátum ekkert borgað
það sem hann vill fá. Svo kom
þetta bara aftur upp núna rétt
áður en hann steig upp í flug-
vélina á leið í læknisskoðun
hjá West Ham. Svona viku,
tíu dögum áður en það gerð-
ist kom nafn hans aftur upp á
borð hjá okkur en ég hélt þá að
við gætum ekki gert þetta fjár-
hagslega. Það kom bara upp
í hendurnar á okkur að þetta
væri möguleiki og þegar Arnór
hafði samband vorum við fljót-
ir að svara. Við gerðum tilboð
svona tíu mínútum seinna og
þar með var fyrsta skrefið tek-
ið,“ segir Arnar.
Utanaðkomandi aðilar
borga brúsann
Eins og Arnar segir hunsaði
Eiður West Ham til að ganga
í raðir AEK. Sam Allardyce,
stjóri West Ham og sá hinn
sami og fékk Eið til Bolton á
sínum tíma, lýsti yfir miklum
vonbrigðum þegar ljóst var
að Eiður kæmi ekki til liðsins
en hann hélt að félagaskiptin
væru klár.
„Það hefði verið betra hefði
þetta allt gerst viku fyrr. Eið-
ur hefur eflaust tilfinningar til
þessa þjálfara og því ekki létt
fyrir hann að snúa við á síð-
ustu stundu. En þetta er ferill-
inn hans Eiðs og hann verður
að taka ákvarðanir fyrir sjálfan
sig. Ég held að hann hafi viljað
breytingar. Þetta er samt tölu-
verð áskorun fyrir hann en það
á eflaust stóran þátt í ákvörðun
hans,“ segir Arnar en hvern-
ig náði félagið að safna þeim
1,3 milljónum evra sem grísku
blöðin segja að hann fái í laun.
„Það eru utanaðkomandi
aðilar sem koma að þessu. Eig-
endur félagsins eru vel stæðir
og svo eru aðilar sem hafa átt í
félaginu og svona. Þegar svona
leikmenn bjóðast eru menn
tilbúnir að hjálpa til og þann-
ig er það í þessu tilfelli. Annars
hefðum við ekkert getað tekið
Eið því þessi samningur er of
stór fyrir okkar fjárhagsáætl-
un,“ segir Arnar.
Óvíst hvaða lið verða í
deildinni
Spilamennska AEK og stærð
liðsins ætti að henta Eiði vel
segir Arnar þar sem liðið er
alla jafna að keppa á móti
lakari liðum og er mikið með
boltann.
„Eiður er
hvalreki
fyrir AEK“
n Eiður Smári Guðjohnsen samdi við AEK og leikur í treyju númer 22
n Utanaðkomandi aðilar hjálpa til við að borga brúsann n Bauðst
að fara til AEK í fyrra n „Mun leggja mig allan fram fyrir félagið“
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
„Ég hef hrifist
mjög af því
sem ég hef séð hérna
og móttökurnar voru
frábærar.
Eiður Smári Guðjohnsen
Nýr leikmaður AEKStund milli stríða Á mánudagskvöldið slökuðu Arnar og Eiður á eftir að hafa komist í gegnum mannþröng á flug-
vellinum. Mynd KitrinoMavri ora & newSportS photo agency
Lið Ár Leikir/Mörk
Valur 1994 17 7
PSV 1994–98 13 3
KR 1998 6 0
Bolton 1998–2000 55 18
Chelsea 2000–06 185 54
Barcelona 2006–09 72 10
Mónakó 2009–10 9 0
Tottenham 2010 11 1
Stoke 2010–11 4 0
Fulham 2011 10 0
AEK 2011–? - -
Ferill Eiðs Smára
Fullt nafn: PAE
Athlitiki Enosis
Konstantinoupoleos.
gælunöfn: Sambandið, tvíhöfða
örninn, svartir og gulir.
Stofnað: 1924.
völlur: Ólympíuvöllurinn í Aþenu
(69.618).
Forseti: Stavros Adamidis.
Þjálfari: Manolo Jimenez (Spánn)
Árangur í fyrra: 3. sæti í deild og
bikarmeistarar.
grískir meistarar: 11 (1939, 1940,
1963, 1968, 1971, 1978, 1979, 1989, 1
992, 1993, 1994).
Bikarmeistarar: 14 (1932, 1939, 19
49, 1950, 1956, 1964, 1966, 1978, 1
983, 1996, 1997, 2000, 2002, 2011)
Besti árangur í evrópu:
Undanúrslit UEFA Cup 1977.
AEK